Morgunblaðið - 10.09.1994, Page 1

Morgunblaðið - 10.09.1994, Page 1
64 SIÐUR LESBOK/C 205. TBL. 82. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandarískír flugslysafræðingar ráðþrota vegna flugslyssins í Pittsburgh Þriðja dularfulla slys- ið í aðflugi Boeing-737 Pittsburgh. Daily Telegraph. Reuter. RÁÐGÁTAN um hvað olli því að Boeing 737-300 þota bandaríska flugfélagsins USAir fórst í aðflugi að alþjóðaflugvellinum í Pittsburgh í Pensylvaníuríki í fyrrakvöld var enn óleyst seint í gærkvöldi. Sérfræð- ingar sögðust ráðþrota um hvað gerst hefði þar sem aðkoma á slys- stað væri frábrugðin því sem þeir ættu að venjast, brak þotunnar hefði verið allt í litlum molum. Rannsókn hófst í gær á flugrita þotunn- ar og segulbandi með upptökum af samtölum flugmannanna tveggja. Reuter KNOCH slökkviliðsstjóri flugvallarslökkviliðsins á alþjóðaflugvellinum í Pittsburgh kemur frá því að kanna aðstæður á slysstað í fyrrinótt. Hann var greinilega sleginn, sagði í fréttaskeytum, enda var aðkomunni lýst sem einstaklega óhugnanlegri. Á innfelldu myndinni heldur talsmaður flugmála- yfirvalda á flugrita USAir-þotunnar. Vonast er til að hann geymi upplýsingar um hvað fór úrskeiðis. Að sögn manna sem unnu að rannsókn flugslyssins virðist sem sprenging hafi orðið er þotan skail í jörðina með þeim afleiðingum að flugvélin splundraðist í milljónir smábrota. „Venjulega brotna flug- vélar í nokkur stór heilleg stykki en svo er ekki núna,“ sagði Fed- erico Pena samgönguráðherra. Ber ekki saman Talsmaður USAir sagði flug- mennina hafa verið í talstöðvar- sambandi örskömmu fyrir óhappið og ekki gefið til kynna að þeir ættu við bilun að stríða. Sjónarvottum bar ekki saman um hvað gerðist. Sumum virtist dautt á hreyflum og öðrum eins og þeir hefðu framleitt fullt afl. Aðrir sögðu ýmist að reykur hefði staðið aftur úr öðrum hreyfli eða báðum og þeim virtist sem flug- mennimir væru að reyna gang- setja hreyflana að nýju. Enn aðrir sögðu þotuna hafa spunnið í jörð- ina. David Learmount flugmaður og ritstjóri flugmálaritsins Flight sagði að þrenn átakanleg Boeing- 737 slys hefðu átt sér stað á und- anförnum þremur árum en engin skýring hefði enn verið gefin á hvað fór úrskeiðis. í öllum tilvikum hefðu þoturnar farist með undar- legum hætti í aðflugi. Rekstrarvandi USAir flugfélagið er sjötta stærsta flugfélag Bandaríkjanna. Það hefur strítt við mikinn rekstr- arvanda og samningar standa yfir við starfsmenn um launalækkun og aðhaldsaðgerðir. Er þessum aðgerðum ætlað að lækka rekstr- arkostnað um einn milljarð dollara ár ári og leiða til þess að fyrirtæk- ið skili hagnaði á ný. Sir Colin Marshall, forstjóri breska flugfé- lagsins British Airways, sem á fjórðung hlutabréfa í USAir, við- urkenndi í gær að efasemdir ríktu um það hvort félagið myndi rétta úr kútnum og lifa af. Hann sagð- ist þó engan veginn telja að rekstr- arerfiðleikar skýrðu flugslysið að einhveiju leyti. „Félagið hefur lagt ríka áherslu á flugöryggisþáttinn, viðgerðar- og viðhaldsdeildir þess eru í hæsta gæðaflokki og flug- mennska eins og best gerist," sagði Sir Colin. Slysið í fyrrakvöld var sjöunda flugóhapp félagsins frá