Morgunblaðið - 01.09.1994, Side 29

Morgunblaðið - 01.09.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 29 AÐSENDAR GREINAR Ríkissjóður hefur óseðj- andi þörf fyrir peninga, segir Kristín Sigurðar- dóttir, sem telur skatta á atvinnubifreiðar allt of háa. úar 1991 til þeirrar tölu er gildir frá febrúar 1994 er 43,68% (í létt- asta flokki úr 4,58 kr./km í 6,57 kr./km og í þyngsta flokki úr 17,51 kr./km í 25,16 kr./km). Hækkunin á þungaskatti frá upp- hafi árs 1988 til ársins í ár er 146,66%! Hin síðari ár hafa menn hins vegar ekki treyst sér til þess að hækka taxta sína. Flestir eru að fá sömu krónutölu fyrir þjón- ustu sína nú og fyrir þremur árum. Það er nógu slæmt, þó að ríkis- valdið sé ekki jafnframt að taka sífellt stærri hlut af tekjunum. Þegar skattur á hvern ekinn kíló- metra hækkar sífellt meðan tekj- urnar standa í stað eða dragast saman þá eykst hlutfallsleg skatt- lagning mjög hratt. Það gerir ástandið enn verra að kostnaður vegna viðhalds og rekstrar hefur hækkað verulega síðustu ár en gengisbreytingar o.fl. hafa m.a. leitt til hækkunar á olíu og vara- hlutum. Hagkvæmni flutninga hefur bein áhrif á samkeppnis- stöðu íslenskrar framleiðslu og þjónustu og þar með einnig at- vinnustig í landinu. Dýrir flutning- ar geta eyðilagt marga möguleika. Það getur því ekki verið með lang- tímahagsmuni í huga ef stefnt er að því að lama atvinnugreinina með skattlagningu. Er að furða þó að menn velti fyrir sér hver stefna ríkisvaldsins sé gagnvart atvinnurekstri bifreiða? Stundum hefur því verið haldið fram að það sé eðlilegt að atvinnu- bifreiðar séu skattlagðar mjög mikið vegna þess að þær setji mest álag á vegakerfið. En er það nú alveg víst? Draga atvinnubif- reiðar ekki verulega úr notkun einkabifreiða? Hætt er við því að ef dregið verður verulega úr þess- ari þjónustu, kalli það á stóraukna notkun einkabifreiða þó að verk- efni verði aðeins leyst að örlitlum hluta á þann hátt. Er það ekki augljóst, eftir nokkra umhugsun, að atvinnubifreiðar minnka í raun álagið. Þetta sama vegakerfi er svo fjármagnað af eigendum bif- reiða og gerir sú skattlagningin miklu meira en að standa undir öllum vegaframkvæmdum. Atvinnubifreiðar leiða til mikilla möguleika Nú er það svo að langmestir flutningar okkar fara fram á landi. Bættar samgöngur hafa skilað þjóðinni miklum hagsbótum. Ýms- ar stórmerkar framfarir hafa orðið vegna möguleika sem bættar sam- göngur bjóða. Atvinnurekstur um allt land, í þéttbýli og dreifbýli, er háður því að greiðlega gangi að flytja fólk og vörur af öllu tagi. Byggingariðnaður, framleiðsla af flestu tagi og ferðamannaþjón- usta, svo fátt eitt sé nefnt, yrðu veikburða og lítils megnug ef ekki kæmi til öflug þjónusta atvinnubif- reiða af öllum gerðum. Flutningur á fólki og vörum stendur undir velferð okkar. Þessa þjónustu þarf því að efla fremur en að draga úr henni máttinn. Ríkisvaldið verður að skilja að þessi lind er löngu þurrausin. P.S. í Samtökum landflutninga- manna eru eftirtalin félög: Banda- lag íslenskra leigubifreiðastjóra, Félag hópferðaleyfishafa, Félag sérleyfishafa, Félag vinnuvélaeig- enda, Landssamband vörubifreiða- stjóra, Landvari, landsfélag vöru- bifreiðaeigenda á flutningaleiðum, Trausti, félag sendibifreiðastjóra, og Ökukennarafélag íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags vinnuvélaeigenda og formaður Samtaka landflutningamanna. ff Frátta- og IræSsluþiónustan c'C?Wisskóli Jóns Péturs og Köru ck5)ansskóli Auðar Haralds Bolholti 6, sími 36645 Grensásvegi 12, sími 39600 ^NÝcinsskóli Heiðars Ástvaldssonar Brautarholti 4, sími 20345 "^azzballettskóli Báru Stigahlíð 45, sími 813730 8 ___ VvSa wí * ^N^ansskóli Hermanns Ragnars ■ T Faxafeni 14, sími 687730 IV c\3lansskóli Sigurðar Hákonarsonar Auðbrekku 17, sími 641111 C^ýi dansskólinn Reykjavikuivegi 72, sími 652285 ’anslína Huldu Þarabakka 3, sími 71200 cN7,agný Björk, danskennari Smiðjuvegi 1, sími 642535 ^Ý^anssmiðjan Engjateigi 1, simi 689797 f Jj/ Dansráð íslands | tryggir rétta tilsögn ‘Da.nsslffiCamir þar sem dansinn er fyrir alla t i I b o ð bókabúðu m HMIDHÆG ORBABOK HANDA NEMENDUM Á ÖUDM SKÚIASHGDM fæst í næstu bókabúó Rúmlega 500 blaðsíður Um 30.000 uppflettiorð Auðskilið hljóðritunarkerfi Núgildandi dönsk stafsetning Beygingar og önnur málfræðiatriði samkvæmt nýjustu reglum Dönsk-íslensk skólaorðabók Máls og menningar er stytt útgáfa af Dansk-íslenskri orðabók sem út kom árið 1992. Hún er einkum ætluð nemendum í grunn- og framhaldsskólum en orðaforðinn ætti einnig að nýtast íslenskum almenningi til skilnings á daglegu dönsku máli. F O R 1_ A G 1 Ð MÁL OG M E N N 1 N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.