Morgunblaðið - 10.09.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 15
I
I
>
I
w
>
>
E>;
>
I
:
$
i
Hræringar á hráefnamarkaði plastiðnaðar
Um 30% hækkun hefur
orðið íágústmánuði
Harald B. Haugerud frá Borealis segir of mörg fyrirtæki
hafa verið á markaðinum
BOREALJS, stærsta
samsteypan í fram-
leiðslu pólýetylen og
pólýprópylen í Evrópu,
hefur látið verulega að
sér kveða á árinu. Fyr-
irtækið vinnur hráefni
úr olíu og gasi fyrir
plastframleiðendur,
meðal annars hér á
landi. Borealis hefur
verulega markaðshlut-
deild víða um heim
enda teygir starfsemi
þess sig yfir þijár heim-
sálfur. Harald B. Hau-
gerud framkvæmda-
stjóri norska sölufyrir-
tækis samsteypunnar,
sem hefur umsjón með
sölu til íslenskra aðila, er hér stadd-
ur og líst honum vel á aðstæður í
plastframleiðslu. Það er Árvík sem
er umboðsaðili Borealis á íslandi.
Verðhækkun á hráefni
Borealis er sameignarfyrirtæki
Neste í Finnlandi og Statoii í Noregi
og tók til starfa um síðustu áramót.
Sjálfstæð sölufyrirtæki er að finna í
fjórtán löndum. Hráefni frá Borealis
er meðal annars notáð í umbúðir,
byggingar, rör og kapla, heimilis-
tæki, raftæki og bifreiðar.
Haugerud segir helstu ástæðu
samrunans hafa verið erfiðleika á
markaðnum. Þörf hafi verið á mark-
vissari starfsemi. Verð á
hráefni til plástiðnaðar-
ins hafði farið lækkandi
um nokkurra ára skeið
og framleiðendur höfðu
tapað umtalsverðu fé.
Sá tími er liðinn. í ágúst-
mánuði hækkaði verðið
um 30% úr 1,12 þýsku
marki á kg í 1,45. Fast-
lega er gert ráð fyrir
frekari hækkunum.
„Það hafa verið of
margir aðilar á mark-
aðnum,“ segir Hau-
gerud sem velkist ekki
í vafa um að samruni
Neste og Statoil sé pla-
stefnaiðnaðnum í hag.
Þá eru fleiri samruna-
ferli í gangi, meðal annars hjá Shell
sem er helsti keppinautur Borealis á
Islandi. „Þetta hafa verið breytingar
til batnaðar á markaðnum án þess
þó að fullkomið jafnvægi hafi náðst
enn. Ég tel betri tíma í augsýn."
Að sögn Haugeruds fer eftirspum
eftir hráefni til plastiðnaðar sífellt
vaxandi. Sala á framleiðslu Borealis
hefur aukist verulega. Hann segir
að rekstrarárangur samsteypunnar á
fyrstu sex mánuðum ársins hafi ver-
ið mun betri en búist var við og í
raun framar björtustu vonum.
„Margir eiga þó í erfíðleikum með
að uppfylla kröfur viðskiptavinarins.
Við hjá Borealis leggjum því áherslu
á að vinna náið með honum.“ Hau-
gerud telur nefnilega að gagnkvæm
virðing og samvinna leiði til aukinnar
ánægju með viðskiptin.
Yfir 50% markaðshlutdeild
Borealis ieggur mikla áherslu á
þarfir viðskiptavina sinna og er Hau-
gerud ekki síst hingað kominn til að
kynna sér þarfirnar á markaðnum
og heyra hljóðið í viðskiptavinum.
Hann hefur gert víðreist í heimsókn
sinni og segir að á íslandi séu gæði
í plastframleiðslu umtalsverð. Ekki
er annað að heyra en Haugerud uni
vel við hlutskipti fyrirtækis síns hér
á landi en markaðshlutdeildin mun
vera yfir 50%. „ísland er vissulega
lítill markaður en við viljum ekki
fyrir nokkurn mun tapa markaðs-
hlutdeild og viðskiptavinum neins
staðar," segir Haugerud og fullyrðir
að íslendingar fái vitaskuld ekki lak-
ari þjónustu en aðrir viðskiptavinir
Borealis.
