Morgunblaðið - 15.06.1994, Side 37

Morgunblaðið - 15.06.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 37 MINNINGAR DR. ÁSKELL LÖVE + Dr. Áskell Löve grasafræð- ingnr var fæddur í Reykja- vík 20. október 1916. Hann lést í Kaliforníu 29. maí síðastliðinn. Bálför dr. Áskels fór fram í Bandaríkjunum, en jarðneskar leifar hans munu síðar hljóta legstað í islenskri mold. ÞEIR kveðja nú einn af öðrum sam- stúdentarnir sem kvöddu gamla Menntaskólann við Lækjargötu með söng og gleðibrag einn bjartan sum- ardag árið 1937. Næstliðna mánuði hafa þrjú úr þessum hópi kvatt, nú síðast dr. Áskell Löve, grasa- og erfðafræð- ingur, sem lést vestur í Kalifomíu 29%maí síðastliðinn. Áskell kom í bekkinn okkar að loknu gagnfræðaprófi vestan af ísafirði. Hann vakti strax eftirtekt í skólanum, hafði nokkuð framandi orðfar og brá fyrir sig vestfirskum framburði ef mikið þótti liggja við. Fljótt bar á því að Áskell var ófeiminn í framkomu, kjarkaður og höfðingjadjarfur. Hann átti það til að deila við suma kennarana sem á þeim árum var fátítt. Áhugamálin voru mörg, útivist, vetrarferðir og félagsmál ýmiskon- ar. Það var aldrei lognmolla kring- um Áskel á þessum árum því áhug- inn og dugnaðurinn var sérstakur að hvaða máli sem hann beitti sér. Á skólaárum okkar var Áskell í forystusveit ungra jafnaðarmanna og gegndi þar trúnaðarstörfum. Var óvenjulegt að menntaskólanemar hefðu svo formleg stjórnmálaaf- skipti. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á þeim umbrotum sem þá áttu sér stað í Evrópu, ekki síst harmleiknum á Spáni, þar sem átök andstæðra afla álfunnar komu bert í ljós. Oft bar Áskell í barmi sér þijár örvar, baráttumerki jafnaðarmanna þess tíma. Ég hygg að örvar hafí verið baráttutákn sem meir höfðaði til skapgerðar Áskels á skólaárun- um heldur en rósin, sem nú er flagg- að með. JOHANNES TEIGLAND + Jóhannes Teig- land var fædd- ur í Tysnes í Noregi 5. nóvember 1926. Hann lést að heimili sínu í Tysnes 14. mars síðastliðinn. Jóhannes giftist eftirlifandi eigin- konu sinni Ólöfu Þorvaldsdóttur Teigland árið 1963. Þau eignuðust tvö börn, Jan Ove, f. 1964, og Inger Lise, f. 1966. Útför hans fór fram í Tysnes 18. mars síðastliðinn. VIÐ viljum með nokkrum orðum minnast mágs okkar og svila Jó- hannesar Teigland sem varð bráð- kvaddur á heimili sínu langt um aldur fram. Jóhannes var hraust- menni mikið og var andlátsfregn hans því mikið reiðarslag. Jóhannes starfaði lengst af í Bandaríkjunum við þjálfun áhafna fyrir stærstu siglingakeppnir heims og má þar geta frábærs árangurs í keppni um Ameríkubikarinn. Jafn- framt var hann um ára- bil skipstjóri á ýmsum snekkjum við góðan orðstír. Eftir farsælan feril flutti hann á heimaslóðir sínar í Tys- nes í Noregi 1969 þar sem hann starfaði sem bankamaður. Hjónaband þeirra Jóhannesar og Olafar var mikið gæfuspor hjá báðum. Börnin urðu tvö og barnabarnið eitt. Jóhannes var mikill íslandsvinur og var mjög fróður um land og þjóð. Má geta þess að nú hin síðari ár lagði hann á sig að læra íslensku og var gaman að fylgjast með hversu framfarir hans voru miklar. Við viljum að leiðarlokum þakka fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Jóhannesi og eiga með honum ógleymanlegar stundir. Elsku Óla og fjölskylda. Guð mun geyma góðan dreng og verða ykkur styrkur á sorgarstund. Tengdafólk á íslandi og í Bandaríkjunum. Alla tíð var Áskell félagshyggju- maður sem vildi bættan hag þeirra sem sátu við skertan hlut, enda þótt ævistarf hans yrði á öðrum vettvangi og bóngóður var hann í raun, það geta ýmsir vottað. Að loknu stúdentsprófi hóf Áskell nám í grasafræði við háskólann í Lundi. Námsferill hans þar var mjög