Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 31 MIIMIMIIMGAR okkur tókst góð vinátta þótt hann væri þá þegar kominn yfir sjötugt en ég helmingi yngri. Minnist ég þessara daga sem byijuðu með morgunverði hjá þeim Laufeyju og Ragnari þar sem ýmislegt bar á góma er varðaði Skaftafelislandið. Þegar ég síðan kom síðla kvölds til baka úr ferð inn í Morsárdal eða Skaftafellsheiði, héldu samræðum- ar áfram yfír síðbúnum kvöldverði og við bárum saman bækur okkar. Gat ég þá einnig sagt honum hvern- ig umhorfs hafði verið á því svæði sem leið mín lá um þann daginn. Samt voru flestar okkar samræður á þann veg að hann talaði en ég hlustaði og spurði. Kom þar til hans stálminni og mikla frásagnargáfa. Hann var hafsjór að fróðleik um gamla tímann og höfðu þannig ver- ið skrifaðar bækur um Skaftafell sem að miklu leyti byggðu á minni Ragnars og skaftfellsku orðfæri. Löngu liðnir atburðir voru sem ný- liðnir og þannig skildist mér hve munnleg geymd heimilda hlýtur að hafa verið mikilvægur þáttur í varð- veislu sögunnar í Oræfum. Ritun heimilda skipti eiginlega ekki máli meðan fólkið hafði söguna á tak- teinum langt aftur í aldir. Ragnar varð fyrsti þjóðgarðs- vörðurinn í Skaftafelli við stofnun þjóðgarðsins. Honum má þakka öðrum fremur að Skaftafell er nú þjóðgarður en svo væri varla hefði hann sett sig á móti stofnun þjóð- garðs þar. Þurfti án efa mikla víð- sýni að sætta sig við að selja ættar- setrið Skaftafell, leggja þar niður búskap og hefja rekstur þjóðgarðs. Miklar breytingar hafa átt sér stað í Öræfum nær alla þessa öld. í upphafi aldarinnar var sveitin öðrum fremur einangruð vegna óbrúaðra jökuláa og þurfti Ragnar því snemma að læra þá kúnst að ríða straumhörð jökulvötnin. Fylgdi hann gjaman ferðamönnum sem leið áttu um sandinn. Stórfelldar samgöngubætur og breyttir bú- skaparhættir á síðustu áratugum hafa þýtt mikla aðlögun fyrir Öræf- inga. Af samtölum við Ragnar er mér sérstaklega minnisstætt hve eðlilegar honum fundust þessar breytingar þegar hann leit yfir far- inn veg. Einhver hafði spurt hann hvort brúun Skeiðarár þýddi ekki mikla og neikvæða röskun fyrir líf- ið í Öræfasveit þegar ökutæki tækju að þyrpast um sveitina. Hann svar- aði á þá leið að án bættra sam- gagna hefði sveitin lagst í auðn. Eftir að Ragnar hætti sem þjóð- garðsvörður settist hann að á land- areign sinni í Freysnesi og reisti þar myndarlegt hús ásamt fjöl- skyldu sinni. Er þar nú vegleg ferðaþjónusta. Einnig þar urðu ka- flaskipti í ævi Ragnars. Hann hóf að betrumbæta umhverfið, sáði í ógróna mela, setti niður plöntur og tré og hlóð langa veggi til að prýða aðkomuna að húsinu. Hann sinnti hugðarefnum sínum og lét reisa lít- ið timburhús þar sem hann hugðist koma upp litlu minjasafni. Hann var að á meðan kraftar entust. Það var mitt lán að kynnast Ragnari Stefánssyni. Ragnar var mikill höfðingi í lund og finnst mér reyndar sem hann gæti hafa verið uppi á hvaða öld Islandssögunnar sem er. Ragnar var fjölhæfur maður sem stundaði í senn búskap, selveiðar, ferðir yfir jökla og jökulár, var fylgdarmaður ferðamanna, annaðist vegagerð, hafði eftirlit með símalínu á Skeið- Sériheðingar i blómaskivt liniinm iið öll la‘lvilii‘ri Skólavörðustíg 12, £Í horni Bergstaðastrætis, sími 19090 arársandi, vann við trésmíðar, jám- smíðar og stundaði ritstörf, auk þess að vera lengi þjóðgarðsvörður. Skaftafell í Öræfasveit og Ragnar Stefánsson frá Hæðum í Skaftafelli eru samofin í hugum þeirra sem hann þekktu. Fallinn er frá sá mað- ur sem best þekkti til í Skaftafelli. Ragnar hlaut í arf ævafoma vitn- eskju um jörðina, foma búskapar- hætti svo sem kolagerð og