Morgunblaðið - 10.09.1994, Page 9

Morgunblaðið - 10.09.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 9 FRÉTTIR Ihugarað afsala sér stórmeist- aralaunum JÓN L. Árnason stórmeistari í skák íhugar að afsala sér stórmeistara- launum sem ríkið greiðir, en hann hyggur á að starfa sem endurskoð- andi. Stórmeistaralaun, sem miðast við dósentslaun við Háskóla íslands, falla niður þiggi viðkomandi föst laun annars staðar. Fimm stórmeistarar fá nú greidd stórmeistaralaun samkvæmt lögum frá 1990, en það eru þeir Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefáns- son og Jón L. Árnason. Ákveðin kennsluskylda við Skákskóla íslands fylgir stórmeistaralaununum. Jón L. Árnason hefur lokið prófi í viðskiptafræði og jafnframt hefur hann lokið námi á endurskoðunar- sviði. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að ef svo færi að hann af- salaði sér stórmeistaralaununum þýddi það ekki að hann myndi þar með hætta að tefla. Hann mun vænt- anlega taka þátt í ólympíuskákmót- inu sem fram fer í Þessalóníku í Grikklandi nú í haust og einnig móti taflfélaga sem fram fer í Belg- íu í vetur. .....—»—» '4---- Einn sótti um UMSÓKNARFRESTUR um Grenjastaðarprestakall í Þingeyjar- prófastsdæmi, er biskup ísland aug- lýsti laust til umsóknar, rann út 6. þessa mánaðar. Einn umsækjandi var um presta- kallið, Ólafur Þórisson, guðfræðing- ur í Reykjavík. íslendingi var boðið að kaupa plútóníum ÍSLENDINGI barst fyrir skömmu bréf frá rússneskum manni þar sem honum er boðið að gerast milli- göngumaður um sölu geislavirkra efna eins og plútóníum, strontíum og fleiri hættulegra efna. Maðurinn hafði samband við rússneska sendi- ráðið á íslandi sem hafði þegar í stað samband við jrfirvöld í Rúss- landi. Þau eru nú með málið til athugunar. Juríj Reshetov, sendiherra Rúss- lands á íslandi, sagði að það væri ekki hægt að útiloka að eitthvað raunhæft lægi á bak við þessi skrif mannsins. Sendiráðið hefði því þeg- ar í stað haft samband við rússnesk yfirvöld og látið vita af bréfinu. Hann sagðist engar fréttir hafa fengið frá Rússlandi um þetta mál. „Rússnesk yfirvöld gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir svona atvik,“ sagði Reshetov. Rússneski maðurinn sem skrifaði bréfið kom hingað fyrir nokkrum misserum á rússneskum togara og kynntist þá m.a. Ísíendingnum sem aðstoðaði hann við að kaupa hér gamla Lödu. í síðustu viku fékk Islendingurinn bréf frá sjómannin- um þar sem hann er spurður hvort hann viiji gerast milligöngumaður um sölu geislavirkra efna. Jafn- framt er íslendingurinn spurður hvort hann telji að einhver fyrir- tæki á íslandi hafi áhuga á að kaupa slik efni. Stjórnvöld víða um heim hafa lýst miklum áhyggjum yfir tilburð- um óprúttinna manna til að smygla geislavirkum efnum frá Rússlandi. Áhyggjurnar beinast ekki síst að því að rússneska mafían er grunuð um að standa á bak við þessar til- raunir. Reshetov sagði að rússnesk yfirvöld gerðu allt sem þau gætu til að koma í veg fýrir smygl á geislavirkum efnum. Opna saumastofu mína fímmtudaginn 22. september. Sauma aðeins klæðskerasaumuð föt K.K. Madsen klæðskerameistari Leynimel 13 SJALDAN hefur verið meiri stemning á knattspyrnuleik hérlendis og í leiknum gegn Svíum síðastliðið miðvikudags- kvöld. Þessi þrjú fögru fljóð voru á leiknum og höfðu málað sig í fánalitunum, eins og vera bera á landsleik. Morgunblaðið/Gulli Fögur fljóð í fánalitum murtdu! —1 sjo [....T.stafa sfmanúmer Tilkynning til allra fýrirtækja! Þann 3. júní 1995 verða öll almenn símanúmer á landinu sjö stafa. Á höfuðborgarsvæðinu verða nýju sjö stafa símanúmerin tekin í notkun 1. desember n.k., en jafnframt verður hægt að nota gömlu símanúmerin samhliða þeim nýju fram til 3. júní 1995. Á höfuðborgarsvæðinu er breytingin þannig að talan 55 bætist framan við fimm stafa númer og 5 framan við sex stafa númer. Ekki þarf lengur að velja svæðisnúmer og þegar hringt er frá útlöndum á að velja sjö stafa númerið strax á eftir landsnúmerinu 354. Dcemi um þaö hvemig númer á höfuöborgarsvœðinu breytíst: hringt innan svæðis 26000 verður 552 6000 hringt frá öðrum svæðum 91 26000 verður 552 6000 hringt frá útlöndum 354 1 26000 verður 354 552 6000 Fyrirtækjum, sem eru að huga að útgáfu bréfsefna, bæklinga, fréttabréfa o.þ.h., er bent á að kynna sér nýútkominn bækling þar sem gerð er nánari grein fyrir breytingunum. PÓSTUR OG SÍMI Verð frá Heimilt er að hafa viðdvöl í London án aukagjalds en greiða verður sérstaklega fyrir gistingu í borginni. . á mann m.v. 3 í stúdíó-íbúð á Tropical á mann m.v. 2 í stúdíó-íbúð á Tropical ÍMgmúla 4: sími 699 300, Hafnarfirði: sími 65 23 66, Kejlatik: sími 11353, Selfossi: simi 21666, Ahureyri: sími 2 50 00 ■ og bjá umboðsmönnum um land alll. •Innifalið í verði: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli í Portúgal, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.