glæsilegur og lauk með dokt- orsprófi (fil.dr.) árið 1943. í Lundi kynntist hann konu sinni Doris Whalén sem studdi og styrkti bónda sinn alla tíð og saman unnu þau ýmis rannsóknarverkefni og birtu um það fjölmargar greinar í vísinda- ritum um grasa- og erfðafræði. Þegar Áskell kom heim til ís- lands að lokinni heimsstyijöldinni réðst hann til starfa hjá Atvinnu- deild Háskólans og starfaði þar um sex ára skeið. Atvinnudeildin bjó við þröngan kost, var vanbúin tækj- um, oftast fjárvana og átti í erfið- leikum með heppilegt jarðnæði fyr- ir gróðurtilraunir. Þrátt fyrir kapp og áhuga Áskels þótti honum ganga hægt að þoka málum áleiðis og koma þeim í viðhlitandi horf miðað við það sem hann hafði vanist í Svíþjóð. Af þessum og öðrum ástæðum tók Áskell þá ákvörðun að flytja vestur um haf árið 1951 og hvarf ekki aftur tii starfa á ís- landi. Sú ákvörðun mun hafa verið Áskeli erfið. Vestanhafs naut Áskell vel- gengni vegna þekkingar sinnar og fádæma dugnaðar. Hann var fyrst prófessor við háskólann í Winnipeg og síðar við háskólann í Montreal í Kanada en síðar í Bandaríkjunum lengst af við Coloradoháskólann í Boulder. Hann tók virkan þátt í alþjóðlegum félögum og þingum á sérsviði hans og valdist oft til for- ystustarfa. Hann naut því virðingar víða um lönd sem fyrirlesari, kenn- ari og fræðimaður á sviði grasa- fræði og erfðafræði. Tvær bækur samdi Áskell á íslensku; íslenskar jurtir 1945 og íslenska ferðaflóru árið 1969. Eftir Áskel liggur geysi- legur fjöldi vísindaritgerða, sem bera vitni þeim einstaka dugnaði, elju og áhuga sem einkenndi Áskel alla tíð. Við gömlu bekkjarfélagarnir kveðjum nú mikilsvirtan og víð- kunnan fræðimann, sem bar hróður íslands víða. Við þökkum samfylgd og minningafjöld frá löngu liðinni tíð. Blessuð sé minning Áskels Löve. Páll A. Pálsson. MAGNUS OSKAR GARÐARSSON + Magnús Óskar Garðarsson fæddist 25. mars 1946. Hannn lést 31. maí 1994. Útför hans fór fram 14. júní. ÞEGAR okkur barst sú sorgar- fregn, að vinur okkar og fyrrum skipsfélagi, Magnús Óskar, hefði látist, vorum við félagar hans af ms. Reykjafossi staddir í slipp í Hamborg í Þýskalandi. Magnús byijaði á ms. Reykjafossi í maí 1985, þegar við fórum allir saman til Þýskalands til þess að taka við skipinu. Fæstir okkar þekktu hann, en flestir höfðu heyrt hans getið. Magnús byijaði ungur til sjós á bátum og togurum, en var þó lengst af á bv. Víkingi AK 100. „Fyrrver- andi forhleramaður“ kynnti hann sig gjarnan í góðra vina hópi, þegar hann var að segja sögur af Víkingi og öðrum skipum, sem hann haðfi verið á. Magnús var frábær sagna- maður og minni hans slíkt, að hann gat sagt sögur í marga tíma og haldið hlustendum sínum við efnið og þá sagði hann gjarnan: „Ég get + Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát og útför STEFANÍU GUÐJÓNSDÓTTUR BALTRYM, Keflavíkurf lugvelli, áður Smáratúni 4, Keflavík. Walter Baltrym, Heiður Baltrym, Ólöf Pétursdóttir, Auður Guðjónsdóttir, Bjarni Halldórsson, Björk Guðjónsdóttir, Ottó Jörgensen, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sveinbjörn Jónsson og systkinabörn. sagt þér það og ég lýg því ekki.