Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 40

Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 40
' 40 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Molar ► VIÐSTADDIR lýðveldishá- tíðina á Þingvöllum voru sendi- fulltrúar Bandaríkjanna, Stóra- Bretlands, Noregs, Svíþjóðar, Frakklands og Sovétríkjanna, ásamt fylgdarliði, alls 26 manns. RANNSAKAÐ var hver bíla- kostur væri fyrir hendi í Reykja- vík, Hafnarfirði og á Suðvestur- landinu öllu, svo og á langleiðun- um frá Reykjavík til Vestur- og Norðurlands. Við þessa athugun ‘ kom í ljós að í Reykjavík voru bifreiðar með rúmlega 4.000 sætum samanlagt, og var áætlað að hægt væri að flytja um 15 þúsund manns frá Reykjavík til Þingvalla síðari hluta 16. júní og fyrir hádegi 17. júní með þessum bílakosti. Til þess að útiloka einsetn- ingu bifreiða og tryggja reglu- lega fólksflutninga, gaf ríkis- stjórnin út bráðabirgðalög 30. maí 1944, sem heimiluðu henni Vað taka í sínar hendur umráð yfir Ieigubifreiðum, skrásettum á bifreiðastöðvum, 10-37 manna fólksflutningabifreiðum, vörubifreiðum sem væru að áliti Þjóðhátíðarnefndarinnar eða fulltrúa hennar, hæfir til fólks- flutninga, og að ákveða há- marksverð á fargjöldum með bifreiðum og greiðslu til bif- reiðaeiganda. Þ- ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND ákvað, með samþykki Þingvalla- nefndar, að tjaldstæði skyldu vera leyfð á ákveðnum svæðum á Þingvöllum. Til að hægt yrði að koma tjaldborginni skipulega - fyrir, óskaði nefndin eftir því að þeir sem hugsuðu sér að tjalda þar, sæktu um tjaldstæði. Umsóknir bárust um 1.500 tjald- stæði fyrir fjögurra og upp í sex manna tjöld. Menn voru ráðnir til þess að stjórna uppsetningu tjaldanna og sjá m.a. um að þau væru sett niður í beinum röðum og með auðum skikum á milli til að aðvelda umgang um tjald- borgina. Einnig þurfti tjöld fyrir veit- ingasölu, starfsmenn hátíðar, íþróttafólk, söngmenn og aðra sem tengdust framkvæmd lýð- veldisstofnunarinnar. Tjöld voru ófáanleg erlendis vegna stríðsins en Belgjagerðin reynd- ist eiga mikið magn af segldúk og saumaði hún 8 stór veitinga- tjöld og 60 átta manna svefn- tjöld sem sett voru upp á Þing- völlum 15. og 16. júní. Sérkennilegasti tími á þingmannsferli mínum Gísli Signrðsson ræðir við Lúðvík Jósefsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra, annan tveggjaeftirlifandi alþingismanna frá 1944. Lúðvík Jósefsson, fyrrver- andi alþingismaður og ráðherra, varð áttræður í gær. Hann virðist samt í fullu fjöri og ég hitti hann að máli á skrifstofu hans í Lands- bankanum, en þar á hann sæti í bankaráði. Hann er annar tveggja alþingismanna frá 1944 sem enn eru á lífi og varð þrítugur daginn áður en stóra stundin rann upp fyrir 50 árum. Lúðvík er fæddur á Norðfirði, ólst þar upp og átti þar lengst af heima á meðan hann var þingmaður Sunnmýl- inga og síðar Austurlandskjör- dæmis. Lúðvík sagði mér frá uppvexti sínum á Norðfirði og hvernig hann varð mjög ungur að árum róttækur, „ekkert á kafi í kenn- ingunum, en fyrst og fremst verkalýðssinni", segir hann — og því ákveðnari sem hann eltist. Fyrir 1930 var hann orðinn virk- ur þátttakandi í pólitík ogverka- lýðsbaráttu þar eystra og kveðst muna afar vel allt sem gerðist á fjórða áratugnum, stríðsárunum og aðdragandann að lýðveldis- stofnuninni. „Ég kom inn á Alþingi í seinni kosningunum í október 