Morgunblaðið - 10.09.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Ferðaþjónusta
Þýskur ferðaheildsali
opnar útibú hér á landi
ÞÝSKI ferðaheildsalinn Set Reisen frá árinu 1991 sérhæft sig í sölu
opnar formlega útbú hér á landi á íslandsferðum í Þýskalandi og
í lok september. Set Reisen hefur nú í auknum mæli í Austurríki.
Sjávarútvegur
Mikil umskipti í
rekstri Meitilsins
47 milljóna hagnaður samanborið við 12,4
milljóna tap í fyrra
REKSTUR Meitilsins hf. á Þorláks-
höfn skilaði rúmlega 47 milljóna
hagnaði fyrstu sex mánuði þessa
árs eftir að tillit hafí verið tekið til
áætlaðra afskrifta. Rekstur Meitils-
ins gekk vel á þessum tímabili,
bæði útgerð og fískvinnsla en á
sama tíma í fyrra varð hins vegar
12,4 miiljóna tap af rekstinum.
Velta Meitilsins á fyrri árshelm-
ingi nam 430 milljónum króna skv.
milliuppgjöri samanborið við 410
milljónir á sama tímabili í fyrra.
Veltufjárhlutfall var óbreytt á milli
ára, 1,16.
Að sögn Péturs Olgeirssonar, fram-
kvæmdastjóra Meitilsins, eru marg-
ar ástæður fyrir afkomubatanum á
fyrri árshelmningi. Hagræðing inn-
an fyrirtækisins væri að skila sðr
þar sem tækjabúnaður í frystihús-
inu hefði meðal annars verið endur-
bættur. Þá hefðu allar ytri aðstæð-
ur breytst mjög til batnaðar ogj
aukinn stöðugleiki í þjóðfélaginu
hefði sitt að segja.
„Áætlun okkar fyrir árið 1993
gerði ráð fyrir að við næðum að
snúa rekstrinum við,“ sagði Pétur.
„Fyrri árshelmingur er alltaf betri
og við verðum sáttir ef okkur helst
að halda í horfínu út árið.“
Rekstur Íslandsdeildarinnar hefur
frá 1992 verið í höndum íslend-
inga, þeirra Péturs Óskarssonar
og Bjamheiðar Hallsdóttur.
Set Reisen skiptir þjónustu sinni
í tvo hluta, annarsvegar „Island
individuell" eða íslandsferðir fyrir
fólk sem kýs að ferðast á eigin
vegum og „Island direkt“ sem
sinnir svokölluðum sérhópum, seg-
ir í frétt frá fyrirtækinu.
Útibúið hér á landi verður rekið
í samstarfí við Snæland Grímsson
hf. Starfssvið þess mun í fyrstu
einkum felast í skipulagningu og
stjórnun hópferða fyrir þýskumæl-
andi ferðamenn. Auk þess mun
skrifstofan vera nokkurs konar
upplýsingamiðstöð fyrir viðskipta-
vini fyrirtækisins sem ferðast um
landið á eigin vegum.
Aðalmarkmið með opnun skrif-
stofunnar er að bæta þjónustu
fyrirtækisins og tengjast betur ís-
lenska markaðnum og samstarfs-
aðilum hér á landi.
í vetur verður einn starfsmaður
frá hvoru fyrirtæki starfandi á
skrifstofunni, Hallgrímur Lárus-
son frá Snælandi Grímssyni hf.
og Bjamheiður Hallsdóttir.
Tölvur
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 2. október nk., fylgir blaðauki sem
heitir Tölvur. í þessum blaðauka verður fjallað um sýndarveruleika,
margmiðlun, Power Mac, tölvukennslu í skólum og nýjungar á
tölvumarkaðnum. Einnig verður umfjöllun á ýmsum sviðum tölvumála
sem snýr að íyrirtækjum og einstaklingum og margt fleira.
Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið
er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 26. september.
Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir,
Dóra Guðný Sigurðardóttir og Petrína Ólafsdóttir,
starfsmenn auglýsingadeildar
í síma 69 1111 eða símbréfi 69 1110.
- kjarni málsins!
