Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 34

Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Að athöfninni lokinni tók ég aftur til óspilltra málanna, því ég var að keppast við að raða niður í sæti helstu gestunum í kvöldveisluna sem hefjast átti kl. 19. Boðið hafði verið eins mörgum og frek- ast var hægt að koma fyrir í báðum sölunum á Hótel Borg og þeir dugðu í rauninni ekki til, því ríkis- stjómin hafði viljað bjóða fleiri gestum ef húsrúmið hefði leyft það. Svo naumur var tíminn að ég og aðstoðarfólk mitt vorum að leggja síðustu nafnakort- in á sína staði þegar fyrstu veislugestimir tóku að streyma inn í veitingasalina. Þá hraðaði ég mér heim til þess að hafa fataskipti og kom sér vel hversu stutt var heim til mín. Um veisluna skrifaði Ásgeir Ásgeirsson á þessa leið í grein um hátíðahöldin hinn 18. júní í ritinu um lýðveldishátíðina: „Um kvöldið var haldin veisla að Hótel Borg og boðið þangað svo mörgum sem húsrúm leyfði. Forsætisráðherra stýrði veisluhaldinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og bauð gesti vel- komna. Forseti sameinaðs Alþingis talaði fyrir minni forseta ríkisins, en hann minntist ættjarðarinnar. Utanríkisráðherra ávarpaði erlenda sendimenn, en ambassador Bandaríkjanna svaraði fyrir þeirra hönd. Veisluna sátu auk þess alþingismenn, ýmsir embætt- ismenn og fulltrúar helstu félagasamtaka. Þótti veisl- an fara vel fram og vera virðuleg hátíðarlok." Post festum Fimmtudaginn 22. júní hélt forseti íslands sína fyrstu veislu að Bessastöðum. Boðsgestir voru ríkisstjóm, forseti sameinaðs Alþingis, forseti Hæstaréttar, sendiherrar erlendra ríkja, formenn stómmálaflokk- anna, fulltrúi Vestur-íslendinga og nokkrir embættis- menn. Skömmu eftir að sest var að borðum stóð forset- inn upp og bað gestina að drekka skál Danakonungs og Danmerkur, lék síðan Lúðrasveit Reykjavíkur, sem komið hafði verið fyrir í hliðarsal, „Det er et yndigt land“. Síðan bað forseti veislugesti að drekka skál Bandaríkjanna og þjóðhöfðingja hennar. Síðan var drakkin skál Breta, Norðmanna, Svía, Sovétríkjanna, Hollendinga, Frakka og þjóðhöfðingja þeirra, en lúð- rasveitin lék eftir hveija skál þjóðsöng hlutaðeigandi þjóðar. Þá bað forseti gestina að drekka skál allra þeirra ríkja, er sýnt höðu hinu unga lýðveldi vináttuvott á einn eða annan hátt. Loks bað forseti þess að drukk- in væri skál hins íslenska lýðveldis og var síðan leik- inn þjóðsöngurinn, „Ó, guð vors lands“. Engar ræður vora fluttar í veislunni. 900 Sauðfé Þúsund 896.192 Landbúnadur 1944-1994 Hlutur landbúnaðar í vinnuafli 1940 1950 1960 1970 1980 1990 800 £ ................... . " . . . . , ,. srí... . 4,8' 487.312 Verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar 1950-92 Vísitala, 1980 er sett á 100 Hlutur landbúnaðar í landsfram- leiðslu árið 1990 nam 2,87% 1950 ’55 Á upphafsárum lýðveldisins var garðagróður einkum kartöflur og rófur. Nú er framleiðsla grænmetis og garðávaxta mjög fjölbreytt, sérstaklega vegna tilkomu ylræktar, mjólkurafurðir em orðnar margbreytilegar, Nautgripaafurðir, mjólk og kjöt Sauðfjár- afurðir Svínakjöt, alifuglaafurðir o.fl. \_ Garða-og gróðurhúsaafurðir Hlunnindi og aðrar afurðir svína- og alifuglarækt hefur stóraukist, tilraunir með loðdýraeldi hafa gengið misjafnlega... ÆmmBk 'wBst v¥ * ... og fiskeldi virðist sjá fram á betri tíð. Kjötneysla á mann 1992 - Hrossakjöt, 2,7 kg - Alifuglakjöt Svínakjöt ^autakjöt 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 Heimild: Hagstofa Isiands og Þjóðhagsstofnun H \-5 0.1 6,3 \ 12,1 m 30,5 kg Kindakjöt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.