Morgunblaðið - 15.06.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 15.06.1994, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslendingar tala um glæfralegar aðgerðir Grípum til nauðsynlegra aðgerða segir norski varnarmálaráðherrann OTTÓ Jakobsson framkvæmdastjóri Blika á Dalvík, sem gerir út sam- nefndan togara sem norska strandgæsluskipið Nornen klippti trollið af í gær, hafði það eftir skipstjóra Blika að Nornen hefði ekki svarað köllum skipanna á neyðarbylgjum og alþjóðlegum bylgjum og brotið siglingareglur. Auk Blika klippti norska strandgæslan trollin aftan úr Hegranesinu og Hágangi II sem skráður er í Belize en er í eigu ís- lensks fyrirtækis. Níu íslensk skip voru á Svalbarðasvæðinu í gær. íslensku skipstjórarnir tala um þrjú norsk strandgæsluskip en Norð- menn segja aðeins tvö hafa verið Einar Svansson framkvæmda- stjóri Skagfírðings hf. sem gerir út Hegranesið sagði að sínir menn hefðu sömuleiðis náð trollinu aftur. Hann sagði þá bíða nú átekta eftir því hvaða framvindu þetta mál tek- ur. „Eftir því sem mínir menn sögðu þá fór norska strandgæslan mjög glæfralega að þegar hún klippti aft- an úr þeim veiðarfærin. Það er til myndbandsupptaka af því og það verður a.m.k. hægt að sýna fram á hvernig aðfarimar voru. Norðmenn hafa ekki áður ráðist á aðildarþjóð að Svalbarðasamkomulaginu og svo virðist sem þeir átti sig ekki á því að við erum orðnir aðiiar að því,“ sagði Einar. Slæddu upp veiðarfærin „Það vora þama sjö íslensk skip að veiðum suður af Svalbarða. Það komu þama þijú varðskip og eitt þeirra, Nomen, klippti um kl. 16 að íslenskum tíma í gær trollið aft- an úr Hegranesinu og Blika. Ég fékk skeyti frá mínum skipstjóra þar sem hann undrast glæfrasigl- svæðinu, Nornen og Stálbás. ingu strandgæslunnar sem hann telur að hafi margbrotið siglinga- reglur," sagði Ottó. „Þeir reyndu að klippa aftan úr Stakfellinu og það tókst ekki betur en svo að þeir misstu klippumar við það. Skipstjór- arnir á Blika og Hegranesinu slæddu upp veiðarfærin og þau eru orðin klár og eflaust komin í botninn aftur,“ sagði Ottó. Hann segir að þeir útgerðarmenn sem hafi gert skip sín út til veiða í Smugunni í fyrrahaust og vor hafi vonast eftir viðbrögðum frá ís- lenskum stjórnvöldum. „Það virðist enginn af þessu vilja vita nema helst þegar talið er upp úr kössunum og það sást hvað fékkst fyrir þessi 9.800 tonn sem fengust úr Smug- unni,“ sagði Ottó. Hann kvaðst vonast til þess að atburðimir nú leiddu til þess að lát- ið yrði sverfa til stáls og réttarstaða íslendinga skoðuð og þá ekki síður hvaða rétt Norðmenn hafí til að lýsa yfir fískvemdarsvæði við Svalbarða. Vamarmálaráðherra Noregs, Jorgen Kosmo, segir í Verdens gang Már SH 127 á siglingu. Morgunblaðið/Alfons að íslensku skipin sem séu að veið- um við Svalbarða hljóti að skilja að norsk stjómvöld verði að fara að þeim reglum sem þau hafí sett. „Við höfum gefíð það mjög greini- lega til kynna að við munum beita þeim aðferðum sem séu nauðsynleg- ar til að stöðva ólöglegar veiðar. Allir þeir sem era að veiðum á vam- arsvæðinu hafa verið varaðir við og þeim tilkynnt að framferði þeirra sé ólöglegt," sagði Kosmo. Aðspurður um hvaða áhrif þetta hafi á samskipti Norðmanna og ís- lendinga segir Kosmo að það hefði glatt sig mjög, ef íslensk stjórnvöld hefðu haft frumkvæði að því að skipa íslenskum skipum að halda sig að lögum og hlíta þeirri stjórn sem sé á svæðinu. „Geri þau það ekki, verða þau að vera viðbúin því að við fylgjum fram þeim reglum sem við höfum sjáifir sett. Að öðram kosti væri þetta hreinn skrípaleik- ur.“ Jan Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, segir í sam- tali við NTB að Norðmenn muni grípa til nauðsynlegra aðgerða til að binda enda á hinar ólöglegu físk- veiðar. í gær vora níu skip á verndar- svæðinu við Svalbarða, sem ekki hafa kvóta á svæðinu. Þá hafa bor- ist tilkynningar um að fleiri séu á leiðinni þangað og í Smuguna, m.a. skip skráð í Bandaríkjunum. Aðeins Finnar viöurkenna rétt Norðmanna við Svalbarða í UPPHAFI þessarar aldar tóku Svíar, Rússar og Norðmenn upp viðræður um yfírráð yfír Svalbarða. Þær leystust upp er fyrri heims- styijöldin hófst og varð deilan um Svalbarða eitt af úrlausnarefnum friðarráðstefnunnar í Versölum árið 1919. Norðmönnum var veittur full- veldisréttur yfír eyjunum með Sval- barðasamkomulaginu árið 1920. Öll aðildarríki að samningnum eiga þó að hafa jafnan rétt til að nýta auðiindir Svalbarðasvæðisins. Árið 1977 lýstu Norðmenn einhliða yfír