Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 25

Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 25
24 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. SUNDRUNG í NAFNI SAMFYLKINGAR! Vinstri flóran í íslenzkum stjórnmálum bætir sífellt við sig blómum. Það er nánast orðið félagakraðak á þeim vettvangi í höfuðborginni. í dag verður stofnað enn eitt félagið innan Al- þýðubandalagsins í Reykjavík, sem nefnist Framsýn, enda ekki vinsælt á þeim bæ að horfa um öxl til upphafs og arfleifðar. Fyrir eru þijú önnur flokksfélög í borginni. Fyrst skal nefna Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur (ABR) og Birtingu, sem eldað hafa grátt silfur sín á milli lengi vel. Skilja má á hvatamönnum hins nýja félags að tilgangur þess sé tvíþættur: að samfylkja jafnaðar- og félagshyggjufólki, sem er gamalkunnugt markmið, og vera vettvangur fyrir flokksfólk, sem er þreytt orðið á átökum hinna tveggja. Þriðja félagið á vegum Alþýðubandalagsins í Reykjavík er svo Verðandi, sem sagt er spanna ungliða flokksins og óflokksbundið félagshyggjufólk. Alþýðuflokkurinn hefur heldur ekki farið varhluta af sérstöðu- hópum í sögu sinni. Fyrst klofnaði flokkurinn árið 1930 þegar hópur manna sagði skilið við hann og stofnaði Kommúnistaflokk íslands. Öðru sinni árið 1938 þegar nýr hópur gekk til samstarfs við Kommúnistaflokkinn um stofnun Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins. Þriðji meiri háttar klofningurinn varð síðan árið 1956 þegar nokkrir forystumenn Alþýðuflokks gengu til samstarfs við Sósíalistaflokkinn um kosningabandalag, sem í tímans rás þróaðist yfir í stjórnmálaflokk, Alþýðubandalagið. Fjórði stóri klofningurinn var loks árið 1983 þegar Bandalag jafnaðarmanna var stofnað. Vinstri flóran íslenzka á sér fleiri bautasteina „samfylkingar félagshyggjufólks", sem skotizt hafa upp á himinn stjórnmála skamma hríð. Nefna má Þjóðvarnarflokkinn sem stofnaður var árið 1953 og fékk þá kjörna tvo þingmenn en starfaði ekki lengi. Og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem stofnuð voru árið 1968, þegar verkalýðsleiðtogarnir Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson gáfust upp á „samfylkingunni" innan Alþýðubanda- lagsins. SanitÖkin fengu þingmenn kjörna 1971 og 1974 en síðan ekki söguna meir. Loks er að nefna Möðruvallahreyfingu, sem klofnaði út úr Framsóknarflokknum fyrir miðjan áttunda áratug- inn. Forvígismaður hennar er nú formaður Alþýðubandalagsins. Spurning er og hvort ekki á að staðsetja Samtök um kvennalista á þessum vettvangi, það er í vinstri flórunni, samanber framboð R-!istans við borgarstjórnarkosningar síðastliðið vor og stofnun enn eins samfylkingarfélagsins, Regnbogans, á dögunum. Ekki alls fyrir löngu var stofnað í höfuðborginni Jafnaðar- mannafélag íslands undir merkjum samfylkingar jafnaðarmanna. Það Ieitaði inngöngu í Alþýðuflokkinn. Aðild þess var samþykkt á landsfundi flokksins, skilyrt um nafnbreytingu félagsins. Því skilyrði var aldrei fullnægt. Engu að síður sendi félagið frá sér „tafarlausa úrsögn“ úr Alþýðuflokknum „sökum stefnu hans og starfshátta". Þannig gekk sú samfylkingin fyrir sig. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að tilgangur Framsýnar, nýs félags innan Alþýðubandalagsins, sé einkum að samfylkja félagshyggju- fólki og setja niður deilur, bendir sitt hvað til þess að stofnun félagsins skarist við væntanleg átök um röðun á framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík við alþingiskosningar að vori. Þannig sér Alþýðublaðið ástæðu til þess að minna á þau orð Björns Grétars Sveinssonar, formanns Verkamannasambands íslands, í forystugrein í gær, „að fyrrum hafi sú hefð ríkt, að verkalýðs- hreyfingin hafi skipað annað sæti á þinglista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Hann bætti því við,“ segir í leiðaranum, „að Framýn hygðist beita sér fyrir því, að verkalýðshreyfingin „þyngdi" sig með því að endurheimta annað sætið, og þar með gildan þing- mann.