Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ dæmi Jóns Sigurðssonar, ísafjarð- arsýslu, kaus 51 af þeim 354 sem voru á kjörskrá, 14,4%. Jón fékk öll greidd atkvæði nema eitt. í Árnessýslu voru 563 á kjörskrá og af þeim kusu 278, 49,4%. Eftir því sem best verður séð var þátttaka best í Eyjafirði en þar kusu 348 af þeim 458 sem voru á kjörskrá, 76%. Miðað við kosningaþátttöku í dag virðist kosningaþátttakan furðulega lítil en þess verður að geta að kosningar voru ekki leyni- legar og kjörstaður var einungis einn í hveiju kjördæmi og margir kjósendur urðu því að fara langa leið til að neyta kosningaréttar síns. III. Þjóðernisvakning og mótþrói við yfirvöld kom ekki einungis fram í bænaskrám á þjóðmálafundum. í maí 1949 fóru 60-70 Skagfirðingar að Grími amtmanni Jónssyni á Möðruvöllum í Hörgárdal. Skag- firðingarnir lásu þar yfir amtmanni áskorun um að segja sem fyrst af sér embætti og enduðu ávarpið með orðunum: „Lifi þjóðfrelsið! Lifi fé- lagsskapur og samtök! Drepist kúg- unarvaldið!" Grímur amtmaður mun hafa verið miður þokkaður af ýmsum bændum, m.a. vegna þeirr- ar ákvörðunar að framfylgja ákvörðun dönsku fjármálaskrif- stofunnar, rentukammersins, um að bjóða upp ábúð konungsjarða á svonefndum festuuppboðum. í Lærða skólanum, Latínuskólanum, gerðist það að deilur um bindindi og síðar fundafrelsi leiddu til þess að skólapiltar hrópuðu Sveinbjörn Egilson rektor niður (lat. ,,Pereat“). IV. Tillögur íslendinga fyrir Þjóð- fundinn voru mótaðar á þjóðmála- fundum þessi árin og þær síðustu á Þingvallafundi 1851. í nefndar- áliti frá þeim fundi voru sett fram einingu, framkvæmdarvaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómend- um.“ I stjórnarskránni var tekið fram að konungur hefði hið æðsta vald yfir öllum hinum sérstöku mál- um Islands með þeim takmörkunum sem stjórnarskráin setti en léti ráð- gjafann fyrir íslandi, íslandsráðherr- ann, sjá um framkvæmdina. Stjórn- arskráin kvað á um að: „Hið æðsta vald á íslandi innanlands skal á ábyrgð ráðgjafans fengið í hendur landshöfðingja, sem konungur skip- ar, og hefur aðsetur sitt á íslandi. Konungur ákvarðar verksvið lands- höfðingja." Með stjómarskránni fékk Alþingi fullt fjárforræði í sérmálum landsins og vom íslendingum ennfremur tryggð ýmis almenn mannréttindi, atvinnu-, prent-, funda-, félaga- og trúfrelsi, einnig friðhelgi heimilis og eignaréttar. Þess má geta að ákvæði um þessi efni em mörg lítið breytt í núgildandi stjórnarskrá. Jón Sigurðsson var ekki viðstadd- ur hátíðarhöldin á íslandi í ágúst- byijun 1874 þar sem konungi var þökkuð „frelsisskráin". Jón forseti fann ýmsa ágalla á konungsgjöf- inni; stjórnarskránni. í fyrsta ár- gangi Andvara málgagni Þjóðvinafé- lagsins, árið 1874, reifaði hann helstu meinbugina: Ekki væri staðið við loforð um að stjórnarskrá yrði ekki lögfest án samþykkis Alþingis. Vitn- að væri til stöðulaganna sem danska ríkisþingið hefði valdboðið gegn mótmælum Alþingis. Framkvæmda- valdið, íslandsráðgjafinn og lands- höfðinginn væm ekki ábyrgir fyrir Alþingi og Alþingi réði engu um skipan í þau embætti. Konungur hefði synjunarvald gagnvart laga- setningu Alþingis. Æðsta dómsvald yrði áfram í Danmörku. í sameigin- legum málum landanna réði danska ríkisþingið. „En eigi að síður," sagði Jón Sig- urðsson forseti: „Hversu miklir gall- ar sem á stjórnarskránni era, og hversu mikið sem hana vantar til að uppfylla jafnvel þær skilmálagre- inir, sem alþíng setti í vara-uppá- stúngu sína, þá virðist oss það efun- arlaust, að hún hefir skotið oss tölu- vert fram á leið til verulegs sjálfsfor- ræðis.“ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 43 nokkur atriði: Löggjafar-, dóms- og framkvæmdavald skyldi fært sem mest í hendur þjóðarinnar. Alþingi fengi fullt löggjafarvald ásamt konungi til að ákveða tekjur og útgjöld. Dómsvald og fram- kvæmdavald flyttist inn í landið en erindreki í Danmörku bæri stjóm- armálefni þau fyrir konung sem fyrir hann þyrftu að koma og mál frá konungi til landsmanna. íslend- ingar og Danir hefðu jafnan rétt í sameiginlegum málum en fjárhag- ur íslands yrði aðskilin fjárhag annarra hluta ríkisins. íslendingar tækju þátt í þeim kostnaði sem kynni að verða sameiginlegur eftir réttri og sanngjarnri tiltölu. í nefndarálitinu var einnig talað um að verslun landsins yrði alfijáls og lagt til að prentfrelsi, fundafrelsi og önnur þvílík mikilvæg almenn réttindi yrðu tryggð í grundvallar- lögum. Þegar Þjóðfundur var loks settur 5. júlí 1851 vom tillögur dönsku stjórnarinnar enn ókomnar. Frum- vörp stjórnarinnar komu með her- skipi 12. júlí, með skipinu kom einnig herflokkur, en Trampe stift- amtmaður og konungsfulltrúi mun hafa óttast uppþot. Frumvarp dönsku stjórnarinnar „um stöðu íslands í fyrirkomulagi ríkisins og um ríkisþingskosningar á íslandi“ var um flest eða allt mjög mót- drægt óskum íslendinga. Grund- vallarlög Dana frá 1849 skyldu einnig gilda á íslandi og Alþingi átti tæpast að vera valdameira en amtsráð í Danmörku. Frumvarpið miðaði þvf að innlimun íslands í Danmörku. Þegar frumvarp stjórnarinnar hafði verið lagt fram var því vísað til níu manna nefndar. Nefndin klofnaði í afstöðu til frumvarpsins en átta nefndarmenn lögðu það til að frumvarpið yrði fellt og lögðu fram nýtt frumvarp um stjórnar- skrá fyrir ísland, byggða á kenn- ingum Jóns Sigurðssonar og tillög- um þjóðmálafundanna um innlent stjórnfrelsi. Trampe konungsfull- trúi vildi banna fundarmönnum að fara út fyrir þann ramma sem fmmvarp dönsku stjórnarinnar markaði. En þjóðfundarmenn gáfu sig hvergi. Hinn 9. ágúst voru þjóð- fundarmenn boðaðir til fundar. Þar hélt Trampe konungsfulltrúi skorinorða ræðu. Hann ávítaði þingmenn fyrir að hafa sóað tíman- um, sagði að frumvarp það sem stjórnlaganefndin hefði samþykkt gæti ekki komið til umræðu, frek- ara fundarhald væri tímasóun og peningaeyðsla. „Til að baka landi þessu fleiri óþarfa útgjöld, en orðið er, finn ég alls ekki ástæðu og mun ég því, samkvæmt þeim myndug- leika sem vor allra mildasti konung- ur hefur gefið mér til þess, og sem ég hef lagt fyrir fundinn, nú þegar enda fund þennan. Og lýsi ég þá yfir í nafni konungs að fundi er slitið.“ Jón Sigurðsson forseti varð til svara: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lög- leysu þeirri, sem hér er höfð í frammi." Og þingmenn tóku undir og sögðu einu hljóði: „Vér mótmæl- um allir.“ íslendingar höfðu lært að mót^ mæla, markviss barátta fyrir auknu sjálfræði og sjálfstæði var hafin. Möguleikar þjóðar okkar á aukinni hagsæld byggjast ekki síst á menntun og þekkingu. Þekkingu sem gerir okkur kleift að nýta auðlindir okkar og hugvit á skynsamiegan hátt og m.a. koma vönduðum vörum með réttum hætti á VIÐ | EIGUM 1 SAMLEIÐ erlenda markaði. Nú á upplýsingaöld hafa örar tækninýjungar leitt til nýrra aðferða í samskiptum okkar við þjóðir heims. Með aðstoð tækninnar eigum við sífellt auðveldara með að færa okkur nær umheiminum og þeim fjarlægu mörkuðum sem við eigum svo mikið undir. Nýherji leggur sérstaka áherslu á að geta fullnægt ýtrustu kröfum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið er ungt og vaxandi - eins og íslenska lýðveldið - og leggur metnað sinn í að þjóna einstaklingum og atvinnulífi í hvívetna. Þess vegna átt þú samleið Við erum að störfum í dag - í hátíðarskapi! Þekking og reynsla starfsmanna Nýherja er afar víðtæk og erum við ávallt til þjónustu reiðubúin fyrir viðskiptavini okkar, sem og landsmenn alla. Sem dæmi má nefna að tæknimenn okkar leggja hönd á plóginn varðandi hljóðkerfi og hljómflutning á þjóðhátíðinni á Þingvöllum í dag og leggja þannig sitt af mörkum til að gestir megi njóta þess sem þar fer fram. Starfsfólk Nýherja sendir Íslendingum heillaóskir á 50 ára lýðveldisafmælinu. NÝHERJI SKAFTAHLfÐ 24 - SlMI 69 77 00 SKIPHOLT 37 - SfMI 88 80 70 Alltaf skrefi á undan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.