Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 29 HELGA JÓNSDÓTTIR + Helga Jóns- dóttir var fædd í Reykjavik 15. jan- úar 1928. Hún lést í Borgarspítalan- ura 3. september síðastliðinn. For- eldrar Helgn voru Kristjana Þor- steinsdóttir, fædd 26. september 1900, dáin 3. júlí 1959 og Jón Hjört- ur Vilhjálmsson, fæddur 17. júlí 1900, dáinn 24. ág- úst 1938. Helga var elst þriggja barna þeirra hjóna. Hin eru Guðjón, fæddur 1929 og Hulda, fædd 1930. Hún átti eina hálfsystur, Hjördísi, fædda 1923, dáin 1983. Helga ólst up í Reykjavík, lauk barna- skólaprófi og starfaði í Lauga- vegsapóteki þar til hún giftist Magnúsi Hagalín Gíslasyni frá Borg i Skötufirði 24. júlí 1948. Börn Magnúsar og Helgu eru: Jón Hjörtur, fæddur 1948, maki ída Atladóttir og eiga þau tvær dætur; Ingólfur Már, fæddur 1951, maki Sigrún Agnes Njálsdóttir og eiga þau tvo syni; Rúnar Þröstur, fædd- ur 1955, maki Her- dís Hafsteinsdóttir óg eiga þau fjögur börn; Sigrún, fædd 1957, maki Jóhann Hauksson og' eiga þau þijú börn; Ólafur Gísli, fædd- ur 1960, lést í um- ferðarslysi 1978. Hann var ókvænt- ur og barnlaus; Edda, fædd 1962, maki Arnar Sverr- isson og eiga þau tvær ■ dætur; Magnea - Helga, fædd 1964, sambýlismaður Sigurður Ingvi Hjaltason og eiga þau einar dóttur; Hrafn, fæddur 1968, hann á einn son. Sambýliskona Hrafns er Heiða Björk Jónsdóttir og eiga þau eina dóttur. Helga og Magnús hófu búskap á Oðinsgötu 13 í Reykjavík 1948. Þau bjuggu á ísafirði 1951-1953 og á Norð- firði í sjö ár. Frá 1959 hafa þau verið búsett í Garðabæ og Reykjavík. Hin síðustu ár starfaði Helga við afleysingar á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Helgu fer fram frá Garða- kirkju í dag. HELGA Jónsdóttir tengdamóðir mín lést hinn 3. september sl. Andlát hennar bar mjög snöggt að og kom öllum að óvörum. Hún var að vinna á Hrafnistu að kvöldi 2. september og var hress og kát er ég kvaddi hana um klukkan 18. Undir morgun 3. september hringdi Magnús og sagði mér að Helga væri svo veik. í Ijós kom að Helga hafði fengið alvarlegt hjartaáfall og andaðist hún síðar um daginn. Helgu og Magnúsi kynntist ég árið 1968 þegar ég fór að venja komur mínar á Langholtsveginn til að hitta elsta son þeirra. Strax þá og ævinlega síðan tóku þau mér ein- staklega vel. Magnús stundaði sjómennsku og útgerð og var því mikið að heiman. Tengdamóðir mín þurfti því eins og aðrar sjómannskonur að sinna börn- um og búi, en þau Magnús eignuð- ust átta böm og eru sjö á lífi. Aldr- ei heyrði ég Helgu kvarta, þó hún ætti sjaldan stund fyrir sjálfa sig. Nú er komið að kveðjustund. Ég hugsa til baka og riija upp hvernig Helga kom mér fyrir sjónir. Helga hafði létta lund, hún var sérstaklega greiðvikin og traust. Hún var ákveð- in og mjög samviskusöm í vinnu á Hrafnistu, mætti ævinlega tíman- Iega og skilaði störfum sínum vel. Börn, tengdabörn og bamaböm sóttust sérstaklega eftir að vera samvistum við Helgu og Magnús hvenær sem tækifæri gafst. Fastur liður var sameiginlegt matarboð á jóladag, fyrstu árin heima hjá þeim en síðan til skiptis hjá systkinunum. Alltaf var sjálfsagt að barnaböm- in fengju að dvelja um lengri eða skemmri tíma hjá ömmu og afa. