Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 44

Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 44
44 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Um helgina Knattspyrna Laugardagur kl. 14 1. deild karla Akranes: ÍA - KR Kaplakriki: FH - ÍBV Garðabær: Stjaman - Valur Akureyri: Þór - Breiðablik 3. deild Dalvík: Dalvík - íjölnir Ásvellir: Haukar - Höttur Sandgerði: Reynir S. - Tindastóll ísafjörður: BÍ - Víðir Húsavík: Völsungur - Skallagrímur Sunnudagur kl. 14 2. deild karla Kópavogur: HK - Selfoss ÍR-völlur: ÍR - KA FVlkisv.: Fylkir - Vikingur Ólafsfjörður: Leiftur - Þróttur R. Neskaupstaðun Þróttur N. - Grindavík Körfuknattleikur Reykjavikurmótið Laugardagur Meistaraflokkur karla: Seljaskóli: Valur-ÍR................14 Austurberg: Leiknir-lS...............17 Meistaraflokkur kvenna: Seljaskóli: ÍR-KR.................15.30 Sunnudagur Meistaraflokkur karla: Seljaskóli: ÍR-Leiknir..............14 Seltjn.: KR-Valur....................20 Meistaraflokkur kvenna: Seljaskóli: Valur-KR............15.30 Mánudagur Meistaraflokkur karla: Kennarah.: ÍS - Valur................20 Meistaraflokkur kvenna: Kennarah.: ÍS-Valur............21.30 Frjálsíþróttir Öskjuhlíðarhlaup ÍR verður í dag og hefst kl. 14 við Perluna. Keppt er í öllum aldurs- flokkum, 4 km og 7,6 km. Skráning frá Ttl. 12.30. Keila Kyndilmót verður haldið í Keiluhöllinni í kvöld og hefst kl. 20. FELAGSLIF Fjármál íþrótta- hreyfingarinnar íþróttasamband íslands boðar til ráð- stefnu um íjármál íþróttahreyfingarinnar sunnudaginn 18. september kl. 10 til 16. —* Jonas Person, íþróttahagfræðingur, flyt- ur erindi á ensku og kynnir rannsókn, sem gerð var á knattspymu- og íshokkífélögum i sænsku úrvalsdeildinni. Ýmsir forystumenn íþróttahreyfingarinn- ar á ísiandi flytja stutt erindi um fjármál hreyfingarinnar. Þar á meðal ræðir Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, um velgengni félagsins, og Trausti Sig- urðsson, markaðsstjóri Vífilfells, og Ámi Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austur- bakka, fjalla um styrktaraðila og kröfur þeirra til íþróttafélaga. Ráðstefnan er ætluð forystumönnum íþrótta- og ungmennafélaga og deilda þeirra og öðru áhugafólki um málefni íþróttahreyf- ingarinnar. Þátttökutilkynningar berist skrifstofu ÍSÍ fyrir fimmtudaginn 15. sept- ember. Körfuboltamót Miðvikudaginn 14. september hefst NBA- götuboltamótið í körfubolta í húsnæði Kolaportsins í Tollhúsinu við Geirsgötu. Þetta er opið stigamót f fjórum aldursflokk- um karla og kvenna, 12 ára og yngri, 13 til 14 ára, 15 tifí6 ára og 17 ára og eldri. Keppt verður öll miðvikudagskvöld í átta vikur á 20 völlum, en reiknað er með þátt- töku allt að 200 liða. Verðlaun verða veitt fyrir besta árangur hvert kvöld í hveijum aldursflokki og mynd- arleg verðlaun á lokakvöldinu. í hveiju liði geta verið 4 leikmenn, 3 inná í einu. Skrán- ing fer fram á skrifstofu KKÍ (s. 685949). KNATTSPYRNA Bikarínn á loft Morgunblaðið/Kri8tinn BREIÐABLIKSSTÚLKUR höfðu fáheyrða yfirburði í 1. deild kvenna og luku