Morgunblaðið - 15.06.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
og SÞ hafa eldflaugagall á fjalla-
toppi við þetta skarð. Ég sé að allt
er gert til varnar flutningafólki SÞ
í þessum flutningum.
Þarna suðurfrá erum við einmitt
á svæðinu þar sem vitað er að Bos-
níumúslimar eru að safna saman
mikiu liði við átakalínuna. Hyggjast
taka „vasa“ sem skagar inn í við
Kaday. Þegar þeir hefla slíka sókn,
svara Serbarnir venjulega með því
að senda flugskeyti yfir bæinn. Því
var þessa daga nokkur taugatitr-
ingur og sérstakt bann við að friðar-
gæslumenn væru á ferli utan
skyldustarfa og alltaf í skotvesti
og brynvörðum vögnum.
Skotflaug frá Himmelbjerget
Flugvöllurinn í Tuzla liggur 20
km frá bænum. Enn einu sinni var
verið að opna hann fyrir umsaminni
umferð fyrir Sameinuðu þjóðirnar
undir þeirra stjórn og með sam-
þykki allra aðila. í sólskininu virtist
hann líka ákaflega friðsamlegur,
þar sem refur skokkaði eftir braut-
inni. Illusín flutningavél friðargæsl-
unnar lenti kl. 13.40 og renndi upp
að afgreiðsluskúr og nokkrir far-
þegar gengu inn. Klukkan 13.45
kom fiugskeyti og lenti skammt frá
og kl. 13.48 var flugvélin komin á
loft aftur með ailan farminn. Þetta
hafði gerst áður og gígar eftir
flaugar m.a. rétt hjá franska
slökkviliðinu. Norski ofurstinn Tom
Johanson, yfirmaður flugvallarins,
sagði að reynt yrði aftur eftir frek-
ara tal við Serbana. En ákvörðun
var tekin af Rose hershöfðingja í
aðalstöðvunum í Sarajevo um að
beðið yrði meðan þeir væru að
draga menn að samningaborði í
Genf. En okkur væri óhætt að lenda
á þyrlunum þar morguninn eftir,
sagði Johansen, því Serbarnir
mundu áreiðanlega ekki vilja fá til-
kynningu inn á samningaborðið í
Genf um að þeir hefðu skotið niður
Sameinuðuþjóðavél. Af hveiju þá
að senda flugskeyti inn? Þetta er
eitthvert óskaplega fíngert spil, sem
enginn skilur alveg. Enn eitt til-
brigði við vitleysuna. Gæti verið að
þeir séu að reyna að ögra Samein-
uðu þjóðunum til að kalla á Nato
þotuna í eftirlitsfluginu, til að eyði-
leggja víghreiður þeirra í „Himmel-
bjerget", hæðinni sem maður sér
þarna við flugbrautarendann og
þaðan sem þeir m.a. sendu flug-
skeyti á dönsku eftirlitssveitina fyr-
ir skömmu. Þá lá nærri að svo færi.
Serbarir eiga orðið erfitt með að
halda svo stóru landsvæði. En hvað
gerist ef verður að veija Friðar-
gæsluliðið með flugskeyti úr Nato-
flugvél?
Tom Johanson er þeirrar skoðun-
ar að það megi alls ekki gerast.
„Við erum hér til að hjálpa, til að
slá á stríðið. Við gerum það ekki
ef við aukum átökin með Natóflaug
frá Friðargæslunni. Þá höfum við
sett blett á hinn bláa fána Samein-
uðu þjóðann og verðum að fara út.
Hver á þá að tryggja Bosníubúum
mat og veija fólkið á verndarsvæð-
unum. Ef einhver aðilinn vill okkur
út, þá verðum við að fara. „Nú
hafa þessir stríðsaðilar, Króatar,
Serbar og Múslimar tækifæri til að
ná friðarsamningum, sem þeir hafa
ekki aftur eftir þetta sumar. Ég
spái því að við náum vopnahléi eft-
ir sex mánuði." En hann eins og
allir aðrir eru þeirrar skoðunar að
skammt dugi að neyða aðila til
samninga eða skipta landinu milli
þjóðarbrotanna. Þau verði að búa
saman.
Ekki var Tim Baldie, fram-
kvæmdastóri alls Friðargæsluliðs-
ins í fyrrum Júgóslavíu jafn bjart-
sýnn. Hann sagði að valkostirnir
væru þrír: 1. Að ná vopnahléi, sem
margfaldi afskipti Friðargæslu SÞ,
sem nú þegar er með 38 þúsund
manna lið og kostar 1,5-1,7 milljarð
dollara. 2. Að láta ástandið enn
versna í algera „kaos“ og „anarkí".
Ef Friðargæslan gæti þá ekki leng-
ur neitt gert, þá yrði hún að draga
sig út. 3. Friðargæsluliðið gæti
þvælst fyrir, eins og það hefur gert
og gerir það gagn sem það megnar
til varnar fólkinu. Og það spáði Tim
Boldie að yrði niðurstaðan áfram.
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1994 21
m MAWÆPÆÐR/ÆtTiTiI
KRABBAMEINSFELAGSINS 1994
VEITTU STUÐNING - VERTU MEÐ!
í þetta sinn voru miðar sendir körlum, áaldri|iump3ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim
sem þegar hafa borgað miðana og minnum tiiná á góðan málstað og verðmæta vinninga.
Greiða má í banka, sparisjóði eða pöstafgrfiðslu fram að dráttardegi, 17. júní.
Vakin er athygli á því að hægt er að borga með greiðslukorti (Visa, Eurocard).
Hringið þá í sírna^l) 621414.
Hver keyptur miði eflir sókn og vörn gegn krabbameini!
mmmmmmmmá
wmmmmmmmmi
S-Ö
Ferðasímakort
Lykill að þjónustu í yfir 40 löndum
fyrir þá sem þurfa að ná sambandi
hratt og örugglega.
Kortin eru fáanleg í tveimur gerðum:
Reikningskort:
Afhent án endurgjalds en símanotkun
kemurtil greiðslu á símareikningi korthafa
hér heima. Sótt er um reikningskortin
á næstu póst- og símstöð.
HMgaiBgi
mx
Fyrirframgreidd kort:
Seld á póst- og símstöðvum um land allt.
Kortin kosta 800 krónur eða 2500 krónur.
Oö
• Ótvíræður sparnaður og aukin þægindi
þegar hringt erfrá hótelum erlendis.
A kortunum eru númer og leiðbeiningar
sem nota á þegar hringt er.
Það eina sem þarf er aðgangur að
tónvalssíma með tökkum og símanúmer
þjónustunnar í hverju landi fyrir sig.
Ferðasíma^
Fyrsta útgáfa fyrirframgreiddu
kortanna er tileinkuð
50 ára afmæli íslenska lýðveldisins.
123
01
j -j -i
G OTT F Ó L K