Morgunblaðið - 15.06.1994, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 15.06.1994, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 49 f I ) I J J J B DENNIS Bergkamp, sóknar- leikmaður Hollands var skírður í höfuðið á knattspyrnukappanum Denis Law, fyrrum leikmanni Manchester Unitd. Frá Forldrar Berkamps Bob gerðu ein mistök — Hennessy þeir athuguðu ekki íEngiandi ag ageins eitt enn er í nafni Denis Law. B 25.000 Bandaríkjamenn tóku þátt í að finna nafn á lukkudýr (hundinn) HM. Ákveðið var að kalla hundinn „striker“ - eða Framherj- anrt. ■ ÞRJÚ stig eru gefin fyrir sigur í riðlakeppninni. M ÞEIR leikmenn sem fá gult spjald í riðlakeppninni, taka það ekki með sér í sextán liða úrslitin. H AÐEINS tvær enskumælandi þjóðir taka þátt í HM í Bandaríkj- unum — heimamenn og írar. B ANDONI Zubizarreta, mark- vörður Spánveija, mun ekki leika tvo fyrstu leiki þeirra í HM, þar sem hann tekur út leikbann fyrir að hafa verið rekinn af leikvelli gegn Dönum í undankeppninni. B ÞEIR dómarar sem sýna leik- mönnum ekki rauða spjaldið fyrir brot á leikmönnum aftanfrá, verða sendir heim með næstu flugvél. B ÁRANGUft Jackie Charltons með landslið Irlands, hefur vakið athugli, en írar hafa aðeins tapað ellefu leikjum af 78 undir hans stjórn. ® LAUN Charltons sem lands- liðsþjálfari miðað við laun jandsliðs- þjálfara Þýskalands og Ítalíu eru aðeins vasapeningar, en hann hefur 214 þús. ísl. kr. á viku, árslaun 10,7 millj. kr. H CHARLTON þénar miklu meira á ýmsun auglýsingum, eða 321 millj. kr. á ári. Þessi spaugsami þjálfari tekur 321 þús. kr. fýrir að halda stutta kvöldfyrirlestra — á léttu nótunum. B Charlton, sem er 59 ára og mikill áhugamaður um laxveiðar, á tvö hús í Englandi, veiðihús á vest- urströnd írlands og villu á Spáni. B BRÓÐIR Jackie er Bobby, fyrrum leikmaður Manchester United. Þeir bræður urðu heims- meistarar með Englandi 1966 á Wembley. B BOBBY var aðlaður um síðustu helgi í Englandi og tekur hann sæti í lágvarðadeildinni sem Sir Robert Charlton. ® KEVIN Moran og David Kelly leika ekki með írum í fyrsta leik þeirra í riðlakeppninni á HM gegn Itölum í New York á laugardag- inn. Þeir eru báðir meiddir. B SAUDI-Arabar eru búnir að setja allt á annan endann í Banda- ríkjunum. Liðið átti að koma til Baltimore á laugardaginn en kom ekki. „Völlurinn sem við áttum að æfa á var ekki tilbúinn og því verð- um við áfram hér í Pornona," sagði forráðamaður liðsins. ■ BÚIÐ var að lagfæra háskóla- völlinn í Baltimore og Sheraton- hótel hafði verið bókað en á síðustu stundu ákváðu Arabamir að vera áfram í New Jersey. ® FRAMIIERJAR, félag áhuga- samra Framara leita nú að nafni á lukkudýr félagsins, sem er lifandi blárefur. Sá sem stingur upp á nafninu sem síðar verður fyrir val- inu fær helgardvöld að Bifröst. ■ FRAMHERJAR hittast í kaffí- teríu ÍSÍ fyrir leikinn í kvöld og þar geta menn virt lukkudýrið fyrir sér og hugað að nafngift. ÚRSLIT Knattspyrna L deild kvenna: IA - Höttur..................4:0 Laufey Sigurðardóttir 2, Áslaug Ákadóttir, Bryiy'a Pétursdóttir. KNATTSPYRNA Sjötta umferð 1. deildar hefst í kvöld Hefna Framarar ófaranna úr Reykjavíkurmótinu? Sjötta umferð 1. deildar karla hefst í kvöld með leik Fram og KR á aðalleikvanginum í Laug- ardal. KR er í þriðja sæti deildarinnar en Fram í því fimmta og að- eins skilur eitt stig liðin. KR-ingum var spáð ís- landsmeistara- titilinum