Morgunblaðið - 10.09.1994, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
b
Líf og fjör
í Grease
Krakkar úr Söngsmiðjunni, undir
stjórn Estherar Helgu, bera að
öðru leyti uppi sýninguna ásamt
valinkunnum dönsurum undir
stjórn Jóhannesar Bachmann.
Hljómsveitarstjórn er í höndum
Magga Kjartans og meðal gesta-
leikara verða Edda Björgvins og
Hemmi Gunn. Það er því viðbúið
að líf verði í tuskunum á fjöiunum
á Hótel Islandi næstu vikumar
og kannski verður sýningin til að
hrinda af stað nýrri tískubylgju,
eins og gerðist þegar kvikmyndin
var sýnd. Tíðindamenn blaðsins
brugðu sér á æfingu nú í vikunni
og þar voru meðfylgjandi myndir
teknar.
Guðjón Bergmann og Jóna
Sigríður Grétarsdóttir feta
í fótspor Johns Travolta og
Oliviu Newton-John í hlut-
verkum Danna og Sandy.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SÖNGLEIKURINN „Grease -
það er málið“ verður frumsýndur
á Hótel íslandi í kvöld, laugardag.
Söngleikurinn fjallar um ung-
menni á gullaldarskeiði rokktíma-
bilsins í kringum 1959 og að von-
um iðar verkið af lífi og góðri
tónlist frá þvl tímabili. Elfa Gísla-
dóttir ieikkona kom heim frá út-
löndum til að leikstýra og með
aðalhlutverk fara Guðjón Berg-
mann, sem leikur Danna og Jóna
Sigríður Grétarsdóttir í hlutverki
Sandy, en þau John Travolta og
Olivia Newton-John slógu eftir-
minnilega í gegn í þessum hlut-
verkum þegar söngleikurinn var
kvikmyndaður hérna um árið.
Hópurinn sem
ber uppi
sýninguna.
Söngleikir
HASKÓLABlS
SlMI 22140
Háskólabíó
r. Lét setja
síðustu viku".
Stanley J. Masshurger, stjórnarfor-
ir kludsucker fyrirtækisins.
FOLK
Austræn
tónlist
á RúRek
► EINN af sérstæðari tónleikum
á RúRek-djasshátíðinni sem nú
stendur sem hæst verður í kvöld
í Súlnasal Hótel Sögu þegar Tala-
tríóið flytur þar frumsamda tón-
Iist undir austrænum og arabísk-
um áhrifum.
Forsprakki sveitarinnar er
Steingrímur Guðmundsson slag-
verksleikari en með honum leika
Birgir Bragason bassaleikari og
Óskar Ingólfsson klarinettleikari.
Steingrímur lagði stund á slag-
verksleik í Indlandi á sínum tíma
og kynntist þar indverskri tónlist.
Steingrímur segir að nafn tríós-
ins, Tala, sé fengið úr indversku
þar sem það þýðir taktur. Stein-
grímur mun leika á tabla og
darbuka, sem eru indverskar og
arabískar trommur. Auk tónlistar
undir austrænum áhrifum leikur
tríóið verk eftir Charles Mingus.
Negli
þig næst
SÝNINGAR á norðlensku
stuttmyndinni „Negli þig
næst“ standa nú yfir í
Háskólabíói en myndin hef-
ur verið sýnd við glimrandi
undirtektir norðan heiða í
sumar. Það var Sævar
Guðmundsson, kornungur
kvikmyndagerðarmaður,
sem hafði veg og vanda af
gerð myndarinnar. Hann
annaðist meðal annars
handritsgerð, leikstjóm og
klippingu. Á myndinni er
Sævar í góðum félagsskap
þeirra Amars Tryggvason-
ar leikara og Bjama
Hreinssonar tæknimanns.
Hógværi
Hanks
► TOM Hanks er aðalmaður-
inn í Hollywood um þessar
mundir þar sem aðsóknin að
mynd hans um Forrest Gump,
þroskahefta íþrótta- og stríðs-
hetju, hefur farið Iangt fram
úr björtustu vonum.
í myndinni er tækninni beitt
til að koma því þannig fyrir
að Forrest Gump hitti og taki
í hendurnar á John F. Kennedy
og Elvis Presley.
í veislu sem haldin var ný-
lega til að fagna velgengni
myndarinnar var Hanks líka
umkringdur frægu fólki eins
og við var að búast, t.a.m. Sally
Field, Billy Crystal, Sharon
Stone, Sean Penn, Robin
Wright, James L. Brooks og
ótal öðrum.
Þar var hann spurður hver
væri eftirminnilegasta mann-
eskja sem hann hefði kynnst.
Margir í Hollywood settu upp
á sig snúð þegar stjarnan svar-
aði því til að sér væri efst í
huga það að hafa hitt franska
lækninn Luc Montagnier, þann
sem fyrstur uppgötvaði orsak-
ir eyðninnar. „Það var mjög
vandræðalegt og óþægilegt
fyrir mig og ég vissi varla
hvað ég átti að segja við mann-
inn. Eg, sem er bara ómerkileg
kvikmyndastj arna, “ sagði hinn
lítilláti Tom Hanks.
Tom Hanks og Rita Wilson.
Mark Canton og James L.
Brooks.
Sean Penn og Robin Wright.
ÓSKAR, Steingrímur og Birgir æfðu fyrir tónleikana í æfingahús-
næði sínu á fimmtudaginn.