Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 Andrés Bjömsson, fyrrum útvarpsstjórí, starfaði hjá upplýsinga- ráðuneytinu í London og var því erlendis þeg- ar lýðveldi var stofnað á íslandi. Það voru ekki allir íslend- ingar heima á fóstur- landsins strönd þegar lýðveldið var stofnað. Andrés Bjömsson, fyrrum út- ’varpsstjóri, var einn þeirra sem erlendis var 17. júní 1944. Hann hafði verið í London frá því ári áður og starfaði þar hjá breska upplýsingaráðuneytinu. Hann seg- ir svo frá lýðveldisdeginum í Lond- on og aðdraganda hans: „ísland var á þessum misserum að fikra sig áfram á braut sinni til fulls sjálfstæðis og búa sig undir stofn- un lýðveldis, sem varð að veruleika fyrir fimmtíu árum á afmælisdegi þjóðhetju okkar, Jóns Sigurðsson- ar. Ári fyir hafði ég lokið námi í Háskóla íslands og var nokkrum - dögum síðar kvaddur til við- tals í breska sendiráðið í Reykjavík, sem stofnað hafði verið þremur árum áður. Var mér nú boðið starf við upplýsingaráðuneytið í Lond- on. Ég þekktist þetta boð og hugði gott til að víkka ofurlítið sjóndeild- arhring minn með dvöl í heims- borginni. Starfið var meðal annars Þar var ég aðeins í huganum í því fólgið að sjá um og flytja útvarpsþátt á íslensku. Útvarpsþátt- ur þessi var í tengslum við norsku útlaga- stjórnina, og útsend- ingar voru frá Bush House í miðborg Lundúna, en yfir Norðurlandadeild upplýsingaráðuneytis- ins var dr. Grace Thomton, sem lagt hafði stund á íslensk fræði. í Bush House hafði ég starfs- aðstöðu, en ráðuneytið var til húsa í aðal- byggingu Lundúnahá- skóla. 1 Ég var því ekki á Þingvöllum 17. júní 1944, mestu hátíðarstund Andrés Björnsson um það leyti sem hann var við störf í London. Mér fannst landið og þjóðin taka stakka- skiptum á þessu ári sem Islendingar höfðu lifað, - þar var ég að- eins í huganum, en dvaldist í London, stríðs- hijáðri stórborg, sem hafði verið hart leikin á styrjaldarárunum. Heimsstyrjöldin geisaði enn, þó að nú liði brátt að lokum hennar. Hún var sem fyrr efst á blaði í heimsfréttunum. Innrás Banda- manna var hafin fyrir nokkrum dögum (6. júní) og Þjóðvetjar höfðu grip- ið til síðustu leyni- vopna sinna. Það voru sjálfstýrðu eldflaug- arnar, sem ætlað var að lama mótstöðuafl Breta og aðallega í London. Víst ollu þær miklum spjöllum og þær settu sinn svip á tilveru okkar íslend- inganna í borginni og gerðu engan dagamun á frelsisdegi okkar. Islendingar í Lond- on voru ekki stór hóp- ur um þessar mundir, en mjög samrýndir eins og verða vill þeg- ar landar eru daglega I lífsháska á framandi grund. Við höfðum komið saman í íslenska sendiráðinu skömmu áður til að greiða nýja lýðveldinu okkar at- kvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi atkvæðagreiðsla hófst á íslandi 20. mal 1944 og um hana flutti ég litla frásögn í útvarpstíma mínum. Hún hófst á þessa leið: „Mörg bresk blöð hafa undanfarið birt greinar um sjálfstæðismál ís- lands í tilefni af þjóðaratkvæða- greiðslunni og öðrum undirbúningi við stofnun lýðveldisins. Ummæli bresku blaðanna eru öll mjög vin- samleg og rituð af sanngirni og skilningi á málstað íslendinga. Þau rekja sögu frelsisbaráttunnar í aðaldráttum fram til þessa dags.“ Stefán Þorvarðarson hafði tekið við sendiherrastöðunni í London fyrr á árinu eftir Pétur Benedikts- son sem fyrstur gegndi því emb- ætti. Það kom nú í hlut Stefáns að undirbúa og standa fyrir hátíð- armóttöku fyrir okkur Islendinga í London og nágrenni, fulltrúa breskra stjórnvalda og nokkra aðra erlenda gesti. 17. júní 1944 rann upp, mildur og bjartur sumardagur. Móttaka sendiráðsins fór vel fram í virðu- legum samkomusal við Park Lane. Ekki er hún mér sérstaklega minn- isstæð að öðru en því að einkennis- klæddur þjónn stóð í anddyrinu og kallaði upp nöfn gesta jafnóð- um og þeir komu. Hann átti í vand- ræðum með nöfn íslending- anna sem von var til, en bar sig karlmannlega, þótt sum nöfnin íétu undarlega í eyrum við- staddra. Breska útvarpið (BBC) bauð okkur löndunum í hljóðstofu og gerði tilraun til að ná útsendingu frá forsetakjörinu á Þingvöllum. Ekki voru móttökuskilyrðin ákjós anleg, en þó heyrðum við lítið eitt Þessi dagur leið að kvöldi með sprengju- hryðju frá athöfninni. Þetta var eina beina sambandið við landið okkar á lýðveldishátíðardaginn og það yljaði okkur um hjartaræturnar. Tengsl okkar við Island voru að öllum jafnaði lítil og dauf, helst fáein ritskoðuð bréf. Þessi dagur leið