Morgunblaðið - 10.09.1994, Page 10

Morgunblaðið - 10.09.1994, Page 10
10 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kartöfluuppskera verður langt umfram innanlandsneyslu Sumir henda hluta upp- skerunnar LJÓST þykir að einhveijir kart- öflubændur þurfi að fleygja hluta af uppskeru sinni, þar sem allt útlit er fyrir að uppskeran verði langt umfram innanlands- neyslu. Mikill taugatitringur er meðal bænda, sem keppast við að koma framleiðslu sinni í verð fremur en að henda henni. Ólafur G. Vagnsson ráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi Eyja- fjarðar sagði að flestir kartöflu- framleiðendur á Eyjafjarðar- svæðinu væru komnir á fulla ferð við upptökuna og skilyrði væru hin ákjósanlegustu, hlýtt og þurrt. Ljóst væri að uppsker- an væru vel yfir meðallagi og meira kæmi upp úr görðunum en landsmenn hefðu lyst á að borða. Ekkert kaup „Það sorglega í þessu er að þegar menn sjá fram á góða uppskeru hefjast undirboðin, það hleypur kapp í menn að losna við sína framleiðslu og þeir freistast í undirboð," sagði Ólafur. „Menn sjást ekki fyrir og bjóða sífellt lægra verð og á endanum fer þetta út fyrir öll skynsamleg mörk og endar með að bændurnir fá ekkert kaup.“ Harður slagur á markaðnum Friður ríkir á kartöflumark- aðnum þegar uppskera er undir meðallagi og bændur sjá fram á að geta selt afurðir sínar. Nú, þegar framleiðslan verður með mesta móti, er Ijóst að einhveij- ir þurfa að henda hluta af upp- skerunni, en áður en til þess kemur er háður harður slagur á markaðnum, þar sem bændur keppast við að losna við sem mest af sinni framleiðslu fyrir það verð sem býðst. Morgunblaðið/Rúnar Þór Metuppskera VEÐURSKILYRÐI til kartöfluupptöku hafa verið hin ákjósan- legustu, þurrt og hlýtt og það notfærðu bændur að Steinkoti norðan Akureyrar sér í gærdag. Sigþór Björnsson bóndi þar sagði að um metuppskeru væri að ræða í ár en ásamt honum var sonur hans Ingólfur við kartöfluupptökuna sem og þeir ÓðinnBaldurssonoglngviSveinsbjörnsson. 21150-21370 LARUS P. VALDIMARSSOIM. framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSSOM. loggiltur fasteigmasali Til sýnis og sölu m.a. athyglisverðra eigna: Gott steinhús - hagkvæm eignaskipti Einbýlishús ein haeð um 165 fm auk bilskúrs 23,3 fm á vinsælum stað i Vogunum. 5 svefnh. m.m. Sóh/erönd. Glæsileg lóð. Eignaskipti möguleg. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3-5,0 millj. Nokkrar góðar 3ja herb. íbúðir með þessum lánum m.a. við: Vallarás 5. hæð, lyftuh. Parket. Útsýni. Endurb. sameign. Dvergabakka 3. hæð í suðurenda. Parket. Ágæt sameign. Furugrund á 7. hæð í lyftuh. Útsýni. Bílageymsla. Tilb. óskast. Nökkvavogur - góður bflsk. - eignaskipti 4ra herb. góð aðalhæð. Sérhiti. Ágæt sameign. Bflskúr 32 fm. Skipti æskileg á stærri hæð eða einbýli, helst í nágr. 2ja herb. - gott verð - góð kjör Krfuhólar lyftuh. 