Framfærsluvísitalan í september 1994 (171,0)
Ferðir og flutningar (20,3)
Húsnæði, rafmagn og hiti (17,9)
Matvörur (16,1)
Tómstundaiðkun og menntun (11,7)
Húsgögn og heimilisbún. (6,6)
Föt og skófatnaður (6,0)
Drykkjarvörur og tóbak (4,4)
Heiisuvernd (2,8)
Aðrar vörur og þjónusta (14,2)
0,0%
lo,2% Breyting
10,1% fráfyrri
I o,i% mánuði
FRAMFÆRSLUVÍSITALAN
0,3%
S
ts
S
I
UM 3% verðhækkun á bensini og 0,7% verðhækkun á mat- og drykkjarvörum vegur
þyngst í 0,3% hækkun framfærsluvísitölunnar í september. Hækkun vísitölunnar
jafngildir 3,6% hækkun á heilu ári. Hækkun vísitölunnar undanfarna þrjá mánuði var
0,5% sem jafngildir 2,1 % verðbólgu á ári. Hinsvegar hefur verðbólgan einungis verið
0,7% undanfama 12 mánuði. Á myndinni hér að ofan má sjá hvernig einstakir liðir
framfærsluvísitölunnar hækkuðu í september. Hækkun á matvöruliðnum stafar m.a. af
töluverðri hækkun á kaffiverði, grænmeti og ávöxtum en aftur á móti lækkuðu kartöflur
umtalsvert í verði, svo dæmi séu tekin.
Fjármál
Landsvirkjun býður út
250 milljóna skuldabréf
Tap fyrirtækisins nam 215 milljónum fyrstu
sex mánuði ársins
LANDSVIRKJUN býður nú á al-
mennum markaði skuldabréf að
ijárhæð 250 milljónir króna og
hefst sala bréfanna á mánudaginn,
12. september. Bréfín eru til átta
ára og bera 4,9% fasta vexti.
Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi er
5,15%. Vextir greiðast árlega þann
12. september en höfuðstóllinn
þann 12. september 2002.
Fram kemur í frétt frá Hand-
sali hf., umsjónaraðila útboðsins,
að markmiðið með sölu bréfanna
sé að auka vægi íslenskrar krónu
í skuldasamsetningu fyrirtækisins.
Andvirði skuldabréfaútgáfunnar
verður varið til endurfjármögnun-
ar eldri lána fyrirtækisins. Skulda-
bréfin verða skráð á Verðbréfa-
þingi íslands og hefur Handsal
milligöngu um skráninguna fyrir
hönd Landsvirkjunar.
Landsvirkjun var rekin með 215
milljóna tapi fyrstu sex mánuði
ársins. Þetta eru mikil umskipti
til hins betra frá sama tíma í fyrra
þegar tapið nam 1.495 milljónum.
Slæma afkomu í fyrra mátti sem
kunnugt er einkum rekja til geng-
isfellingar íslensku krónunnar í
júní það ár og tilkomu Blönduvirkj-
unar. Gert er ráð fyrir að rekstrar-
halli verði um 1.177 milljónir á
árinu í heild.
Þann 30. júní sl. var eigið fé
Landsvirkjunar 27,4 milljarðar og
skuldir 53,4 milljarðar. Eiginfjár-
hlutfall fyrirtækisins var því 34%.
Lagasafnið á
tölvutæku formi
FYRIRTÆKIÐ Að-
gengi hf. hefur gert
samning við dóms-
málaráðuneytið um
kaup á Lagasafni
Islands á tölvutæku
formi frá útgáfu-
nefnd þess. Safnið
verður sett á mark-
að innan tíðar ásamt
tengdum hugbúnaði
undir heitinu Laga-
safn Islands AG.
Verður annað hvort
hægt að koma því
fyrir á hörðum diski
í einmenningstölvu eða móður-
tölvu staðarnets.
Fram kemur í frétt frá Að-
gengi að notendum sem eru van-
ir Windows hugbúnaði ætti að
veitast auðvelt að nýta sér Laga-
safn íslands AG. Þá iíkist skipu-
lag og útlit hugbúnaðarins laga-
safni dómsmálaráðuneytisins í
bókarformi.
Kerfið gerir kleift að leita að
viðkomandi atriðum í texta lag-
anna á mun skjótvirkari hátt en
mögulegt hefur verið í miðlægu
lagasafni Skýrsluvéla ríkisins og
Reykjavíkurborgar (Skýrr).
Verður safnið uppfært af rit-
nefnd Lagasafnsins a.m.k. tvisv-
ar á ári eða eftir haustþing og
vorþing. Þessi uppfærsla tryggir
að aðeins birtast í safninu þau
lög sem í gildi eru á hverjum
tíma.
Samsettar úr stööluöum einingum.
FRYSTI
GEYMSLUR
-KÆLI
GEYMSLUR
Allar stæröir.
ALHLIÐA KÆLIÞJONUSTA
KÆLITÆKNI
Skógarhlíð 6,101 Reykjavík.Sími 91-614580. Fax. 91-
514582.