1942,“ segir Lúðvík. „Þá voru alþingis- menn 52 talsins, þar af 41 kjör- dæmakjörinn eftir breytingu sem þá hafði orðið á kjör- dæmaskipan. Pólitískar að- stæður voru þá afar sérkenni- legar. Alþýðu- flokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur stóðu saman að ríkisstjórn. Mörgum ofbauð það óréttlæti og misvægi sem kjördæmaskipanin hafði í för með sér og orsakaði að Framsóknar- flokkurinn fékk óeðlilega marga þingmenn. Alþýðuflokkurinn flutti tillögu um breytta kjör- dæmaskipan, sem sjálfstæðis- menn gengu inná, en Framsókn kallaði „eiðrof". Þá báru hvorir á aðra stórsvik og varð mikil illska og hatur milli sjálfstæðis- og framsóknarmanna á þingi og var lengi að jafna sig. Svo fór að Stefán Jóhann, foringi krata, var dreginn út úr stjórinni, en uppúr stjórnarsamstarfi hinna flokk- anna slitnaði með miklum gaura- gangi vorið 1942. Þá var kosið um breytinguna á kjördæma- skipaninni, en í seinni kosningun- um um haustið var kosið sam- kvæmt henni. Svo fór að Fram- sókn tapaði fylgi, en Sjálfstæðis- flokkur vann á, Alþýðuflokkurinn lítillega, en sósíalistar unnu stór- sigur, fengu 10 þingmenn í stað 6 áður og ég var einn af þeim. Þegar ég kom inn á þing var sú staða uppi að tveir stærstu flokkarnir gátu afar illa talað saman. Sveinn Björnsson, þá rík- isstjóri, skynjaði þetta og eftir að hafa gefið flokkunum rúman mánuð vildi hann ekki hafa frest- inn lengri og myndaði þá utan- þingsstjórnina sem sat við lýð- veldisstofnunina. Mitt fyrsta þingár er 1943 og mér er mjög minnisstæður undir- búningurinn og átökin fyrir stofn- un lýðveldisins. Allir forustumenn flokkanna voru hundóánægðir með skipun utanþingsstjórnar og töldu það Alþingi til smánar. Ólaf! Thors fannst það alveg sérstak- lega skammarlegt og talaði oft um það. Menn voru ekki á eitt sáttir um þessa stóru ákvörðun. Við sósíalistar og sjálfstæðismenn vildum flýta lýðveldisstofnun og vorum kallaðir „hraðskilnaðar- menn“. Fram- sókn var lengi tvístígandi, en snerist svo á sveif með okkur. Al- þýðuflokkurinn vildi hinsvegar fara sér hægt. En það voru fleiri „lögskilnaðarmenn“ á þeirri skoð- un, t.d. menntamenn eins og Sig- urður Nordal og danskmenntaðir menn, margir þeirra mætir emb- ættismenn. Endurskoðun á samn- ingnum frá 1918 var ekki mögu- leg vegna stríðsástands, en hann var til 25 ára og samningstíminn útrunninn í árslok 1943. Það reið baggamuninn að frá æðstu yfir- völdum í Bretlandi og Bandaríkj- unum fréttist að við hefðum stuðning; við ættum einungis að bíða framyfir áramótin 1943, eft- ir það væri ekkert hægt að segja. Foringjar þriggja stjórnmála- flokkanna gáfu út sameiginlega yfírlýsingu 1. des. 1943oglýstu yfir því að þeir mundu taka ákvörðun um sambandsslit við Dani og lýðveldis- stofnun þegar Al- þingi kæmi næst saman 10. janúar 1944. Stefán Jó- hann, formaður Al- þýðuflokksins, var ekki með. Svo fór þó að það tókst að ná Alþýðuflokknum til fylgis og hægt var að ganga frá sam- þykktum, en gefið eftir að ekki væri minnstá 17.júní, svona til þess að kratar þyrftu ekki að kyngja öllu. í janúar 1944 ákvað Alþingi þjóð- aratkvæðagreiðslu. Tvær spurn- ingar voru á kjörseðlunum og skyldi svarað já eða nei: Hvort kjósandinn væri samþykkur sam- bandsslitum við Danmörku og í öðru lagi: Hvort hann samþykkti að Island yrði lýðveldi með for- seta. Þessi kosning fór fram 20. maí og henni lauk 