Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 32

Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 32
32 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNAÐ HEILLA NORRÆN UNGLINGASÝNING ^RÚÐKAUP. Gefin voru ^jrman 23. júlí sl. í Heilögu kross kirkju í Rauma, Finn- landi af sr. Matti Posti, Sigríður Anna Sigurðar- dóttir og Timo Salsola. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Armas Nökkvi Salsola. Heimili þeirra er í Garðabæ. Ljósmyndarinn Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. ágúst sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Árna Bergi Sigurbjömssyni Ingibjörg Björnsdóttir og Friðgeir Bjarkason. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Bjarki. Heimili þeirra er í Vesturbergi 54, Reykjavík. Ljósmyndarinn Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. ágúst sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hrönn Guð- jónsdóttir og Björn Bald- vinsson, til heimilis í Þang- bakka 10, Reykjavík. Ljósmyndarinn Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. ágúst sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Edda Björk Sævarsdóttir og Indriði Björnsson, til heimilis í Skeljagranda 2, Reykjavík. Ljósmst. Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. ágúst sl. í Stafa- fellskirkju af sr. Baldri Kristjánssyni, Herborg Þuríðardóttir og Gunnar Bragi Þorsteinsson, til heimilis í Hlíðartúni 12, Homafirði. Ljósm.st. Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 23. júlí sl. í Hafnar- kirkju af sr. Baldri Kristj- ánssyni, Sigrún Svein- björnsdóttir og Snorri Aðalsteinsson, til heimilis á Kirkjubraut 8, Homafirði. Ljósmyndarinn Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefm vom saman 20. ágúst sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Berglind Ól- afsdóttir og Ólafur Gísla- son, til heimilis í Reykjavik. Ljósmyndarinn Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 14. ágúst sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Guðrún Ás- geirsdóttir og Javier Pac- ho Sanchez. Þau búa í Madrid á Spáni. Ljósmyndarinn Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. ágúst sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Sigríðjir K. Sigurðardóttir og Ólafur Valssosn, til heimilis í Fumgrand 18, Kópavogi. Ljósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 2. júlí sl. í Innri- Njarðvíkurkirkju _af sr. Flóka Kristinssyni Ásgerð- ur Halldórsdóttir og Frið- -^ik Þorsteinsson, til heim- ilis á Baldursgötu 29, Reykjavík. Ljósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin vora saman 9. júlí sl. í Hvalsnes- kirkju af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Hildur Krist- jánsdóttir og Rafn Bene- diktsson, til heimilis í Edin- borg, Skotlandi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. júlí sl. í Lang- holtskirkju af sr. Sigurði Hauki Guðjónssyni Anna Rún Atladóttir og Agnar Sturla Helgason, til heim- ilis í London. Ljósmyndarinn Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 6. ágúst sl. í Há- teigskirkju af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Guð- björg Erlingsdóttir og Marinó Pálmason, til heimilis í Eyjabakka 4, Reykjavík. Ljósmyndarinn Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 13. ágúst sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Ólöf Eð- varðsdóttir og Sigurður Svansson, til heimilis í Kjarrhólma 8, Kópavogi. Ljósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 18. júní sl. í Ytri- Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Anna Karlsdóttir Taylor og Böðvar Jónsson til heimilis á Brekkustíg 33b, Njarðvík. BRÚÐKAUP. Gefin vom saman 6. ágúst sl. í Þing- vailakirkju af sr. Hönnu Maríu Pétursdóttur, Susan Dunning og Georg Stein- þórsson, til heimilis í Bandaríkjunum. Unglingar sýna frímerki FRIMERKl Kjarvalsstadir FRÍMERKJASÝNING NORDJUNEX 94 á íslandi. ENDA þótt fullseint sé, vil ég vekja athygli á norrænni unglinga- sýningu, sem verður haldin á Kjar- valsstöðum dagana 16.