Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ertu cnrt mcSþe**MQi\,\
fqjqfUxMe-ga. rt/mifk
Ljóska
Smáfólk
14I,CHUCK..I
COULDN'T 5LEEP
A6MN 50 I
TH0U6HT TP
I GUE55 I LIE
AWAKE ANP UJORRY'
A0OUT T00 MANY
THING5, HUH?
MAYBE ALL I NEEP
15 A KINP UJORP...
PO YOU HAVE A KINP
WORP FORME, CHUCK?
Hæ, Kalli... Ég gat Ég býst við að ég liggi Kannski er allt sem ég þarfn- Voff!
ekki sofnað aftur, andvaka og hafi áhyggj- ast eitt vingjarniegt orð —
svo mér datt í hug ur af of mörgu, ha? Áttu til vingjarnlegt orð
að hringja í þig... handa mér, Kalli?
BREF
ITL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Svikaflóra
samninganna
Frá Guðbimi Jónssyni:
í MORGUNBLAÐINU 21. ágúst sl.
birtist greinin „Milljarða skattsvik?",
eftir Kristján Hoffmann, starfsmann
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. í
grein þessari ræðir Kristján umtalað
stjómleysi í útboðum og verktaka-
starfsemi opinberra aðila. Eitthvað
virðist vera erfítt að vekja „kerfís-
menn“ til vitundar um að nauðsyn-
legt er að fara vel
með opinbert fjár-
magn, eftir þeim við-
brögðum sem fyrir-
grennslanir Dags-
brúnarmanna hafa
fengið. Kristján spyr
því eðlilega: Hafa
þeir sem sinna eiga
þessum verkefnum
gefíst upp?
Ekki kemur und-
irrituðum þessi
seinagangur „kerfís-
ins“ mikið á óvart,
eftir margra ára
baráttu við að koma
á framfæri leiðrétt-
ingum fyrir þá sem
undir hafa orðið
þessu þjóðfélagi.
Mér er orðið ljóst,
fyrir allnokkru, að
þeir sem ráða „kerf-
inu“, telja lítið „fjár-
festingargildi'
þessum hópi þjóðfé-
lagsins. Þess vegna
telst það sennilega
ekki innan „hag-
kvæmnimarka" að
leggja vinnu í að
leiðrétta vankantana
í umhverfí þessara
hópa. Þess vegna heyrast illa hróp
Kristjáns og hans manna á leiðrétt-
ingu.
Brot á launakjörum starfsfólks
veitingahúsa
Nú vill svo til að ég starfa hjá
Félagi starfsfólks í veitingahúsum,
en á samningssviði þess félags mun
trúlega vera mest um brot á starfs-
kjörum launafólks, þó víða séu þau
æði mikil annars staðar.
Eftir að hafa fjallað um fram-
kvæmd launamála hjá miklum meiri-
hluta veitingastaða á samningssvæði
félagsins, éru þau enn innan við fin-
gratalningu annarrar handar, fyrir-
tækin sem greina má að framkvæmi
launamálin í samræmi við samninga
og starfskjaralög.
Þrátt fyrir margra ára reynslu af
því að kynnast ijölbreyttri svika-
starfsemi í þjóðfélaginu, verð ég enn
afar hissa á þeim fjölbreyttu aðferð-
um sem menn komast upp með að
nota, til þess að komast hjá því að
fara eftir eðlilegum leikreglum sam-
félagsins.
Nú eru lög og leikreglur okkar
kannski ekki alveg gallalaus, en ef
starfsmenn „kerfísins" fram-
kvæmdu verk sín af álíka trú-
mennsku og krafíst er af alþýðunni,
er næsta öruggt að fjölbreytni svika-
flórunnar mundi minnka stórlega.
Hver ber ábyrgð?
Þegar litið er til þess að samning-
ar eru útrunnir eftir fáeina mánuði,
vakna spurningar um tilgang þess
að gera samninga við aðila sem ekki
hafa meiri metnað fyrir eðlilegri
framkvæmd þeirra, en fram kemur
hjá rekstraraðilum veitingastaða á
samningssvæði okkar. Er það hugs-
anlegt, að Vinnuveitendasambandið
sé ekki fært um að gera gagnlegan
samning, sem hægt væri að fá eðli-
lega framkvæmdan? Er þeirra
ábyrgðarhlutur á framkvæmd
gerðra samninga kannski enginn?
Situr launafólk kannski uppi með
það, að vera að þrátta um samninga
við aðila sem enga ábyrgð bera á
efndum þeirra eða framkvæmd?
Við verðum að átta okkur á því,
að við stöndum frammi fyrir hrika-
legu vandamáli, þar sem miklar líkur
benda til fullkominnar upplausnar á
vinnumarkaðnum. Ef við berum ekki
gæfu til þess að takast á við þetta
vandamál, sameiginlega, eru afar
iitlar líkur á því að nægur trúnaður
skapist til þess að lausn fínnist nógu
fljótt. Ég tel það næsta ljóst, að
nefnd „kerfísmanna" eingöngu, eða
stéttarfélaganna eingöngu, muni
ekki leysa þessi vandamál. Til þess
að leysa þau verða þessir aðilar að
starfa opinberlega saman að þessu
verkefni, án allrar feimni eða felu-
leikja við það sem er í fortíðinni.
Spuming mín er því: Erum við orðin
nógu þroskuð til þess að taka sam-
eiginlega á þessu vandamáli, til
hagsbóta fyrir unga fólkið, sem er
að taka við þessu þjóðfélagi okkar?
GUÐBJÖRN JÓNSSON,
starfsmaður FSV.
Gagnasafn
Morgnnblaðsins
Ailt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
BRÉFRITARI telur að mjög oft séu launa-
lqör starfsfólks veitingahúsa þverbrotin.