Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 10

Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Sjálfstraustið kemur með frelsinu Fimmtíu ár eru frá því að lýðveldi var stofnað á íslandi og fyrsti forseti þess lýðveldis kjörinn á Þingvöllum. Þessa hálfu öld hafa aðeins verið fjórir forsetar íslands, Sveinn Bjömsson 1944-1952, Ásgeir Ásgeirsson 1952-1968, Kristján Eldjám 1968-1980 og Vigdís Finnbogadóttir, sem setið hefur í embætti í 14 ár, kjörin 1980, endurkjörin 1988 og sjálfkörin 1984 og 1992. Forsetar íslands íjórir hafa mótað þetta embætti, að mestu með jafnri framþróun en hver um sig einnig sett á það sinn persónulega svip. Vigdís Finnbogadóttir forseti hefur lifað þetta tímabil í íslenskri sögu, konungs- ríkið ísland á sínum_ uppvaxtarárum, at- burðinn mikla þegar ísland verður lýðveldi og síðan hálfrar aldar sögu þessa lýðveld- is, síðasta hluta þess í æðsta embætti þjóð- arinnar. Hún hefur upplifað þessar gífur- legu breytingar og þetta undur sem orðið hefur á landinu og með þjóðinni, eins og hún orðaði það í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins. Tær vorbirta með gróðrarskúr var yfír Bessastöðum þegar við komum okkur fyrir í notalegu Bókhlöðunni og eins og ávallt borið fram kaffi og margar smákökuteg- undir á silfurfati á þessu þjóðarheimili, eins og Vigdís Ieggur áherslu á að það sé. Við sitjum við hið fræga 16. aldar borð, þar sem ríkisráðsfundir fara fram og nýjar rík- isstjómir eru myndaðar. Þær hafa stækkað svo að nú verður forseti að bæta við end- ann á borðinu á ríkisráðsfundum. Þegar ríkisstjóri og síðar forseti settist að á Bessa- stöðum var Pétri Bene- ___________________ diktssyni sendiherra í Bretlandi falið að kaupa gömul húsgögn, einu fyr- irmælin að þau væra ekki yngri en Bessastaðastofa, sem er reist 1762. Þá var stríð og mörg byggingin í Bretlandi rústir einar, svo hægt var að fá með góðum kjörum fallega gripi. Því á þjóðin hér góða muni, eins og Vigdís bend- ir á. Þótt hún hafí undanfarin sex ár ekki getað búið þar meðan viðgerðir eru í gangi og orðið að halda annað heimili inni í borg- inni, þá er hún ákveðið þeirrar skoðunar að forsetinn eigi að búa á Bessastöðum, enda verið að gera upp Ráðsmannshúsið til þess. „Þetta er eina heimilið í landinu sem við eigum saman. Við eigum alla þessa hús- muni hér sameiginlega," segir Vigdís. „Það hefur verið aðall Bessastaða að þetta er heimili. Gestir hafa orð á því að gott sé að koma hér, því þeir fínna að þetta er heimili, þjóðarheimilið. „Mér fínnst svo mikilvægt að staldra við og rifla upp. Annars mundum við ekki taka eftir hversu stórkostlegar framfarir frelsið hefur fært okkur,u segir Vigdís Finnbogadóttir for- seti íslands í viðtali við Elínu Pálmadóttur. Við börnin vorum ekki óhamingjusöm í þessu konungsríki Þegar ég lít til baka finnst mér að íslend- ingar hafi lyft grettistaki. Það fínn ég svo vel,“ segir Vigdís Finnbogadóttir þegar hún er beðin um að lýsa minningum sínum frá uppvaxtaráranum í konungsríkinu Islandi. „Hér var kyrrstaða, víða enn vegalaust og kynt með kolum. Af Ártúnsbrekkunni horfði maður yfir steingráa borg. Enginn gróður, því fólk var ekki farið að rækta garða að heitið geti. í Vesturbænum var Kirkjugarðurinn og svo grasvellir. Sauðk- indin átti enn sitt ríki vestur á völlunum, því þar var búskapur. Ég man að ég sat í grasinu við heimili mitt til að reka úr túninu, svo að kindurnar ætu ekki stjúp- mæðurnar hennar mömmu og salatið. Fólk sem hafði verið erlendis lagði mikið upp úr því að rækta matjurtir, því flestir höfðu bara rabarbara og ekkert var hæjgt að kaupa, hvorki grænmeti né ávexti. A pen- ingunum var kóróna og minnti í dagsins önn á að þetta var konungsríki. Og svo ______________vissum við allt um dönsku konungsfjölskylduna, fylgdumst með í dönsku blöðunum.“ Vigdís segir að nú geymum við kórónuna sem sögulega heimild á Alþingi og Safnahúsinu og hún er hlynnt því að hún sé þar til minja um að við voram konungsríki. „Við hlaupum ekki frá sögu okkar og eigum að minnast hennar á sögustöðum.