Morgunblaðið - 10.09.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 10.09.1994, Síða 30
JiO LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ -4- Ragnar Þor- " steinn Stefáns- son í Freysnesi í Oræfum fæddist í Hæðum í Skafta- felli 22. júní 1914. Hann lést á heimili sínu 1. september 1994. Hann var bóndi i Skaftafelli og þjóðgarðsvörður þar 1967-1987. Foreldrar Ragnars voru Stefán Bene- diktsson frá Slétta- leiti í Suðursveit og Jóhanna Jónsdóttir frá Skaftafelli. Eina systur átti Ragnar, Guðlaugu, d. 1976. Bræður Ragnars voru tveir, Benedikt, d. 1975, og Jón, d. 1983. Fyrri kona Ragnars var Anna Pálsdóttir frá Sauðanesi í Húnaþingi, d. 1956. Þau eign- uðust tvö börn, Jóhönnu og Einar Þorstein, sem bæði dóu í æsku. Síðari og eftirlifandi kona Ragnars er Laufey Lárus- dóttir frá Svínafelli í Oræfum. Dóttir þeirra er Anna María, gift Jóni Benediktssyni frá Mið- skeri í Nesjum og reka þau Hótel Skaftafell í Freysnesi. Útför Ragnars verður gerð frá Freysnesi í dag og jarðsett verður í Skaftafelli. FYRSTA minning mín er um Ragn- ar frænda. í maílok 1944 er ég á leið í Öræf- in með foreldrum mínum til að vera við útför Jóhönnu ömmu minnar. Við erum að fara yfír Núpsvötnin. Vatnið er vel í kvið og brýtur á hestunum straummegin. Ragnar fer fremstur, svo móðir mín og því næst faðir minn og ég á hnakknef- inu hjá honum. Allt í einu snarast móðir mín af klárnum, hefur líklega starað um of í straumiðuna, Ragnar stekkur af baki út í vatnið og gríp- ur móður mína áður en hún iosnar frá hestinum, lyftir henni á bak, brosir, stígur á bak sjálfur og ferð- in heldur áfram. Minning þessi lýsir Ragnari í mjög stuttu máli. Hann var vakandi og athugull, viðbragðsfljótur, úr- ræðagóður og kunni ekki að fjarg- ^ viðrast. Regnmorgunn í júlí, grasið fellur þungt af rekju undan ljánum og hleðst í skára meðan Ragnar fer með Númarímur og alþingisrímur á víxl og riljar upp deilur Sigurðar Breiðfjörð og skáldbræðra hans eða atvik úr stjómmálum sem búa að baki alþingisrímunum. Breiskju- heitur sumardagur og skúrirnar hanga úti á sandi, skraufaþurr tað- an er söxuð úr görðum, fönguð, sætt og bundin í bagga og ég ligg á og held við rétt eins og afí minn hjá föður sínum forðum meðan Ragnar herðir, hnýtir og segir sög- ur af forfeðrum okkar og sambúð þeirra við þessa jörð. Sögumar em '"ijóslifandi því þær tengjast nálæg- um kennileitum og vinnubrögðum sem í engu em frábrugðin þeim sem við stundum. Rökkurkvöld í eldhúsinu í Hæð- unum síðla í ágúst og Ragnar rifjar upp sögur af nafna sínum, Þor- steini skipasmið, útræði í Suður- sveit og draugakveðnar vísur úr verbúðum þar. Ragnar var af þeirri kynslóð sem leit á samræður sem tæki til að fræðast og fræða aðra og fróðleikur var fyrir honum hin eina sanna skemmtan. Sumarið 1954, miður júlí, það er spenna í lofti. Sigurður Þórarins- son hefur fyrir nokkm fullyrt í Morgunblaðinu að ekki verði Skeið- arárhlaup í ár en Ragnar fullyrt að það verði. Brennisteinslykt í lofti bendir til að Ragnar hafí rétt fyrir sér. Spennan er ekki síður vegna •þess að Ragnar hefur fullyrt að hlaupið nái hámarki milli 16. og 20. júlí. Skeiðará er tekin að vaxa mórauð og úfín. Síminn stoppar ekki og fólk er farið að drífa að. Vísinda- menn, áhugamenn, ljósmyndarar og fréttamenn fylgjast með þessu hlaupi frá upphafí til enda. Hlaupið nær hámarki 18. júlí. Þetta Skeiðarár- hlaup