fyrir keppnistíma- bilið en Fram var spáð frekar döpru ári, sjöunda sæti í deildinni. Miðað við fyrstu umferðirnar ætti leikur- inn í kvöld að geta orðið skemmti- legur því Framarar hafa leikið skemmtilega knattspyrnu það sem af er og hafa gert flest mörk allra liða í deildinni, alls níu og fengið á sig sjö. KR hefur ekki leikið eins vel og liðið gerði á undirbúnings- tímabilinu, en hefur þó krækt sér í sjö stig með því að gera átta mörk og fá á sig þrjú. Liðið léku tvo leiki í Reykjavíkur- mótinu og sigraði KR 10:1 í þeim samanlagt. Framarar vilja örugg- lega gleyma þeim leikjum enda vantaði nokkra leikmenn í lið þeirra þá, en KR-ingar voru í miklu stuði. Það ættu því væntanlega að sjást nokkur mörk í Laugardalnum. Búast má við að Anton Björn Markússon komi inn í lið Fram á nýjan leik eftir meiðsli sem hann hlaut í fyrsta leik liðsins gegn Stjörnunni. Ólíklegt er að hinn ungi og sprettharði KR-ingur Óskar Hrafn Þorvaldsson verði búinn að jafna sig fyrir leikinn í kvöld. KNATTSPYRNA Spurs áfram í úrvalsdeildinni >> Félagið var sektað, það missir 12 stig næsta ár og verður ekki með í bikarnum TOTTENHAM Hospurfékkí gærkvöldi þaö sem kalla má „sterka“ áminningu. Liðinu er gert að greiða sem svarar rúmum 64 milljónum króna í sekt, fær ekki að vera með í bikarnum og byrjar í deildinni með-12stig. Margir óttuðust að félagið yrði dæmt til að leika í 1. deild I haust vegna þessa máls, sem snýst að Bob Hennesey mesfu um að fé‘ skrífar frá lagið hafi veitt Englandi leikmönnum „lán“ áður en gengið hafði verið frá kaupum á þeim og þar með stuðlað að „réttri“ ákvörðun leikmanna. En hæsti- réttur úrskurðaði í gærkvöldi að liðið gæti leikið áfram í úrvals- deildinni, en veitti því harðorða áminningu sem mun kosta félagið stórfé. Tottenham er gert að greiða 600 þúsnd punda sekt auk þess sem það fær ekki að vera með í ensku bikarkeppninni næsta ár og í úrvalsdeildinni verða dregin 12 stig af liðinu. Það sem er hvað grátlegast fyrir félagið er að þeir menn sem nú halda um stjórnvölin, Assie Ardiles fram- kvæmdastjóri og Alan Suger for- seti stjómarinnar, komu hvergi nærri þessum málum. Það sem verið var að dæma félagið fyrir í gær gerðist á meðan Terry Vena- bles var stjóri hjá liðinu. Dómarar HM Dómaranefnd FIFA skýrði frá því í gær hverjir dæma 24 fyrstu leikina í HM í Bandaríkjun- um sem hefst á föstudaginn. Lög- fræðingurinn Arthuo Brizio Carter frá Mexíkó ríður á vaðið og dæmir opnunarleikinn og Daninn Peter Mikkelsen dæmir hinn leikinn á föstudaginn. Hér á eftir fer listi yfir dómara leikjanna: 17. júní: Þýskaland - Bólivía ................Carter (Mexíkó) Spánn - S-Kórea ............Mikkelsen (Danmörku) 18. júní: Bandaríkin - Sviss ............Lamolina (Argentínu Ítalía - írland ........Van der Ende (Hollandi) Kólombía - Rúmenía ................Sharif (Sýrlandi) 19. júní: Belgía - Marokó ..............Cadena (Kólumbíu) Noregur - Mexíkó ............Puhl (Ungveijalandi) Kamerún - Svíþjóð .........'