náttúru- far sveitarinnar þar sem hvert sér- kenni hafði sitt ömefni eða heiti. Það er eftirkomenda að virða ævi- starf þeirra sem skiluðu áleiðis arf- leifð á sama hátt og Ragnar Stef- ánsson. Við hjónin viljum votta konu Ragnars, Laufeyju, samúð okkar, sem og dóttur hans Önnu Maríu ásamt tengdasyni og bamabömum. Jóhann Helgason. Kveðja frá Skógum í sumarönn safnvarðaring í Skóg- um fór 80 ára afmæli Ragnars Þorsteins Stefánssonar frá Skafta- felli forgörðum. Eg minntist þess fýrst er vinur minn, Vilhjálmur á Hnausum, sagði mér af leiðsöguferð sinni með Ragnari og Laufeyju Lárasdóttur um sveitir milli sanda á afmælisdaginn 22. júní. Afmælis- kveðjan átti svo að bíða haustsins. Nú verður að senda hana um hafið breiða sem skilur að okkur og eilífð- ina. Laust fyrir 1980 lá leið mín nokkram sinnum upp í Hæðir til Ragnars og Laufeyjar. Heimilið prýddi þá enn öðlingurinn Jón Stef- ánsson, bróðir Ragnars, maður ein- stakur að látleysi og hógværð en einnig ríkur að fróðleik og þeirri hagvirkni sem einkennt hefur svo marga Skaftfellinga. í samvinnu við þá bræður varð til bókin „Skaftafell, þættir úr sögu ættar- seturs og atvinnuhátta," sem Haf- steinn Guðmundsson í Þjóðsögu gaf út af alþekktri smekkvísi 1980. Ekki spillti það samvinnu að ég og þau Skaftafellshjón voram sömu ættar, faðir minn og Stefán í Skaftafelli þremenningar og það er þunnt blóð sem ekki er þykkara en vatn sagði gamla fólkið. Hér í Ytri- Skógum vora rætur okkar. Um bókina má segja að betur var af stað farið en heima setið en þó varðveitir hún aðeins brot af þeim fróðleik sem bjó í huga Ragnars um atburði og örlög og lífshætti á hinu einstæða ættarsetri, Skafta- felli. Ragnar í Skaftafelli bar í öllu með sér blæ arfborinnar, gamallar þjóðmenningar. Fáguð framkoma, kurteisi og alúð einkenndu dagfar- ið. Hann hafði góðar forsagnir á öllum hlutum, gaf öllu góðan gaum, hafði minni og frásagnargáfu um- fram flesta aðra. Ætt hans hafði setið Skaftafell frá því um 1400, ef ekki lengur og órofin vora tengsl- in við frábæra forfeður, feðgana Einar og Jón, sem gerðu garð sinn frægan á 18. öld, það sá ég í hag- leiksverkum þeirra sem þeir bræð- ur, Ragnar og Jór., varðveittu af mikilli umhyggju. Þessi festa birtist einnig í arfsögnum og víðtækri þekkingu á hveiju viðviki í störfum allan ársins hring. Þessu fylgdi svo einstök gestrisni og alúð í garð gesta og gangandi hjá þeim hjón- um, Ragnari og Laufeyju. Það verð- ur aldrei að fullum verðleikum met- ið sem þau létu öðram í té. Þetta þekkti ég af eigin raun og það er mér hugstætt á kveðjustund. Þjóðfræði og minjafræði eiga heimilinu í Skaftafelli margt að þakka. Vel studdu Ragnar og Lauf- ey að því er Þjóðminjasafnið hófst handa við að reisa gamla Selsbæinn í Skaftafelli úr rúst. Að fyrirsögn Rangars endurbyggði Gísli Gests- son safnvörður hlóðaeldhús Hæðar- bæjar, en viðir þess höfðu geymst í öðra húsi. í dag er það merk heim- ild um eldhús gamla tímans og í öðra lagi getur tóvinnufólk sótt þangað fróðleik um það hversu kon- ur röktu til veQar á húshælum. Ég sé fyrir mér að þessu starfi verði haldið áfram því margt annarra sögulegra minja í Skaftafelli bíður hollra handa til umbóta og end- urnýjunar. Var Ragnari þar m.a. rík í huga rafstöðin í Hæðum frá árinu 1925. Ég fór um Öræfin 7. mars sl. vetur með Þór Magnússyni þjóð- minjaverði um síðkvöld í fúlum út- synninjgsbyl, vart hægt að halda vegi. Eg man hve fegnir við voram er við renndum í hlaðið á rausnar- garði Ragnars og Laufeyjar í Freys- nesi. Við biðum þar af okkur bylinn og stundin var fljót að líða. Enn sem fyrr var engin þurrð á fræðum fortíðar hjá húsbóndanum og hús- freyjan reiddi matborð sitt af rausn að venju. Enn einn góður frásagnar- þáttur bættist mér í búi við dvölina. Nú er skarð fyrir skildi í Öræfa- sveit og það skarð verður aldrei fyllt, enginn kemur í stað Ragnars, það finna vinir hans vel. Ég stend í mikilli þakkaskuld við Ragnar í Skaftafelli. Laufeyju Lárasdóttur, Önnu Maríu dóttur hennar og fjölskyld- unni allri sendi ég samúðarkveðju. Ég hugsa til Ragnars með virðingu og þökk og geri gömul kveðjuorð að mínum: „Láti Guð honum nú raun lofi betri.