Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994 29 Richards Nixons fyrrum Bandaríkjaforseta minnst víða um heim Vildi ekki minningar- athöfn í Washington Washington. The Daily Telegraph. ÞEIR fimm menn sem eru á lífi og gegnt hafa embætti forseta Bandaríkjanna verða viðstaddir útför Richards Nixons, fyrrum for- seta, sem fram fer á morgun, miðvikudag. Nixon verður jarðsettur í Kaliforníu en að kröfu hans mun engin opinber minningarathöfn fara fram í Washington D.C., í höfuðborginni þar sem hann taldi sig jafnan umkringdan óvinum og bar kala til eftir að hafa hrök- klast úr embætti. Ráðamenn víða um heim minntust Nixons sem mikils stjórnmálamanns um helgina og sagði Borís Jeltsín Rússlands- forseti m.a. að með honum væri genginn einn merkasti stjórnmála- maður þessarar aldar. Syrgður í Kaliforníu KONA leggur blóm við inngang Richard Nixon-bókasafnsins í Yorba Linda í Kaliforníu en þar verður forsetinn fyrverandi jarðsettur á morgun, miðvikudag. Ákveðið var eftir fundi fulltrúa stjórnvalda og fjölskyldu Nixons að opinber minningarathöfn færi ekki fram í Washington. Þess í stað verður flogið í dag með kistu for- setans fyrrverandi frá New York þar sem hann lést 81 árs að aldri aðfararnóttt laugardags til Kalifor- níu. Útför mun hafa verið rædd óformlega í fyrra og hermt er að þá hafi komið fram af hálfu Nixons að hann vildi ekki að slík athöfn færi fram í höfuðborg Bandaríkj- anna. Nixon neyddist til að láta af embætti árið 1974 eftir að upp- lýst hafði verið um yfirhylmingar og lygar forsetans og samstarfs- manna hans í tengslum við Water- gate-málið svonefnda, innbrot á vegum repúblíkana í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washington fyrir forsetakosningarnar 1972 þegar Nixon var endurkörinn. Við útförina á morgun mun Bill Clinton forseti fara fremstur en næstir honum munu koma þeir Gerald Ford, Jimmy Carter, Ronald Reagan og George Bush. Prédikar- inn Billy Graham mun annast út- förina. Iðrun og endurbót Nixon, sem var 37. forseti Bandaríkjanna og sá eini sem neyðst hefur til að segja af sér, var minnst einkum vegna framlags hans á vettvangi alþjóðamála um helgina. Lögðu menn einkum áherslu á þá sögulegu ákvörðun hans og Henrys Kissingers, þjóðar- öryggisráðgjafa forsetans og síðar utanríkisráðherra, að taka upp samskipti við kommúnistastjórnina í Kína og það bætta samband slök- unar á spennu sem einkenndi sam- skipti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna í forsetatíð hans. Gerald Ford, sem tók við embætti forseta af Nixon og veitti honum fyrirfram náðun í tengslum við hugsanleg afbrot í Watergate-málinu sagði að Nixon hefði verið í hópi fremstu forseta Bandaríkjanna á þessari öld hvað utanríkismál varðaði ef ekki sá merkasti. í bandarískum dagblöðum lögðu höfundar minningargreina um Nix- on einkum áherslu á sigra hans og virtust lítinn áhuga hafa á að rífa upp gömul sár tengd Watergate- málinu, meintum tilhneigingum ■forsetans til ofsóknarbijálæðis og „óvinalistunum“ sem hann lét útbúa. Hugtökin „iðrun“ og „end- urbót“ rista djúpt í bandarískri þjóðarsál og var í greinum um for- setann f|'allað um hvernig hann hefði öðlast virðingu á ný á þeim 20 árum sem liðu frá því hann hraktist frá Washington. Fjallað var í löngu máli um ráðgjöf þá sem hann veitti eftirmönnum sínum í embætti á vettvangi utanríkismála. Mótsagnakenndur persónuleiki í lýsingum á persónuleika Nix- ons lögðu þeir sem minntust hans einkum áherslu á mótsagnirnar sem einkenndu hann; feimnina og eftirsókn eftir athygli og völdum, trúmanninn sem hataði svo mjög pólitíska andstæðinga sína og harðlínumanninn sem reyndist sveigjanlegur og gat náð sam- komulagi við kommúnista í Kína og Sovétríkjunum. í mörgum grein- um var fjallað um einsemdina sem ávallt einkenndi Nixon og óham- ingju hans og rifjuð upp orð Henr- ys Kissingers sem sagði einhveiju sinni við samstarfsmann sinn: „Getur þú ímyndað þér hvernig Nixon hefði verið hefði hann notið einhverrar ástúðar í lífinu? Hann hefði verið sannkallað stórmenni.“ Borís Jeltsín Rússlandsforseti sem neitaði að hitta Nixon að máli í síðustu för hans til Moskvu fyrr á þessu ári sagði að með Richard Nixon væri genginn „einstakur maður — einn merkilegasti stjórn- málamaður þessarar aldar.“ Fleiri slíkar yfírlýsingar bárust frá ráða- mönnum víða um heim en stjórn- völd í Víetnam greindu frá andláti hans án þess að tjá sig frekar um líf hans og störf. pottamir hafa gengið út í Háspennu Laueavesi 118 Hafnarstrœti 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.