Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 12
12 IxAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Framhaldsskóli Yestfjarða settur
Illa gengur að fá
Vestfirðinga í skólann
ísafirði - Björn Teitsson skóla-
meistari Framhaldsskóla Vest-
fjarðar sagði við setningu skólans-
það valda áhyggjum hversu erfið-
lega gengi að fá vestfirska fram-
halskólanema til að setjast í skól-
ann. Fram kom í setningarræðu
skólarheistara að þó hefja nú um
10 fleiri nemendur skólastarf en
á síðasta hausti. Verið er að
byggja nýtt verkmenntahús á lóð
skólans og stefnt er að auknu
íþróttanámi, þar sem gert er ráð
fyrir að nauðsynlegur lyftubúnað-
ur verði kominn upp á Seljalands-
dal um áramót.
Áhyggjur af hrepparíg
Nemendur í dagskóla á ísafirði
eru 244, þar af eru um 60 í iðn-
námi, auk þess er nokkur fjöldi
nemenda í kvöldskóla. Á Patreks-
firði er rekið útibú frá skólanum,
þar hafa skráð sig 19 nemendur
eða álíka og í fyrra. Skólameistari
sagðist hafa miklar áhyggjur af
Sumarauki á
Suðurnesjum
Keflavík - „Þetta er vonandi að-
eins upphafið að einhverju stærra
og viðameira," sagði Kjartan Már
Kjartansson formaður Lista- og
menninganefndar Keflavíkur,
Njarðvíkur og Hafna um uppákom-
ur um helgina í nýja sveitarfélag-
inu sem ákveðið hefur verð að
kalla „Sumarauka á Suðurnesj-
um“.
Meðal athyglisverðra liða á dag-
skrá sumaraukans má nefna
hljómleika Kristins Sigmundssonar
í Keflavíkurkirkju á morgun kl
17.00 og opnun listasýningar í
Risinu þar sem sýnd verða verk
gler og myndlistamannsins Höllu
Haraldsdóttur sem útnefnd var
listamaður Keflavíkur 1993. Fleiri
uppákomur verða væntanlega í
boði og sagði Kjartan að veitinga-
menn myndu bjóða upp á sértilboð
af þessu tilefni.
Kjartan sagði ennfremur að
meðal staða sem yrðu opnir al-
menningi yrðu Byggðasafnið í
Keflavík, tjaldsvæðið og Stekkjar-
kot í Njarðvík. Einnig mætti nefna
fiskasafnið í Höfnum sem nyti
vaxandi vinsælda og meðal athygl-
isverðra staða mætti nefna nýju
smábátahöfnina í Keflavík og fal-
lega göngustíga sem lagðir hefðu
verið út í Helguvík.
hrepparíg, sem kæmi fram í því,
að ungmenni frá Bíldudal og
Tálknafirði sæktu alls ekki skól-
ann á Patreksfirði og enginn nem-
andi skólans á Patreksfirði í fyrra-
vetur sækir skólann á Isafírði í
vetur, þrátt fyrir að lögð hefði
verið mikil áhersla á það og nem-
endum boðið tvisvar í heimsókn í
skólann á ísafírði.
Atvinnulífsbraut
í haust verður rekin vélavarðar-
braut á Hólmavík á vegum Far-
skóla Vestfjarða, en hann er rek-
inn í tengslum við Framhaldsskól-
ann á ísafírði.