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Helgu fyrir tengdamóður, hún var góður vinur og samferðamaður, en samfylgdin hefði mátt vera lengri. ída Atladóttir. En þó eru sumir sem láta sér lynda það að lifa úti’ í homi, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt sem mennimir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. (Tómas Guðmundsson) Á mælikvarða þeirra sem allt meta eftir starfsheitum, skóla- menntun og „félagsmálabrölti" var lífshlaupið hennar Helgu ef til vill ekki ýkja stórfenglegt. Saga hennar lætur í fljótu bragði ekki mikið yfir sér og rödd hennar heyrðist ekki hátt í skarkala nútímans. Hún var fædd og uppalin í Reykja- vík, nett og falleg Reykjavíkurdama, lauk sínu skyldunámi og starfaði að því loknu í Laugavegsapóteki um sinn. Lífsförunauturinn birtist þegar hún var innan við tvítugt í mynd ungs frænda hennar, Magnúsar H. Gíslasonar, skipstjóra frá Vestfjörð- um, og unga Reykjavíkurdaman varð sjómannskona. Saman háðu þau Magnús síðan lífsbaráttuna frá 1948. Eins og við er að búast skipt- ust á skin og skúrir. Þeim varð átta bama auðið en urðu fyrir þeirri sorg að missa einn soninn, Ólaf Gísla, af slysförum, aðeins 18 ára gamlan. Hún talaði ekki mikið um missi sinn og söknuð, en víst er að hann var ekki minni fyrir það. Helga hafði enda almennt ekki hátt um tilfinn- ingar sínar. Hin sjö bömin komust öll til manns, hafa stofnað eigin heimili og eiga maka og böm og í fjölskyldunni em nú 30 manns. Helga og Magnús bjuggu fyrst í Reykjavík, síðan á ísafirði og þá í nokkur ár á Norðfirði og að lokum aftur á höfuðborgarsvæðinu frá 1959. Magnús var fyrst skipstjóri hjá öðmm en síðan útgerðarmaður og skipstjóri á eigin bát um alllangt skeið en Helga sinnti búi og börnum. Um tíma starfaði hún við heimilis- hjálp og einnig stundaði hún afleys- ingavinnu í býtibúri á Hrafnistu í Reykjavík. Síðustu vaktinni sem hún ætlaði að taka í bili lauk hún ein- mitt kvöldið áður en hún kvaddi. Það var henni líkt að klára að ganga frá. Hún hafði gaman af handa- vinnu, var mjög handlagin og hafði m.a. sótt námskeið í tréskurði og flosi. Stór og falleg ísaumsmynd eftir Helgu prýðir m.a. einn vegginn á heimili okkar hjóna sem hún gaf okkur þegar við fórum að búa. Ég sagði í upphafi að rödd hennar hefði ekki heyrst hátt og það er rétt, það fór ekki mikið fyrir Helgu í amstri daganna. En er ekki drjúgt dagsverkið sjómannskonunnar sem kom svo mörgum börnum til manns og hélt heimilinu gangandi þegar eiginmaðurinn var víðs fjarri við fiskveiðar, jafnvel svo vikum skipti? Jú, ég held það sé óhætt að segja það. Um slík afrek er að vísu ekki skrifað í mannkynssögubækur né annála en þau eru ekki minni fyrir það. í rúm 20 ár áttum við tengda- mamma samleið. Sú vegferð reynd- ist að öllu leyti hæg og ljúf og bar ekki skugga á. Þó vorum við ólíkar um margt og víst er að tengdadótt- irin gerði ýmislegt og hagaði bæði heimilishaldi og barnauppeldi á ann- an veg en Helga taldi réttast, en aldrei setti hún út á eitt eða neitt eða skipti sér af. Það var einna helst að hún bæði mig að staldra við þeg- ar henni fannst við tengdapabbi vera farin að ræða heldur hátt um stjórn- mál, sem ekki voru hennar uppá- haldsumræðuefni. Þegar öldurnar risu sem hæst á þeim vettvangi