að kvöldi með sprengjuhryðju, einni þeirri snörp- ustu sem enn hafði komið. Lýðveldishátíðarávarp flutti sendiherrann í útvarpsþætti mín- um viku síðar. Þá talaði einnig háskólakennari í Oxford, Gabriel Turville-Petre íslenskufræðingur, sem hafði áður fylgt úr hlaði þess- um útvarpssendingum. Sjálfum var mér boðið annað starf sem hefði kunnað að hafa gagnger áhrif á framtíð mína. Því hafnaði ég og hef aldrei séð eftir því, en ég sá ekki heldur eftir árinu mínu í London. Þar kynntist ég mörgu sem kom mér að gagni síðar. Sú dvöl átti dijúgan þátt í þroska- ferli mínum. Tveimur mánuðum eftir stofnun lýðveldisins steig ég á land í Reykjavík. Ég hafði hlakkað mikið til að koma heim, og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Mér fannst landið og þjóðin hafa tekið stakkaskiptum á þessu eina ári. Menn voru reistari í fasi og ennþá með þjóðfrels- isglampann í augunum. Hér var gott að vera ^mmmmmmmm fjarri ófriðarbáli og sprengju- regni sem mér fannst ennþá drynja I eyrum mér. Á þessu hálfrar aldar afmæli lýðveldis okkar bið ég Guð að blessa land og þjóð og gæta okkar allra. Tók Ijósmyndir til að borga fiðlunámið Jón Sen fíðluleikarí var afkastamikill ljós- myndari um fímm ára skeið o g tók margar myndir af hátíðahöldunum í sambandi við stofnun lýðveldis á íslandi. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við hann. Ymsar af þeim gömlu myndum sem birtast í Lýðveldisblaði Morgun- blaðsins eru teknar af Jóni Sen fíðluleikara. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagð- ist Jón hafa tekið myndir af há- tíðahöldunum á Þingvöllum að beiðni ívars Guðmundssonar ■ blaðamanns. „Ég tók einnig mynd- ir á ýmsum stöðum í sambandi við lýðveldiskosningarnar og fylgdi þá Ivari þangað sem hann fór, loks tók ég myndir af hátíðahöldunum í Reykjavík og í veislunni í Gyllta salnum áHótel Borg 18. júní 1944,“ sagði Jón. Jón er kínverskur í föðurætt og fæddur í Kína. „Faðir minn var prófessor við háskóla í Kína, hann kynntist móður minni í Edinborg þegar þau voru þar bæði við nám og flutti hún með honum til Kína - árið 1918,“ segir Jón. „Við fluttum til Islands árið 1937 og skömmu síðar fór ég að fást við ljósmynd- un. Einn vinur minn, sem var mér gjaman samferða í skóla, hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og við töluðum saman um margt sem að þessari grein laut þegar við geng- , um í skólann. Ég fékk mér mynda- vél og fór fljótlega sjálfur að fram- kalla myndir. Ég keypti allt sem ég þurfti til þess og lagði undir mig baðherbergið á nóttunni, þá hafði ég frið til þess að framkalla. Árið 1944 var ég tvítugur og var búinn að fást við ljósmyndun í fjögur ár. íslenskir ljósmyndarar unnu á þessum tíma mest á sínum stofum en ég komst í kynni við ljósmyndara sem störfuðu fyrir herinn og af þeim lærði ég margt í sambandi við blaðaljósmyndun. Ég fékk mér tæki sem hentuðu til slíkra starfa og var fyrr en varði farinn að taka myndir við hin ýmsu tækifæri og fá borgað fyrir. Ég var með þessum hætti að vinna fyrir framhaldsnámi mínu, sem ég stundaði eftir stríðs- lok í Royal Academy of Music í London. Námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík í fiðluleik lauk ég árið 1945. Ég minnist þess helst frá myndatökunum á lýðveldishátíð- inni á Þingvöllum hve mikið rigndi og hve erfitt var að fást við myndatökurnar af þeim sökum. Ég var bæði með regnhlíf og plast til að veija vélina rigningunni, þetta var mesta basl allt saman. Ég tók myndir á fjölmargar spólur af þessum atburðum sem snertu EIN af myndum þeim sem Jón Sen tók af hátíðahöldunum 18. júní í Reykjavík, JÓN Sen við myndatökur árið 1944. lýðveldisstofnunina, framkallaði þær og fékk þær síðan í hendur Ivari Guðmundssyni og hef ekki séð þær síðan. Ljósmyndaferli mínum lauk á þann veg að Félag ljósmyndara kærði mig af því ég var ekki með neina við- urkennda menntun í faginu. Skömmu síðar var ég fenginn til að ljósmynda hjá Hæsta- rétti. Ég hef alltaf litið svo til að það hafi haft áhrif í þá veru að kærunni var ekki haldið til streitu og málið gufaði upp. Eftir að ég kom heim frá námij London réðst ég til starfa hjá Út- varpshljómsveitinni, sem seinna yarð stofninn í Sinfóníuhljómsveit íslands. Þar starfaði ég allan minn starfsaldur sem opinber starfs- maður. Ljósmyndir tók ég ekki eftir þetta nema til einkaafnota. Með regnhlíf og plast til að veija vélina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.