Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 48
MORGUNBLADID, KIilNGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg Skipt um hjarta og liingn í Islendingi ÁSDÍS Stefánsdóttir úr Garði gekkst undir hjarta- og lungna- skiptaaðgerð á Sahl- grenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í gær. Ás- dís, sem er um fertugt, er með hjartagalla og hafði beðið eftir líffær- um í um fímm ár. Eig- inmaður Ásdísar, Sveinbjörn Reynisson, er með henni í Gauta- borg. Jón Dalbú Hró- bjartsson, sendiráðs- prestur í Gautaborg, sagði að aðgerðin hefði gengið eftir áætlun og líðan Ásdísar væri eftir atvikum. Sex til sjö tíma aðgerð var lokið um kl. 14 að íslenskum tíma og var Ásdís ekki vöknuð eftir aðgerðina síðdegis, þegar Morg- unblaðið ræddi við hann. Baráttukona fram í fingurgóma Guðmundína Ester Guðmundsdóttir, vin- kona Ásdísar, sagði að fæðingargalli ylli þvi að hjarta og lungnaskipti væri eina von hennar. Ásdís hefði verið með farsíma og beðið eftir kalli frá London í að minnsta kosti tvö ár. Eftir það hefðu hún og eignmaður hennar Svein- björn Reynisson beðið á þriðja ár eftir líffærum í Gautaborg. Hún sagði að þrátt fyrir veikind- in hefði Ásdís sýnt mikinn baráttu- hug. „Ásdís er baráttukona fram í fingurgóma. Hún einblínir á hið jákvæða og sagði t.d. alltaf um það sem hún gat ekki gert vegna veik- indanna, að hún myndi geta gert það þegar hún hefði læknast." Viðbrögð við heilahimnubólgusýkingum Fjölskyldur sjúklinga á lyf ENGAR opinberar reglur eru til hér á landi um hvemig bregðast skuli við sýkingum sem valda heila- himnubólgu. Þó er ráðlagt að gefa þeim sem hafa umgengist sjúkling sem hefur fengið sjúkdóminn síðustu 10 daga áður en hann greinist sýklalyf. Meningókokkabaktería, sem veldur heilahimnu- bólgu, smitast um vit fólks. Hún situr í hálsi og getur borist þaðan í blóðrás. Það gerist þó ekki nema í einstaka tilfelli. Flestir ganga með bakter- íuna í hálsi í nokkrar vikur eða mánuði og mynda ónæmi gegn henni. Aðstandendum þeirra sem fá heilahimnubólgu af völdum meningókokka eru gefín sýklalyf ef það skyldi vera með bakteríuna í hálsinum. Lyfið með- höndlar ekki sjúkdóminn sem slíkan heldur útrýmir bakteríunni úr hálsinum. ■ Flestir sem ganga/4 Skelfiskur hf. á Flateyri semur við bandarískt stórfyrirtæki Öll kúfiskframleiðsla næstu þrjú árin seld SKELFISKUR hf. á Flateyri hefur gengið frá samningum við bandarískt stórfyrirtæki, PET Corporated, um að fyrirtækið kaupi alla kúfískfram- leiðslu fýrirtækisins næstu þrjú árin. Á aðalfundi Skelfisks á Flateyri í gær var kosin ný stjóm fyrirtækisins og var Einar Oddur Kristjánsson kosinn formaður stjómar. Hann kvaðst í samtali við Morgunblaðið fagna því að samningurinn hefði náðst og sagði hann vera lykilinn að því að hægt yrði að hefja framleiðslu í félaginu. Ahugi á að fá Is- lending í klaustur ÁHUGI er á því meðal nunnanna í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði að fá íslenskar konur til að ganga í klaustrið. Tvö laus pláss eru í kiaustrinu, en þar eru nú 19 pólsk- -^•ir nunnur. Torfi Ólafsson, félagi í 'kaþólska söfnuðinum í Reykjavík, sagðist síður eiga von á að áhugi væri fyrir hendi meðal íslenskra kvenna á því að ganga í klaustrið, en möguleikinn væri fyrir hendi. í riti kaþólskra á Islandi hafa nýlega birst tvær greinar eftir syst- ur Veróniku um Karmelklaustrið í Hafnarfírði. Þar er m.a. getið um að tvö laus pláss séu í klaustrinu og íslenskum konum sé velkomið að ganga í klaustrið. Ströng kennsla Torfi sagði að það væri ekki auðvelt