fískverndarsvæði sem nær 200 mflur út frá ströndum Svalbarða og vísuðu meðal annars til hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna í því sambandi. Réttur þeirra til þess hefur þó verið dreginn í efa af mörgum þjóðum og hafa einungis Finnar viðurkennt fískverndar- svæðið til þessa. Norðmenn gera sér grein fyrir því að réttarstaða þeirra í málinu er mjög óljós og hafa þeir ekki viljað að deilumálum vegna Svalbarða verði vísað til Al- þjóðadómstólsins í Haag. Árið 1991 hófu grænlenskir togarar veiði á fískvemdarsvæðinu og lýstu því yfir að þeir teldu sig hafa rétt til þess samkvæmt Svalbarðasam- komulaginu. Eftir harðar deilur og hótanir sjómanna í Norður-Noregi um „þorskastríð" náðist samkomu- lag um skipti Grænlendinga og Norðmanna á veiðiheimildum. Fengu Grænlendingar blandaðan kvóta í Norðursjónum gegn því að grænlenska heimastjómin bannaði veiðar grænlenskra togara við Sval- barða. Rlkisstjórn Islands sam- Samkeppnisráð Olögmæt notkun á vörumerki SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað fyrirtækinu G.M. Bílaverkstæðinu hf Fosshálsi 27 I Reykjavík að nota heitið og vörumerkið G.M. Ráðið hyggst beita það dagsektum verði nafninu ekki breytt. Sam- keppnisráð gerði athugasemd við nafnið í ágúst í fyrra, en engin viðbrögð komu frá fyrirtækinu. Það var G.M. Bílheimar hf sem kærði málið til Samkeppnisráðs. Fyrirtækið hefur umboð fyrir GM (General Motors) og taldi Sam- keppnisráð að notkun Bílaverk- stæðisins á vörumerkinu til þess ifallin að gefa villandi upplýsingar um eignarétt á merkinu. Morgunblaðið/Kristinn þykkti I endaðan mars á þessu ári að ísland skuli gerast aðili að Sval- barðasamkomulaginu og var full- trúum norskra og rússneskra stjórnvalda tilkynnt um þessa ákvörðun. Óumdeilt er að Smugan er á al- þjóðlegu hafsvæði en Norðmenn telja sig vera I fullum rétti til að framfylgja eigin lögum og reglum á Svalbarðasvæðinu ólíkt því sem er í Smugunni, sem þeir viðurkenna sjálfír að sé alþjóðlegt hafsvæði. Erling Blöndal leikur í Islensku óperunni Sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson kom til landsins í gær. Hann er einn af heiðurs- gestum Listahátíðar 1994 og kemur fram á tónleikum í kvöld, í Islensku óperunni. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20.00 og á efnisskránni eru einleiks- selló eftir J.S. Bach og Atla Heimi Sveinsson. Samkeppn- isráð ávítar heilbrigðis- ráðuneytið SAMKEPPNISRÁÐ hefur gert athugasemdir við auglýsingu sem heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið og Tryggingastofn- un birtu fyrir skömmu. í aug- lýsingunni, sem ber yfirskrift- ina „Svona auglýsa erlendir lyfjaframleiðendur“, er á nei- kvæðan hátt gefið í skyn að eitthvað sé athugavert við aug- lýsingar lyfjaframleiðendanna. Samkeppnisráð bendir á að það sé almenn regla í auglýs- ingum og markaðssetningu á vörum og þjónustu að ekki skuli hallmælt fyrirtæki eða samkeppnisvöru, hvorki beint né með því að gefa ókosti í skyn. Samkeppnisráð beinir þess vegna því til heilbrigðis- ráðuneytisins og Tryggingar- stofnunar að birting auglýsing- arinnar verði hætt. A Aburðarverksmiðjan Tveggja vikna stopp ÖLL framleiðsla í Áburðar- verksmiðju ríkisins í Gufunesi stöðvast í eina viku vegna bil- unar í tækjabúnaði. Að sögn Runólfs Þórðarsonar verk- smiðjustjóra kemur stöðvunin ekki að sök þar sem birgða- staðan sé góð og búið að fram- leiða mestallan áburð sem til þarf í sumar. Bilun varð í legu í þjöppu í verksmiðjunni í gær. Runólfur sagðj að töluverð viðgerð yrði að fara fram og yrði hún unn- in af starfsmönnum verksmiðj- unnar með aðstoð eins manns frá erlendum framleiðanda vél- búnaðarins. Sverrir ekki að hætta SVERRIR Hermannsson bankastjóri Landsbanka ís- lands hyggst sækja um stöðu bankastjóra sem auglýst hefur verið til umsóknar við bank- ann. Sverrir sagði aðspurður hvort hann sækti um: „Að sjálfsögðu geri ég það, en umsóknarfresturinn er langur þannig að mér fínnst þetta af- skaplega lítið dagskrármál.“ Umsóknarfresturinn rennur út 30. júní. Knapar ríða frá Þingvöll- um á Hellu Hellu. Morjfunblaðið. SAUTJÁNDA júní munu knap- ar ríða fylktu liði frá Þingvöll- um áleiðis til Gaddastaðaflata við Hellu, þar sem Landsmót hestamanna verður haldið 28. júní til 3. júlí nk. Frá Þingvöllum mun verða riðið austur á Gjábakkaveg um uppsveitir Árnes- og Rangár- vallasýslu og munu hesta- mannafélög á leið hestamanna taka við kyndlinum og ríða áfram sem leið liggur á mótið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.