Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vörur undir kostnaðarverði ÞRIÐJI þáttur þessa máls, óskyldur kröfu um sama verð fyrir sama magn, er þegar stórmarkaðirnir selja vörur undir kostnaðar- verði, m.a. tii að koma vel út í verðlagskönn- unum fjölmiðla. Svarið sem fæst hjá flestum framleiðendum/inn- flytjendum, þegar kaupmaðurinn á hom- inu spyr, hversvegna vörur þeirra eru ódýr- ari í Bónus en frá þeim sjálfum, er: — Þeir selja þetta undir kostn- aðarverði! Þetta geta litlu kaupmennirnir ekki leikið eftir. Þegar stórmarkað- ur selur vöru undir kostnaðarverði, þá er innskattur hærri en útskatt- ur, ríkissjóður borgar versluninni mismuninn til baka. Þetta þýðir í raun, að A-hópurinn er aftur að greiða fyrir verðlækk- unina til B-hópsins, í þessu tilfelli í gegnum ríkíssjóð. Þetta er líka óréttlátt. Samningsaðstaða íslenskir framleið- endur/innflytjendur hafa langflestir ákaf- lega veika samnings- stöðu gagnvart svo miklu viðskiptaveldi Friðrik G. sem Hagkaup/Bónus Friðriksson er orðið og yrðu senni- lega flestir hæst- ánægðir með einhveijar reglur frá Samkeppnisstofnun, sem þeir gætu borið fyrir sig og sagt „hingað og ekki lengra“. Síðasta uppátæki fyrirtækisins Skemmtilegt SVEIGJANLEGUR SKÓLI. Fjölbreytt verkefnaval eftir áhugasviði nemenda stuðlar að ánægjuiegra tónlistarnámi. Píanó • Orgel Hljómborð • Harmonikka Á miðsvetrarönn verður kennt á píanó, orgel, harmonikku og hljómborð af öllum gerðum auk tónfræði og hljómfræði. Einkatímar hóptímar Kennsla fer að mestu fram í einkatímum. Tónfræði, hljómfræði og fyrirlestrar verða í hóptímum að hluta. Nemendur á ölium aldri Byrjendur, ungir sem gamlir, eru jafn velkomnir og þeir sem eru lengra komnir í námi. Innritun og upplýsingar Innritun í síma 91-678150 og í Hljóðfæraversluninni RÍN. Roland hljóðfæri - gæðin segja til sín. Nemendur skólans fá 10% staðgreiðsluafslátt aföllum vörum í Hljóöfæraversluninni FRAKKASTlG 16,101 REYKJAVÍK, SlM117692 HUÓÐFÆRI í 50 ÁR TONSKOLI Guðmundur Haukur, kennari og hljómlistarmaður. Hagaseli 15, Sími 91-678150 Einn stórmarkaður hef- ur vaxið og dafnað á kostnað neytenda, sem eru ekki í viðskiptum við hann, segir Friðrik G. Friðriksson, ogtel- ur að afleiðingin sé gjaldþrot minni verslana og lélegri þjónusta. Baugs (Hagkaups/Bónus) er að bjóða framleiðendum/innflytjend- um staðgreiðslu í stað víxla og áskilja sér í staðinn enn meiri af- slátt. Þar sem víxilkostnaður er 3% og hefur hingað til verið greiddur af framleiðendum/innflytjendum, þá vilja Baugsmenn fá enn meiri afslátt en því nemur. Svona tilboð lykta af okurstarfsemi, sem því miður mörg smærri fyrirtæki þurfa að kyngja, annaðhvort vegna veikr- ar aðstöðu í bönkum eða af hræðslu við refsingu frá Hagkaup/Bónus- veldinu. Afstaða Samkeppnisstofnunar Hvað gerist, ef Samkeppnisstofn- un kemst að þeirri niðurstöðu að framleiðendur/innflytjendur verði skikkaðir til að gefa út verðlista, sem þeir þurfa að standa við? Hvaða áhrif hefur slík regla á verðlagið í landinu til neytenda? Svarið er tvíþætt og fer eftir því hvort framleiðandi/innflytjandi láti smærri kaupmenn greiða fyrir af- sláttinn til stórmarkaðanna (sbr. 1 hér að framan) eða ef þeir gera það ekki: 1. Ef framleiðendur/innflytjend- ur ætla að láta smærri verslanir greiða afsláttinn, þá geta þær kom- ið af stað samstarfi með sameigin- legum magninnkaupum, sem mundi til lengri tíma séð leiða til lægri magnafsláttar yfír heildina, því færri verða eftir til að greiða niður óeðlilega háan magnafslátt. Með öðrum orðum; verðjöfnun á sér stað. A-hópurinn greiðir minna og B-hóp- urinn aðeins meira. 