Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 8

Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 Sveinn Björnsson Sveinn Björnsson er að mörgu leyti fyrsti nú- tímamaðurinn í hópi ís- lenskra stjórnmálafor- ingja, segir Gísli Jóns- son í grein um fyrsta forseta íslands. Sveinn Björnsson er fyrsti Reykvíkingurinn í hópi þeirra sem fremstir hafa staðið íslenskra stjórn- enda og stjórnmálamanna. Þótt fæddur væri í Kaupmannahöfn vegna námsdvalar föður síns þar, ólst hann upp í Reykjavík og óx og dafnaði með hinni litlu höfuð- borgamefnu. Heimili foreldra hans í Reykjavík bar þó allan svip ís- Ienskrar sveitar. Og nöfnin, Sveinn og Björn, stutt og snögg, eru svo ævafom og norræn sem kynstofn- inn man lengst aftur. Að Sveini stóðu öflugar og margvísar ættir. Sveinn Björnsson er líka að mörgu leyti fyrsti nútímamaðurinn í hópi íslenskra stjómmálafor- ingja. Margt var um nýjungar í Reykjavík, þegar Sveinn Björns- son var þar ungur skólapiltur og síðar heim kominn lögfræðingur frá Kaupmannahöfn. Gömul þröngsýni og smámennska var á undanhaldi. Margur vildi nú, á máli Einars Benediktssonar, mannast á heimsins hátt. Þótt Sveinn væri sonur mikils baráttumanns og flokksforingja Sveinn Björnsson og borinn inn í pólitískt gjörninga- veður, var hann sjálfur aldrei harð- vítugur flokksmaður, þótt skoðan- ir hans færu ekki dult. En hann var víðsýnt prúðmenni í orði og verki, samvinnuþýður og dreng- lyndur eins og Ólafur bróðir hans. Honum var mest í mun að koma góðu í verk. Hann hafði mikið traust manna, kjörinn í bæjar- stjórn og á alþingi. En meginstarf hans var ekki löggjöf eða bæjar- málefni í þrengsta skilningi. Hann var fyrst og fremst athafnamaður- inn sem sá að efnalegar forsendur þurfti til stjórnfrelsis. Hefði ísland orðið fullvalda ríki 1918 án Eim- skipafélagsins? Getur ey- ríki verið fullvaida, ef ekki eru í eigu þjóðarinnar haf- fær skip? Sveinn Björnsson var á manndómsárum sínum í Reykjavík alstaðar þar sem eitthvað mikið og gott var að gerast. Hann var fyrsti formaður Eim- skipafélags Islands og gegndi því embætti árum saman. Hann var for- göngumaður þess að taka tryggingamál úr höndum útlendinga, í fararbroddi bæði Sjóvátryggingafé- lags íslands og Bruna- bótafélagsins. Hann var frumkvöðull Rauða kross- ins á íslandi. í öllu þessu og mörgu ámóta var hann í essinu sínu. Á skömmum þingmannsferli naut hann trausts og virðingar, en sótt- ist ekki eftir vegtyllum. Hann var orðinn forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur vegna mannkosta sinna og samstarfsvilja, þegar hann var valinn í trúnaðarstarfið mikla: að verða sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, eftir að ísland varð fullvalda ríki. Til þess emb- ættis fór hann 1920, og Jón Magn- ússon sagði að þá hefði hann orð- ið að vanda valið og rökstuddi það val, svo að ekki varð umdeilt. Sveinn Björnsson sinnti þessu starfi óaðfinnanlega og fjölmörg- um öðrum skyldustörfum erlendis. Hann var í raun dæmi íslendings- ins gagnvart umheiminum. Og það var ekki honum að kenna, þegar íslensk kotungslund lagði embætti hans niður um tveggja ára skeið. Sjaldan hefur íslenskum alþingis- mönnum tekist betur að spara eyrinn og kasta krónunni. Ekki munu aðrir en Sveinn hafa komið til greina í hið vandasama starf ríkisstjóra 1941, og var þá ærið ískyggi- legt í veröldinni. Úr fjarlægð hafði Sveini Björnssyni lærst að líta öðrum augum á ís- lenskt flokksræði en þeir sem sjálfir stóðu í stappinu, og því var ekki þingeining um hann í forseta- kjörinu 1944. En þjóðareining varð um hann við fyrsta tækifæri ári síðar, er forsetakosning skyldi fara fram eftir hinni nýju lýðveldisstjórnar- skrá; engum mun hafa hugvæmst mótframboð. Og ekki heldur 1949. Hann var sjálfkjörinn og sjálfsagð- ur forseti til dauðadags. Nærri má geta hvílíkt vanda- verk það hefur verið að gerast þjóðhöfðingi yfir íslendingum eftir allt sem á undan var gengið. En Sveinn Björnsson var maður yfir- lætislaus, fastlyndur og traustur. Eðlislæg prúðmennska hans beið ekki hnekki af miklum frama og löngum valdaferli. Honum var svo lagið að laða menn til samhuga og samvinnu, að menn tóku ekki eftir því. Hann gerði forsetaemb- ættið að sameiningartákni, hljóða- laust og virðulega. Þegar kjósa skyldi eftirmann hans, gleymdist samhugurinn hins vegar um sinn. Maður yfirlætis- laus, fastlyndur og traustur Molar ► DAGANA 20.-23. maí árið 1944 greiddi íslenska þjóðin at- kvæði um það hvort slíta skyldi sambandinu við Danmörku og hvort stofna skyldi lýðveldi á ís- landi. 98,61% atkvæðisbærra manna í landinu kusu, og er þessi geipilega kjörsókn einkar athygl- isverð í Ijósi þess að fjöldi manna var tepptur erlendis og í sigling- um, sauðburður stóð sem hæst o.s.frv. Við atkvæðagreiðsluna var á annað hundrað hreppa eða kjör- deilda með 100% kjörsókn. Greidd atkvæði leiddu í ljós að 0,5% kjós- enda vildu halda i konungssam- bandið við Danmörku en 99,5% greiddu atkvæði með fullum skiln- aði. Þegar kosningaþátttaka er skoðuð eftir kjördæmum, kemur í ljós að fæstir greiddu atkvæði í Isafjarðarkaupstað, eða 97,12%, en þar á eftir komu Akureyrar- kaupstaður með 97,44% og Reykja- víkurkaupstaður með 97,75% kjör- sókn. Flestir voru andvigir sam- bandsslitum i Reykjavík, eða 155, en þar á eftir komu Suður-Múla- sýsla og Neskaupstaður með 23 andvíga. !► LAGMARKSLAUN verka- manns í dagvinnu um mitt ár 1944 námu 5,44 krónum á tímann. Þá var vinnuvikan 48 klukkustundir í dagvinnu og vikulaunin því um 2.600 krónur. í dag eru lágmarks- laun verkamanns um 280 krónur á tímann, en vinnuvikan 40 stund- ir í dagvinnu og vikulaunin því um 11.200 krónur. Geta verkamanns til húsnæðiskaupa er, miðað við byggingarvísitölu og hækkun á lágmarkslaunum, nær sú hin sama í dag og fyrir hálfri öld. I ) ) I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.