Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 38

Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 38
38 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BAR Smiðjuvegi 14 (rauð gata) í Kópavogi, sími: 87 20 20 Galastuð Anna Vilhjálms og Garðar Karlsson flytja hressilega danstónlist Stórt bardanspólf Galamatur fyrir liópa j afýmsu tilefni, meó lifandi tónlist í kaupbœti -liverja helgi Sá stóri á aðeins 350 kr! Enginn aðgangseyrir 5 Komiö os siáið allt helsta fagfóik landsins keppa í hugmyndaföröun. ||ii|myiidaföpð||ii .. ^ s > I dag verður í fyrsta skiPti keppt í huömyndaförðun á íslandi. Keppnin hefst kl. 13.00 í Boraarkrinelunni. Úrslit (iggja fyrir kl. 15.45. Förðun: Dani Sanz frá Make up for ever. FfiRDt UF. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags ÞEKKIR EINHVER JAN HOLM? BRESKT útgáfufyrirtæki, Oval Projects, þarf nauð- synlega að ná sambandi við skáld af íslenskum ætt- um sem heitir Jan Holm en hann er talinn vera búsettur í Bandaríkjunum. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar um síma, símbréf eða heimilisfang hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa sam- band við Anne Tauté hjá Oval Projects í London í síma 9044-71-582-4887 eða með símabréfi 9044- 71-582-1022. Einnig er hægt að koma upplýsing- um á framfæri við Pétur Má Ólafsson í síma (91)688300. Bágborið ástand í heimahjálp ELDRI borgari á Reykja- víkursvæðinu hringdi í Velvakanda og lýsti því yfir að hann væri ekki ánægður með heimahjálp- ina hér í borg. Hann sagð- ist hafa verið án heimilis- hjálpar í 5 vikur þar sem ekki hefði verið til starfs- fólk til að anna útköllum. Einnig vildi hann koma því á framfæri að ekki væri það undarlegt að starfsfólk fengist ekki í þessa starfs- grein þar eð launin væru ekki mannsæmandi og að öllu líkindum ábatavænna að vera á atvinnuleysisbót- um. Taldi hann að Trygg- ingastofnunin ætti að koma tii móts við laun þessara starfsfólks svo fólk fengist til starfa. Tapað/fundið Minkahúfa á hárgreiðslustof- unni Spörtu MINKAHÚFA hefur legið á hárgreiðslustofunni Spörtu, Norðurbrún 2, síð- an í febrúar. Upplýsingar um húfuna fást á stofunni eða í síma 31755. Bíllyklar töpuðust ÞRÍR bíllyklar á kippu merktri Tryggingamið- stöðinni töpuðust í miðbæ Reykjavíkur sl. miðviku- dag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 19298. Taska tapaðist BLA hliðartaska úr plasti, merkt Dýralæknafélagi ís- lands, tapaðist síðast í júlí. Yfir hana þvera stendur XVII Nordic Veterinary Congress. Taskan gæti hafa tapast á leið um land- ið, t.d. á Hveravöllum eða á Akureyri. Kannist ein- hver við þessa tösku er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 686457. Lyklar töpuðust HRINGUR með þremur húslyklum og tveimur bíl- lyklum tapaðist í ágústlok. Finnandi vinsamlega hringi í síma 686457. Þrír stólar töpuðust HVÍTIR garðstólar úr plasti merktir með túss- penna, hurfu frá sölutjaldi á Selfossi sl. laugardag. Geti einhver gefíð uppl. vinsamlega hafi hann sam- band við Erlu í síma 98-21481 eða 98-21467. Karlmannsúr fannst NÝLEGT karlmannsúr fannst um miðjan ágúst í íslandsbanka, Banka- stræti 5. Gegn greinar- góðri lýsingu fær eigand- inn úrið afhent þar í af- greiðslunni. Týndur köttur HVÍTUR mjög loðinn fressköttur tapaðist frá Sæviðarsundi 21 sl. mið- vikudag. Hafi einhver orð- ið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 35222. Köttur fæst gefins FALLEGUR, mjög loðinn eins og hálfs árs gamall fressköttur, þarf að fá nýtt heimili vegna búferlaflutn- inga eigenda hans. Upp- lýsingar í síma 670004. Síminn var 19855 STEINGRÁR köttur með hvíta blesu og hvítar lopp- ur er búinn að vera á þvæl- ingi á Njálsgötu í sumar. í vor var hann með ól og merktur nafninu Pési og símanúmerinu 19855. Það númer