og Magnús orðinn blárri en blátt og tengdadóttirin komin vinstra megin MINIMIIMGAR við vinstri línuna hnussaði hún bara og sagðist ekkert skilja í því að fólk gæti verið að æsa sig yfir svona riokkru, stjórnmálamenn væru allir eins, og þar með var málið afgreitt af hennar hálfu. Hún var fús til aðstoðar ef á þurfti að halda en tran- aði sér ekki fram. Synir mínir áttu vísa örugga gæslu ef á þurfti að halda þegar við hjónin brugðum okkur af bæ og óskuðum næturgist- ingar fyrir þá, annan eða báða. Þá var gjarnan eitt og annað látið eftir þeim sem ekki var gert á heimaslóð og ævinlega haft á orði að hún hefði „bara ekki vitað af þeim“. Af reynslu vissu foreldramir reyndar vel að það gat varla verið rétt. Þeir geyma nú báðir ljúfar minningar um ömmu. Og nú verður ekki oftar hægt að skreppa í kvöldkaffi til „tengdó" og ásaka hana í gríni í leiðinni um það að ekkert þýði í raun að heimsækja hana því hún sé „aldrei heima“. Ég á ekki eftir að stríða henni oftar á kaffibollanum á hvolfi á ofninum í eldhúsinu og spytja hvað hafi ræst af síðustu spádómum í hann. En ég á eftir að sakna þessa alls. Og hægt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, kynsióð af kynslóð og fet fyrir fet Og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðmundsson) Já, við vitum það öll að ferðinni er heitið í dauðann. En samt erum við aldrei viðbúin þegar hann ber að dyrum og mér finnst sem Helga mín hafi komist á leiðarenda of fljótt. Ég þakka henni samfylgdina, ég hefði kosið að hafa hana lengri, en hafi Helga haft rétt fyrir sér um eilífðarmálin, þá eigum við eftir að hittast á ný. Sigrún Agnes. Þú varst líknin, móðir mín, og mildin þín studdi mig fyrsta fetið. (Öm Amarson) Mamma mín er dáin! Af hveiju hún, hún sem var búin að vera svo hraust! Við mamma voru líka miklir félagar, ég treysti mikið á hana og sagði henni marga hluti og hún mér eins og við værum góðar vinkonur. Sumarið sem ég meiddi mig bjó ég hjá mömmu og pabba í nokkrar vikur. Mamma sá alveg um mig, hvort sem það var að degi til eða nóttu eða hvað ég bað hana um. Ég þurfti aðeins að lyfta litla putta og þá var mamma komin. Það hefði ekki verið hægt að hugsa sér betri umönnun. Er dóttir mín, Andrea, fæddist var mamma alltaf tilbúin að koma og hjálpa og var mikið hjá mér fyrstu vikurnar. Þær voru ófáar ferðirnar sem við Andrea áttum til mömmu í Unufellið. Það leið varla sá dagur að við töluðum ekki saman, ef við fórum ekki til mömmu þá var hringt á milii. Mamma var mjög hreykin er Andrea gat sagt nafnið hennar og voru þær ófáar stundimar sem þær áttu saman, þó þær hefðu mátt vera fleiri. Þegar við Siggi ætluðum að fara eitthvert út var alltaf hringt í mömmu til að biðja hana að líta eftir Andreu. Það var sama hve fyrir- varinn var stuttur, það var ekkert mál, „komið bara með hana“. Núna verður ekkert skroppið yfir til mömmu í kaffi og skrafað. Mamma var mjög góð við okkur og var hún alltaf tilbúin til að rétta okkur hjálparhönd. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa átt allar þessar samverustundir með henni. Guð blessi hana og hvíli hún í friði. Magnea, Sigurður og Andrea Rakel. Sumarið er að kveðja og hallar að hausti. Árstíðirnar taka við hver af annarri og mannsævin líður ótrú- lega fljótt. Ættingjar og vinir hverfa yfir móðuna miklu án þess að nokk- ur fái rönd við reist. Sumir hverfa allt of fljótt og alltaf kemur dauðinn manni að óvörum. Þannig var það með skyndilegt fráfall Helgu. Hún kom til okkar nokkrum dögurn fyrir andlátið, hress og kát eins og hún var ævinlega. Það hvarflaði því ekki að okkur að þetta væri í síðasta skiptið sem að við sæjum hana. Við svo skyndileg umskipti verður maður orðlaus og trúir varla að hún sé far- in fyrir fullt og allt. Helga var á 67. aldursári þegar hún lést. Öll eru böm hennar mikið myndarfólk sem hefur stofnað sín eigin heimili og komið sér vel áfram í lífinu. Uppeldi bamanna hvíldi mest á Helgu, þar sem Magnús stundaði sjómennsku og var af þeim sökum mikið að heiman. Það var mikið verk að stjórna svo stóru heim- ili og ala upp stóran bamahóp og skila þeim út í lífið heilbrigðum og traustum einstaklingum. Helgu fórst þetta vel úr hendi eins og bömin bera glöggt vitni um. Helga var glæsileg kona í útliti, vel greind og hafði hlýja og góða framkomu og var ævinlega glöð og hress. Hún var traust og ábyggileg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og vann sér traust hvar sem hún kom. Við, sem þessar línur skrifum, eigum mikið að þakka fyrir sam- fylgd með Helgu og fjölskyldu henn- ar og er hennar sárt saknað af okk- ur og okkar börnum. Það skarð sem hún skilur eftir í hjörtum okkar verður aldrei fyllt. Elskuleg systir, mágkona og frænka er kvödd með virðingu og þökk fyrir allt sem hún hefur verið okkur á liðnum árum. Mestur er söknuður Magnúsar, barna, tengdabarna og ömmubarna við svo skyndilegt fráfall Helgu. En þau eiga mikinn fjársjóð af minningum um góða eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu. Maggi minn, við biðjum góðan guð að styrkja þig á þessum erfiðu stundum. Megi minningin um Helgu lifa með okkur um ókomin ár. Hulda og Markús. Við minnumst Helgu með kær- leika og söknuði. Hún var okkur einstaklega hlý og góð og því er mjög erfitt að kveðja hana svona snögglega. Við vorum nýlega búin að vera að spjalla hér úti öll þrjú saman og hlæja, en svona gerir nú engin boð á undan sér. Ég bjó á heimili þeirra Helgu og Magnúsar um eins og hálfs árs skeið sem tilvonandi tengdadóttir þeirra og eignaðist á því tímabili son minn, Amór Rafn. Á þessum tíma kynntist ég þeim hjónum vel og hugsa ég ætíð til þeirra með hlýhug og á þeim báðum margt að þakka. Helga lét mig ætíð fínna að henn- ar dyr væru mér alltaf opnar. » Þegar ég sagði Amóri frá því að amma hans væri dáin sagði hann strax að hún hefði verið besta amma í heimi, það lýsir því hve góð amma hún var sínum bamabörnum, enda vora þau mikið hjá henni sér til gamans. Andlátsfregnin fékk mjög á mig og sé ég eftir að hafa ekki farið til hennar í kaffi eins og hún hafði boðið mér. En nú er hún í góðum höndum. Eftirlifandi eigin- manni Helgu, Magnúsi, börnum þeirra og öllum þeim sem eiga um sárt að binda sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að vera með ykkur á erfiðum tímum. Við kveðjum ynd- islega konu með söknuði. Lilja Hafdís og Arnór Rafn. -------» ♦ ♦ Leiðrétting Vegna mistaka í vinnslu féllu nokkr- ar línur niður úr niðurlagi minning-' argreinar