er það fyrsta sem er mælt og skoðað frá upphafí til enda. Á þessum tímamótum varð ljóst að nær alla vitneskju um hlaup fyrri ára og alda er eingöngu að fínna í minni þeirra sem búið hafa við þessar reglubundnu nátt- úmhamfarir mann fram af manni. Óljósar frásagnir annála, bréfa eða blaða frá fyrri tímum blikna við hlið þekkingar manna sem líta á það sem hlutverk sitt í lífínu að viðhalda og auka við óskráðan þekkingararf feðranna til handa afkomendunum. Hlutverk þetta krefst þeirra vísindalegu vinnu- bragða að halda skýrt í sundur þekkingaratriðum og ályktunum sínum eða annarra. Þannig fá af- komendurnir yfírsýn og tækifæri til að mynda sér sjálfstæða skoðun. Hlutverk þetta krefst líka stál- minnis og skilnings á mörgum sam- verkandi þáttum náttúmfars en það krefst fyrst og síðast lítillætis og hógværðar í túlkun. Því með ágengri framsetningu skyggir mað- urinn á þekkinguna og arfurinn breytist í staðnaða goðsögn. Þessu hlutverki skilaði Ragnar betur en nokkur maður sem ég hef þekkt. Á páskum 1958 erum við Ragnar á gangi úti við þegar hann spyr mig hvað mér fínnist um að þeir bræður selji jörðina og hún verði gerð að þjóðvangi. Við ræddum þetta mikið þessa daga sem ég dvaldi fyrir austan og síðan oftlega fram til ársins 1966. Sala jarðar- partsins var óumflýjanleg í ljósi aðstæðna. Af því sem við ræddum er mér minnisstæðast að Ragnar dró aldrei dul á þá vissu sína að með breytingu sem þessari yrðu þau kaflaskipti í sögu Skaftafellsættar- innar að menningarleg arfleifð for- feðra okkar myndi glatast að mestu vegna merkingarleysis fyrir þá sem við tækju. Alvöru þess máls skilur maður betur í dag, að Ragnari gengnum, en áður. 30. ágúst 1994. Ragnar er að ræða við mig um ýmsa lausamuni með tilliti til þess hvort eigi að varð- veita þá eða henda. Eftir að Ragn- ar flutti í Freysnes og brá búi vann hann eins og heilsa leyfði að því að bjarga menningarverðmætum sem tengjast sögu Skaftafells og er það starf ómetanlegt. Síðustu samræður okkar snerust að lokum um nauðsyn þess að varðveita „Stöðina“ í Hæðunum. Um er að ræða litla rafstöð og áfast verk- stæði, vitnisburð um hagleik og framfarahug þeirra sem reistu. Prófessor Hans Ahlmann segir í bók sinni „í ríki Vatnajökuls“ um útsýnið frá Skaftafeíli: „... það er alger undantekning frá öllum þeim hugmyndum, sem menning og geð- þótti hefur tengt að meira eða minna leyti við hugtakið fagurt. Náttúran ein talar hér sínu stór- fenglega, einfalda máli.“ Með Ragnari Stefánssyni er genginn síðasti maðurinn sem skyldi og talaði þetta sama mál. Það er gæfa okkar sem nutum þess að hafa orðið samferða skemmtilegum, hógværum, mikil- hæfum og fróðum gáfumanni en ógæfa okkar jafnframt að hafa ekki skilið hlutverk okkar í jarðlíf- inu jafnvel og hann og því glatað mestu af þeim arfí sem okkur stóð til boða. Stefán Benediktsson. Ég kynntist Ragnari og fyrri konu hans, Önnu, þegar ég réðst til þeirra í kaupavinnu vorið 1953. Þá voru líka fyrir á heimilinu Jón bróðir Ragnars og Stefán faðir þeirra. Stefán lést á Elliheimilinu Grund árið 1958, í hárri elli. Ljúf- mennið Jón Stefánsson lést á sjúkradeildinni á Höfn 1983. Eins og ungu fólki er tamt hafði ég reist mér einhveijar skýjaborgir og vonir sem ekki höfðu ræst og var ég leið yfír því, en á skömmum tíma varð Ragnar trúnaðarmaður minn og hjálpaði mér að leysa úr þeim málum á raunsæjan