Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 24

Morgunblaðið - 03.06.1994, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1994 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Porvoo sáttmálinn Gagnkvæm viðurkenning kirkna og viðleitni til einingar og samstarfs NÚ á dögunum sótti erkibiskupinn af Kant- araborg, dr. George Carey, ísland heim, ásamt föruneyti. Erk- ibiskupinn er æðsti yfir- maður ensku biskupa- kirkjunnar sem telur 21 milljón manna. Heimsókn erkibis- kupsins var síðasti áfanginn í heimsókn tii lútherska kirkna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsrílq'unum. Tilefni heimsóknar erkibiskups var meðal annars að styrkja tengsl milli ensku biskupa- kirkjunnar og lúthersku kirknanna. Nú liggur fyrir frágeng- inn sáttmáli milli þessara kirkna um gagnkvæma viðurkenningu og sam- Porvoo-sáttmálinn er mikilvægnr áfangi í auknu samstarfí bisk- upakirknanna á Bret- landseyjum og lúth- ersku kirknanna í Eystrasaltslöndunum og á Norðurlöndum, segir Þorbjörn Hlynur Anrnson. starf, svonefndur Porvoo-sáttmáli eða kenndur við Borgá, eins og borg- in nefnist á sænsku. Að Porvoo-sátt- málanum standa tólf kirkjur og verð- ur hann nú tekinn til umfjöllunar og afgreiðslu af stofnunum viðkomandi kirkna á næstu þremur árum; innan íslensku kirkjunnar eru það presta- stefna og kirkjuþing er fjalla um sáttmálann og mun biskup íslands leggja sáttmálann fram til umfjöil- unar á næsta ári. Starf að gerð Porvoo-sáttmálans hófst árið 1989 með fundi í Sigtuna í Svíþjóð. David Tustin, biskup í Grimsby, og Tore Furberg, fyrrum biskup á Gotlandi, leiddu starfið, en af hálfu Íslensku kirkjunnar hafa þeir dr. Hjalti Hugason og séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson starfað í vinnuhópnum sem samdi sáttmálann. Porvoo-sáttmálinn er þannig upp- byggður, að fyrst er ítarleg greinar- gerð er skiptist í fjóra kafla og fimmti kaflinn geymir síðan yfirlýsingu er ber yfirskriftina: „ í átt að nánari einingu." í yfirlýsingunni kemur fram, að kirkjurnar viðurkenna, að sérhver þeirra tilheyri hinni einu, heilögu, almennu og postullegu kirkju Jesú Krists. Þá er viður- kennt, að í sérhverri þessara kirkna sé orð Guðs sannarlegá boðað og sakramentum skím- ar og kvöldmáltíðar rétt úthlutað. Fram kemur, að kirkjumar eru sam- mála því, að biskups- embættið sé virt meðal allra kirknanna; að það sé sýnlegt tákn til að tjá og þjóna einingu kirkjunnar. Með öðrum orðum, viðurkenna kirkjurnar, sem hlut eiga að þessum sáttmála, að hin vígða þjónusta í kirkjunum, þjónusta presta og biskupa sé full- gild. Þar með er slegið striki yfir þær efasemdir sem anglíkanar hafa haft um þjónustu biskupa og presta í lút- hersku kirkjunum í Danmörku, Nor- egi og á íslandi. Efasemdimar eiga rót sína í því, að við siðbótina rofn- aði hin postullega vígsluröð í þessum löndum; prestar en ekki biskupar vígðu aðra presta til biskupsþjón- ustu. Embættin og þjónustan eru nú metin fullgild af öllum kirkjunum og því lýst sem markmiði, að við bisk- upsvígslu verði biskupum annarra kirkna boðið til að taka þátt í handa- yfirlagningu, sem tákn um einingu og órofa hefð kirkjunnar. I framhaldi af þessari gagnkvæmu viðurkenningu er sú stefna síðan mörkuð, að hver kirknanna bjóði meðlimum annarra kirkna að þiggja sakramenti og aðra þjónustu; að litið verði á skírða meðlimi allra kirkn- anna sem einn, óskiptan hóp er geti átt heimili í hverri kirkjunni sem er. Þá er það markmið sett, að þeir sem hafa hlotið vígslu sem biskupar, prestar eða djáknar í einhverri kirkn- anna, geti þjónað í annarri kirkju án endurvígslu í samræmi við þær reglur er gilda hverju sinni. Porvoo-sáttmálinn er mikilvægur áfangi í auknu samstarfí biskupa- kirknanna á Bretlandseyjum og lúth- ersku kirknanna í Eystrasaltslöndun- um og á Norðurlöndum og tengist vitaskuld þeirri viðleitni kirkna heimsins að vinna gegn kirkjuklofn- ingi og fylkja kristnum mönnum saman, í einingu, í þjónustu við Guð og menn. Höfundur er biskupsritari. Þorbjörn