í vetur verður rekinn hér í fyrsta
sinn svokölluð atvinnulífsbraut að
fyrirmynd Iðnskólans í Reykjavík,
en hún er hugsuð fyrir nemendur
sem ekki náðu grunnskólaprófí,
þá geta nemendur einnig sótt
fomám framhaldsskóla, sem þarf
að ljúka um áramót, til að komast
áfram í náminu. Tvær íþrótta-
„Við erum að fara í greiðslu-
stöðvun til að endurskipuleggja
rekstur og íjárhag félagsins. Þess-
ar uppsagnir eru hluti af rekstra-
rendurskipulagningu. Við ætlum
okkur að endursk.ipuleggja rekst-
urinn alveg frá grunni og til þess
að geta haft sæmilega frjálsar
hendur við það var ákveðið að
fara út í þessar uppsagnir. Von-
andi verður allt þetta fólk endur-
ráðið, kannski ekki í nákvæmilega
sömu störf Megnið af þessu fólkið
verður endurráðið því að við erum
bjartsýnir á það að okkur takist
að ná fram þeirri hagræðingu og
endurskipulagningu sem við stefn-
um að,“ sagði Magnús.
Fáfnir hf. hefur fengið fram-
brautir verða við skólann, hef-
bundin skíðabraut, en þar fer nem-
endum nú fjölgandi og íþrótta-
braut, sem nemendur á fyrsta ári
geta skráð sig á og taka þá með
bóknáminu eina grein í íþróttum.
Hvorki skipstjórnar- né vél-
stjómarbraut á fyrsta ári verða
við skólann í vetur vegna ónógrar
þátttöku.
Kennaralið skólans er lítið
breytt frá síðasta ári, Jón Reynir
Sigurvinsson er áfram aðstoðar-
skólameistari, en Smári Haralds-
son fyrverandi varaskólameistari
og skólameistari kemur nú aftur
til starfa við skólann, en hann
hefur gengt embætti bæjarstjóra
á ísafirði undanfarin þijú ár.
Mikið um fall
á fyrsta ári
Skólameistari benti á það í setn-
ingarræðu sinni að nú væru um
einn og hálfur aldursárgangur í
fyrstu bekkjum framhaldsskóla í
lengda greiðslustöðvun til 4. októ-
ber. Magnús sagðist vonast eftir
að félagið fái greiðslustöðvuna
framlengda því það þurfí lengri
tíma til að vinna að skipulags-
breytingum.
Sátt um Vestfjarðahjálp
Fáfnir hefur sótt um aðstoð úr
V estfj arðahj álpinni svokölluðu.
Magnús sagði óvíst hvort félagið
ætti rétt á fyrirgreiðslu þaðan.
Hann sagði að félagið hefði í mörg
ár skoðað leiðir til að ná fram
hagræðingu með sameiningu við
önnur fyrirtæki á Vestfjörðum.
Hann sagði að menn væru enn að
skoða þessa hluti, en væra engu
nær niðurstöðu nú en áður.
Fáfnir á Þingeyri
segir upp 57
starfsmönnum
FÁFNIR hf. á Þingeyri hefur sagt upp öllum starfsmönnum í fisk-
vinnslu fyrirtækisins alls 57 mönnum. Skipveijum á togaranum
Sléttanesinu var ekki sagt upp. Magnús Guðjónsson, framkvæmda-1
stjóri Fáfnis, segir þessar uppsagnir nauðsynlegar til að gefa fyrir-
tækinu fijálsar hendur við að endurskipuleggja reksturinn, en félag-
ið er í greiðslustöðvun.
SAMKEPPNI
SAMKEPPNI
Við leitum að frumlegasta
myndefninu í lit.
Kynntu þér reglurnar
hjá okkurog taktu þátt
í spennandi samkeppni.
Skilafresturertii
ii Tæknival
Skeifunni 17 - Slmi 681665
20. september nk.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
ELDRI nemendur voru í óða önn að undirbúa busavígslu sem
fara átti fram í skólanum næsta dag. Til stóð að banna busavígsl-
una vegna harkalegra aðgerða þeirra sem að vígslunni hafa stað-
ið, en nú hefur fengist loforð til að reyna einu sinni enn gegn því
að breytt verði um stíl.
landinu, þessi tala kemur til af
mjög háu hlutfalli nemenda sem
falla á fyrsta ári, en reyna aftur
næsta ár. Taldi Bjöm að þarna
væri illa farið með almannafé og
nauðsynlegt að endurskipuleggja
kennsluhætti og markmiðasetn-
ingu í námi. Telur hann að auka
þurfi valmöguleika í framhalds-
námi og bendir sérstaklega á að
íslendingar séu fyrst og fremst
matvælaframleiðsluþjóð og því
mjög mikilvægt að auka alhliða
þekkingu á matvælaframleiðslu og
markaðssetningu matvæla svo og
veitingaþjónustu.