og ljúfan hátt. Frá þeirri stundu hef ég talið hann minn besta vin. Ragnar virk- aði við fyrstu kynni á mig sem heimsborgari en ekki sem bóndi í einhverri afskekktustu sveit á Is- landi. Anna Pálsdóttir, fyrri kona Ragnars, var ættuð frá Sauðanesi á Ásum í A-Húnavatnssýslu. Hún veiktist hastarlega í maí 1956 og lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 28. þess mánaðar. Þau höfðu líka misst tvö börn sín ung. Nú fóru í hönd erfiðir tímar á heimilinu. En ham- ingjan og ástin áttu eftir að verða hlutskipti Ragnars aftur, þegar á heimilið kom Laufey Lárusdóttir frá Svínafelii. Þau gengu í hjónaband 10. maí 1959. Það hefur ábyggilega bjargað því að búskapur hélst áfram í Hæðunum. Þar var óhemjumikill gestagangur þegar Skeiðará gamla lét til sín taka í hlaupunum, sem urðu á nokkurra ára fresti. Eg tel engan mann hafa verið fróðari en Ragnar um þetta mikla vatnsfall, enda hæg heimatökin þar sem áin rann fyrir neðan brekkumar og víð- sýnt var frá bænum. Þeir bræður sáu um eftirlit vestur á miðjan sand. Ég held ég fari rétt með að Ragn- ar hafí átt skráð öll Skeiðarárhlaup sem urðu í hans tíð og hafði líka aflað sér heimilda langt aftur í ald- ir, enda var hann maður fróður og víðlesinn. Skaftafellið er óhemjuerfítt til búskapar, smalamennska mannfrek og sláttur erfíður í brekkunum. Hæðirnar voru reyndar tvær jarðir í einni, því Ragnar hafði keypt Sel- ið, sem var næsta jörð við Hæðir, þegar síðustu ábúendur fluttu það- an. Einnig var erfítt um alla að- drætti áður en vatnsföllin voru brú- uð. Miklar breytingar urðu í Öræfa- sveitinni þegar Skeiðará var brúuð árið 1974, Skaftafell gert að þjóð- garði og Ragnar varð fyrsti þjóð- garðsvörður þar. Sveitin fagra var komin í þjóðbraut. Hjónin voru svo forsjál að þegar Skaftafell var gert að þjóðgarði árið 1967 héldu þau eftir landi sem Freysnes hét til foma. Ragnar og Laufey héldu svo áfram búskap ásamt þjóðgarðs- vörslunni, sem var óhemjuerilsöm. Laufey reyndist manni sínum alla tíð frábærlega vel, ekki síst í veik- indum hans undanfarin ár. Anna María var við nám, hún varð stúdent og vann síðan ýmis störf, meðal annars við landvörslu á heimaslóðum sínum. Svo kynntist hún ástinni sinni þegar hún hitti Jón Benediktsson úr Nesjum, góðan dreng og hagan. Árin 1987 og 1988 hófst mikil uppbygging í Freysnesi, þar reis stórt íbúðarhús og síðan hótel á ótrúlega skömmum tíma. Þangað fluttu Ragnar og Laufey og ungu hjónin eignuðust dætumar tvær sem urðu líf og yndi Ragnars og Laufeyjar. Allt er þetta rekið með miklum myndarskap. Margar ljúfar stundir er ég búin að eiga hjá þessu fólki gegnum árin og þakka ég þær hér. Eg vil að lokum gera að mínum orðum niðurlag kvæðis eftir skáld- konuna Halldóru B. Bjömsson. Hljóðlega sveimar minning ein og ein andvaka meðan sóley blundar rótt. Hálfnumdu líkast Ijóði úr týndri bók, lesnu við opinn glugga um bjarta nótt. Hljóðlega sveimar minning ein og ein. Þöpinni einni segjum okkar sorg. Sungin var gleðin út í vind sem blés. Spor lágu brott úr dalnum annan dag, dðgg féll af greinum lítils reynitrés. Þöpinni einni segjum okkar sorg. Farðu í friði, vinur. Benný Ingibjörg Baldursdóttir. Við lát Ragnars Stefánssonar leitar margt á hugann. Með honum er genginn síðasti bóndinn á fyrri tíðar vísu í Skaftafelli, maður sem ásamt eiginkonu sinni, Laufeyju Lárusdóttur, skilaði eftirlifandi kynslóðum jörðinni