Hlynur Arnason Höfum fyrirliggjandi blöSruhelíum til hátíðahalda á lýðveldisárinu. Umboðsmenn um allt land. ísaga hf. sími (91)67 24 20 Orsök ofbeldis ÞEGAR fjallað er um ofbeldi í samfélaginu er umræðan jafnan óljós og sjaldnast er komist að nokkurri nið- urstöðu, enda er hér um flókið samspil ýmissa þátta að ræða. Líklegt má telja að fólk komist að raun um að rót ofbeldisins er ekki bara ein. Miklu fremur á ofbeldi sér margar flóknar rætur. Það þarf einfaldlega að fínna þær stærstu, reyna að sjá hvert þær vaxa og þá fyrst er hægt að fínna ráð til þess að höggva þær af. Margir arfgengir þættir hafa ver- ið tilnefndir sem frambærilegar ástæður ofbeldis. En sem betur fer hafa hundruð rannsókna víða um heim varðandi tengsl líffræði og of- beldis leitt til þeirrar niðurstöðu að „ekkert mynstur kveði greinilega á um að hægt sé að ákveða með nægi- lega áreiðanlegum hætti að erfða- fræðilegir þættir orsaki ofbeldisleg- ar tilhneigingar“. Við teljum okkur vita mikið um félagsfræðilega þætti ofbeldis, því þá er tiltölulega auðvelt að mæla og vegna þess að fólk hefur verið að mæla þá í langan tíma. En hvað vitum við? Við nánari athugun kem- ur í ljós að við vitum heilmikið um það sem í raun skiptir tiltölulega litlu máli. Við vitum þó að samanburður afbrotatíðnisyfirlita okkar við útlönd er okkur tiltölulega hagstæður, enn a.m.k. Miðað við mörg önnur lönd, sem eru með sambærilega þjóðfé- lagsmynd, er morðtíðni hér á landi miklu mun minni, nauðganir eru mörgum sinnum algengari víðast hvar annars staðar og tíðni vop- naðra rána er nú orðin svo algeng víða erlendis að það er ógnvænlegt. Við vitum að samfélög eru ólík hvert öðru hvað ofbeldistíðni og teg- undir ofbeldis snertir. Almennt má þó segja að því minna sem samfélag- ið er, því betur er hægt að draga úr ástæðum, áhrifum og tíðni ofbeld- is. Við vitum að yfírgnæfandi meiri- hluti, meira en 90%, af þeim sem handteknir eru fyrir ofbeldisglæpi, eru karl- menn og það þrátt fyr- ir gífurlegar breytingar á hlutverkaskipan kynjanna síðustu ára- tugi. Engin breyting hefur orðið á þessu svo lengi sem afbrotaskrár hafa verið haldnar. Við vitum að ofbeldi er fýrst og fremst framið af tiltölulega ungu fólki. Fólk á seinni hluta annars tugar og á byijun þriðja er miklu mun lík- legra til þess að verða handtekið vegna of- beldis en það sem er yngra eða eldra. Við vitum að opinber ofbeldisaf- brotayfirlit, eins há og þau í raun eru, vanmeta raunverulega tíðni of- beldis, sérstaklega ofbeldi innan fjöl- skyldna. Við vitum að bestu sjúkdómsrann- sóknir staðfesta að í mesta lagi megi rekja örfá prósent af orsökum ofbeldis til sálfræðilegra sjúkdóma. Við vitum að horfa verður fyrst og fremst tii þess þróunarferlis sem allir verða að ganga í gegnum, flest- ir með góðum árangri, en aðrir með mikium erfiðleikum. Þar er fjölskyld- an hornsteinninn. Áhrif atvinnuleys- is á foreldra hefur t.d. mikil félags- leg áhrif. Og ekki má gleyma mikl- um áhættuþætti þegar rætt er um íjölskylduna og börn, en það eru áhrif myndbanda og sjónvarpsins og hversu ímynd þess og boðskapur hefur breyst á tiltölulega fáum árum, eða bara frá þeim tíma þegar fólk, sem nú eru ungir foreldrar, var að alast upp. Við vitum að slæmur árangur barns í skóla er líklegur til að leiða til ofbeldisháttsemi síðar. Fjórir af hveijum fimm ofbeldismönnum í fangelsum í Bandaríkjunum luku aidrei gagnfræðanámi. Við vitum að stöðugleiki skiptir máli. Því meira rót á samastað barna á meðan þau eru að alast upp, því verra fyrir barnið. Við vitum að skortur á leiðsögn fullorðinna hefur leitt til vanrækslu. Áætlað er að u.