2. Ef framleiðendur/innflytjend- ur láta smærri verslanir ekki greiða fyrir afsláttinn og hafa þessvegna þurft að hækka vöruverðið til að mæta afsláttarkröfum stórmarkað- anna, þá geta framleiðendur/inn- flytjendur lækkað álagningu sína að skaðlausu, sem þýðir verðlækk- un á vörunni yfir heildina. í báðum tilfellum eykst vöruval til A-hópsins, verðmunur á milli verslana felst þá fyrst og fremst í mismunandi hárri álagningu versl- ananna sjálfra, svo og í magninn- kaupum. Það eru fáir alvöruframleiðendur matvæla á íslandi, eða innflytjend- ur, sem geta þrifist án þess að selja a.m.k. eitthvað af vörum sínum í stórmörkuðunum. Einn stórmark- aður, með svo mikilli markaðshlut- deild og raun ber vitni á íslandi, er einstæður í allri Evrópu, og þess- vegna eru samkeppnisreglur á þessu sviði brýnni hér á landi en annars staðar. Aðstaða til einokunar hér á landi er nú augljós. Ekkert annað fyrirtæki getur hótað (með von um betri árangur í samningum) að hætta sölu heilu vöruflokkanna frá einhveijum einstökum framleið- anda/innflytjanda, nema þeir. Við eðlilegar aðstæður á markaði geta stórmarkaðir verið með ívið lægra verð en aðrar smærri verslan- ir, þar sem þeir geta keypt fleiri vöruflokka með magnafslætti og vegna betri skilyrða til hagræðingar komist af með lægri álagningu. Hér á landi hefur þróun verslun- ar verið óeðlileg og ekki í anda eðlilegrar fijálsrar samkeppni. Hér hefur reglur vantað til að vemda eðlilega samkeppni. Einn stórmark- aður hefur komist upp með að vaxa og dafna á kostnað neytenda, sem eru alls ekki í viðskiptum við þá. Afleiðingin er gjaldþrot minni versl- ana og lélegri þjónusta, sérstaklega úti á landsbyggðinni. Gjaldþrot fyrirtækis þýðir yfir- leitt að ýmiss opinber gjöld eru ekki greidd og þar af leiðandi kem- ur það niður á öllum neytendum í aukinni skattbyrði. Höfundur er kaupmaður í Birgðaverslun F&A ogformaður Verðlagsnefndar Félags dagvörukaupmanna. ISLENSKT MAL Valgeir Sigurðsson skjalavörður hefur sent mér gagnvandað bréf og svo efnismikið, að ég þarf að taka það fyrir í áföngum. Hér birt- ist fyrsti hluti án frekari viðbótar frá umsjónarmanni: „Heill og sæll, Gísli. Kærar þakkir fyrir alla þættina þína. Fyrir mörgum árum ræddum við dálítið um orðið skefli, sem er víst aðallega austfirzka, og nú birtir þú góðu heilli, í 754. þætti þínum, vísuna gömlu (en ekki góðu), þar sem höfundurinn hæðist að þessu orði, af því að hann þekkir það ekki og heldur því að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi gert sig seka um málspjöll með því að nota það. Ég hef sannar spumir af orðinu skefli sem lifandi máli, a.m.k. norð- an úr Vopnafírði og suður á Reyðarfjörð. Á uppvaxtarárum mínum var okkur Vopnfirðingum alveg jafntamt að tala um stór- skefli eins og t.d. harðfenni. Sam- setningin nýskefli var líka til, þótt mér sé hún ekki töm. „Það kom heilmikið nýskefli hjá okkur í hríð- unum um daginn,“ sagði langt að kominn sveitungi okkar við föður minn svo ég heyrði. — Eitthvað held ég nú að orðið skefli sé þekkt utan Austurlands, þótt ég sé ekki með beinar heimildir um það fyrir framan mig. Talar ekki Þorgils gjallandi einhvers staðar um skefli? Fyrst vetrarríki hefur borizt í tal, nú á þessu hlýja sumri, mætti ég kannski skjóta því að, að orðið gaddur þýddi eingöngu hjarn á æskustöðvum mínum, á meðan ég átti þar heima. Ég heyrði aldrei talað um gadd sem fyrirbæri í andrúmslofti (mælirinn sýnir 10 stiga gadd), fyrr en ég kom hingað suður til Reykjavíkur, fulltíða mað- ur, og fannst það þá skrýtið. Ætli þessi merkingarmunur á orðinu gaddur sé héraðabundinn? Hvað segja fræðin?“ ★ Vilfríður vestan kvað: Gapuxi Gunnar í Skál pagaði rætur og kál því hann trúði og treysti að það tvíefldi og reisti við sérdeild af líkam og sál. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 761.þáttur ★ Jóhannes Birgir Jensson í Kópa- vogi sendir mér bréf það sem hér fer á eftir að mestum hluta: „Ég hef oft notið þess að lesa dálka þína um vort ylhýra móður- mál. Ég hef undanfarið tekið mik- ið eftir því að y og / eru farin að renna saman, eða réttara sagt, að / sé að ýta y burt. Einkum hef ég tekið eftir þessu í auglýsingum þar sem að nú er farið að tala um töfra- drykki sem minnki matarlist. Ég les út úr því að þeir sem drekki þennan undradrykk missi hluta matargerðarhæfíleika sinna. Þó held ég að hér ætti að standa matarlyst samkvæmt því sem er talað um í auglýsingunni. Einnig hefur borið á þessu þegar íjallað er um lönd, samanber Egiptaland. Einnig er ritháttur heita ýmissa landa á reiki, samanber Egypta- iand (sem ég aðhyllist) og Egifta- land. Einkum eru það nöfn Afríku- ríkja sem verða fyrir barðinu á þessu. Ég tel að Zaire ætti að vera Saír upp á íslensku, Zimbabwe = Simbabve, Rwanda = Rúanda, Burundi = Búrúndí, Mozambique = Mósambik, Malawi = Malaví, Tanzania = Tansanía, Saudi-Arab- ia = Sádí Arabía, Yemen = Jemen, Bangladesh = Banglades, og svo framvegis, þar sem að Z, W, C og aðrir stafír sem ekki eiga heima í íslenska stafrófínu eru felldir út. Spuming um rithátt ríkisins Qatar, Kvatar eða Qvatar. Þá kem ég að íslenska stafróf- inu, þar sem ég tel að fella eigi út stafina C, W, Z og Q. Þessir stafír fínnast í íslensku einungis í ættamöfnum eða nöfnum fárra einstaklinga og eiga lítið erindi í íslenska stafrófínu, þó að þeir megi að skaðlausu vera áfram í nöfnum þeirra sem þá bera. Staf- rófið ætti að vera (til að mynda í orðabókum og símaskrám): A Á B DÐEÉFGHIÍJKLMNOÓ PRSTUÚVXYÝÞÆÖ, eða 32 stafir. Ég vona að ég sé ekki talinn íslenskufasisti þó ég leggi fram þessa breytingu á stafrófinu." Umsjónarmaður þakkar Jóhann- esi Birgi þetta vinsamlega bréf. Frá upphafi var sett sú regla í pistl- um þessum, að fjalla fremur um annað en stafsetningu og greinar- merkjasetningu. Er þó hvomgu frá skúfað, enda hvort tveggja mikil- vægt, og óþolandi, ef auglýsendur ota stafvillum að fólki. Mesti sigur, sem unnist hefur síðari árin á sviði stafsetningar, er sá, þegar gerður var skýr raðar- munur á broddstöfum og óbiydd- um í þjóðskrá og símaskrá. I því efni má hvergi slaka á. Um erlend staðaheiti get ég lítið sagt, en vitna í þrennt í bili: Orða- lykil Áma Böðvarssonar (þriðja kafla, Landafræðiheiti), Réttrit- unarorðabók íslenskrar málstöðv- ar og nýlegt hefti af Tungutaki, grein um þetta efni eftir Ara Pál Kristinsson. Af sjálfum mér get ég sagt, að ég held fast við lýsingarorðið mexí- kóskur en Egiptaland/Egypta- land læt ég mig litlu skipta. Ég man að sumir góðir höfundar skrif- uðu heiti þessa lands með einföldu. Ekki fæ ég séð að bréfritari geri sig sekan um neins konar „fas- isma“ vegna tilmæla sinna og kveð hann með virktum. ★ „Eftir þetta ferr hann af Miklabæ og í Viðvík og er þar um vetrinn með Mávi Finnssyni. Það var eitt sinn um vetrinn að Márs, að Guðmundur prestur var í kirkju úti að bæn sinni, og kemur Már bóndi gangandi til kirkju. En er hann kom í kirkju, þá sá hann að fugl lítill fló upp af öxl Guðmundi presti í loft og hvarf honum þá. Hann þóttist eigi vita hvað fugla það var, því að hann var óvanur að sjá heilagan anda.“ (Guðmundar saga Arasonar byskups góða.) ★ Ég yrki ljóð um land og þjóð sambland af frosti og funa sem upp mig ól mitt ættarból flestallt er mér í muna. (Kristján Marinó Palsson.) Vandalaust er að beygja orðið göng (eins og lög): göng, um göng, frá göngum, til ganga; og spölur (eins og köttur): spölur, um spöl, frá speli, til spalar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.