-19. sept- ember, þ. e. næstkomandi föstudag og til sunnudagskvölds. Er þetta í fyrsta skipti, sem slík sýning er haldin hér á landi. Tilgangur NORDJUNEX-sýninga er sá að kynna almenningi, hveiju norrænir unglingar safna af frímerkjum. Jafn- framt gefa þær unglingunum tæki- færi til að kynnast innbyrðis og þá oft ræða saman um áhugamál sín. Þessar sýningar hafa til þessa verið haldnar til skiptis á öðmm Norður- löndum. Hafa íslenzkir unglingar sýnt frímerkjasöfn sín á NORDJ- UNEX-sýningum um nokkur ár með góðum árangri. Að þessu sinni munu nokkrir nýir íslenzkir sýnendur bæt- ast í þann hóp. Landssamband íslenzkra frí- merkjasafnara stendur fyrir þessari sýningu og hefur sett sér það tak- mark, „að hún verði sem glæsileg- ust og landi og þjóð til sóma,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu sýningamefndar. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sýnir NORDJUNEX 94 og um leið íslenzk- um frímerkjasöfnurum þann heiður að verða sérstakur vemdari sýning- arinnar. Enda þótt megintilgangur NORD- JUNEX sé sá að sýna það, sem unglingar á Norðurlöndum safna af frímerkjum, hefur sýningamefndin ákveðið, að í austursal Kjarvalsstaða verði sérstök lýðveldissýning, þar sem sjá má öll þau íslenzk frímerki, sem út hafa verið gefin frá stofnun lýðveldisins. Ýmislegt annað efni frá lýðveldistímanum verður þar einnig sýnt, svo sem heiðursmerki, mynt, seðlar og póstkort. Þá verður sýnt úrval íslenzkra frímerkja frá upp- hafi þeirra 1873 og til ársins 1944, þ. e. frá konungsríkinu íslandi. Einn- ig verða þar nokkur svonefnd nú- tímasöfn, en í þeim er blandað sam- an frímerkjum og ýmsu öðru efni. í tengslum við NORDJUNEX- sýningar hefur verið haldin spurn- ingakeppni um frímerki milli ung- lingaliða frá Norðurlöndum. Hafa íslenzkir unglingar náð þar mjög góðum árangri á liðnum ámm og urðu Norðurlandameistarar á síðasta ári, þegar keppnin fór fram í Dan- mörku. í liðinu voru þá Ólafur Kjart- ansson, Pétur H. Ólafsson og Reim- ar Viðarsson, en liðsstjóri Kjartan Þór Þórðarson. Að þessu sinni verð- ur spurningakeppnin háð á Kjarvals- MERKI sýningarinnar og sér- stimplar póststjórnarinnar. stöðum laugardaginn 17. september og hefst kl. 10.00. Verður vissulega áhugavert að fylgjast með þeirri keppni, því að oft hafa úrslit milli liðanna verið tvísýn. í sýningarnefnd NORDJUNEX 94 em Sigurður R. Pétursson formað- ur, Garðar Jóhann Guðmundarson, Hálfdan Helgason, Jón Zalewski og Rúnar Þór Stefánsson. Sýningarnefnd verður með sér- stakan kynningarbás fyrir gesti sýn- ingarinnar, þar sem þeir geta m. a. fengið keypt sémmslög til notkunar fyrir þá þijá póststimpla, sem notað- ir verða þessa sýningardaga. Þá inunu einstök félög innan LÍF verða með bása, þar sem starfsemi þeirra verður kynnt. Frímerkjasala póststjórnarinnar verður með sölubás á sýningunni. Þar geta sýningargestir fengið keypt frímerki og þau stimpluð með sér- stimplum NORDJUNEX 94. Eins verða þarna básar frá póststjómum Álandseyja, Færeyja og Grænlands, þar sem kaupa má frímerki þeirra. Þá munu einnig verða á sýningunni sölubásar nokkurra frímerkjakaup- manna. Af þessu má sjá, að frímerkjasafn- arar geta haft ærið til að hugsa um á NORDJUNEX 94 auk hins marg- víslega og áhugaverða sýningarefn- is, sem þar ber fyrir augu. Sýningin hefst á Kjarvalsstöðum föstudaginn 16. september kl. 17.00 og verður opin til kl. 20.00. Laugar- dag og sunnudag verður hún svo opin frá kl. 10.00 til 20.00 báða dagana. Jón Aðalsteinn Jónsson SÉRSTIMPLAR póststjórnar í tilefni sýningarinnar. Hlutavelta ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Sophiu Hansen og varð ágóðinn 1.315 krónur. Þær heita Sandra B. Gísladóttir og Anna Helga Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.