“ Einn skipsfélagi okkar bað hann um áritaða bók um ævi hans, svo hrifinn var hann af sögunni. Meðan Magnús var með okkur á ms. Reykjafossi hélt hann upp á 25 ára siglingarafmæli sitt, hann hélt upp á fertugsafmæli sitt, hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu, og á þessum árum fæddust þijú af fjórum börnum þeirra, svo að af þessu má sjá, að við vorum félagar hans á mörgum stórum stundum í lífí hans. Magnús Óskar var hjá okkur í sjö ár, eða til haustsins .1992, er hann réð sig á togarann Ögra RE, sem nú heitir Akurey RE. Sjómaður var Magnús mikill pg gekk að störf- um sínum af miklu öryggi og kunn- áttu. Hann hafði mikinn áhuga á skipum og keypti og las allar þær bækur um skip, sem hann komst yfir. Sérstakan áhuga hafði hann á herskipum, enda hafði hann verið á varðskipum sem bátsmaður í þorskastríðum. Vorið 1993 veiktist hann og varð að hætta til sjós og nú réttu ári síðar er hann látinn. Svo margar minningar eigum við gömlu skipsfé- lagarnir tengdar Magga dropa, eins og hann var alltaf kallaður, að þær hefðu nægt í heila bók. Elsku Guðrún, Jónas, Ingvar, Alda og Oddrún, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur, einnig móður, systkinum og öðru venslafólki. Megi Guð styrkjaykkur Skipsfélagar á. ms. Reykjafossi. Dagskrá hátíðar- halda 17. og 18. júní ÍBÚUM Hafnarfjarðar og Garða- bæjar gefst kostur á að fagna 50 ára afmæli lýðveldisins íslands í tvo daga, 17. og 18. júní, en Kópa- vogsmenn halda upp á afmælið iann 18nda. og segir í fréttatil- kynningu þeirra, að svo sé til að hátíðarhöld þeirra rekist ekki á við hátíðarhöldin á Þingvöllum.. Hafnarfjörður Hátíðarhöld í Hafnarfirði hefjast snemma á föstudaginn kemur með fánahyllingu og helgistund í Hafn- arfjarðarkirkju kl. 8:15. Sérstök hátíðardagskrá hefst síðan kl. 16 á Víðistaðatúni eftir skrúðgöngu frá Hellisgerði. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með hlé- um til íd. eitt aðfararnótt 18. júní. Hafnfirðingar fá í heimsókn Óperu- smiðjuna en einnig vini Hafnar- fjarðar, þá Sigga, Örn Árna og Ladda. Hafnfirski leikhópurinn Hermóður og Háðvör flytur leik- láttinn „Vér mótmælum allir“, Radíusbræður skemmta og dag- skránni lýkur loks með dansleik SSSólar. íþróttir skipa veglegan sess í hátíðarhöldum Hafnfirðinga þann 18. júní. Um morguninn verður fijálsíþróttamót í Kaplakrika, knattspyrna verður leikin á Víði- staðatúni, götubolti við íþróttahús Víðistaðaskóla og handboltamót haldið á Strandgötunni kl. 17. Fjöl- skylduhátíð hefst hins vegar kl. 13 á Víðistaðatúni og þaðan er haldið í skrúðgöngu niður í miðbæinn. Garðabær Þjóðhátíðardagurinn hefst með hefðbundnum hætti í Garðabæ kl. átta um morguninn og er íbúum m.a. boðið í morgunverð í sal íþróttamiðstöðvarinnar. Aðal- skemmtidagskráin hefst aftur á móti í Ásgarði kl. hálf sex um eft- irmiðdaginn en þangað er haldið í skrúðgöngu frá ýmsum stöðum. Þar er boðið upp á söng, dans, þolfimi og fimleika en einnig verð- ur sýnt atriði úr bamaleikritinu Skilaboðaskjóðunni. Að dagskrá lokinni er boðið til grillveislu undir tónlistarflutningi. Á laugardaginn gefst Garðbæ- ingum kostur á að reyna með sér í ýmsum íþróttagreinum, þrautum og leikjum. Kl. 13 hefst „íþrótta- dagur fjölskyldunnar" á íþrótta- svæði bæjarins. Þar fer m.a. fram víðavangshlaup fyrir börn og ungl- inga og kassabílarallý en gestir geta einnig tekið þátt í boltaíþrótt- um og sundleikjum. Kópavogur Hátíðarhöldin í Kópavogi hefjast kl. 10 að morgni 18. júní. Þá leikur Skólahljómsveit Kópvogs við Kópa- vogshælið og á sama tíma hefst víðavangshlaup fyrir 16 ára og yngri við Vallargerðisvöll. Verð- laun fyrir hlaupið verða afhent á Rútstúni kl. 11. Klukkan 13.30 leggur skrúð- ganga af stað frá Menntaskólanum í Kópavogi á Rútstún. Dagskráin verður þessi: 1. Skólahljómsveit Kópavogs og unglingahljómsveit frá Norrköbing leika. 2. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, flytur hátíðaræðu. 3. Börn úr dans- skóla Hermanns Ragnars dansa þjóðlega dansa við íslenska tónlist. 4. Ávarp fjallkonunnar. 5. Skila- boðaskjóðan - Leikarar úr íjóð- leikhúsinu flytja söngva og dansa dverganna úr leikritinu. 6. Nýstúd- ent flytur ávarp. 