“ í þessu sæti situr fyrir Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrum forseti Sameinaðs Alþingis. Undir meintum fána frið- ar og sáttar leynist því sverð gamallar og nýrrar baráttu um röðun í efstu sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins. Svo lengi sem elztu menn muna hafa forystumenn á vinstri væng íslenzkra stjórnmála talað og talað, nánast viðstöðulaust, um „að sameina alla íslenzka jafnaðar- og samvinnumenn í einum sterkum og vaxandi stjórnmálaflokki", eins og það var orðað fyrir bráðum fjórðungi aldar, þegar Samtök fijálslyndra og vinstri manna voru stofnuð. í þessum yfirlýsta tilgangi samfylkingar hafa menn verið iðnari en góðu hófi gegnir við að kljúfa flokka og félög og stofna ný og ný skammtímasamtök. Framsýn, Jafnað- armannafélag íslands, Regnboginn, Verðandi, eða hvað þau nú heita öll þessi „samfylkingarfélög“, sýnast aðeins vera „nýjar“ afurðir þeirrar sundrungar sem einkennt hefur vinstri hreyfingu hér á landi frá upphafi. Meint samfylking hefur öll og ævinlega reynzt undir merkjum sundrungar. Sérstöðuhóparnir „þyngja“ sig máski tímabundið með nýjum og nýjum félögum, en samtím- is „létta" þeir gömlu slagorðin um sameiningu og samfylkingu félagshyggju- og vinstra fólks svo mjög, að þau vega nú orðið nánast ekki neitt í hugum þeirra sem komnir eru til vits og ára og þekkja framvinduna í samfélaginu síðustu áratugi, orð og efndir. ENDURBYGGING IÐNÓ ÁKVÖRÐUN TEKIN ÁN KOSTNAÐ- ARMATS Isamþykkt borgarstjórnar við vígslu Ráðhússins er gert ráð fyrir að húsið verði endur- byggt og að þar verði rekin menningarmiðstöð. Jafnframt að eignarhlutur borgarinnar yrði að hámarki 55%. Þá var hugmyndin að leitað yrði til listamanna og fleiri um stofnun félags til að sjá um rekstur hússins. Ráðgert var að hönnunarvinnu yrði lokið á árinu 1992. Endurbætur færu fram á árunum 1993 til 1994 og að húsið yrði tilbúið til notkunar vorið 1995. Skipuð var þriggja manna endur- byggingarnefnd og er Haraldur Blöndal fyrrverandi varaborgarfull- trúi formaður hennar. Meðstjórn- endur eru Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar og Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður. Sagði Haraldur að ekkert kostnað- armat eða áætlun hafí legið fyrir þegar ákvörðun var tekin um að Reykjavíkurborg keypti húsið. Aðdragandi Eftir að Leikfélag Reykjavíkur flutti úr Iðnó í nýtt Borgarleikhús í Kringlunni árið 1986 var lengi vel óráðið hvað yrði um húsið. Alþýðu- húsið hf. átti Iðnó og var það fljót- lega auglýst til sölu. Ýmsir lista- menn, áhugaleikhópar og aðrir sýndu húsinu áhuga og þáverandi minnihluti í borgarstjórn lagði til að borgin keypti húsið undir menn- ingarstarfsemi. Snemma árs gerði Sveinn Kristdórsson bakari kauptil- boð i Iðnó. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið að hugmyndin sé að reka þar kaffihús og verslanir auk þess sem listamönnum verði gefinn kostur á að koma fram. Borgarráð samþykkti stuttu síðar að veita honum 15 millj. króna lán með sömu kjörum og skilmálum og hús- vemdunarsjóður veitir. Vegna sölu hússins var leitað álits húsfriðunarnefndar ríkis- ins, sem benti á að Iðnó væri friðað vegna list- ræns- og menningarsögu- legs gildis. Friðunin næði til ytra borðs hússins og innra skipulags þess. Kostnaðarhugmyndir kynntar Haraldur Blöndal sagði að fyrsta kostnaðarmat vegna endurbygg- ingarinnar eftir kaupin hafi verið unnið í desember 1992 og að það hafí verið kynnt í borgarráði í jan- úar 1993. „Þá tók ég skýrt fram að þetta væri kostnaðarhugmynd og að mikið vantað uppá,“ sagði hann. „Það sem skiptir máli er að frá hálfu nefndarinnar var frá upp- hafí tekið fram að þetta var ekki kostnaðaráætlun heldur kostnaðar- hugmynd. Borgarráð vissi það strax að framkvæmdin yrði miklu dýrari. Menn sögðust vita hvernig svona Á fyrsta fundi borgar- stjórnar í nýju Ráðhúsi við Tjörnina í apríl 1992 samþykkti borgarstjórn samhljóða að borgin keypti Iðnó ásamt fleiri aðilum. Borgarráð hefur nýlega fjallað um nýja kostnaðaráætiun vegna Iðnó en ekkert kostnað- armat eða áætlun lá fyr- ir þegar ákvörðun var tekin um kaup á húsinu. Kristín Gunnarsdóttir hefur kynnt sér aðdrag- anda að endurbyggingu, ákvörðun um fram- kvæmdir og leitað um leið skýringa á hækkandi kostnaði við verkið. áætlanir væru. Það þekktu þeir frá Viðeyjarstofu og öðrum gömlum húsum.“ Benti hann á að miklu máli skipti að eftir að framkvæmd- ir hófust hafi komið fram ósk frá húsfriðunamarnefnd um að Iðnó yrði fært sem næst upprunalegu útliti að innan. Með því að taka til- lit til þess hafi verið valinn nokkuð dýr kostur þar sem húsið hafi verið friðað eins og það er í dag. Magnús Sædal bygg- ingafulltrúi vann með nefndinni frá því í ágúst 1992 en þá var hann starfsmaður byggingar- deildar borgarverkfræð- ings. Sagði hann að í ágúst 1993 hafi framkvæmdir hafíst við Iðnó en áður hafi verið unnið að hönnun þeirra verkþátta sem voru til út- boðs. Sex verktökum var boðið að taka þátt í lokuðu útboð á fram- kvæmdum utandyra og bárust fimm tilboð. Samkvæmt fétt Morgun- blaðsins reyndust öll tilboðin vera vfir kostnaðarmati. Lægsta boð átti Istak hf. og var það 17,38% hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Sagði Haraldur að um leið og útboðið hafi legið fyrir hafi menn vitað að framkvæmdin yrði dýrari en kostn- aðarmatið sagði til um, þar sem útboðið náði ekki nema til viðgerða utanhúss. Framkvæmdir hófust því við hús- ið áður en heildarkostnaðaráætlun „Voru fljótir aðtaka ákvarðanlr.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg 14. aprfl: Við vígslu Ráðhússins samþykkti borgarstjóm einróma að kaupa og ráðast I endurbyggingu Iðnaðamiannahússins. Desember: Frumkostnabarmat, 111,6 milljónir kr. Hönnunarvinna hófst í aprfl og framkvæmdir við frágang hú$trisiað utanverðu hófust í ágúst. Ákveðið er að endurbyggja allt lagna- kerfi hússins og að koma fyrir slökkvikerfi 1 9 9 3 1 Október: MiwiiiuMHiiiiiiiiiniiiiiiwminm; . - jj 1 I Febrúar: i < Hönnunarvinhij að mestu iokið Nýtt kostnaöarmat 150 m.kr. Nýtt kostnaöarmat, 174 m.kr. Heildarkostnaöur, 183,6 m.kr. September: Lokið er við frágang hússins að utanverðu fyrir rúml. 80 m.kr. og er áætlað að 102 m.kr. þurfi til að Ijúka við endurbygginguna. Þá er ótalinn kostnaður við allann búnað hússins. Kostnaður 1993 og 1994 Heiti 1993 1994 Samtals Hönnun o.fl. 12.783.364 12.517.568 25.300.932 Útboðskostn. fjölf. 449.515 115.277 564.792 Útboðsverk 15.781.175 19.466.482 35.247.657 Verðbætur 0 44.925 44.925 Magnbreyti 52.924 1.355.956 1.408.880 Aðrar framkv. 34.109 73.568 107.677 Eftirlit 600.000 315.269 915.267 Annað 143.094 26.388 169.482 v/uppgjörs 0 8.000.000 8.000.000 2) 34.805.385 46.491.000 i) 81.296.000 1) Áætluð útkoma. 