Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 27 MINNINGAR + Marp-ét Ólafs- dóttir var fædd 22. ágúst 1905 á Skriðnesenni í Bitrufirði í Strandasýslu. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli hinn 1. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Lýðsdóttir frá Skriðnesenni og Ólafur Indriðason frá Hvoli í Saurbæ í Dalasýslu. Systk- ini hennar eru: Anna Blöndal, býr á Akureyri. Eggert, látinn, bjó á Skarði á Skarðströnd. Efemía, látin, bjó á Akureyri. Anna María, býr í Reykjavík. Elísabet, býr í Reykjavík. Kjartan, býr í Stúf- holti í Holtum. Maður Margrét- ar var Eggert Stefánsson frá Kleifum í Dalasýslu, fæddur 25. nóvember 1900. Faðir hans var Stefán Eyjólfsson frá Gilsfjarð- armúla í Gilsfirði. Móðir hans var Anna Eggertsdóttir frá Kleifum í Dalasýslu. Börn þeirra eru: Anna, Stefán Jó- hann, Guðrún Ólafia, Sigvaldi Þór og Ragna Valgerður. Þau giftust 30. maí 1929 og hófu búskap á Melum á Skarðs- strönd sama vor. 1932 fluttust þau að Miðjanesi í Reykhóla- sveit og bjuggu þar og víðar til ársins 1964 að þau keyptu jörðina Steðja í Reykholtsdal í Borgarfirði. Þar bjuggu þau til ársins 1964 en þá lést Eggert hinn 17. janúar. Eftir það bjó Margrét með Stefáni syni þeirra til ársins 1986 er hún veiktist og var eftir það sjúklingur. Utför Margrétar fer fram frá Reykholtskirkju í dag. ÉG VAR búin að þekkja Margréti í rúm 30 ár þegar hún dó. Fyrir mig var hún fyrst og fremst húsmóðir í Steðja. Þar var mjög margt í heimili á sumr- in og er mér minnisstæðast það mikla álag sem var á henni í eldhús- inu. Aldrei heyrði ég hana kvarta um þreytu þó að hún væri ætíð síð- ust í rúmið á kvöldin og komin upp áður en nokkur maður var vaknað- ur. Það var stöðug vinna allan dag- inn við bakstur, eldamennsku og þrif. Á heimilinu voru oft u.þ.b. 20 manns. Á einhvern undraverðan hátt náði hún því alltaf að vera til- búin með næstu máltíð í tíma og vera búin að ganga frá eftir þá síð- ustu. Þetta var töluverð lífsreynsla fyrir mig, borgarbarnið, að sjá hvað mikið er að gera á sveitaheimilum og ekki gætu allar konur unnið jafn mikið og á jafn æðrulausan hátt og Margrét gerði. Sem betur fer kærði hún sig ekki um að vinna við útistörf og var hæstánægð með sitt hlutskipti. Margrét var mjög söngelsk kona og hún var í kirkjukómum um ára- bil og söng í kirkjunni í Reykholti. Einnig var hún í kvenfélaginu í sveitinni og fór með þeim konum í ferðalög. Það var mjög gestkvæmt á heim- ilinu og var tekið á móti öllum gest- um með mikilli gestrisni. Ég vissi til þess að fyrr á tímum komu heilu fjölskyldurnar til dvalar um lengri eða skemmri tíma og var það þá sérstaklega á meðan eiginmaður Margrétar, Eggert, lifði. Margrét fékk heilablóðfall fyrir átta ámm og náði sér aldrei til fulls eftir það. Síðustu árin bjó hún á Hjúkrunarheimilinu Skjóli og naut þar góðrar aðhlynningar enda kall- aði hún það heima. Margrét var alltaf jafn glöð að fá börnin og barnabörnin í heimsókn. Ég vil þakka Margréti fyrir öll árin og ég bið Guð að blessa hana og leiða á þeirri leið sem hún er á núna. Sigríður Einarsdóttir. Nú er hún amma mín dáin, orðin bergmál í höfði mér og minningarn- ar hrannast upp í huganum. Sumr- in sem ég var hjá henni í sveit em mér ógleymanleg. Alltaf var ég velkomin eins og öll hennar barna- börn sem flest eyddu sumrinu hja henni og sum reyndar vetrinum líka. Alltaf var hún góð og bros- andi, syngjandi við vinnu sína í eld- húsinu. Það var sama hvaða gesti bar að garði, alltaf gat hún töfrað veislu fram úr erminni og allir vom velkomnir, hvort sem var að nóttu eða degi. Mig langar til að þakka henni ömmu minni fyrir það hversu góð hún var alltaf Heiðrúnu, dóttur minni, sem