Morgunblaðið - 10.09.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐAÞING FRJÁLSLINDRA FLOKKA Annasamur sólarhringur hjá Jean Chrétien forsætisráðherra Kanada íslendingar og* Kanada- menn verða að taka upp nánara samstarf HAPUNKTUR alþjóðaþings frjálslyndra flokka í gær var ræða kanadíska forsætisráðherrans Je- ans Chrétiens. Þar fjallaði Chréti- en um það hvernig ríkisstjóm sinni hefði tekist að koma frjálslyndum stefnumálum fram í Kanada Chrétien átti annasaman dag í gær og hitti að máli forsætisráð- herra Finnlands og Slóveníu, fyrr- um aðstoðarforsætisráðherra Rússa og Halldór Ásgrímsson for- mann Framsóknarflokksins. Á fímmtudagskvöld ræddi Chrétien við Davíð Oddsson forsætisráð- herra. „Þetta var stórkostlegur sólar- hringur," sagði Chrétien við blaða- menn á Reykjavíkurflugvelli áður en hann hélt til Kanada í gær. Hann sagðist vera mjög ánægður með viðræður sínar við Davíð og Halldór. „íslendingar og Kanada- menn verða að eiga nánara sam- band vegna þess að þessar þjóðir eiga margra sameiginlegra hags- muna að gæta,“ sagði Chrétien. Aðiid að NAFTA möguleg Þeir Halldór ræddu meðal ann- ars um möguleg tengsl íslendinga við NAFTA, fríverslunarbandalag Norður-Ameríku, en í því eru Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Halldór sagði að Chrétien hefði verið mjög opinn fyrir því að ís- lendingar gerðu einhverskonar samning við samtökin, en sá möguleiki hefur nokkuð verið ræddur hér á landi. Chrétien sagði við blaðamenn að aðild íslands að NAFTA væri möguleiki. „ísland á margt sameiginlegt með Kanada og gæti notið góðs af aðild. En það er mjög flókinn ferill að ganga í NAFTÁ vegna þess að samþykki hinna aðildarríkjanna þarf til. Þótt Kanada samþykkti slíka aðild dug- ar það ekki til og nú vilja mörg ríki, einkum í Suður- og Mið- Ameríku, ganga í sambandið." Chrétien og Halldór ræddu einnig um sjávarútvegsmál og voru sammála um að þjóðir við Norður-Atlantshaf yrðu að vinna meira saman til að beijast gegn þeirri tilfinningasemi sem ríkti varðandi dráp á selum og hvölum. Halldór lýsti yfir stuðningi við hugmyndir Kanadamanna um heimskautaráð til að fjalla um málefni þjóðanna við Norður-Atl- antshaf. Hann lagði einnig áherslu á aukin samskipti milli landanna og nauðsyn þess að koma á fiugsam- göngum. Halldór sagði að Chréti- en hefði skilið áhuga íslendinga á þessu en flugfélögin í Kanada væru illa stödd og virtust standa á móti því. Áætlaðri brottför Chrétiens seinkaði um klukkutíma í gær- kvöldi vegna þess að viðræður hans við Boris Fedorov fyrrverandi fjármálaráðherra Rússlands urðu mun lengri en áætlað var. Jarðvegsvinna Jean Chrétien er sextugur að aldri og lögfræðingur að mennt. Hann gegndi ýmsum ráðherra- embættum í fyrri ríkisstjómum Fijálslynda flokksins í Kanada, var meðal annars fjármálaráð- herra árið 1966. Hann var kjörinn leiðtogi Fijálslynda flokksins árið 1990 og flokkurinn vann þing- kosningar með yfirburðum á síð- asta ári. í ræðu sinni á alþjóðaþinginu í gær sagði Chrétien meðal annars að hlutverk ríkisstjóma væri að mynda jarðveg fyrir efnahagsvöxt og skapa jöfn tækifæri fyrir þegn- ana. Ríkisstjórnir gætu ekki tryggt framgang allra mála en þær gætu gert sitt besta til að tryggja að allir fái jöfn tækifæri til árangurs. Chrétien sagði að ríkisstjóm Fijálslyndra hefði þegar náð mikl- um árangri í Kanada. Þar hefði verið 6,4% hagvöxtur á öðram Morgunblaðið/Kristinn JEAN Chrétien forsætisráðherra Kanada ávarpar alþjóðaþing frjálslyndra flokka á Hótel Loftleiðum í gær. fjórðungi þessa árs og spár sýndu að Kanada yrði í fararbroddi stærstu iðnríkja heims á næstu ári, hvað efnahagsvöxt og ný at- vinnutækifæri varðaði. Chrétien sagði meðal annars að áhersla væri lögð á að skapa tæki- færi fyrir minni fyrirtæki, einkum í hátækniiðnaði, svo sem með því að