fyrir konur að gerast nunn- ur. Þær þyrftu að ganga í gegn um stranga kennslu í 4 ár áður en þær gætu orðið nunnur. Nunnurnar mættu ekki fara út fyrir klaustur- veggina. Meirihluta dagsins veiji þær til helgihalds. Hann sagði að nunnurnar þyrftu því að gera mikl- ar kröfur til sjálfra sín. Það væri ekki fyrir hvern sem er að ganga inn í þetta hlutverk. Einar Oddur sagði að Coldwater, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hefði haft milli- göngu um samningsgerðina vestra og aðstoðað á alla lund. Afkoman tryggð „Sölusamningurinn við Banda- ríkjamennina er á þá lund að þeir kaupa alla okkar framleiðslu næstu þijú árin og við náðum samningum á mjög viðunandi verði,“ sagði Ein- ar Oddur en vildi ekki fara nánar út í upphæðir samningsins. Sagði þó að samningurinn myndi tryggja afkomu félagsins. Einar Oddur sagði að PET væri geysilega stór matvælasamsteypa, tíu sinnum stærri en Coldwater. Fyrirtækið kæmi til með að nota kúfiskinn í sósur og súpur og fleira. Hann kvaðst eiga von á því að fram- hald yrði á samstarfi við Banda- ríkjamennina að þremur árum liðn- um. „Við vissum að þessi afurð er þekkt í Bandaríkjunum og höfum því reynt markaðssetningu á þess- um gríðarlega stóra markaði og það hefur okkur nú tekist og við hyggj- um á frekari sókn á þessu sviði, sem ég ætla ekki að tíunda frekar nú,“ sagði Einar Oddur. „Verksmiðjuhús félagsins er nú að verða tilbúið og flestar vélar sem ætlaðar eru til kúfiskframleiðslu eru komnar til landsins. Ég á von á því að framleiðsla hefjist í nóvem- ber næstkomandi og að fyrsta send- ing vestur um haf af frosinni kú- fískframleiðslu okkar verði fljótlega eftir það,“ sagði Einar Oddur. Hlutafé aukið Á fundinum í gær var ákveðið að auka hlutafé upp í 110 milljónir króna, en það ér nú 100 milljónir króna. Helstu eigendur Skelfísks hf. eru Hjálmur hf., Flateyri, Kamb- ur hf., Flateyri, Miðnes hf., Sand- gerði, Haf hf., Reykjavík, Þróunar- félag íslands hf., Reykjavík, Eign- arhaldsfélagið Alþýðubankinn hf., Reykjavik, Hraðfrystihús Eski- fjarðar, Eskifírði og ísfélag Vest- mannaeyja ásamt allmörgum ein- staklingum. Auk Einars Odds voru kjörnir í stjórn: Ágúst Emarsson, prófessor, varaformaður, Ólafur B. Ólafsson, útgerðarmaður í Sandgerði, Hreinn Jakopsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Guðlaugur Björg- vinsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Sumarblíða í september ÓVENJU veðurblíða sannfærði Sunnlendinga um sumri væri ekki að fullu lokið í gær. Víða var hiti um 14 gráður og náði mest 14,4 gráðum á Eyrarbakka. Á sunnanverðum Vestfjörðum var hiti á bilinu 10 til 11 gráð- ur. Eitthvað svalara var um norðanvert landið. Horfur eru á áframhaldandi góðviðri á Suðurlandi um helg- ina. En að sögn Halldórs Eríks- sonar veðurfræðings eru líkur á svalara veðri fyrir norðan. Hann minnti líka á að hætta á nætur- frosti ykist með hverjum degin- um. Því væri ekki seinna vænua að fara í berjamó, væru menn á þeim buxunum. Viðamikil útsending ÚTSENDING frá knattspyrnu- leik Akraness og Kaiserslaut- ern frá Þýskalandi, sem fram fer á Laugardalsvell nk. þriðju- dag, verður ein viðamesta sjón- varpsútsending sem um getur frá íslandi til erlends lands. Þýska sjónvarpsstöðin ARD leggur mikila áherslu á leikinn og stefnir að því að útsending- in verði í hæsta gæðaflokki. Fimmtán starfsmenn RÚV koma til með að vinna við út- sendinguna. Auk þess koma fjöldi tæknimanna frá Þýsk- landi til landsins. ■ Mikill viðbúnaður/44.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.