fékk að alast upp með henni fyrstu árin er við bjuggum allar saman hjá móður minni. Það er erfítt að útskýra fyrir bami þeg- ar Guð kallar fólk til sín en allir verða að hlýða því kalli. Og nú bið ég Guð að blessa hana ömmu mína og varðveita þar til við hittumst að nýju. Nú legg ég augun aftur Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.E.) Vertu sæl elsku amma mín og Guð blessi þig. Þín nafna, Margrét G. Bergsveinsdóttir. Margrét og maður hennar, Egg- ert Stefánsson, hófu búskap í Steðja vorið 1953, keyptu þá jörðina og bústofn þegar foreldrar mínir hættu þar búskap fyrir aldurs sakir. Margi-ét og Eggert bjuggu þama ásamt bömum sínum sem þá voru á unglingsaldri og að verða fullorð- in. Eggert lést 1964 en eftir það bjó Margrét áfram, aðallega með Stefáni syni sínum sem enn býr í Steðja. En Margét varð að hætta búskap árið 1986 eftir að hún fékk heila- blæðingu og hafði þá ekki lengur þrek né heilsu til bústarfa. Hún flutti til Reykjavíkur og var hjá Önnu dóttur sinni sem aðstoðaði hana og annaðist til 1992 er hún fékk vist á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Steðji er sem sagt fæðingarstað- ur og æskuheimili mitt og bróður míns, ívars. Þar stigum við okkar fyrstu spor og áttum heimili til full- orðinsára. Sá staður þar sem maðurinn lifír æsku sína og uppvaxtarár verður hugstæður og hefur tíðum eitthvert aðdráttarafl. Það verður til að hann er oft heimsóttur ef aðstæður leyfa og ekki er manni sama um hvemig með þetta býli er farið og hvers konar fólk tekur við því. Það var sérstaklega ánægjulegt að manneskja eins og Margrét og öll hennar fjölskylda skyldi taka við föðurleifð okkar því að þar kom hið ágætasta fólk. Þarna var ræktað, byggt og vel búið. Oftast kom ég þama á sumriti því að alltaf er gaman að sjá æsku- stöðvar, ganga um kunnar slóðir, njóta hins mikla útsýnis í Steðja og hinnr fögm náttúm sem þar er að fínna við ár, um holt, engi og haga, þar sem hver hóll og laut em kunn. Venjulega var komið að Steðja þegar leið lá um Borgarfjörð og hvatti það mann til að koma þang- að og þar bjó húsmóðir og fjöl- skylda sem ávallt tók slíkum heim- sóknum vel. Gestrisni Margrétar var einstök og hún hafði ánægju af að veita. Margrét var hlýleg kona, greind og fróð, vel lesin ogf ræðin. Því var ánægjulegt að líta inn til hennar, þiggja veitingar og tala saman. Hún var sístarfandi, létt og liðug í hreyfingum. Minnist ég þess hve snör hún var í snúning- um við verk sín og glaðleg þegar hún var að verða áttræð, rétt eins og ung stúlka væri á ferð. Að leiðarlokum vil ég þakka Margréti fyrir allar hennar góðu mtttökur, vinsemd og verk hennar við að fegra og bæta umhverfí æskustöðva minna. Jafnframt votta ég bömum henn- ar, fjölskyldum þeirra og öllum af- komendum samúð mína. Krístinn Björnsson frá Steðja. MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR Þú getur framhvæmt fitt eigið hraftaverh! Jokn Casaklancas skólinn kýður upp á námskeið fyrir J)á sem vilja auka öryggi sitt í framkoinu og mannlegum samskiptum. Námskeiðin eru fyrir einstaklinga, fjölskylclur og liópa. I koði eru kvöld- og kelgarnámskeið en einnig eru dagnámskeið fyrir starfskópa og fyrirtæki. Wmm T 1 rr _ John Casablancas skólinn er ur víða um hcim vegna mikils árangurs í að aðstoða ein- staklinga við að bœta sjálfsmynd sfna. John Casablancas shólinn að Grcnsásvegi 7 vcrður opinn U1. 13:00- 17:00 á morgun fyrir a lla f,á sem hafa áhuga á að hynna sér starfsemi shólans og að rœhta sinn innri mann. Shráning stendur yfir á Grensásvegi 7 alla Aaga Ll. 13:00-17:00 og f sfma 8877QQ. John Casablancas MODEUNG & CAREER CENTER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.