Morgunblaðið - 10.09.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 37
BRÉF TIL BLAÐSINS
Hvað segja Norðmenn um Smugudeiluna?
S VALB ARÐAS VÆÐIÐ: Það var oft þröng á þingi í Smugunni í sumar og stundum mátti engu muna að ekki færi illa í hita leiksins.
ÞAÐ hefur vart farið framhjá nokkrum manni að
íslendingar eiga í deilum við Norðmenn um fiskveið-
ar í Smugunni svokölluðu.
Afstaða íslendinga í þessu máli er nokkuð ljós,
en minna hefur farið fyrir skoðunum frænda okkar,
Norðmanna. Nokkuð hefur þó borið á því að Morgun-
blaðið hafi fengið send bréf frá Norðmönnum þar
sem þeir óska eftir því að skoðunum þeirra um þessa
deilu sé komið á framfæri, en sýnist þar sitt hveijum.
Nokkur þessara bréfa hafa verið þýdd og birtast
þau hér á eftir.
Bræðraþjóða
ímillum
Frá Martin A. Engeset:
Stríð milli ættingja eru ávallt sér-
lega hörð. Og þorskastríð Islendinga
og Norðmanna er „gengið af hjörun-
um“. P'jölmiðlar móta að mörgu leyti
skoðanir fólks og hafa tilhneigingu
til að draga taum sinna manna. Mig
langar því að gera grein fyrir hvern-
ig mál þetta lítur út frá sjónarhóli
venjulegs Norðmanns. íslendingar
geta þá gert hið sama í norskum
blöðum.
Viðbrögð Norðmanna mótast ekki
af því sem nú er að gerast. Vilji
menn skilja þau verður að leita aftur
til sjöunda og áttunda áratugarins.
Eftir seinni heimsstyijöldina var
stunduð þvílík ofveiði á síld, loðnu
og þorski, að hluta til, að minnstu
munaði að stofnar þessir hyrfu al-
veg. Við Norðmenn höfum á undan-
fömum árum þurft að sætta okkur
við mikinn niðurskurð, fækkun fiski-
skipa, og jafnvel algjört veiðibann
til að unnt reyndist að byggja þessa
stofna upp á ný. Þannig tók til dæm-
is 30 ár að byggja upp síldarstofninn
og það eru einungis tvö ár liðin frá
því að við gátum hafið varfærnislega
nýtingu þessa stofns á ný.
íslendingar tóku ekki mark á við-
vömnum vísindamanna og reynslu
annarra fiskveiðiþjóða. Við Norð-
menn hugsum með hlýju til íslend-
inga. Þetta er duglegt fólk sem býr
í harðbýlu landi. Þetta er fjarskyldir
ættingjar okkar - ættmenni okkar
engu að síður.
Því finnst okkur sem við stöndum
nú frammi fyrir tillitslausum og
sjálfselskum ræningjalýð. „Nú þegar
við höfum tæmt arfinn okkar og
veitt allan fiskinn í hafinu okkar
þarft þú að koma þér burt vegna
þess að við ætlum að taka það sem
þú hefur verndað og gætt. Við krefj-
umst þess að fá að eyða öllum fiskin-
um á þessu hafsvæði líka.“
Það er mannlegt að gera mistök.
Og þegar menn komast í vandræði
er hægt að skilja að þeir freistist til
að teygja á lögum og rétti til að
bjarga báti sínum og húsi.
En þegar sá hinn sami kaupir sér
nýjan bát til að sópa sem mestu til
sín er hann ekki lengur maður sem
er í vanda staddur. fiann er kaldrifj-
aður kaupsýslumaður sem nýtir sér
aðstæður til að geta stundað rán-
yrkju og grætt enn meira.
MARTIN A. ENGESET
Bergen, Noregi.
Bankinn
tekur æsku-
heimilið
Frá Kristin Kirvesen:
Kæru vinir, bræður og nágrannar.
Faðir minn er norskur sjómaður.
Hann missti næstum allt sem hann
átti vegna þess að stórir togarar
veiddu næstum allan þorsk á okkar
miðum og því varð að skera niður
kvótana. Vinir okkar og nágrannar
misstu hús sín og báta.
Nú eru þið að veiða upp þá þorsk-
kvóta sem við höfum ákvarðað. Fað-
ir minn kann að missa lifibrauð sitt,
heimilið og bátinn. í þetta skiptið
eru engir varasjóðir til og bankinn
mun taka af okkur æskuheimili mitt.
Veiðar íslendinga ógna fiskstofn-
um við Noregsstrendur. Kæru ís-
lendingar, kæru bræður og vinir;
verið svo góðir að vinna með okkur.
Ekki eyðileggja afkomumöguleika
HLUTI hinna norsku bréfa sem borist hafa Morgunblaðinu.
okkar vegna þess að þið viljið ekki
hlusta og skilja.
Við erum smáar þjóðir og eigum
að standa saman en ekki beijast.
Við Norðmenn höfum alltaf talað
hlýlega um ykkur. Við elskum ykkur
sem bræður! Hví takið þið frá okkur
lifibrauðið, hvað höfum við gert á
ykkar hlut sem veldur því að þið lít-
ið ekki lengur á okkur sem bræður?