“ Þórður Tómasson. Fleiri minningargreinar um Ragnar Þorstein Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR EYFELLS verkfræðingur, andaðist f Landspftaianum þann 7. september. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. september kl. 10.30. t Móðir okkar og tengdamóðir, HELGA ÞORSTEINS, Markarvegi 2, 108 Reykjavfk, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 8. september 1994. Elísabet Magnúsdóttir, Haukur Frfmannsson, Þorsteinn Magnússon, Ásdís Magnúsdóttir, Sigurður Björnsson, Sigrfður Magnúsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR SKAFTI EYLEIFSSSON bifreiðastjóri, Laugarbraut 25, Akranesi, lést að kvöldi 8. september f Sjúkrahúsi Akraness. Fyrir hönd barna, tengdabarna og dóttursonar, Guðný Erna Þórarinsdóttir. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalang- amma, MARIE ERNA WILHELMINE KNOOP, Lyngbraut 9, lést 30. ágúst á Garðvangi, Garði. Útför hennar fór fram 6. september frá Útskálakirkju. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Garðvangi. Úrsúla Magnússon, ívar Magnússon, Friðrik Ö. ívarsson, Anna D. Garðarsdóttir, Guðjón T. ívarsson, Erla Elfsdóttir, Magnea M. ívarsdóttir, Jón R. Ólafsson, Óskar ívarsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SVEINSSON, rafvirkjameistari, Hjallavegi 38, Reykjavik, sem andaðist á heimili sínu aðfaranótt 4. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 12. sept- ember kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Sigríður Magnúsdóttir, Sigurveig Sigurðardöttir, Karl Guðmundsson, Jóhanna Friðgeirsdóttir, Hrefna Friðgeirsdóttir, Salóme Friðgeirsdóttir, Magnús Friðgeirsson, Friðgeir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Gunnar Þóróifsson, Kjartan Hálfdánarson, Sveinn Sigurjónsson, Sigrún Davfðsdóttir, Bryndfs Halldórsdóttir, + Okkar ástkæra, RÓSA JÓHANNSDÓTTIR, er lést á Garðvangi 4. september, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 15. september kl. 13.30. Guðrún S. Karlsdóttir, Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, Einar Karl Hallvarðsson Sigriður Jóhannsdóttir, Hjálmfriður Jóhannsdóttir, Einar Jóhannsson, Sigriður Benediktsdóttir. Unnur N. Eyfells og dætur. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GISSURARDÓTTIR, Dalbraut 21, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 9. septem- ber 1994. Vilhjálmur A. Lúðvíksson, Oddný Vilhjálmsdóttir, Gissur K. Vilhjálmsson, Bryndís Sigurðardóttir, Lúðvík Vilhjálmsson, Ingveldur Fjeldsted, barnabörn og langömmubarn. + Minningarathöfn um JÓHANN PÉTUR SVEINSSON, verður í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 13. september kl. 15.00. Útförin fer fram frá Reykjakirkju miðvikdaginn 14. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningar- sjóö sem stofnaður hefur verið hjá Sjálfsbjörg, Landssambandi fatlaðra. Harpa Ingólfsdóttir, Herdfs Björnsdóttir Lovfsa Sveinsdóttir, Björn Sveinsson, Sólveig S. Einarsdóttir, Gísli Sveinsson, Ásta Begga Ólafsdóttir Sigrfður Sveinsdóttir, Smári Borgarsson, Ólaf ur Stefán Sveinsson,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.