.........Noriega (Pení) 20. júní: Brasilía - Rússland ..............Chong (Mauritius) Holland - Saudi Arabía ....................Vega (Spáni) 21. júní: Argentína - Grikkland ..............Angeles (Bandar.) Þýskaland - Spánn ................Cavani (Úrúgvæ) Nígería - Búlgaría ............Badilla (Kosta Rica) 22. júní: Rúmenía - Sviss ...................Jouini (Túnis) Bandarikin - Kólombia ...................Baldas (Ítalíu) 23. júní: ítalia - Noregur ..............Krug (Þýskalandi) S-Kórea - Bólivía ............Mottram (Skotlandi) 24. júní: Mexíkó - írland ..............Röthlisberger (Sviss) Brasilía - Kamerún .................Carter (Mexíkó) Síþjóð - Rússland, ............Quiniou (Frakklandi) 25. júní: Belgía - Holland ..............Marsiglia (Brasilíu) Saudi Arabía - Marokó ...................Don (Englandi) Argentina - Nígería ................Karlsson (Svíþjóð) 26. júní: Búlgaría - Grikkland Bujsaim Heimir tekur vid ÆF IR-ingum Heimir Karlsson, knattspymu- maður og íþróttafréttamaður á Stöð 2, var í gær ráðinn Jojálfari ÍR-inga sem leika í 2. deild Islands- mótsins í knattspyrnu. Heimir tekur við liðinu af Ögmundi Kristinssyni sem var látinn hætta um síðustu helgi í kjölfar slaks gengis liðsins í fyrstu leikjum deildarinnar. ÍR-lið- ið hefur leiírið þrjá leiki í deildinni, tapað þeim öllum og situr eitt á botni deildarinnar. Markatalan er ekki glæsileg, Breiðhyltingar hafa gert eitt mark en fengið á sig tólf. Heimir er ekki alveg ókunnugur Breiðholtsliðinu því hann þjálfaði hjá félaginu síðast árið 1987. Heim- ir verður við stjórnvölin hjá liðinu í fyrsta sinn í kvöld í bikarkeppni KSÍ, en þá taka ÍR-ingar á móti Aftureldingu úr Mosfellsbæ. Augustine Okocha, miðvallarspii- ari Nígeríu (nr. 10), er leikmaður með Frankfurt. Hann er mjög kröftugur og sókndjarfur miðvallarspilari. „Spútnikamir“ komnir frá Nígeríu NÍGERÍUMENN komu til Dallas í Bandartíkjunum ífyrrinótt kl. 4.30 — þrjátíu klukkustundum eftir að leikmenn landsliðs Níg- eriu lögðu á stað frá æfingabúðum sínum fyrir utan Lagos. Leik- mennirnir komu tíu tímum of seint, eftir átján tíma flug. Ástæð- an fyrir seinkun þeirra var að flugfélagið Nigerian Airways var ekki búið að tryggja vegabréfsáritin fyrir flugliða sína í tæka tíð, en lengi vel hefur verið bann í Bandaríkjunum á beint flug þang- að fráNígeríu. ví er ekki að neita að leikmenn mínir eru þreyttir eftir erfiða ferð, en þeir náðu að leggja sig smá stund í flugferðinni," sagði Hollend- ingurinn Clemens Westerhof, sem er þjálfari Nígeríuliðsins. Hann sendi leikmenn sína strax í rúmið þegar komið var á hótel það sem liðið dvel- ur á fyrir utan Dallas. Það hallast margir að því að Ní- geríumenn verði spútnikar heims- meistarakeppninnar, en þeir hafa 5 herbúðum sínum marga mjög leikna leikmenn — og nær allir leika þeir með liðum í Evrópu; Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Belgíu, Frakklandi og Englandi. Nígeríumenn taka þátt í heimsmeistarakeppninni í fyrsta skipti og eru handhafar meistarabik- i ars Afríku,.sem þeir hömpuðu iapríl... „Það er ekki auðvelt að leika i heimsmeistarakeppni. Við berum virðingu fyrir öllum mótheijum okk- ar, en hræðumst þá ekki," sagði Westerhof. Nígeríumenn leika í riðli með landsliðum Argentínu, Grikk- lands og Búlgaríu. Fyrsti leikur Ní- geríu verður gegn Búlgaríu á þriðJÉN daginn kemur. Emeka Omeruah, forseti knattspymusambands Níger- íu, sagði að hans menn gæfu ekkert eftir til að verða þeir sem kæmu mest á óvart. Það sem vinnur með Nígaríu að þeir eru ekki óvanir að leika í hita eins og er í Dallas — um 30 stiga hita. „Það verður ekk- ert vandamál fyrir okkur. Þetta er sama hitastig og er í Lagos,“ sagði Westerhof. . ______ . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.