23. maí. Flokk- arnir skipuðu allsheijar kjör- stjórn, en héraðsnefndum var komið á í öllum kjördæmum. Ég var í héraðsnefnd í mínu kjör- dæmi og tók þátt í að fara á bæi og elta uppi fólk, sem ekki skil- aði sér á kjörstað. Okkur fannst skipta miklu máli að umheimur- inn sæi að hér var alvara á ferð- um. Næsti stóri áfanginn í málinu var að Alþingi kom saman 16. júní, daginn sem ég varð þrítug- ur, og samþykkti endanlega þjóð- aratkvæðagreiðsluna. Þar var samþykkt einnig að Gisli Sveins- son skyldi lýsa yfir sambands- slitum við Dani og lýðveldis- stofnun daginn eftir á Lögbergi. Þennan dag var mjög þokka- legt veður, en þykknaði upp um kvöldið og fór að hellirigna. Og daginn eftir var þetta fræga slagviðri sem margir muna eftir. Við alþingismenn gengum eftir Almannagjá og síð- an upp á þingpall. Eitt af því sem mér er mjög minnisstætt frá þess- um sögulega fundi er þegar við gengum til sæta okkar. Það voru stólar og auðvitað var pollur á hverri setu. Við reyndum að ná því mesta af með handarjaðrin- um, en urðum vitaskuld vel rass- votir. Við þessa athöfn bar mikið á Gísla Sveinssyni, sem var virðu- legur maður og hann lýsti yfir gildistökunni og stjómaði kjöri fyrsta forseta lýðveldisins. Engir höfðu gefið sérstaklega kost á sér til forsetakjörs. En kosningin fór þannig að Sveinn Bjömsson fékk 30 atkvæði, en Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrif- stofustjóri Alþingis, fékk 5. Það kusu hann einhveijir sem áttu bágt með að fyrirgefa Sveini Bjömssyni að hafa myndað utanþings- stjómina. Það var mestan part af sömu ástæðu að við sósíal- istar skiluðum auðu í þessu forsetakjöri, en einnig vegna þess að tillaga Sveins um þjóðfund sem hefði drepið málinu á dreif, hafði farið illa fyrir bijóstið á okkur. Mér fannst, þrítugum manni, mjög spennandi að taka þátt í þessu. En menn fylgdu sterkum foringjum. Þeir sem ákafast töluðu fyrir málinu vom Einar Olgeirsson og Olafur Thors; þeir vom harðastir og báðum leizt pólitískt illa á óvissuna sem hefði fylgt langri bið. Menn sögðu: ís- land getur orðið einhverskonar skiptagóss í uppgjörinu eftir stríðið ef þetta verður ekki búið. Fyrsta árið mitt á Alþingi — á þessu mikla breytingaskeiði — það er í minningunni sérkennileg- astatímabilið á öllum þeim árum sem ég átti sæti á Alþingi. Óhætt er að segja að sumir ráðherrarnir í utanþingsstjóminni bjuggu við persónulega óvild stjórnmálafor- ingja á Alþingi. Tillögum ríkis- stjórnarinnar var umturnað. Hún kom þess vegna afar litlu áfram og þetta var vandræða- ástand á meðan það stóð. Það varð síðan góð- ur skóli og merkileg póli- tísk reynsla að verða þátttak- andi í myndun og störfum Ný- sköpunarstjórnar Sjálfstæðis- flokks, Sósíalistaflokks og Al- þýðuflokks haustið eftir. Það get ég sagt vegna þess að við vorum góðir vinir, Áki Jakobsson sem nú varð ráðherra og ég. Ef núver- andi skipan hefði verið komin tel ég alveg víst að ég hefði orðið aðstoðarmaður hans. Og ég get sagt það að lokum að menn geta vel unnið saman í ríkisstjórn þó mikið beri á milli um pólitískar hugsjónir, ef vissa er um hrein- skiptni og heiðarleika og menn kunna persónulega vel hver við annan.“ ísland getur orðið skiptagóss verði þetta ekki búið Lúðvík Jósefsson, þrítugur að aldri, árið 1944. Töldu utanþings- stjórn Alþingi til smánar SLENSKT OSTÆTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.