7. Furðufjölksyld- an flytur leikþætti, meðai annars túlkar hún atriði úr Njálu að eigin hætti. 8. Óperusmiðjan - hópur úrvalssöngvara flytur nokkur lög undir forystu Sigurðar Bragasonar og við undirleik Þóru Fríðu Sæ- mundsdóttur. Auk þessarar formlegu dagskrár verður margt til skemmtunar á Rútstúni. Þar á meðal má nefna: Skátar reka Tívolí, Hjálparsveit skáta verður með sýningu og aðrar uppákomur á hátíðarvæðinu og selur veitingar í stóru tjaldi. Börn úr fimleikadeild Gerplu sýna fím- leika. Keppni í göngubolta og skot- keppni fyrir alla aldurshópa verður við Vallargerðisvöll í umsjón körfu- knattleiksdeildar Breiðabliks. Skráð verður í keppnina á staðnum. Klukkan 21 hefst útidansleikur í Hamraborg. Þar leika þijár hljóm- sveitir fyrir dansi til miðnættis. Þær eru: Hljómsveitin Alvara, söngvarar Rut Reginalds og Örvar Grétarsson, hljómsveitin Spoon, söngkona Emiliana Torrini og hljómsveitin Seope, söngkona Svala Björgvinsdóttir. Hátíðin á Hrafnseyri Flateyri. Morgnnblaðið. ÞRÁTT fyrir það að mikið verði um að vera á Þingvöllum 17.júní á 50 ára afmæli lýðveldisins íslands er það ekki svo að Vestfirðingar ætli sér að sitja límdir við sjón- varpsskjáinn á meðan. Það er nefnilega svo að á Vestfjörðum er fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, forseta, nánar tiltekið á Hrafnseyri við Arnarfjörð og þykir mönnum fullt tilefni til þess að minnast 50 ára afmælis lýðveldisins þar á veg- legan hátt. Hátíðin hefst kl. 13.30 með því að Þórhallur Ásgeirsson formaður Hrafnseyrarnefndar setur hátíðina og að því loknu verður hátíðarguðs- þjónusta þar sem sr. Kristinn Sig- urþórsson þjónar fyrir altari. Þá mun dr. Jóhannes Nordal, sonur Sigurðar Nordal sem flutti hátíðar- ræðuna 1944, flytja hátíðarræðu og síðan verða kaffiveitingar í boði Kvenfélagsins Vonár á Þingeyri. Mun að því loknu hefjast fjöl- skylduskemmtun sem stendur fram yfír miðnætti. Fréttaritari hitti að máli Sigrúnu Magnúsdóttur, formann undirbún- ingsnefndar fjölskylduskemmtun- arinnar. Að sögn Sigrúnar hafa foreldrafélög grunnskólanna á Flateyri, Mosvallahreppi og Þing- eyri haft veg og vanda að allri skipulagningu fjölskylduskemmt- unarinnar En hvað skyldi svo vera boðið uppá: „Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður, mun setja fjöl- skylduskemmtunina og rekja í máli sínu sögu Hrafnseyrar og síð- an koma atriðin eitt af öðru. Þar má telja, ljóðalestur barna úr Grunnskóla Flateyrar, Söngur Barnakórs Þingeyrar. Vikivaki fluttur af börnum úr Grunnskólan- um í Mosvallahreppi við söng Reyn- is Ingasonar og undirleik Guð- mundar Ingvarssonar harmonikku- leikara á Þingeyri. Munu bömin verða í þjóðbúningum saumuðum af foreldrum. Börn frá Flateyri munu flytja leikritið Búkollu undir leikstjóm Eyvinds Erlendssonar leikara. Þegar líða tekur á daginn verður svo grillveisla Trúðamir verða auðvitað þarna og selja blöðr- ur og fána og eftir grillveisluna mun gestur úr háloftunum dreifa einhverju skemmtilegu yfir móts- gesti. Árni Brynjófsson harm- onikkuleikari og rokkbóndi frá Vöðlum í Önundarfirði marserar um svæðið með hátíðargestum og mun svo hljómsveitin Þeir tveir slá botninn í skemmtunina með dans- leik. Á skemmtuninni mun Guðmund- ur Ingi Kristjánsson, skáld að Kirkjubóli í Bjarnadal, minnast 50 ára áfmælis lýðveldisins í ljóði og verður í framhaldi af því kallað saman til hópmyndatöku það fólk sem á staðnum verður og var á hátíðinni 1944. Því þykir sérstök ástæða til að hvetja alla sem þar voru til þess að koma á hátíðina á Hrafnseyri og auðvitað hvetjum við alla Vestfirðinga til þess að fjöl- menna þarna og sameinast á þess- um mikla hátíðisdegi."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.