sem þjóðgarði í hendur Náttúruverndarráði árið 1967. Það var ekki auðveld ákvörð- un fyrir bónda á ættaróðali og hafa ber í huga að umræða um náttúru- vernd var þá aðeins ómur af því er síðar varð. Kynni Ragnars af Sigurði Þórarinssyni, sem var til- lögumaður um stofnun þjóðgarðs- ins, og af fleirum í Náttúruverndar- ráði, auðvelduðu bóndanum að stíga skrefíð og í upphafí var samið um lífstíðarábúð honum til handa á jörðinni. Fyrstu árin eftir stofnun þjóð- garðsins urðu litlar breytingar á högum bændanna í Skaftafelli þótt gestakomum fjölgaði. Árnar á Skeiðarársandi runnu ótruflaðar til sjávar og voru meiri farartálmi um þetta leyti en lengst af áður í ís- landssögunni, þar eð tími vatna- hesta var að mestu liðinn. Með ákvörðun Alþingis 1970 um að brúa ámar gjörbreyttust viðhorf í sam- göngum og mikil breyting blasti við fyrir Öræfasveit. Ljóst var að m.a. þyrfti að bregðast við með nýjum úrræðum í þjóðgarðinum í Skafta- felli. Nýkjörið Náttúruverndarráð heimsótti Skaftafell í ágústbyijun 1972 til að kynna sér aðstæður og leggja á ráðin um viðbrögð í sam- vinnu við heimamenn. Ragnar fylgdi ráðsmönnum um Skaftafells- heiði, brekkur og sand. Það var fyrsta leiðsögnin af mörgum sem ég átti eftir að njóta af hans hálfu um Skaftafellssand. Náttúruvernd- arráð setti á laggirnar þriggja manna nefnd til að vinna í málefn- um þjóðgarðsins og sem formaður hennar næstu sex ár kom ég oft á ári í Skaftafell og gisti þá jafnan í Hæðum hjá Ragnari og Laufeyju. í fyrstu fannst mér ég vera kominn í hlutverk Umba þar á staðnum, en sú tilfínning hvarf skjótt eftir kynni mín af heimilisfólki. Á þessum árum mótaðist það skipulag sem í aðalatriðum hefur gilt um þjóðgarðinn til þessa dags. Öll meiriháttar skref voru stigin að höfðu samráði við Ragnar sem 1974 var formlega ráðinn þjóðgarðsvörð- ur með erindisbréfi en hafði þó í reynd gegnt því starfí frá stofnun þjóðgarðsins. Jafnframt afsalaði hann sér lístíðarábúð á jörðinni, dró úr búskap og lagaði hann að aðst- æðum. Fyrir ötulan og áhugasaman bónda eins og Ragnar þurfti mikla framsýni til að skipta þannig um hlutverk. Það var í raun aðdáunar- vert að fylgjast með því hvemig hann og Laufey tóku hinum breyttu aðstæðum. Starfí þjóðgarðsvarðar sinnti Ragnar af eðlislægri sam- viskusemi og trúmennsku. Enginn þekkti aðstæður Skaftafells betur en hann og ómetanlegt var að hafa hann með í ráðum á þessu mótunar- skeiði. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd staðarins og sámaði ef nauðsynleg verk drógust vegna fjárskorts. Eftir að ég var hættur í Náttúruverndarráði og kominn á þing ræddi hann iðulega málefni þjóðgarðsins við mig, þar á meðal þörfina á að styrkja varnargarða vði Skeiðará vestan undir brekkum og að koma göngubrú yfir Morsá. Sem þjóðgarðsvörður þurfti Ragnar að hafa umsjón með verk- um starfsmanna og sinna gestum og gangandi. Ég varð ekki var við annað en honum förnuðust einkar vel samskiptin við unga landverði sem sendir voru að sunnan í sumar- verkin. Frá öndverðu hefur gesta- nauð fylgt Skaftafelli sem útverði á móti Núpsstað við jökulár og RAGNAR ÞORSTEINN STEFÁNSSON stækkandi sand. Þar var því byggt á hefð, sem Ragnar ræktaði með dyggri aðstoð Laufeyjar og áður Ónnu Pálsdóttur, fyrri konu sinnar. Skaftafell hafa fyrr og síðar heimsótt náttúruunnendur og vís- indamenn og margir orðið til að róma staðinn og