Framhaldsskóli Vestfjarða er
einn fárra reyklausra skóla á ís-
landi. Skólinn rekur heimavist og
mötuneyti fyrir aðkomunemendur,
en aðeins eru 25 nemendur í
heimavistinni í vetur.
Morgunblaðið/Þórhallur Þorsteinsson
4.000 gistinætur
í Kverkflöllum
Egilsstöðum - Sigurðarskáli í
Kverkfjöllum var opinn frá 17.
júní til 31. ágúst á þessu sumri.
Skráðar gistinætur eru 3.950
og skiptast þær til helminga
milli skálagistingar og tjald-
stæða. Árið 1986 voru 700 gisti-
nætur í Kverkfjöllum og hefur
fjöldi gesta aukist hratt.
Skálaverðir hafa verið í Sig-
urðarskála á hveiju sumri frá
1987. Mesti fjöldi var sumarið
1992, 4.250 nætur, en á síðasta
sumri varð nokkur fækkun
vegna tíðarfars, eða 3.200 gisti-
nætur. Þórhallur Þorsteinsson,
formaður Ferðafélags Fljóts-
dalshéraðs, segist merkja breyt-
ingu í fyrirkomulagi ferða. Því
minna er um svokallaða Ijald-
hópa ferðaskrifstofa en áður,
og meira er um skálagistingu
þetta sumar. Mikill meirihluti
ferðamanna í Kverkfjöllum eru
Þjóðverjar og Frakkar, en Is-
lendingum fjölgaði núna úr 250
í 600 á milli ára. Sagðist Þór-
hallur frekar rekja þá aukningu
til góðrar veðráttu heldur en til
átaksins „ísland sækjum það
heim“.
Skálinn stækkar
Ekki er gert ráð fyrir mikilli
aukningu ferðamanna næstu
árin, en samt sem áður er nauð-
synlegt að bæta aðstöðuna í Sig-
urðarskála. Því hafa eigendur
hans lagt á ráðin um bygginga-
framkvæmdir til næstu ára.
Byggður verður 60 manna borð-
salur við skálann ásamt svefn-
lofti, og geta þá allt að 80 manns
gist í skálanum í einu. Ennfrem-
ur verða framkvæmdar lagfær-
ingar í eldhúsi. Nokkuð góð
aðstaða er þarna til að taka á
móti fólki og m.a. er hægt að
fara í heita sturtu. Sólarorka
er nýtt til framleiðslu rafmagns
til ljósa, síma og kæliskáp. Eig-
endur Sigurðarskála eru Ferða-
félögin á Húsavík, Vopnafirði
og Fljótsdalshéraði.
Mikil umferð við Snæfell
Ferðafélag Fljótsdalshérað á
skála við Snæfell og hefur þar
skálavörð. Sagði Þórhallur að
um 300 gestir hefðu gist þar á
þessu sumri og stór hluti þeirra
væru Islendingar, göngumenn á
leiðinni Snæfell - Lónsöræfi.
En mikil aukning hefur orðið
meðal ferðamanna á þeirri
gönguleið. Einnig koma mjög
margir ferðamann dagstund í
Snæfellsskála en gistu ekki,
enda ekki nema 100 km leið frá
Egilsstöðum í Snæfellsskála.
t.
€
€
I
í
i
t
$
R
<
I
i
I
<
<
<
I
I
<
I
h
t