Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 13 FRETTIR Guðbrandshátíð í Langholtskirkju í TILEFNI af 400 ára útgáfuafmæli Graduale (Grallara) Guð- brands Þorlákssonar Hólabiskups verður sérstök Guðbrandshátíð í Langholtskirkju helgina 10.-11. september nk. Ástæða þess að útgáfuafmælisins er sérstaklega minnst í Langholtskirkju er að kirkjan er sérstaklega helguð minningu Guðbrands biskups og þá eru á þessu ári tíu ár frá vígslu kirkjunnar. Á laugardagskvöld kl. 20 verður sungin einföld, stutt messa í móð- urmáli, samkvæmt Grallaranum. Lesin verður predikum frá tímum Guðbrands. Eftir messuna mun sr. Kristján Valur Ingólfsson flytja erindi sem hann kallar Grallari 400 ára — Hlutverk og gildi messubók- ar Guðbrands Þorlákssonar 1594 í siðbótarstarfinu. Latnesk hátíðarmessa Á sunnudagsmorgun verður messa kl. 11. I messunni verður sungin latnesk hátíðarmessa sam- Langholtskirkja kvæmt Grallara Guðbrands bisk- ups. Sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari, sr. Sigurðar HaUkur Guðjónsson les lestra og herra Ólafur Skúlason predikar. Kór Langholtskirkju syngur og Jón Stefánsson stjórnar. Að lok- inni messu mun dr. Hjalti Huga- son, lektor í kristnisögu, stýra hádegisverðarspjalli sem ber yfir- skriftina Af lífshlaupi og ævistarfí Guðbrands Þorlákssonar bikups. Kvenfélag Langholtskirkju mun selja léttar veitingar á vægu verði. Sýning í fordyri kirkjunnar Á sama tíma verður opnuð sýn- ing í fordyri kirkjunnar sem ber yfirskriftina Grallari 400 ára — Prentverk Guðbrands Þorláksson- ar biskups. Á sýningunni gefur að líta gamla Grallara, Guð- brandsbiblíur o.fl. Sýningin verður opin dagana 11.-25. sept. kl. 14-16. Guðbrandshátíð er öllum opin og eru velunnarar Langholtskirkju og fólk í Langholtssöfnuði hvatt til að koma. i I I ) > I > > ► I > I I I Vetrar- bæklingur Heimsferða VETRARFERÐABÆKLINGUR ferðaskrifstofunnar Heimsferða er kominn út og er þar greint frá því sem menn eiga kost á næstu mán- uði hjá Heimsferðum. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, sagði að efstar á blaði væru Kanaríeyjar en þangað fór á 19. hundrað farþega með þeim það sem af er þessu ári. Meðal annarra ferðakosta eru ferðir til Brasilíu, en þá fljúga farþegar í beinu flugi til Kanaríeyja og þaðan til Salvador í Brasilíu og eru þar í 16 daga. Heim er einnig farið um Kanaríeyjar og verið þar í nokkra daga. Ferðaskrifstofan hefur gert samning við LTE-Airlines sem er dótturfyrirtæki stærsta leiguflugs Evrópu. Flogið er með Boeing 757 vélum. Einnig má nefna að vikulega eru brottfarir um Kaupmannahöfn til Bali í Indónesíu og einnig eru vikulegar ferðir til Indlands. Bæði Bali- og Indlandsferðir eru í 16 daga. -----»--»'■■■♦- Sinfónían og Diddú í Kringlunni SINFÓNÍUHUÓMSVEIT íslands og Diddú verða með tónleika á annarri hæð í Kringlunni í dag, laugardag, kl. 11.30 og kl. 12.20. Tónleikamir eru haldnir í tilefni þess að hljómsveitin ásamt Diddú hefur nýlokið upptöku á geisla- diski og haustdagskrá hljómsveit- arinnar er nú að hefjast. Hljóm- sveitarstjóri er Bemharður Wilkin- son. 5 milljónir í fyrsta vinning á laugardaginn * Nú stefnir í að fyrsti vinningsflokkur verði allt að fimm milljónir GRAFiSK HONNUN: MERKlSNENN HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.