auðvelda þeim að nálgast fjár- magn og aðstoða þau við að kom- ast á alþjóölegan markað. Þá sagði hann að á næstunni yrði almanna- tryggingakerfi Kanada endurbætt en það væri orðið úrelt. Barátta gegn fátækt í gær var meðal annars fjallað um aðalályktun þings frjálslyndra sem fyallar um þá hættu sem frelsi er búin af fátækt og atvinnuleysi. Þar er lögð áhersla á að reynslan um allan heim sýni að markaðs- hagkerfi og fijáls verslun séu áhrifaríkustu leiðirnar til að skapa efnahagslegan grundvöll fyrir bar- áttu gegn fátækt. Einkaframtak sé hreyfiafl efnahagsvaxtar og velferðar sem séu aðalskilyrði þess að vinna megi bug á fátækt. í dag verður meðal annars fjall- að um ályktanir þingsins um al- þjóðamál og stýrir Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri þeim umræðum. Þá mun Jóhann Siguijónsson aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar stýra sér- stökum umræðum um hvalveiðar og pallborðsumræður verða um framtíð fijálslyndrar lýðræðis- stefnu. Áætlað er að David Steel for- seti samtakanna slíti þinginu um kl. 18. Janez Dmovsek forsætisráðherra Slóveníu segir efnahag landsins að rétta sig við Það versta virðist afstaðið Slóvenar eru að rétta við eftir erfítt breytingar- skeið frá því þeir slitu tengsl við Júgóslavíu og stofnuðu sjálfstætt ríki árið 1991. Janez Dmovsek forsætisráðherra landsins segir í samtali við Guðmund Sv. Hermannsson að það versta virðist vera afstaðið. ÍSLENDINGAR komu nokkuð við sögu sjálfstæðisbaráttu Slóvena því þeir vora fyrsta ríkið sem viðurkenndu sjálfstæði landsins í árslok 1991. Þótt aðskilnaðurinn frá júgóslavneska sambandsríkinu hafí ekki verið átakalaus á sínum tíma hafa Slóvenar síðan fengið að vera í friði og náð að halda sér utan við átök nágranna sinna. Janez Drnovsek, sem staddur er hér á landi vegna alþjóðaþings fijálslyndra flokka, segir að Sló- venar telji sig alveg lausa við þau vandamál sem ríkja annars staðar í löndum fyrrum Júgsóslavíu. „Við vorum heppin því sló- venska þjóðin er einsleit," sagði Dmovsek. „Þar eru til dæmis ekki serbneskir minnihlutahópar svo það var auðveldara fyrir okkur að semja um frið við hin ríkin í Júgó- slavíu. Við höfum því einbeitt okk- ur að því að byggja upp ríkið og treysta efnahagslegan grandvöll þess. Við áttum við mikil vandamál að stríða í upphafi því við töpuðum mikilvægum mörkuðum í löndum fyrrum Júgóslavíu. Mörg fyrirtæki í landinu urðu gjaldþrota þar sem þau gátu ekki lagað sig nægilega fljótt að breyttum aðstæðum. En á þessu ári hefur efnahagurinn verið að rétta sig við og útlitið er bjart. Framleiðsla eykst nú um 8-9% á ári og vöraskiptajöfnuður og viðskiptajöfnuður era hagstæð- ir. Við höfum tryggt stöðugleika gjaidmiðils okkar og við eram því bjartsýn á framtíðina. Áfallið virð- ist því vera liðið hjá og efnahagslíf- inu hefur að mestu tekist að að- laga sig að nýju umhverfí og finna nýja markaði, aðallega innan Evr- ópusambandsins og annarra vest- rænna ríkja.“ Hátækni og ferðamenn Slóvenía er frekar lítið land, eða aðeins rúmir 20 þúsund ferkílómetrar að stærð, og þar búa um 2 milljón- ir manna. Það á landa- mæri að Italíu, Austur- ríki, Ungveijalandi og Króatíu og var ríkasta fylki júgó- slavneska sambandsríkisins áður en það lýsti yfir sjálfstæði sínu, þótt þar séu engar náttúruauðlind- ir. Efnahagurinn byggir einkum á hátækniiðnaði. Ferðamannaiðnað- ur er að hjarna við aftur, en ríkið hafði áður miklar tekjur af ferða- mönnum, meðal annars í bað- strandarbæjum eins og Portoroz sem margir íslending- ar sóttu fyrir um ára- tug. Þótt Slóvenar hafí sloppið að mestu við stríðsátökin er þeim eðlilega mjög í mun að friður komist á í Bosníu. Dmovsek sagði að það væri ekki aðeins af mannúðleg- um og pólitískum ástæðum heldur einn- ig efnahagslegum því mikið væri í húfí fyrir