Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 7 FRÉTTIR Lýðveldisafmælið Dansk-ís- lenskur sjóður efldur DANIR hafa ákveðið að leggja eina milljón danskar krónur, eða tæpar 11 milljónir íslenskar^ í sjóð til styrktar samvinnu ís- lendinga og Dana, Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde, í tilefni af 50 ára lýðveldisafmæl- isins. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, lagði til á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag að íslendingar legðu einnig 3,5 milljónir íslenskra króna í sjóð- inn og var það samþykkt. Sjóðurinn var stofnaður árið 1959 og hefur að sögn mennta- málaráðherra fyrst og fremst styrkt námsdvalir íslendinga og Dana í löndunum tveimur. Einn- ig hafa rithöfundar fengið styrki, leiðtogar æskulýðssam- taka og veittir hafa verið styrkir til vísindastárfa, verkmennt- unar, listkynninga og leikhópa. Sjóðnum er stýrt af fimm manna stjórn og er úthlutað úr honum einu sinni á ári. Ólafur segir að árið 1990 hafi höfuðstóll sjóðsins verið um 2 milljónir danskar krónur, eða um 20 milljónir íslenskra, þannig að gjófin og framlag íslendinga sé veruleg viðbót. Skírteini vegna hönnunar EINKALEYFASTOFAN hefur afhent fyrsta skírteinið um skráningu hönnunar samkvæmt nýjum lögum um hönnunar- vernd, sem tóku gildi 21. maí. Frá gildistöku laganna hafa bor- ist 6 umsóknir um hönnun- arvernd til Einkaleyfastofunnar. Fyrsta skírteinið var afhent Björgvin Fredrikssen vélsmíða- meistara. Hönnun hans, sem nú nýtur lögverndar, ber heitið: Jafnvægishaldari með klemmu fyrir glas, og er glasahaldari sem festa má t.d. við staf eða hækju og helst glasið þá ávailt í jafn- vægi. I fréttatilkynningu frá Einka- leyfastofunni segir að gert sé ráð fyrir að alimargir muni hagnýta sér hina nýju hugverkavernd sem geti átt við um minni sem stærri hönnunar- eða smfðis- gripi. Vilji menn vernda tækni- lega virkni uppfinningar sé hægt að sækja um einkaleyfisvernd samkvæmt lögum um einkaleyfi. Ákærður fyr- ir skilasvik EMBÆTTI ríkissaksóknari hef- ur gefið út ákæru á hendur Ólafi Laufdal veitingamanni og var málið þingfest í héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Mál- flutningur verður um miðjan júní. Ólafur er ákærður fyrir skila- svik, en honum er gefið að sök að hafa gefið rangar upplýsingar um eignir sínar fyrir skiptarétti, með því að leyna eignarhlut sín- um í 11 íbúðum á Benal Beach á Spáni. íbúðirnar keypti Ólafur ásamt eiginkonu sinni árin 1984- 1985, á rúmar 34 milljónir pe- seta, eða um 17 milljónir króna. Albúin til skógræktar Morgunblaðið/Árni Sæberg UM 1.000 unglingar á aldrinum 16-17 ára mættu til skráningar í vinnu hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur á miðvikudag, en þá var skipt í hópa og þeim úthlutað verkstjórum sem eru 80 talsins í sumar. Ekki dugði minna húsnæði fyrir allan þenn- an fjölda en íþróttahús Fjölbrautarskólans í Breið- holti. Gróðursetja á 900 þúsund tré i sumar og munu unglingarnir vinna við gróðursetningu, göngustígagerð og landgræðslu á 28 stöðum í Reykjavík og nágrenni. Heildarkostnaður við starfsmenn, plöntur og efni nemur 220 milljónum í júní- og júlímánuði. Lúðvík Geirsson um störf bæjarfulltrúa^ og formennsku í BI Stangast ekkiá LÚÐVÍK Geirsson formaður Blaða- mannafélags íslands segist ekki sjá að það stangist á nokkurn hátt á að hann gegni formennsku í félaginu áfram eftir að hann var kjörinn bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði. Lúðvík hefur setið í stjórn Blaðamannafélagsins í 10 ár, og formennskunni hefur hann gegnt síðan 1987. Lúðvík sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði ætlað að segja af sér formennsku á síðasta aðalfundi í byrjun þessa árs, en þá hefði verið lagt hart að honum að gefa kost á sér á nýjan leik. Á þess- um tíma hefði öllum félagsmönnum verið ijóst að hann gæfi kost á sér í framboð í Hafnarfirði, og stjórn- málaskoðanir hans hefðu ætíð verið öllum kunnar. „Ég er kjörinn for- maður Blaðamannafélagsins fram á næsta ár, en annars finnst mér eðli- legt að fjallað verði um þetta mál á stjórnarfundi í félaginu sem haldinn verður í næstu viku,“ sagði Lúðvík. ' H A N Pú gengur lengur á góða veróinu Stubai Jura Nevada Cristallo Stærðir 36-48 SYMPATEX VATNSVARÐIR Þyngd: 560 g. parið Skór fyrir léttar gönguferðir Stærðir 36-48 SYMPATEXVATNSVARÐIR Þyngd: 600 g. parið Mjög þægilegir skór fyrir styttri og lengri göngur Stærðir 36-48 SYMPATEXVATNSVARÐIR Þyngd: 600 g. parið Léttir mjúkir og þægilegir LeðurStærðir 36-48 SYMPATEXVATNSVARÐIR Þyngd: 840 g. parið Sterkir, góðir I lengri göngur \’(TÚ kr. /.}>()() ci(ð kr. I ().7()()M\('i'd Ur. IJ.IOO Vcrð kr. 9.900 OPIÐ A LAUGARDAG KL. 10 - 16 Þar sem ferðalagið byrjar... SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 621 780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.