þ.b. tíundi hluti bama Bróðurpart alls ofbeldis hér á landi má, að mati Omars Smára Ar- mannssonar, rekjatil áfengisvandamála. fái slæma tilsögn frá foreldrum. Við rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 'h af þeim sem komu við sögu afbrota einu sinni eða tvisvar fengu slæma leiðsögn í æsku og svo var einnig um 34 af þeim sem komu oftar en tvisvar við sögu ofbeldismála. Það sjónar- mið að foreldrarnir beiti sjálfir ákveðni, aga og hæfilegum viðurlög- um, ef út af er brugðið, virðist skila meiri árangri en að hóta börnum skólastjóranum eða lögreglunni. Við vitum mikið um tengs'lin á milli ólöglegra vímuefna og ofbeldis. En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að samhengið á milli eins löglegs vímugjafa - áfengis - og of- beldis er alls ekki hafið yfir gagn- rýni. Bróðurpart alls ofbeldis hér á landi má rekja til áfengisvandamála eða áfengisháttsemi geranda. Því fyrr sem unglingur byijar að drekka áfengi því meiri líkur eru á að hann verði ofbeldisfullur sem fullorðinn. Niðurstaða Enn vitum við ekki nægilega mik- ið til þess að geta komið alveg í veg fyrir ofbeldi eða hvernig við eigum að stöðva það ef það er einu sinni byijað. Börnin geta lítil áhrif haft á þá þróun, nema með þeim hætti að því fleiri sem fá góða tilsögn - því meiri líkur eru á að fullorðnum fram- tíðarinnar takist betur upp en nú gerist. En til þess að það geti orðið þurfum við að reyna að skilja orsök og ástæður ofbeldisins. Þegar okkur hefur tekist það getum við reynt að bregðast við og gert eitthvað í mál- unum, t.d. með því að styrkja þá, sem með einhveijum ráðum geta dregið úr eða komið í veg fyrir of- beldi í samfélaginu. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Ómar Smári Ármannsson Fréttabúi, áhugavert fréttablað í Mýrdal FYRIR hálfu öðru ári hafði ég spurnir af því, að austur í Mýrdal hefði um nokkur ár verið gefið út héraðsblað Vestur-Skaft- fellinga, sem héti nokkuð sérstæðu nafni, Fréttabúi. Jafnvel nafnið sjálft hlýtur að vekja forvitni og draga athygli að um leið. I fyrsta blaðinu segir, að nafnið sé skyndihugdetta, og er aug- lýst eftir öðru nafni, ef ein- hveijum dytti annað og betra nafn í hug. Ég get ímyndað mér, að sú hugsun liggi að baki nafninu, að fréttabúi geti þjónað svip- uðum tilgangi og fram kemur í búahundur, þ. e. sá sem hleypur um með fréttir milli sveitabúa. Hvernig svo sem því er háttað, er Fréttabúa einmitt ætlað það hlutverk að færa fréttir og frá- sagnir milli manna þar eystra og raunar einnig til annarra, sem áhuga hafa á því, sem gerist þar í sveitum. „Mjór er mikil vísir,“ segir gamalt orðtak. Fréttabúi lagði fyrst af stað 21. nóvember 1985 og þá sem fjölrit- aður einblöðungur í A 4-stærð. Út- gefandi var Búnaðarfélag Dyrhóla- hrepps, en ritstjóri og ábyrgðarmað- ur Eyþór Ólafsson, bóndi á Skeið- ÚTGEFENDUR Fréttabúa, Sæunn Sigurlaugs- dóttir og Eyþór Ólafsson, Skeiðflöt. flöt. Hefur hann haldið um stjórnvöl- inn alla tíð og frá 1990 einnig verið útgefandi ásamt konu sinni, Sæunni Sigurlaugsdóttur, en hún annast tölvuvinnslu og umbrot. Prentsmiðja Suðurlands á Selfossi prentar síðan blaðið og það á vandaðan mynda- pappír. Fréttabúi var í upphafi hugsaður sem fréttabréf, sem yrði dreift ókeypis til hreppsbúa. Áð baki lá einmitt það, að menn gætu komið í blaðið ýmsum orðsendingum, auglýs- ingum og öðru því, sem koma þyrfti á framfæri við hreþpsbúa' og eins sýslubúa. Svo hefur og verið þau átta ár, sem blaðið hefur komið út. Smám saman jókst efniviður blaðsins, enda stækkaði það óðfluga. Sérstakt jólablað kóm út 1986 og svo hefur verið æ síðan. Ljóst er, að út- gáfa Fb hefur fallið í góðan jarðveg, því að aðsent efni af ýmsum toga hefur borizt víða að. Þá á Fb hauka í homi á ýmsum stöðum á land- inu, jafnvel í öðrum fjórð- ungum, sem senda fréttir af sínum slóðum. Allt eykur þetta á fjölbreytni blaðsins. Nokkuð snemma fóru að birtast í Fb fundagerðir hreppsnefnda í sýsl- unni. Er enginn efí á því, að sýslubú- ar kunna að meta það framtak. Vafa- laust þykir burtfluttum Skaftfelling- um einnig fróðlegt að fylgjast með því, sem gerist í gömlu heimasveit- inni. Þá eru þama alls konar minning- arþættir, sumir frá fyrri tíð, sem hljóta að vera mörgum áhugavert lesefni. Myndir af gömlum Skaftfell- ingum hafa birzt næstum í hveiju blaði undanfariri ár. Jafnframt birt-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.