slóvensk fyrirtæki að ná aftur viðskipta- samböndum við þessar nágranna- þjóðir. „Við búumst við að efnahagslíf í þessum löndum muni taka við sér þegar stríðinu líkur, það myndi gefa okkar efnahagslífí aukinn byr undir seglin, þótt okkur takist nú að komast af án þess,“ sagði Dmovsek Hætta á að átökin magnist Hann sagði mjög erfítt að spá hvemig mál þróuðust á átaka- svæðunum í Bosníu en líklegt væri að bardagar héldu áfram. Bosníus- erbar hefðu hafnað síð- ustu friðaráætlun og engin önnur slík væri í farvatninu. Sum ríki væru að hugsa um að draga friðargæslu- sveitir sínar heim og þá væri yfir- vofandi sú hætta að átökin mögn- uðust. Því yrðu alþjóðasamtök að reyna að koma fram með nýja frið- aráætlun og hugsanlega að fylgja henni eftir með sterkari hætti en þeim fyrri. Dmovsek hitti Chrétien for- sætisráðherra Kanada að máli í gær, og var- aði hann meðal annars við mögulegum afleið- ingum þess að Kanadamenn kölluðu heim friðargæslulið sitt sem hefur verið í Bosníu á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Chrétien sagði við fréttamenn í gær, að Kanadamenn myndu ekki kalla lið sitt heim nema alþjóðlegu við- skiptabanni yrði aflétt af Serbíu, og þeir væra því í sömu aðstöðu og Bret- ar og Frakkar sem einnig hafa friðargæslulið í Bosníu. Landamærahugsunarháttur Dmovsek er 44 ára gamall og menntaður hagfræðingur. Hann varð einn af forsetum Júgóslav- neska sambandsríkisins árið 1989 en tók við embætti forsætisráð- herra í Slóveníu á síðasta ári. Hann er leiðtogi Fijálslyndra demókrata sem er stærsti stjóm- málaflokkur landsins. í ræðu sem Drnovsek flutti við setningu al- þjóðaþings fijálslyndra fjallaði hann um ástand- ið í fyrrum Júgóslavíu og varaði sérstaklega við því sem hann kallaði landamærahugsunar- hátt. „Þetta er mjög þýðingarmikið málefni nú um stundir í Evrópu. Víða er óstöðugleiki ríkjandi, ekki aðeins í Júgóslavíu heldur einnig víðar í Austur-Evrópu og fyrrum Sovétríkjum og það er óljóst hvar landamærin eru milli stöðugleika Landamæri hugmynda og þjóðflokka Janez Drnovsek Hætta á að átökin í Bosn- íu magnist og óstöðugleika, og hvar það yrði þolað að búa við skert lýðræði en þar yrði væntanlega jarðvegur fyrir einræðisstjómir. Það er einnig tilhneiging til að mynda landamæri milli þjóðflokka og svæða. Þjóðemissinnar í Sló- veníu myndu segja: landamærin milli Slóveníu og Króatíu era einn- ig landamæri milli siðmenntaða og örugga heimsins annarsvegar og afgangsins hins vegar. Og málflutningur þjóðemissinna í öðr- um ríkjum er kunnur. Allir hugsa aðeins um eigin vandamál en hirða ekki um vandamál annarra. Og það er raunveralega vandamálið, því það felst engin lausn í því hirða ekki um aðra; það skapar spennu og ný vandamál. Þetta gæti orðið vandamál fyrir Evrópusambandið því þar er ríkj- andi sú tilhneiging að líta á ytri landamæri sambandsins sem landamæri öryggis og lýðræðis- legra gilda.“ Dmovsek telur að frjálslynd lýð- ræðissjónarmið geti orðið til að bijóta niður þessi landamæri. „Ég held að fijálslyndir demókratar séu best til þess fallnir að mynda mótvægi við þjóðernisrembing. Við beijumst fyrir mannréttindum og öðram lýðræðislegum gildum og í alþjóðlegu samstarfí ættum við að finna lausnir sem tryggja að þessi gildi séu ekki aðeins höfð í heiðri innan landamæra ein- stakra landa.“ Stuðningur af íslandi Janez Drnovsek sagði að Sló- venar hefðu mjög gott samband við ísland. „Við munum aldrei gleyma því að ísland var fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu. Við eigum mjög gott samstarf inn- an alþjóðlegra samtaka og stofn- ana og í samningum við EFTA höfum alltaf haft stuðning íslend- inga. Lönd okkar eru bæði lítil og ég tel að við getum því skilið hvor- ir aðra mun betur en margir aðrir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.