er ekki lengur í notkun. Þeir sem kannast við köttinn eða númerið hafi samband í síma 19364. Týndur högni HVÍTUR og grár högni með blett á bakinu og grátt skott hvarf frá heimili sínu í Fífuseli fyrir nokkrum dögum, og fréttist af hon- um í hverfinu. Hann er eymamerktur. Geti ein- hver gefið uppl. vinsam- lega hafi hann samband í síma 78536. Pési í óskilum ÞESSI köttur hefur verið í óskilum síðan í vor. Þá birtist hann mjög svangur, með hálsól með merki sem á stóð: Pési — Njálsgata 20, sími 19855. Símanúm- er þetta er ekki í notkun og á Njátsgötunni kannast enginn við hann. Pési er steingrár með hvíta blesu og loppur. Uppl. í síma 19364 eftir kl. 19. Farsi SKÁK i. Ocy A43/wv er me& LMicytoCpxha&fU ■ “ llmsjón Marjjcir Pctursson ÞESSI staða kom upp á al- þjóðlegu móti í Altensteig í Þýskalandi í ágúst í viður- eign tveggja nýbakaðra stór- meistara. Ungveijinn Zoltan Almasi (2.620) hafði hvítt og átti leik, en Christian Gabriel (2.545), Þýskalandi, hafði svart. sjá stöðumynd 33. Dg3! - Df8(Eftir 33. - Bxf6 34. exf6 hótar hvítur báðum svörtu hrókunum beint og óbeint) 34. Bd3 — Hh6 (34. — Hh8 má svara með 35. Hxf7!) 35. Hxh6 - Bxh6 36. Rxd5! og svartur gafst upp, því 36. — exd5 er svarað með 37. e6. Þrátt fyrir þennan laglega sigur varð Álmasi óvænt neðstur á mótinu. Hann sigraði þó í fyrra og var nú stigahæsti keppandinn. Stríðsgæfan er vissulega hverful í skák- heiminum en þetta hlýtur að nálgast met. Víkveiji skrifar... Iblaðabunkanum sem daglega berst inn á borð skrifara var einn daginn í vikunni að finna Lög- berg Heimskringlu. í þessu tölu- blaði var meðal annars ávarp fjall- konunnar á síðasta íslendingadegi vestanhafs. Að þessu sinni gegndi Dilla Narfason þessu virðingarhlut- verki og í ávarpinu fjallar hún um upprunann, hina íslensku menning- ararfleifð, Vestur-íslenskar ævi- skrár og önnur slík rit. í ávarpinu segir Dilla Narfason svo meðal annars: „Það hafa svo margar slíkar bækur verið gefnar út í svo mörgum samfélögum, að nú hafið þið ef til vill blaðað í þeim til að fínna upplýsingar um ættina ykkar, og hafið í kaupbæti fundið skyldfólk í Rivertown, í Langruth, í Piney, í Reston eða í öðrum norð- ur-amerískum samfélögum. Þessari skráningu verður að halda áfram til að halda ættfræði- áhuganum vakandi og til þess að barnaböm ykkar geti leitað að blaðsíðunni sem fjallar um þeirra fjölskyldu og litið til baka til að finna horfnar kynslóðir forfeðra sinna. Oft eru ættimar ekki aðeins raktar til íslands í þessum bókum, heldur til landnáms þess og enn lengra aftur.“ xxx Rækt Vestur-íslendinga við upp- runa sinn er stórkostlegur vitnisburður um sterkan stofn ís- lendinga í Vesturheimi. Ekki aðeins að þeir minnist upprunans á tylli- dögum heldur er stór hópur fólks í Gimli og víða annars staðar í Vest- urheimi, sem enn talar og skilur íslensku og eru þó í mörgum tilvik- um um eða yfir 100 ár síðan forfeð- ur þeirra yfirgáfu Island og leituðu á vit ævintýra og betra lífs í Amer- íku. Fólkið, sem margt heitir ís- lenskum nöfnum, fylgist vel með atburðum á íslandi og mörg þeirra hafa heimsótt land áa sinna mörg- um sinnum. Lögberg Heimskringla kemur reglulega út, en reyndar er blaðið núorðið að mestu skrifað á enska tungu. í fyrrnefndu tölublaði þess er birt þraut fyrir lesendur þar sem á að raða saman algengum orðum sem þýða hið sama á íslensku og ensku. xxx Annars er ættfræðiáhugi íslend- inga, hvort sem þeir búa á Fróni eða annars staðar, ekki nýr af nálinni. Þetta hefur lengi verið sérgrein landans, en í seinni tíð finnst skrifara eins og hann hafi enn aukist. Ættfræðibækur koma margar út á ári hverju og fróðir menn segja að ættfræðiforrit séu mjög vinsæl nú um stundir og þá ekki aðeins meðal grúskara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.