Það er skoðun Borealis að enginn
hafi rétt til að seilast í náttúrulegar
auðlindir án þess að gæta að um-
hverfinu. Samsteypan hefur því varð-
veislu náttúrunnar ofarlega í huga
við framkvæmdir sínar. Haugerud
telur mikilvægt að þessa sé gætt í
gegnum allt framleiðsluferlið og að
allir leggi hönd á plóg, ekki einungis
til að halda umhverfinu í sama horfi,
heldur jafnframt til að bæta það.
Harald B.
Haugerud
Erlend olíufélög í
Noregi hóta að hætta
við fjárfestingar
Kvarta yfir háum sköttum og hóta að fjárfesta í
öðrum löndum
Ósló. Eeutcr.
NORÐMENN fögnuðu ákaft þeg-
ar þeir fundu miklar olíulindir
árið 1969 en nú, 25 árum síðar,
eru blikur á lofti. Blossað hefur
upp deila milli norsku stjómarinn-
ar, sem hefur mikla þörf fyrir
skatta af olíuvinnslunni, og er-
lendra olíufélaga, sem hóta að
fjárfesta annars staðar.
Gömlu góðu dagarnir, með sín-
um miklu olíufundum, háu olíu-
verði og gífuriegum fjárfestingum
- sem hjálpuðu Norðmönnum að
byggja upp dýrt velferðarkerfi -
eru liðnir. Nú er komið að því að
norsk stjórnvöld og olíufélögin
dragi saman seglin.
„Áhuginn á olíuleit á land-
grunninu við Noreg hefur minnk-
að,“ segir Einar Knudsen, yfir-
maður' upplýsingadeildar Royal
Dutch/Shell í Noregi.
Norðmenn, sem eru fjórðu
mestu olíuútflytjendur heims,
reyna samt að tryggja að olíu-
framleiðslan hrapi ekki eftir að
hún nær hámarki fyrir aldamótin.
Nýjar fjárfestingar eru nauðsyn-
legar til að koma í veg fyrir að
þúsundir manna missi vinnuna.
Erlendu olíufélögin beina hins
vegar sjónum sínum að Asíu, fyrr-
verandi lýðveldum Sovétríkjanna,
Afríku og Suður-Ameríku, þar
sem komið hafa fram nýir fjár-
festingarmöguleikar. „Baráttan
um alþjóðlegt fjármagn hefur
harðnað vegna þess að mörg önn-
ur ríki hafa bætt stöðu sína í sam-
keppninni um fjárfestingar," segir
Knudsen. „Norðmenn verða að
horfast í augu við þessa nýju sam-
keppni."
Olíufélögin hafa hótað að hætta
við fjárfestingar upp á 80 millj-
arða norskra króna, jafnvirði 800
milljarða ísienskra, nema norska
stjórnin lækki skattana á olíu-
vinnsluna eða bjóði þeim betri
kjör.
Jens Stoltenberg, olíumálaráð-
herra Noregs, sagði í síðasta
mánuði að stjórnin væri að vinna
að tillögum um bætt kjör olíufé-
laganna sem yrðu lagðar fram
síðar á árinu og tækju gildi á
næsta ári.
Olíufélögin viðurkenna að þau
þurfi einnig að draga saman segl-
in til að halda sömu arðsemi og
þau stefna að því að minnka
kostnaðinn um helming,
Samband olíufélaga spáðir því
að fjárfestingarnar minnki úr 59
milljörðum norskra króna á síð-
asta ári í 10 milljarða árið 2.000.
Þetta gæti orðið til þess að 25.000
manns misstu atvinnuna í Nor-
egi. Alls starfa þar um 80.000
manns við olíuvinnsluna.
McDonatds
‘-F&M
>• '
Komdu á McDonald's um
helgina og kauptu
McGóðborgara með osti,
miðstærð af frönskum og líter
af kók og fáðu skvísu
í kaupbæti!
Ef þíi ert enn þyrst/ur
færðu áfyllingu á hálfvirði.
Alltaf heitur matur
Alltaf góð kaup
Suðurlandsbmut 56