“ Þegar hún var nýlega í Prag sá hún skjöld, sem þar hafði fundist, og á stóð Konungsríkið ís- land. Hann var með gamla skjaldarmerkinu með landvættunum og kórónu. Þá rifjaðist upp fyrir henni á hve mörgum stöðum þessi kóróna hafði verið og að hún var áður hluti af daglegu lífi okkar. Ekki minnist Vigdís þess að fólk hafí neitt verið að flíka tilfínn- ingum sínum um frelsi og sjálfstætt ríki. Það hafi fyrst komið upp á yfirborðið þeg- ar farið var að stofna lýðveldi. „Foreldrar mínir höfðu bæði verið í námi í Kaupmanna- höfn og áttu þar marga vini. Þau bára því í bijósti hlýlegar tilfinningar og vináttu til Dana og Norðurlandanna yfirleitt. Ég tók þær tilfinningar í arf. Við vorum mjög norrænt sinnuð og ég verð það alla ævi. Mér hefur fundist að við ættum að rækta þann garð. Eftir 1918 vissu allir íslending- ar í ljósi fullveldissamningsins að samband- ið skyldi endurskoðað að 25 árum liðnum og að það yrði gert. Þurfti ekkert að tala um það. Það bjó í hugum fólks.“ Og Vig- dís hætir við meðan við eram að tala um lífíð á Islandi fyrir daga lýðveldisins. „Eitt er það sem mér er minnisstætt, við börnin vorum ekki óhamingjusöm í þessu konungs- ríki. Við höfðum ekki veraldlegan auð, en þá þurfti svo lítið til að gleðjast. Nú hefur þetta undið upp á sig og kröfurnar eru svo miklar.“ Forfeður Vigdísar Finnbogadóttur vora í báðar ættir miklir frelsissinnar. „Afí minn, sr. Þorvaldur Jakobsson, og allt okkar fólk talaði fyrir frelsi íslands. Móðurfólkið mitt úr uppsveitum Árnessýslu _______________ var áskrifendur að Nýjum félagstíðindum og las allt sem Jón Sigurðsson skrif- aði. Þetta var fólk sem las mikið og fylgdist með því sem gerðist í útlöndum. 0g á mínu heimili var mikil þjóðfélagsumræða,“ segir hún, og vekur athygli á því hve vel var fylgst með á íslandi. Grípur bækur úr bókahillu og flettir upp því til sönnunar. Hér voru þýdd- ar klassískar bókmenntir síns tíma, Ana- tole France og Shakespeare og íjöldi ann- arra rita. „Þjóðin var svo langt í burtu frá straumum samtímans, en alltaf voru menn sem höfðu farið utan og eignast vini og þeir fluttu heim með sér þessi sambönd og fóru að þýða á íslenskt mál. Þetta er í rauninni mjög sérkennilegt. Ég hefi ákaf- lega gaman af því að rifja upp 19. öldina, þegar frelsisþeyr fer um Evrópu og okkar menn grípa hugmyndirnar eftir þessa kyrrð um aldir. Ég hefi verið að lesa bréf frá afa mínum í Sauðlauksdal frá öðrum áratug Auðvitað vorum við á Þingvöllum, þetta þjóðrækna fólk þessarar aldar þegar hann er að uppgötva að hægt er að setja í súrhey og gefa skepn- unum. Hitt tímabilið í sögu okkar, sem ég hefí dálæti á, eru miðaldirnar, sem við köllum söguöld, fram yfir tíma Snorra Stur- lusonar. Ég hefði vel getað hugsað mér að vera abbadís á Kirkjubæjarklaustri og hafa skrifara. Klaustrin voru lærdómssetur og mér dettur ekki í hug að í nunnuk- laustranum hafi verið minna skrifað af bókum en í munkaklaustrunum.“ Og þegar skotið er inn í að af því fari litlar sögur, svarar Vigdís að bragði: „Hvað hafa þær þá verið að gera? Ekki að bródera, enda ekkert sagt af því heldur. Og öll handa- vinna var unnin á heimilunum í landinu.“ Svo gerðist undur Þegar kom að lýðveldisstofnun var Vig- dís Finnbogadóttir 14 ára gömul. Hvemig upplifði hún það á æskuárum? „Það lá í loftinu að mikið væri að gerast. Þetta lang- þráða frelsi var á næsta leiti. Svo gerðist þetta undur. Með frelsinu öðlast maður sjálfstraust og sjálfstraustið veitir orku og þegar orkan leysist úr læðingi skapast bjart- sýni, afreksgleði og stórhugur. Þegar fólk sér afrakstur og árangur verka sinna, að það hefur þorað og treyst sér, þá hefur steini verið velt úr vegi. Þá gerist þetta allt. Áður voru svo fáir sem komust til að læra, að- eins til tveir menntaskólar í landinu. Það er ein breytingin. Með menntun kemur þekk- ing og styrkur. Við verðum að standa með oddi og egg vörð um þessa menntun. Gæta þess að fólkið geti notið þess að vera í þessu landi, fínni að það eigi rætur sínar hér en ekki annars staðar, og byggi upp eins og við höfum gert. Með þekkingu og þroska kemur getan til að skilja hver maður er og hvar maður vill vera.“ Vigdís var sem aðrir íslendingar á Þing- völlum á lýðveldishátíð 1944. „Auðvitað vorum við á Þingvöllum, þetta þjóðrækna fólk. Foreldrar mínir vora mjög áfram um að við systkinin fengjum að lifa þessa stund. Kvöldið áður fórum við austur og tjölduðum. Það flaut undir tjaldið og mér er minnisstætt að enginn kippti sér upp við það. Allir voru svo glaðir. Enginn að rífast, engin sundrung og engar orðahnipp- ingar, eins og oft vill verða í margmenni. I rigningunni var svo mikil birta. Þrátt fyrir veðrið finnst mér í minningunni að það hafí verið blæjalogn. Við stóðum í skjóli pabba, horfðum á haf af lóðréttum regnhlíf- um og ég man þegar karlarnir tóku ofan hattana og hrópuðu húrra, þá helltist vatn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.