tímabilinu með stórsigri í gærkyöldi, en fengu síðan bikar- inn til varðveislu. Hér er það Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði, sem lyftir sigurlaununum hátt á loft. Eimskip styrkir yngri landsliðin KSÍ og Eimskip hafa gert með sér samstarfssamning sem kveður á um að Eimskip gerist sérstakur stuðningsaðili yngri landsliða ís- lands í knattspyrnu til ársins 1997. í yngri landsliðunum er knattspyrnu- fólk á aldrinum 15 til 22 ára, sem keppir fyrir íslands hönd í fimm lands- liðshópum. Þessi lið eru: U-21, U-18 og U-16 í karlaflokki og U-20 og U-16 í kvennaflokki. Evrópuleikur IA og Kaiserslautern Mikill viðbúnaður vegna sjónvarps Eins.og greint heíiir verið frá seldu Skagamenn þýsku sjónvarpsstöðinni ARD sjón- varpsréttinn af Evrópuleik ÍA og Kaiserslautern í 1. umferð Evr- ópukeppni meistaraliða, sem verður á Laugardalsvelli n.k. þriðjudagskvöld. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um að ræða stærsta samning sinnar tegundar, þegar íslenskt lið hefur átt í hlut, og ieggja Þjóðverjarnir allt kapp á að beina útsendingin, sem verður sýnd um allt Þýska- land, verði í sama gæðaflokki og væri um sendingu innan Þýska- lands að ræða. Að sögn Ingólfs Hannessonar, íþróttastjóra hjá RÚV, hefur ekki fyrr verið svo mikill viðbúnaður vegna kappleiks á íslandi, en ARD væri í harðri samkeppni við aðrar stöðvar og yrði því að leggja allt í sölurnar. ARD fær afnot af upptökubíl- um Sjónvarpsins og Samvers og verða 15 starfsmenn Sjónvarps- ins Þjóðveijunum til aðstoðar við grunnvinnsluna. Hins vegar koma Þjóðveijamir með sér- stakan tækjabúnað með sér til að hafa útsendinguna eins full- komna og hægt er og að sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns Knattspyrnufélags ÍA, kemur Qöldi sjónvarpsfólks frá ARD í sérstakri flugvél með útbúnað- inn. Endasprettur við hæfi hjá íslandsmeisturunum Blikastúlkurslökuðu ekki á enda- sprettinum og enduðu glæsilegt leiktímabil í Kópavoginum í gær- ■■■■■■■ kvöldi með 6:1 sigri Stefán á Stíörnunni ?e Stefánsson fenf“ afhentan Is- skrifar landsmeistarabi- karinn að leikslok- um. „Við töpuðum síðasta leik á árinu 1990 þegar við höfðum unnið titilinn og það mátti ekki endurtaka sig,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari og leikmaður Breiðabliks, sem leiddi liðið einnig til sigurs í bikarkeppninni. „Það var ekki svo erfitt að spila og þjálfa því Sveinn Ingvarson stóð sig vel sem aðstoð- arþjálfari. Það er ekkert farið að ræða næsta ár en það er gaman að þjálfa gott lið,“ bætti Vanda við. Garðbæingar voru betri í upphafi en fljótlega tóku heimamenn öll völd í sínar hendur. Kristrún L. Daðadótt- ir skoraði á 13. mínútu og aftur á 28. mínútu. Olgu Færseth var brugð- ið innan vítateigs á 36. mínútu og fékk vítaspyrnu sem hún skoraði úr sjálf. Blikar fengu aðra vítaspyrnu á 45. mínútu og markvörður Blika, Sigfríður Sophusdóttir, skeiðaði fram völlinn, tók spyrnuna og skoraði Qórða mark liðsins. Stjarnan bætti við i sókninni og var sprækari eftir hié. Boltinn hitti tvívegis slá Breiðabliks