2) Dreifist á gjaldaliði. lá fyrir og sagði Magnús að menn hefðu ekki treyst sér til að vinna hana fyrr en verkið væri komið lengra á veg. Hönnun hófst í apríl en það var í október þegar kom í ljós hvernig málum var háttað að hann vann nýtt kostnaðarmat. Það mat gerði ráð fyrir að kostnaður yrði 150 millj. króna. Aukakostnaður Eftir áramót 1993 er enn gert kostnaðarmat og þá er fram- kvæmdin talin kosta 174 millj. Sagði Magnús að í júlí, þegar hönn- unarvinnu var að mestu lokið og verklýsingar og vitneskja fengin um magntölur, hafi hönnuðir skilað inn sínum áætlunum. Þá hafi verið unnin ný áætlun og er heildarkostn- aður við verkið 183,6 millj. „í millit- íðinni urðum við fyrir ýmsum við- bótarkostnaði, vegna verka sem voru í útboði," sagði Magnús. „Það er alltaf þannig að menn vita ekki hvað er fúið, skakkt og snúið í gömlum húsum." Sem stendur liggja framkvæmdir við Iðnó niðri og er beðið eftir fjár- veitingu af fjárhagsáætlun borgar- innar en 40 millj. hafa árlega verið veittar til verksins til þessa eða rúmum 80 millj. króna. Ósk stjórnmálamanna Magnús sagði að þegar um fram- kvæmd sem þessa væri að ræða þá óskuðu stjórn- málamenn eftir upplýsing- um um kostnað. „Þeir lifa mjög hratt, vilja strax fá allar upplýsingar og eru fljótir að taka ákvarðanir," sagði hann. „Við lendum í þessu, embætt- ismennimir, að vita það að stundum er ekki tímabært að gera áætlun, þar sem grunninn vantar til að standa á. Honum er kippt undan okkur og við verðum blórabögglar fyrir vikið. Með þessum hætti er grafíð undan okkar starfsheiðri og almenningur fær alranga mynd af okkar störfum." Iðnó verði menningarmiðstöð Tilgangur með endurbygging- unni er að í húsinu verði rekin menningarmiðstöð, segir í sam- þykkt borgarstjórnar. „Þetta er fjöl- nota samkomuhús eins og þau voru í gamla daga, fyrir fundi, leiklist, hljómlist og dansleiki,“ sagði Hall- ENDURBYGGING Iðnó hefur stöðvast í bil en áætlað var að húsið yrði tekið í notkun vorið 1995. Er beðið fjárveitinga af fjár- hagsáætlun borgarinnar áður en ákvörðun verður tekin um næsta áfanga. dór. „Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvernig rekstri hússins yrði háttað og hafa fjölmargar hug- myndir komið fram. Meðal annars að stofna hlutafélag um reksturinn en í mínum huga hefur verið að ráðinn yrði framkvæmdastjóri að húsinu sem sæi um reksturinn. Húsið yrði leigt út til þeirra sem áhuga hafa, listamanna og annarra, og leigan látin standa undir rekstr- arkostnaði en ekki stofnkostnaði, það yrði of dýrt.“ Ágreiningur um friðun Ágreiningur hefur risið milli hús- friðunarnefndar ríkisins og fram- kvæmdanefndarinnar vegna fram- kvæmdanna. Óskaði húsfriðunar- nefnd eftir því að einfalt gler yrði í öllu húsinu og að gert yrði við upprunalega glugga. Sagði Halldór að kostnaður við hvern upprunaleg- an glugga væri 400 þús. en 111 þús. við þá glugga sem endurbygg- ingarnefndin valdi. Innandyra hafa svalir verið rifnar niður og benti Magnús á að þær hefðu ekki verið í húsinu frá upphafi. Ætlunin hafi verið að halda hluta af svölunum en síðan þegar verkið þróaðist hafí verið ákveðið að fella þær niður. „Menn mátu meira að fá uppruna- lega alvöru skemmtisal Reykvík- inga og að menn geti fundið and- rúmsloftið frá árinu 1897.“ Magnús sagði að rök væru fyrir öllu sem framkvæmt væri við húsið eins og til dæmis glerskálanum. ís- lenskir iðnaðarmenn hefðu byggt samkomu- hús á Tjamarbakkanum og snéri suðurhliðin að kyrrlátri náttúru. Nú væri öldin önnur, sagði hann. „Þama voru þrír stórir gluggar á samkomusal sem farið var að nota sem leikhús. Glerskál- inn er til að auka rými í salnum og til að skerma þessa hlið af. Meiningin var sú að hlið hússins sæist í gegnum glerið og nú stend- ur til að gera tilraun með glært gler,“ sagði Magnús. „Það verður að hafa í huga að það er dýrt að bjarga menningarverðmætum en kostnaðurinn gleymist þegar upp er staðið. Það er ekki langt síðan til stóð að rífa öll þessi hús. Lærð- ustu arkitektar landsins teiknuðu ráðhús við Tjörnina, sem einnig átti að hýsa borgarleikhús. Þá áttu öll húsin að hverfa.