Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ MIÐVIKUDAGUR 15.JÚNÍ 1994 13 Lionsmenn með markaðstorg Vognm - Lionsmenn í Lions- klúbbnum Keili í Vogum efndu nýverið til markaðstorgs í félags- heimili sínu Sólvöllum, þar sem seld var fjölbreytt vara til styrkt- ar líknarsjóði klúbbsins. Leitað var til hreppsbúa að láta af hendi rakna hluti sem þeir hefðu ekki not fyrir, en ryk- féllu aðeins í geymslum og væru engum til gagns. Hlutirnir voru síðan settir á markaðstorgið og seldir gegn vægu verði og öfluð- ust þannig nokkrar tekjur í líkn- arsjóðinn. Fjölbreytt úrval vara Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson var JjJ söJU) s.g. fatnaður, skór, Frá markaðstorgi Keilis- leikföng og fleira, bæði nýjar manna í Vogum. vörur og gamlar. Morgunblaðið/Steinunn KENNARAR i óðaönn við gróðursetnirigu. Nýsigldir kennarar gróð- ursetja við skólann sinn Hvolsvöllur - Kennarar við Hvolsskóla sem nú eru nýkomnir úr náms- og kynnisferð til Bret- lands tóku sig til í júníbyrjun og gróðursettu mikið af greniplönt- um við skólann. Það er árviss siður að kennarar og nemendur fari í gróðursetningarferð á vor- in. Að þessu sinni þótti kennurun- um við hæfi að fara ekki langt yfir skammt og setja niður plönt- ur við skólann en ætlunin er að grisja grenilundinn í framtíðinni og nota þá trén á litlu-jólunum. Kennararnir eru fullir bjart- sýni eftir utanlandsferðina og vilja skapa nemendum sinum og skólanum fallegt umhverfi. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson ÞYRLA Landhelgisgæslunnar hífði menn úr sjónum í slysavarnaskóla SVFÍ í Grindavík. Slysavarnaskóli sjómanna byrjar Grindavík - Sæbjörg, skip Slysa- varnafélags íslands, hefur verið í Grindavík í tengslum við slysa- varnaskólann. Fimmtíu og tveir voru á námskeiðinu sem stóð í eina viku. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-SÝN, tók þátt í æfing- um skólans. Skólinn byijaði í Grindavík eins og fyrr segir en Sæbjörg mun síðan halda til ísafjarðar ef næg þátttaka fæst þar. Hilmar Snorrason skólastjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að það væri áhyggjuefni hve þátttaka er dræm og taldi að hugsunin „það kemur ekkert fyrir mig“ væri enn ótrúlega lífseig þegar kemur að slysavörnum á sjó. Hann var þó ánægður með þátt- tökuna í Grindavík. Bryddað var upp á nýjung, námskeið fyrir grunnskólabörn sem starfa í bæj- arvinnunni. „Þetta er alveg nýtt, að prófa nýliðanámskeið fyrir þá sem ætla að hefja sjómennsku í fyrsta sinn sem fiskimenn. Þetta er til reynslu hjá okkur, að kenna hnúta og hvað fiskiskip er. Það er stuðst við kennslubók fyrir verðandi fiskimenn eftir Pál Ægi Pétursson og var hann leiðbein- andi á námskeiðinu. Við erum einnig að hugsa um að vera með eitthvað fyrir unglingana og að þessu sinni var það í samvinnu við bæjarfélagið í Grindavík. Þátttakan er upp og ofan, á sumum stöðum er hún ágæt en á öðrum slakari og þá má segja sem svo að sjómenn virðist ekki gera sér grein fyrir nauðsyn þess að fara á svona námskeið. Það er virkileg nauðsyn fyrir þá að sækja námskeið, sem leið til að fækka slysum og auka öryggi sitt. Því miður verðum við varir við að sjómenn virðast alltaf vera tilbúnir til að fresta þessu. Ég er þó hæstánægður með vikuna hér,“ sagði Hilmar að lokum Strákar Opið fimmtudag. 111 kl.20.00 í Kringlunni Til kl.21.00 ~T á Laugavcgi m ’sf.m a iSHPíiUiíitelir ikl m r af öllum vöru um Við eruni búnir að fá Method og Works — meiriháttar sending — frábært verð. Fínt fyrir Þjóðhátíðina — tökum vel á móti ykkur með ýmsurn verðtilboðum 15. og 16. júní Daemi um tilboð: Big star gallabuxur 3.900 Stórir rúilukiagabolir 3.1)00 nú 2.500 Method jakkar 0.1)00 nú 4.000 Reimaðir bolir 1.000 nú 990 Hnepptir bolir 1.000 nú 990 Se,,dum f •,óstkröfl‘ Laugavegi, sími 17440 Kringlunni, sími 689017 Aldrei betra verð. Raftækin renna út Hrærivél Gerð 3815 Gerð: BA 3243. Kr. 3.790,- B rauðris t a r Gerð: AT 2580. R a fm a g n s h n ífa r K a ffi k ii n n u r Gerð: KA5380. K affi h auna k v ö r n Gerð: 3871 F á s t u m land allt Öll verð m“o stgr.afsl EINAR FARESTVEIT &C0 hf Borgartúni 28, sími 622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.