viðtökur heima- fólks. Mörgum slíkum kynntist Ragnar og bætti þannig við þekk- ingu sína og öðlaðist víðsýni. í þess- um hópi voru breskir háskólanemar sem dvöldu í Skaftafelli 1952-53 og stunduðu rannsóknir á nærliggj- andi jöklum. Einn þeirra, Jack D. Ives, heimsþekktur fjallamaður og nú prófessor við Kalifomíuháskóla, lét son sinn heita í höfuð Ragnari og hefur nýlega ritað af nærfæmi og virðingu um náttúm og mannlíf í Skaftafelli. Sjálfur var Ragnar prýðilega rit- fær eins og sjá má af ritgerðum sem eftir hann liggja, m.a. í tímarit- inu Skaftfellingi. Hann hafði líka ágæta frásagnarhæfíleika og kímnigáfu þannig að engum þurfti að leiðast sem á mál hans hlýddu. Hann fylgdist vel með landsmálum og var vel að sér um sögu héraðs- ins að ekki sé talað um heimahag- ana. Það var gott að leita til hans um hvaðeina sem laut að Skafta- felli og grennd. Þetta notfærði und- irritaður sér m.a. þegar sett var saman ritið „Við rætur Vatnajök- uls“ fyrir fáum ámm. Þá eins og oft áður bar margt á góma, m.a. þróun þjóðmála og þær hættur sem nú steðja að sjálfstæði landsins. Um þau efni talaði þessi annars hógværi Skaftfellingur tæpitungu- laust. Ragnar var fjölmenntaður til hugar og handa og sór sig þar í ættina. Hið sama átti við um Jón, eldri bróður hans, sem var Hæðabú- inu mikil hjálparhella. Osvald Knudsen gerði kvikmynd af vinnu- brögðum í Skaftafelli 1961 og á filmu hans má sjá samhenta bræð- ur, Jón og Ragnar, við kolagerð í Vesturbrekkum. Eina systirin, Guð- laug, settist að í Reykjavík og einn- ig þriðji bróðirinn, Benedikt, sem þangað fór til náms, starfaði síðast sem deildarstjóri hjá Ríkisendur- skoðun. Sonur hans, Stefán, er nú þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Helst þannig enn órofínn sex alda þráður sömu ættar á staðnum og til viðbót- ar er komið nýtt landnám í Freys- nesi. Um árabil fylgdist sá sem þetta ritar með ígrundun Ragnars um hvað við ætti að taka eftir starfslok hans við þjóðgarðinn. Niðurstaðan blasir nú við þar sem eru myndar- legar byggingar og ferðamanna- þjónusta í Freysnesi undir öldunni þar sem Svínafellsjökull nam staðar löngu fyrir landnám. Þar áttu Ragn- ar og Laufey nokkur góð ár saman og fylgdust með og studdu dyggi- lega við bakið á dóttur sinni, Onnu Maríu og tengdasyninum Jóni Benediktssyni sem reka þar Hótel Skaftafell með miklum myndar- brag. Það var því hamingjusamur afi sem hélt þarna upp á áttræðisaf- mælið í júní sl. Viku fyrir afmælið leit ég sem oftar inn í Freysnes og spjallaði góða stund við Ragnar. Hanm dró ekki dul á að kraftar væru að þijóta en hugsun hans var einbeitt og skýr. Hann ræddi m.a. þá byltingu sem hann hefði lifað í kjörum og lífsháttum. Þessu tengdist síðustu árin áhugi hans á að halda til haga og dytta að gömlum munum sem hafa mætti til sýnis í tengslum við ferðamannaþjónustuna í Freysnesi. Sumt af því eru ættargripir hag- leiksmanna frá 18. öld. Það haustar að í Skaftafelli og brekkur skarta litum. Ragnar er allur en eftir stendur þjóðgarðurinn sem hann lagði sitt til að yrði að veruleika. Hjörleifur Guttormsson. Kynni okkar Ragnars ná til árs- ins 1988 þegar ég fékk fyrst inni hjá þeim Hæðarhjónum vegna jarð- lagakortlagningar í Skaftafelli. Ragnar bjó yfír mikilli þekkingu á öllu sem laut að Skaftafelli og naut ég þess að ræða við hann. Með

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.