Morgunblaðið - 03.06.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.06.1994, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sýning og samkoma í tilefni þess að 60 ár eru frá stóra skjálftanum á Dalvík Bærinn riftir samningum BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi í gær að rifta samningum við verktakafyrir- tækið A.' Finnsson hf. vegna framkvæmda við leikskóla í Kiðagili og verksamningi um 5 ibúðir að Drekagili 28. Jafnframt lagði bæjarráð til við bygginganefnd Verk- menntaskólans á Akureyri að hún fyrir hönd héraðsnefndar EyjaQarðar rifti verksamningi um framkvæmdir við 7. áfanga VMA. Ástæður þessarar riftun- ar eru sagðar verulegar van- efndir verktakans við framan- greindar framkvæmdir. Síðuskóli í Glerárkirkju Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær var lagt fram uppkast að leigusamningi við Iiigmanns- hlíðarsókn um kennslustofur í Glerárkirkju handa Síðuskóla. Um er að ræða um 170 fer- metra rými á efri hæð kirkjunn- ar og er leigutími 5 ár frá 1. september næstkomandi. Lambfé hýst í snjókomu Mývatnssveit - Miðvikudag- inn 1. júní fór að snjóa í Mý- vatnssveit og snjóaði til kvölds. Töluverðan bleytusnjó setti nið- ur en frysti síðan með kvöldinu og dró í skafla. Urðu bændur að hýsa lambfé og tók alllangan tíma að koma því í hús. í gærmorgun var kuldalegt að líta út, alhvít jörð niður í byggð og hiti um frostmark. Hálka var víða veruleg á vegum en eftir því sem á daginn leið hvarf snjórinn en þó var grátt og jafnvel hvítt til fjalla. Sauðburði er að ljúka og ekki vitað annað en hann hafí gengið vel. Tún eru víða orðin vel græn og komið gras. Fugl- inn er farinn að verpa og virð- ist vera mjög mikið af honum á vatninu. Allur ís fór af Mý- vatni um síðustu helgi. HJÓNIN Steingrímur Þorsteinsson og Stein- unn Sveinbjörnsdóttir. Hún var að strauja en hann í kartöflugarði þegar skjálftinn reið yfir. Morgunblaðið/Rúnar Þór SÝNINGIN Dalvíkurskjálftinn 1934 var formlega opnuð í Ráðhúsinu á Dalvík í gær á sama tíma og skjálftinn hófst kl. 12.43 og var kirkjuklukkum þá hringt. Þá misstu 140 Dal- víkingar heimili sín „VIÐ vorum þrír að setja niður kartöflur úti í garði sem við höfð- um þegar við heyrðum ógnar- miklar drunur," sagði Steingrím- ur Þorsteinsson fyrrverandi kennari á Dalvík sem var 21 árs gamall þegar Dalvíkurskjálftinn svokallaði reið yfir fyrir 60 árum, 2. júní árið 1934 en þess var minnst á Dalvík í gær með opnun sýningar í máli og myndum á efstu hæð Ráðhússins. Kartöflugarðurinn sem Stein- grímur var staddur í erskammt sunnan bæjarins, milli Ásgarðs og Árgerðis. „Við höfðum það fyrst á tilfinningunni að flugvél væri að fljúga yfir, en hljóðið kom úr suðvestri úr Holtsárdal og þetta voru feikimiklar drunur. Þegar við litum upp í dalinn það- an sem hljóðið kom þyrlaðist í sömu andrá upp mikið moldrok og allt var hulið í mekki,“ sagði hann en mikið blíðviðri var þenn- an dag fyrir 60 árum.„einn af þessum heitu molludögum", eins og hann orðaði það og bætti við að svo einkennilegt væri með jarðskjálftann að hann hefði heyrst, sést og fundist. „Hamagangurin færðist í auk- ana og þá áttuðum við okkur á hvað var að gerast. Eg man að ég horfði heim að bænum og sá flucffelacj nordiurlandis IiF SÍMAK 96-12100 og 92-11353 þegar múrpipan á þaki hússins brotnaði af og féll í boga niður án þess að snerta þakið. Við hlup- um strax heim en sem betur fer var aðkoman ekki svo skelfileg," sagði Steingrímur. Hann sagði að fólk hefði tekið skjálftanum með jafnaðargeði og ekki verið óttaslegið meðan á honum stóð, en hræðslan kom síðar. „Þessi reynsla er ofarlega í hugum fólks sem liana upplifði, enda er þetta einn stærsti við- burðurinn sem hér hefur gerst og snertir alla bæjarbúa. Þessi ótti býr í fólkinu og ævinlega síð- an þegar fólk finnur svona kippi minnist það þessa og þá finnur maður að óttin er til staðar, hann hverfur ekki.