Ingveldar Sveinsdóttur um Hjördísi Böðvarsdóttur á blaðsíðu 32 í Morgunblaðinu í gær. Hér birt- ist lokakaflinn að nýju og era hlutað- eigendur innilega beðnir afsökunar á mistökunum. Heimili þeirra hjóna Hjördísar og Eyþórs í Heiðargerði 15 er mjög glæsilegt og ber þeim fagurt vitni um snyrtimennsku og hagsýni. Allt- af var jafn gott að koma þangað, gestrisni og hlýtt viðmót í fyrir- rúmi. Alltaf fór maður þaðan auð- ugri að manngæsku, sem streymdi frá þeim hjónum. Nú við leiðarlok vil ég þakka elskulegri vinkonu minni ánægju- stundirnar sem við áttum saman gegnum árin og um leið þakka henni fyrir það æðruleysi sem hún sýndi okkur öllum. Guð blessi minninguna um hana, hún fymist aldrei. Eyþóri, bömum hans og fjölskyld- um þeirra og einnig systkinum Hjör- dísar votta ég og fjölskylda mín inni- lega samúð. Ingveldur Sveinsdóttir. WT AÐALSTEINN HALLDÓRSSON + Aðalsteinn Halldórsson var fæddur í Foss- garði í Eiðaþinghá 16. október 1923. Hann andaðist á heimili sínu á Egils- stöðum 4. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Árna- son og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Aðalsteinn starfaði sem skrifstofumað- ur hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Útför hans fer fram frá Egilsstaða- kirkju í dag. Sól lækkar á lofti, haustlitimir færast yfir skóginn og óneitanlega hefur haustað að í félaginu okkar. Kær félagi er fallinn frá. Aðalsteinn Halldórsson var einn af stofnfélög- um Leikfélags Fljótsdalshéraðs og starfaði með því samfellt til dauða- dags. Störf hans fyrir félagið verða seint full- þökkuð. Það var sama hvað þurfti að gera, Alli hvíslaði, lék, smíð- aði, málaði, flutti dót og seldi aðgöngumiða. Hann sat í stjóm fé- lagsins um árabil, lengst af sem gjald- keri, og það var haft á orði að kassinn tæmdist ekki meðan Alli gætti hans. Félag- ar í Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs eiga marg- ar góðar minningar frá nær þriggja áratuga starfí og Alli kemur alltaf við sögu. Við minn- umst hans sem Óla í Fitjakoti í Bör Börson, Péturs í Hart í bak, Jukka í Kvíum í Sölku Völku, — hann lék presta og rabbía, glæpamenn og fyllibyttur og svo mætti lengi telja. Yngsta kynslóðin í félaginu var svo lánsöm að fá að kynnast Alla og starfa með honum í Kardimommu- bænum, þar sem hann lék Tobías í turninum. Yngstu leikararnir þar geta því, þegar þeir halda upp á 75 ára afmæli félagsins eftir tæp- lega hálfa öld, minnst þess að þeir léku með einum af stofnfélögunum. Alli var einstaklega óeigingjam í öllu félagsstarfi, hann var alltaf til- búinn til starfa en á sama hátt var það mjög fjarri honum að trana sér fram á nokkum hátt. Hann var hógvær og hæglátur maður, sem ávann sér virðingu og traust sam- starfsmanna. Leikfélag Fljótsdals- héraðs þakkar Aðalsteini Halldórs- syni gjöfult starf og ógleymanlega samfylgd. í nýju hlutverki á æðri sviðum gengur hann nú í enn bjart- ara ljósi en sviðsljósin vora nokkum tíma. Við minnumst Alla og söknum hans þegar sviðsljós félagsins verða kveikt í vetur en við vitum að andi hans fylgir okkur. Þökk fyrir allt og allt. Fyrir hönd Leikfélags Fljótsdals- héraðs, .. . Kristrún og Inga Rósa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.