“ „Rök fyrir öllu sem fram- kvæmt var.“ Esko Aho um þjóðaratkvæðið í Finnlandi um ESB Síðustu dagamir geta ráðið úrslitum Finnar eiga enn eftir að fínna lausn á nokkrum málum varðandi aðild að Evrópusambandinu en Esko Aho forsætisráð- herra segir í samtali við Krislján Jónsson að sá vandi verði ekki til fram- búðar. Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Miðflokksins, sótti þing Alþjóðasamtaka fijáls- lyndra flokka sem lýkur í Reykja- vík í dag. Hann tók daginn snemma í gærmorgun og veiddi lax með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Toin Söderman, sendiherra Finna á íslandi, í Hvítá. „Ég fékk tvo laxa, annar var 3,7 kg, hinn 5 kg, auk þess einn silung. Mér fannst þetta ágætt“, sagði Aho brosandi er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann. Forsætisráðherr- ann segir að efnahagur Finna sé nú loksins á uppleið eftir nokkur mögur ár og mikið atvinnuleysi en hrun Sovétríkjanna, sem voru mikil- vægt viðskiptaland Finna, olli mikl- um erfiðleikum fyrir útflutningsfyr- irtækin. Það eru einkum þau sem hafa rétt úr kútnum og Aho segir að fyrstu merkin séu nú farin að sjást um að aðrir atvinnuvegir séu einnig á réttri leið. -Hvemig meturðu stöðuna fyr- ir þjóðaratkvæðið um inngöngu Finnlands í Evrópusambandið (ESB) 16. október? „Það lítur út fyrir að munurinn á fylkingum verði minni en menn höfðu gert ráð fyrir. Ég hygg að úrslitin geti ráðist síðustu dagana, geti farið eftir andrúmsloftinu rétt fyrir 16. október." -Ef munurinn verður sáralítill, t.d. 51% gegn 49%, aðild í vil, verð- ur það ekki erfið staða? „Því er erfitt að svara núna, erf- itt að giska. En ég held að munur- inn verði meiri vegna þess að þetta gæti vel farið eins og Austurríki, þ.e. að þeir sem ekki eru vissir í sinni sök ráði úrslitum og styðji aðild.“ -Þú varst um hríð nokkuð tví- stígandi varðandi afstöðuna til að- ildar en hefur tekið af skarið síð- ustu vikurnar, styður ákaft aðild að sambandinu. Hvað veldur? „Sjálfur tel ég að eg hafi haft mjög skýra afstöðu til málsins frá því að við sóttum um aðild vorið 1992. Ég hef komist að þeirri niður- stöðu að aðild sé möguleg ef ákveðnum grundvallaratriðum verði fullnægt svo að aðildin verði okkur í hag. Málin hafa þróast svo að við höfum stöðugt náð lengra í þá átt en eftir eru fáein viðfangs- efni sem þarf að leysa. Ákveða þarf til hvaða ráðstafana við grípum til að styrkja atvinnu- greinar, einkum landbúnað, og jafn- framt fá framkvæmdastjórn ESB í Brussel til að samþykkja að við megum beita slíkum aðgerðum. Það er mjög erfitt að spá um það hvern- ig landbúnaðinum og matvælaiðn- aðinum og öllu dreifbýlinu muni farnast þegar samrunaferlið þróast frekar. Reyndar myndi verkefnið vera jafn erfitt þótt við stæðum utan við sambandið.“ Kostir við aðild -Hvaða kosti sérðu aðallega við aðild? „Þrennt er mikilvæg- ast. I fyrsta lagi eru mikilvægustu efna- hagslegir hagsmunir okkar í ESB, mikilvæg- ustu markaðirnir eru þar og við þurfum að geta keppt á jafnréttis- grundvelli. í öðru lagi munu allar ákvarðanir ESB hafa áhrif á okkur og þess vegna finnst okkur að við verðum að hafa at- kvæðisrétt þar sem þessar ákvarðanir eru teknar. í þriðja lagi tel ég að ESB muni verða enn mikilvægara í framtíð- inni, muni móta hana og það er mjög mikilvægt að tekið verði tillit til hagsmuna smáþjóða eins og okkar Finna í því sambandi. Við lítum svo á að auðveldara verði að hafa áhrif á þessa þróun með því að vera innan dyra en utan.