Morgunblaðið - 10.09.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
UPPSKRIFTIN
Sítrusrækjur
sem ekki
þarf að elda
ÞEIR sem eru á höttunum eftir
einhveiju góðu, fljótlegu og
skemmtilegu til þess að bjóða
gestum sínum þurfa ekki að hafa
mikið fyrir því að búa til sítrus-
rækjunar. Það eina sem þarf að
vara sig á er að bragðið af rækjun-
um er svo fínlegt að notkun
krydds þarf að vera mjög hóflegt.
Góð regla er að smakka sig áfram,
setja frekar minna en meira og
bæta við ef vantar.
Útfæra má þennan rétt á alla
vegu, nota má t.d. greipávöxt,
polemo-ávöxt eða ananas, jafnvel
má nota allt í einu, en sítrusbragð-
ið má ekki yfirgnæfa gott bragð
rækjanna.
Uppskrift á sítrusrækjum
500 g stórar rækjur
1 -2 greip, blóðgreip eða 1 polemo
'h sítróna
2-4 greinar ferskt dill
blaðlaukur
aromat ó hnífsoddi
svartur pipar ó hnífsoddi
Látið rækjunar þiðna í sigti inni
í ísskáp yfír nótt. Rífíð ávöxtinn út
í rækjumar sem eiga að vera þurr-
ar. Kreistið hálfu sítrónuna yfír
rækjunar. Rífíð dillið út í og krydd-
ið mjög hóflega. Blandið saman
varlega með stórri sleif eða með
höndunum. Setjið lítið af blaðlauk
yfír til skrauts.
Sósa
1 dós sýrður rjómi
'h peli rjómi
Morgunblaðið/ÞHY
1 teskeið tómatpúrré eða
tómatsósa
salt og pipar ó hnífsoddi
Hrærið ijómann og sýrða ijómann
saman. Bætið tómatpúrréinu eða
tómatsósunni við og síðan kryddinu,
hrærið mjög vel saman. Bæta má
við smá kreistingi úr sítrónu og
dilli ef vill.
Gott er að borða réttinn með rist-
uðu brauði eða snittubrauði, hrís-
gijónum og fersku salati.
Læknabókin - Heilsugæsla heimilanna
Auðveld o g örugg
heimilisráð
EF STRANDAGLÓPUR á eyðieyju
þyrfti á einni handbók um læknis-
fræðileg efni að halda, sem myndi
hjálpa honum gegnum flest heilsu-
farsleg vandamál — þá er þetta
rétta bókin. Á þessa leið skrifar
aðalritstjóri bandaríska heilsu-
tímaritsins „Prevention Magazine"
og útgáfustjóri „The Doctors Book
of Home Remedies" í inngangi
bókarinnar, sem í þýðingu heitir
Læknabókin - heilsugæsla heimil-
Aðferðir til að lækna algenga
kvilla og sjúkdóma
í bókinni veita rúmlega 500
læknar og sérfræðingar ráð og
benda á aðferðir til að lækna 138
algenga kvilla og sjúkdóma, t.d.
18 aðferðir til að vinna gegn app-
elsínuhúð og jafnmargar til að
losna við fótsveppi og hemja gyllin-
æð, 23 ráð til að draga úr bijóst-
sviða, 27 leiðir til að halda kóleste-
róli niðri, 15 leiðir til að draga úr
einkennum ofnæmis, 20 linandi
ráðleggingar gegn þvagleka, 22
leiðir til að komast upp úr þung-
lyndislægð o.fl. o.fl.
Mörg, gömul, einföld húsráð eru
í heiðri höfð og jafnframt er bent
á ýmis lyf, bæði lausasölulyf og
lyfseðilsskyld. Aðaláhersla er lögð
á að fólk geti á einfaldan hátt
læknað sig sjálft af ýmsum krank-
leika og oft þurfi það ekki að leita
lengra en í eldhúsið eða baðher-
bergisskápinn eftir meðulum, sem
gagnist til áð fá bót meina sinna.
Ennfremur er leiðbeiningar varð-
andi mataræði og líkamsæfingar
til heilsubótar.
Metsölubók í Bandaríkjunum
Að sögn Jóhannesar Guðmunds-
sonar hjá Sérútgáfunni hefur bókin
slegið sölumet í Bandaríkjunum.
Þar var hún gefin út 1990, tveim-
ur árum síðar hafði hún selst í 5
milljónum eintaka og í maí sl. var
talan komin upp í 15 milljónir.
Bókin hefur ekki áður verið gef-
in út utan Bandaríkjanna. Jóhann-
es taldi að útgáfa hennar hér
myndi efalítið losa lækna undan
smávægilegu kvabbi sjúklinga, en
KVEF - I bók-
inni eru kenndar
29 leiðir til að
flýta fyrir bata.
M.a. er ráðlagt
að taka inn C-vít-
amín, sjúga zink-
töflur, klæða sig
vel, borða rétta
fæðu og fara í
heitt bað.
því færi víðs fjarri að henni væri
ætlað að letja fólk til að leita læknis.
Læknabókin - heilsugæsla heim-
ilanna er 688 blaðsíðna uppflettibók.