og á 75. mín- útu skoraði Brynja Ástráðsdóttir fyr- ir gestina. Nánast á sömu mínútu fékk Olga stungusendingu úr upp- hafspyrnu á miðju og skoraði fímmta mark Blika en Kristrún rak enda- hnútinn níu mínútum síðar með þriðja marki sínu og sjötta marki Breiðabliks. Það örlaði á kæruleysi hjá Blikum í byijun en síðan var liðið öryggið uppmálað, spilað vel úti á velli og hélt boltanum langtímum saman. Síðari hálfleikur var slakur. Kristrún var mjög spræk og fyrirliðinn Sigrún Óttarsdóttir ásamt Vöndu fyrirliða stóð fyrir sínu. Ásta B. Gunnlaugs- dóttir sást ekki mikið því hún fékk nánast ekkert til að moða úr og lið- inu gekk ekkert að koma til hennar boltanum. Hjá Stjörnunni voru Guðný Guðnadóttir, Gréta Guðna- dóttir og Rósa Dögg Jónsdóttir í aðalhlutverkum og þó snerpan nýtt- ist liðinu oft, dugði hún sjaldan alla leið að markinu. HARPIX Hið frábæra Pro-Match handboltaklístur er komið. Heildverslun Alberts Guðmundssonar, sími 91 -20222 — fax 626102. HðuHofelogor - HðfnfírOingðr Á morgun, sunnudag kl. 13.00, verður síðari gróðursetningadagurinn á Ásvöllum á þessu sumri. Ki. 15.00 verður boðið upp á veitingar. Þá verður einnig gengið frá samkomulagi Hauka, Skeljungs og Skógræktar ríkisins um uppgræðslu Ásvalla. Fjölmennum í gróðursetninguna á morgun. Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Hauka. JÚDÓ Byijunin í útbreiðslunni - segir Bjarni Friðriksson um júdóskóla sinn BJARNI Friðriksson, margfaldur júdómeistari, sem hætti keppni að loknu heimsmeistaramótinu fyrir ári eftir óvenjulega glæsilegan feril, hefur stofnað júdóskóla, Júdóskóla Bjarna Friðriks, og hefjast fyrstu námskeiðin í næstu viku. „Þetta er fyrsta skrefið í aukinni útbreiðslu þessarar vinsælu íþrótta- greinar,11 sagði Bjarni við Morgunblaðið aðspurður um skólann. Bjarni bar höfuð og herðar yfír íslenska júdómenn um árabil, en hann sagði að með réttri þjálf- un væri mikill möguleiki á að eign- ast marga góða júdómenn í fram- tíðinni. „Það stunda margir júdó, en æfingarnar eru einskorðaðar við of fá félög. Eg er áfram Ar- menningur, en ég vil leggja mitt af mörkum til að hægt sé að æfa íþróttina á sem flestum stöðum og þessi skóli er viðleitni í þá átt. Eg hef oft sagt að Júdósambandið ætti að hjálpa stóru íþróttafélög- unum til að setja júdó inn í dag- skrána, að stofna júdódeildir sem víðast, því ef húsnæði er fyrir hendi er kostnaðurinn ekki mikill. Þetta er fyrst og fremst hugsjón hjá mér og æfingagjaldið er í lág- marki auk þess sem allir, sem skrá sig fyrir aðra helgi, fá 30% afslátt." Bjarni verður með skóla sinn í húsakynnum World Class í Skeif- unni 19. Hann býður upp á þriggja mánaða námskeið fyrir byijendur og þá sem lengra eru komnir í þremur aldursflokkum, sjö til 12 ára, 13 til 15 ára og 16 ára og eldri. „Ég vil ná til sem flestra, sem hafa áhuga, og þess vegna verða sérstakir tímar fyrir þá, sem vilja bara tuskast á, kynnast þessu,“ sagði Bjarni, en Eiríkur Kristinsson og Gísli Þorsteinsson kenna með honum við skólann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.