árinu 1987. Til samanburðar við USAir hefur ekki orðið dauða- slys í flugvélum British Airways síðan 1985 er kviknaði í hreyfli í Boeing 737-þotu dótturfyrirtækis i flugtaksbruni. ■ Flugvélin virtistmissa/18 -------» ♦ ♦ Andstaða við ESB vex Morgunblaðið. Óslð. ANDSTAÐAN við aðild að Evrópu- sambandinu, ESB, vex meðal norskra kjósenda samkvæmt könn- un, sem skoðanakannanastofnunin Nielsen Norge hefur gert. Eru nú 45% þeirra andvíg henni. Þeir sem eru hlynntir ESB-aðild hafa sjaldan verið færri, eða 26%, en 29% kjósenda eru enn óákveðin. Skoðanakönnunin, sem unnin var fyrir dagblöð, sem verkalýðshreyf- ingin og jafnaðarmenn gefa út, sýnir, að andstaðan við ESB-aðild hefur aukist meðal kjósenda Verka- mannaflokksins. Breytingar á af- stöðu kjósenda annarra flokka eru litlar, en meðal félaga í norska al- þýðusambandinu er góður meiri- hluti á móti aðild. Major boðar stórhertar aðgerðir gegn glæpum London. Rcuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, hvatti í gær til þjóðarátaks í baráttunni gegn glæpum og vísaði á bug hugmyndum um að lögleiða veik fíkniefni. Sagði hann, að stjórnin væri að íhuga útgáfu persónuskil- ríkja til að draga úr glæpum og ýmiss konar sviksemi. Með þessu er Major að reyna að ná aftur frum- kvæðinu í þessum málum úr höndum Tony Blairs, leiðtoga Verkamanna- flokksins, sem hefur aldrei haft meira fylgi í skoðanakönnunum. Samkvæmt skoðanakönnunum treysta æ fleiri kjósendur því, að Verkamannaflokkurinn muni taka hart á glæpum og í Gallup-könnun, sem The Daily Telegraph birti í gær, hefur hann fylgi 56,5% kjós- enda en íhaldsflokkurinn 22%. Hefur Blair iagt sérstaka áherslu á barátt- una gegn glæpum. Ásetningsverk Í ræðu, sem Major flutti í gær, sagði hann, að glæpir væru „ásetn- ingsverk, ekki sjúkdómur", og fyrir þeim væri engin afsökun. Sagði hann, að verið Væri að móta mjög umfangsmikla stefnu í fíkniefnamál- um, sem meðal annars fæli í sér herferð á hendur fíkniefnasölum á götunum og einnig innan fangels- anna. Þá sagði hann, að ekki kæmi til mála að lögleiða veik fíkniefni, enda væru þau oft upphafið að neyslu sterkari efna. í Bretlandi hefur það verið talið allt að því brot á borgara- legum réttindum að skylda menn til að hafa persónuskilríki, en Major lagði áherslu á, að glæpir og óttinn við glæpi væri mesta ógnunin við borgaraleg réttindi. Þá sagði hann, að einnig væri verið að athuga hvort mynd skyldi fylgja ökuskírteinum. Samið um að stöðva flótta New York. Reuter. SAMNINGAMENN Bandaríkj- anna og Kúbu náðu í gærkvöldi samkomulagi um áætlun til að stöðva straum flóttamanna sjó- leiðina frá Kúbu. Með því skuld- binda Bandaríkjamenn sig til að leyfa allt að 20.000 Kúbumönnum að flytjast til Bandaríkjanna á ári. Nánir ættingjar Kúbumanna í Bandaríkjunum sem vilja flytjast þangað einnig falla utan kvóta svo fjöldinn sem gæti flust, frá Kúbu árlega gæti orðið enn meiri. Auk þess fá 6.000 manns sem þegar eru á biðlistum eftir vegabréfum landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Kúbustjóru skuldbindur sig til þess að stöðva flótta fólks yfir sundið til Flórída.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.