Hver kafli fjallar um eitt tiltekið
vandamál og aftast í hveijum kafla
eru nöfn og starfsheiti sérfræðilegra
ráðunauta. Til þess að halda verðinu
í lágmarki segir Jóhannes að bókin
verði seld beint frá útgefanda.
Kynningarverð er 4.950 kr.
10-11 búöirn-
ar, ekki 11-11
búðirnar
SÍÐASTLIÐINN fímmtu-
I dag birtum við að venju
helgartilboð verslana.
Þar á meðal áttu að
vera vikutilboð 10-11
verslananna. Vegna
mistaka voru 11-11
búðimar sagðar vera með tilboðin.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um og hér birtast því vikutilboð
10-11 verslananna að nýju.
Tilboðin gilda frá 8.-14. september
léttmjólk 11........59 kr.
skólajógúrt.........33 kr.
hangikj.snframp....498 kr.
Vi dós Ora baunir...49 kr.
21 hversdagsís.....349 kr.
20 Góu hraunbitar..138 kr.
franskar kart. 750 g ..148 kr.
1 fl. saltkjöt.398 kr. kg
súpukjöt.......298 kr. kg
svið...........198 kr. kg
Olíur og krem
Shirley Price
Sérverslun með Shirley Price-vörur
hefur verið opnuð að Skólavörðu-
stíg 22 C í Reykjavík. Verslunin
ber heitið Stúdíó Hönnu Bjarkar
og þar eru seldar bækur og ýmis-
legt sem tengist jurtum auk Shir-
ley Price-olíu og krema sem unnin
eru úr jurtum.
Boöpóstur
Pósts og síma
Fyrirtæki
fá póst-
sölumenn
BOÐPÓSTUR er ný þjónusta Pósts
og síma og heyrir undir fyrirtækja-
þjónustu póstsins, sem í boði hefur
verið á undanfömum mánuðum í
Reykjavík og á Akureyri. Enn geta
aðeins fyrirtæki á fjórum póst-
númerasvæðum — í Reykjavík;
105, 108, 110 og 112 — nýtt sér
þessa þjónustu. Jónas Skúlason
markaðsstjóri hjá Pósti og síma
segir viðtökum-
ar mjög góðar og
smám saman
verði fyrirtækj-
um á fleiri svæð-
um gefínn kost-
ur á fýrirtækja-
þjónustu.
Boðpóstur er
hraðsendingar-
þjónusta sem
býður upp á tvo
möguleika, ann-
ars vegar að
koma sendingu
til viðtakanda
innan tveggja tíma á 610 kr. og
hins vegar innan fjögurra tíma á
436 kr. Hægt er að senda nánast
hváð sem er; bréf, skjöl, pakka
o.fl., allt að 30 kg. Miðað er við
að hægt sé að afhenda viðtakanda
sendinguna fyrir kl. 17 á móttöku-
dag eða fyrir kl. 10 næsta virkan
dag.
Ný fyrírtæki bætast við
Að sögn Jónasar bætast sífellt
fleiri fyrirtæki í hóp viðskiptavina
fyrirtækjaþjónustu póstsins. Þann-
ig þurfa starfsmenn fyrirtækjanna
ekki að eyða tíma sínum í að
sendast út um allan bæ.
Fyrirtæki sem tengjast þjón-
ustunni fá sérstakan póstsölu-
mann, sem sinnir öllu er lýtur að
póstmálum. í hans verkahring er
m.a. að sjá um samskipti fyrirtæk-
isins við Póst og síma og tollaf-
greiðslu, hann getur séð um pökk-
un, veitt ráðleggingar varðandi
póstsendingar og útvegað frí-
merki, umslög, gíróseðla og aðrar
rekstrarvörur samdægurs.
Póstsendingar einu sinni á dag
til og frá fyrirtæki kosta 4.856 kr.
á mánuði, en tvær ferðir á dag
6.100 kr. Verð fyrir ýmis viðvik
póstsölumannsins er eftirfarandi:
Tollskýrslugerð 960 kr., bréf sett
í umslag, fyrsta blað 3,75 kr. og
hvert viðbótarblað 1.25 kr.
I
Fötin nýtt
ANNA Bergsteinsdóttir fékk
nýja úlpu áður en hún fór í sveit-
ina í fyrsta sinn fyrir 30 árum.
Þegar úlpan varð of lítil var hún
þvegin og sett í kassa í geymslu.
Fyrir tyeimur árum vantaði
dóttur Önnu, Björgu Ólafsdótt-
ur úlpu og var sú gamla þá tek-
in upp úr kassanum í stað þess
að kaupa nýja.
Björg, sem nú er 10 ára var
hin ánægðasta með gömlu úlpu
mömmu sinnar og þegar Ijóst
var að hún væri helst til lítil til
að hægt væri að nota hana aftur
í vetur, var farið á stúfana í
leit að úlpu sem væri sem likust
þeirri gömlu. Hún fannst í Hag-
kaup á 2.000 krónur, en gamla
úlpan hafði einmitt verið keypt
þar fyrir 30 árum. Að sögn
Ónnu sér ekkert á gömlu úlp-
unni þótt tvær kynslóðir hafi
Morgunblaðið/Sverrir
BJORG í gömlu úlpu mömmu
sinnar, Önnu , sem er með
henni á myndinni.
notað hana mikið og fer hún því
aftur í kassa til geymslu fyrir
þriðju kynslóðina.