“ -Ertu ekki hræddur um að stór- þjóðirnar verði allsráðandi með tím- anum í ESB? Nú er rætt um draga úr atkvæðisrétti smáþjóðanna. „Það er enn hættulegra ef stór- þjóðirnar taka ákvarðanir um heimsmálin án þess að ráðgast nokkuð við smáþjóðirnar. Þess Morgunblaðið/Kristinn Esko Aho, forsæt- isráðherra Finn- lands. gefa hlutleysi upp á bátinn með aðild að ESB en hann telji að þeir geti sem fyrr haft sínar sjálfstæðu her- varnir þótt þeir taki þátt í öllu samstarfinu, einnig í öryggismálum. Aðspurður segist hann ekki telja að að- ildin muni nýtast Finn- um sem hernaðarlegur skjöldur gegn ógn sem gæti á ný risið upp í Rússlandi ef þar færi allt á versta veg. Hins vegar muni Evrópu- samstarfið geta orðið til þess að síður komi upp hættulegar að- stæður og þjóðaátök, samstarfið geti víða styrkt lýðræðið í sessi og með þeim hætti muni aðildin og starf ESB treysta örygg'i landsmanna. Aho gerir lítið úr ágreiningi grannþjóða Finna, Eistlendinga og Rússa, um landamæri og segist álíta að þær snúist fremur um að standa fast á sínu en landsvæði eða auðlindir. Norrænt samstarf -Hvað með norræna samvinnu, einangrast ísland ef hin Norður- löndin verða öll í ESB? „Norræn samvinna verður sein~ fyrr mikilvæg. Fyrir löndin fjögur iiii^EI llllíll ^IIHIiÍiilliilllliul.újF j vegna held ég að við eigum að sam- eina kraftana í Evrópu. Ég held að starfsreglur sam- bandsins tryggi að allar þjóðir, einnig smáþjóðir, hafi nokkurn möguleika á að halda sínum hlut og hafa áhrif. Þannig er kerfið núna og það var mikilvægt fyrir okkur að geta haft áhrif strax svo að ekki verði gerðar breytingar í þá átt að draga úr áhrifum smá- þjóða án þess að við getum haft einhveija hönd í bagga.“ Aho segir að oft gerist það að stjórn og embættiskerfi ESB skipti sér af hlutum sem betra sé að fást við á lægri stjórnstigum í aðildar- ríkjunum, þetta valdi oft tortryggni í garð sambandsins. Hann er spurð- ur um sjálfstæðið sem Finnar fengu 1918 og liafa þurft að hafa svo mikið fyrir að halda á þesari öld, um 80.000 Finnar féllu í stríðinu við Sovétríkin. Hann segist vel skilja að margir séu uggandi yfir því að gefa eftir hluta af sjálfstæð- inu til Brussel, hann sé á hinn bóg- inn sannfærður um að með því muni Finnar styrkja sjálfstæði sitt í öðrum efnum. Hann segir marga halda því fram að Finnar verði að sem að líkindum ganga í samband- ið eða hafa þegar gert það skiptir miklu að ráða yfir sameiginlegum vettvangi þar sem hægt er að vega og meta hin ýmsu sjónarmið, þar sem við getum búið okkur undir að bregðast við kröfum ESB og getum þróað þau svið sem við telj- um hentugra að fást við á slíkum vettvangi. Varðandi ísland þá er það einnig mikilvægt fyrir íslendinga að þeir geti gengið úr skugga um að þeir séu ekki einangraðir og það geta þeir með öflugu, norrænu sam- starfi. Ég er því heldur bjartsýnn, það er mikill áhugi hjá öllum Norð- urlandaþjóðum á að treysta sam- vinnuna og þess vegna held ég að hún muni lifa og dafna.“ -Er raunhæft að ímynda sér að Islendingar standi einir utan viú ESB til frambúðar ef hinar þjóðim- ar fara inn? „Það er mögulegt að ísland geti það af því að aðstæður ykkar eru mjög sérstæðar. En þetta verða íslendingar sjálfir að meta, við get- um ekki gefið ykkur ráð í þeim efnum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.