“ Mörg hús á Dalvík eyðilögðust í jarðskjálftanum og enn fleiri skemmdust. Á sýningunni eru m.a. úrklippur úr blöðum frá þessum tíma og frásagnir af skjálftanum og viðbrögðunum við honum. Þar kemur m.a. fram að forsætisráðherra, Ásgeir Ás- geirsson, beitti sér fyrir að efnt var til samskota meðal lands- manna til að koma bágstöddum til hjálpar og voru dönsku kon- ungshjónin þau fyrstu til að láta fé af hendi rakna en þau gáfu 5.000 krónur til söfnunarinnar. Bæði Morgunblaðið og Dagur tóku við fé til söfnunarinnar og var getið um í blöðunum hveijir hefðu gefið til söfnunarinnar. Tjónið var talið nema um 500 þúsund krónum en um 140 manns á Dalvík misstu heimili sitt í skjálftanum og hafðist fólkið við í tjöldum um sumarið. Þess var m.a. getið að ekki hefði verið til óbrotið leirtau í bænum eftir skjálftann og á heimili Steingríms og eiginkonu hans Steinunnar Sveinbjörnsdótt- ur er til bollastell sem ávallt hef- ur gengið undir nafninu ,jarð- slqálftastellið“. Morgunblaðið/Rúnar Þór BÖRNIN vinna að útilistaverki í fjörunni við Slippstöðina-Odda. Ungir nemendur halda myndlistarsýningu TVÆR listakonur frá Svíþjóð, Ditte Rejers og Maria Hagberg Jangsell, hafa unnið með hópi ungra nemenda Myndlistaskólans á Akureyri, ásamt tveimur kennur- um við skólann, Rósu Kristínu Júl- íusdóttur og Kristjáni Jóhannssyni. Börnin hafa á síðustu tíu dögum reynt nokkra mismunandi þætti sköpunar og verður hluti verka þeirra á sýningu sem opnuð verður í Myndlistaskólanum í dag, föstu- daginn 3. júní kl. 16.00. Þetta er síðasti hluti samnorræns verkefn- is,„Et levande Norden“, sem feng- ið hefur nafnið Norræn æska. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00 til 18.00 til sunnu- dagsins 12. júní, en lokað verður mánudag. Dagur íþrótta og útiveru ÁRLEGUR íþrótta- og útivistar- dagur verður haldinn á Akureyri á laugardaginn, 4. júní og hefst með ávarpi Halldórs Jónssonar bæjar- stjóra á Ráðhústorgi kl. 10.25. Á torginu verða einnig fimleika- og júdósýningar, Púlsinn verður með pallaæfingar og fulltrúar heilsugæslustöðvarinnar sjá úm blóðþrýstingsmælingar fyrir þá sem vilja. Sumarlistaskolinn á Akureyri 26. júnf til 10. iúlí '94 lyrir 10-16 áia Margir kennarar og mikið fjör. Fjölbreytt þjálfun í myndlist, leiklist, tónlist, dansi og kvikmyndun. Nú eru aðeins laus pláss fyrir nokkra nemendur til viðbótar, en þátttakendur hafa tilkynnt sig frá fjölmörgum stöðum á landinu. Upplýsingar og skráning í síma 96-22644. Örn Ingi. Heilsuhlaup krabbameinsfélag- ins hefst á hádegi við Dynheima, hestaíþróttir verða sýndar á flötinni austan samkomuhúss og kappróður Sjómannadagsráðs hefst við Torfu- nefsbryggju kl. 13.00 og verða segl- bátar frá siglingaklúbbnum Nökkva og trillur félagsmanna í Kletti, fé- lagi smábátaeigenda á Pollinum. Ókeypis aðgangur verður í sund- laugar bæjarins og ýmsar kynning- ar í gangi, eins og á ungbarna- sundi og sundleikskóla. Ferðafélag Akureyrar efnir til gönguferðar um Vatnahjallaveg. Éinnig verður farin skoðunarferð um Glerárgil og gönguferð um Oddeyrina. Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu efnir einnig til gönguferðar þennan dag. Dagskrá verður við íþróttamann- virki, m.a. á golfvelli, Þórsvelli, KA- velli og við íþróttahöllina auk Akur- eyrarvallar sem verður opinn fyrir trimmara allan daginn. Skotfélag Akureyrar býður leið- sögn við leirdúfuskotfimi og kynn- ing verður á veggtennis, borðtennis og boccia á Bjargi eftir hádegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.