Við skiljum ekki þessa höfnun og
sitjum eftir með þá tilfmningu að
kærleikur okkar sé ekki endurgold-
inn.
Með kærri kveðju,
KRISTIN KIRVESEN
Skammastu
þín, Godall
Frá Britt Tveiten:
Skammastu þín Bjorn Tore Godal!
Að hugsa sér að þú og ríkisstjórn-
in skulið koma fram með þessum
hætti við frændur okkar.
Islendingar eru fámenn þjóð, um
250.000, sem lifir af gæðum hafs
og lands í óblíðu umhverfi á einangr-
aðri eyju í Norður-Atlantshafi. Þeir
þurfa á stuðningi og aðstoð Norð-
manna að halda. Minnstu þess að
þeir bera virðingu fyrir náttúrunni,
þeir stunda ekki rányrkju, þeir
skrapa ekki botninn í leit að fiski.
Þeir tilheyra ekki hryðjuverka-
samtökum á borð við PLO, sem fá
milljarða í stuðning frá ríkisstjórn-
inni sem tekur þá peninga af skatt-
borgurum þessa lands.
íslendingar eru lítil þjóð sem stend-
ur á háu menningarstigi, friðsamt
fólk sem berst fyrir tilveru sinni.
Þeir hafa fullan rétt á að veiða
bæði í Smugunni og á gráa svæð-
inu - minnstu þess að þetta eru
frændur okkar.
Ég skammast mín vegna þess
hvernig þú og ríkisstjórnin hafið
haldið á máli þessu, það er til marks
um lítilmótlegt upplag.
Ég hefi nú skrifað hinum íslensku
vinum mínum bréf og beðist afsök-
unar á þessari smánarlegu fram-
komu.
F'arðu í skammarkrókinn og
skammastu þín! Stattu þar þangað
þú hefur náð sönsum og getur kom-
ið fram og beðist afsökunar.
BRITT TVEITEN
OLAVIK, NOREGl.
*
Isiensk
veiðistjórn un
Frá Hauk-Are Kristiansen:
Með ólöglegum sjóræningjaveiðum
sínum í Smugunni og á verndar-
svæðinu við Svalbarða hafa íslensk
stjórnvöld og íslenskir sjómenn orðið
sér til skammar. Svo virðist sem
íslendingar lifi í þeirri blekkingu að
fiskurinn í Smugunni sé „alþjóðleg-
ur“ vegna þess að hann er utan lög-
sögu Rússlands og Noregs. Þetta er
ekki rétt. Þessi þorskstofn er sam-
eiginlegur fyrir Noreg og Rússland
og þetta er flökkustofn. Þessi fiskur
kemur hins vegar aldrei inn í 200
mílna lögsögu Islands.
Árið 1992 var ég á íslandi með
námsmönnum frá Noregi, Dan-
mörkú og Færeyjum. Við fórum
umhverfis ísland og ferðin var
ánægjuleg og fróðleg. Oft, var sagt
við okkur (það gerðu sjómenn, út-
gerðarmenn, stjórnmálamenn og
fleiri) að menn hefðu miklar áhyggj-
ur af þeirri ofveiði sem stunduð hefði
verið, menn óttuðust að skera þyrfti
þorskkvótann niður um 40 prósent.
En íslendingar, þið berið ábyrgðina
á þessari þróun! Við Norðmenn höf-
um að minnsta kosti ekki eyðilagt
fiskveiðar ykkar eins og þið eruð
nú að gera á okkar fiskislóð og ann-
arra þeirra sem eiga sögulegan rétt
til veiða á þessu hafsvæði.
Að lokum þetta, þó svo það skipti
engu höfuðmáli, þá er það til marks
um hversu fullkomið skilningsleysið
er á sviði umhverfismála: Að undan-
förnu hafa íslendingar notað flot-
vörpu á þessum slóðum; veiðarfæri
sem bannað hefur verið að nota í
Noregi og í fleiri ríkjum í áratug
Vegna þess að í gegnum hana slepp-
ur ekkert á lífi. íslendingar, hugsið
ykkur um! Þetta er ekki hægt.
HAUK-ARE KRISTIANSEN
Olderdalen,
Norður-Noregi.
Þorskastríðin
þáognú
Þá hefur Morgunblaðinu borist
kvæði frá Karvel Stromme í Fitjar
þar sem segir efnislega að Norð-
mönnum sæmi eigi að koma fram
með þessum hætti við frændur sína
í vestri. Norðmönnum beri að virða
Islendinga öðrum þjóðum fremur en
þess í stað sendi þeir herskip á mið-
in í krafti yfirburða sinna. Skáldið
vísar til þorskastríða íslendinga og
Breta og minnir á að Norðmenn
hafi þá verið ósparir á hrósyrðin í
garð íslendinga. Beiting valds og
vopna sé aldrei réttlætanleg. Loks
minnir Karvel Stromme á að Norð-
menn hafí komið nærri friðarsamn-
ingum ríkja í millum og hlotið fyrir
það lof á alþjóðavettvangi. Skáldið
hefur efasemdir um að það fram-
ferði fari saman við að senda her-
skip gegn sjómönnum.
Opiö virka daga kl. 9-18,
laugardaga kl. 12-16.
a
góðum uppítöku bílum
u
HONDA Vatnagörðum 24, sími 689900