7. hæð. 63,6 fm. Fráb. útsýni. Tilb. óskast. Sólvallagötu í kj. góð samþ. Hentar m.a. námsfólki. Barðavog í kj. rúmg. samþ. Sérinng. Þríbýli. Jöklasel 2. hæð, 64,7 fm. Suðurendi. Sérþvhús. Góð sameign. Bíl- skúr. 26 fm auk geymsluriss. Skipti æskileg á stærri íb. Glæsileg endaíb. - gott verð Mikið endurn. 4ra herb. íb. 108,6 fm við Hraunbæ. Sérhiti. Nýtt eld- hús. Gott kjherb. m. snyrtingu. Skipti möguleg á góðri 2ja herb. íb. Stór og góð við Hjarðarhaga Skammt frá Háskólanum 4ra herb. íb. á 4. hæð. Nýtt gler. Rúmg. svalir. Sérþvottaaðst. Ágæt sameign. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Á söluskrá óskast 4ra-5 herb. góð íb. í lyftuh. við Espigerði. 2ja herb. góða íb. í lyftuhúsi við Fannborg. 3ja-5 herb. góða íb. í lyftuhúsi við Skúiagötu. Einbýlishús 250-300 fm við Hverafold eða nágr. Traustir og fjársterkir kaupendur. • • • Opið ídag kl. 10-14. Munum að sölumennska og sviksemi eiga aldrei samleið. ALMENNA FASTEI6NASALAH LAUGAVEGl 18 SÍMAR 21150-21370 Umhverfisverðlaun búsetafélaga Danir verð- launaðir ÍBÚÐAFÉLAGIÐ Hyldespjældet í Danmörku hlaut fyrstu umhverfís- verðlaun NBO, samtaka norrænna húsnæðissamvinnufélaga, en þau voru afhent í gær í lok þings félag- anna sem staðið hefur á Akureyri. Hyldespjældet hlaut verðlaunin fyrir djarfar og framsýnar aðgerðir í umhverfismálum en meðal að- gerða félagsins má nefna sparnað í vatnsnotkun, orkusparandi ljósa- perur eru notaðar í sameignum, íbúarnir reka í sameiningu gróður- hús og stunda lífræna ræktun í görðum, þakvatn er notað til vökv- unar og sorp er flokkað. Reka hænsnabú Gamlir gluggar voru fjarlægðir og aðrir orkusparandi settir í þeirra stað og margir íbúanna hafna aug- lýsingum í póstkassa sína og þá má ioks nefna að 5-6 hænsnabú eru í rekstri á vegum félagins. Ástæða fyrir vali dómnefndar er áhugi sá sem íbúar hafa sýnt öllu því sem viðkemur umhverfinu og aðgerðir þeirra þó ekki sé úr digrum sjóðum að spiia. Margir sækja um gjaldfrest vegna erfiðleika FJÖLDI fólks hefur leitað eftir fresti á afborgunum húsnæðislána og fjármálaráðgjöf vegna greiðslu- erfiðleika til Húsnæðisskrifstof- unnar á Akureyri. Björgvin Baldvinsson sjómaður á Akureyri, sem síðasta vor sótti um frest á afborgunum í kjölfar þess að hann varð atvinnulaus, gagnrýndi í samtali við Morgun- blaðið seinagang við afgreiðslu umsókna, en hann kvaðst hafa tekjð sína pappíra og hætt við að sækja um frestinn eftir þriggja mánaða bið. „Ég missti vinnuna síðasta vetur og frétti þá að hægt væri að sækja um frest á afborg- unum húsnaeðislána ef þannig væri ástatt. Ég er búinn að bíða eftir svari í þijá mánuði og ekkert gerist, fólk lendir í enn meiri klemmu með sín fjármál þegar það er dregið á svarinu og vextir hlað- ast upp,“ sagði Björgvin. Tekur tíma Þorsteinn Þorsteinsson ráðgjafí hjá Húsnæðisskrifstofunni á Akur- eyri sagði að geysimikið hefði ver- ið að gera í þessum málaflokki og algjör sprenging orðið síðastliðið vor þannig að engan veginn hefði verið hægt að anna öllum fyrir- spurnum sem bárust á sama tíma. Fólk sem leitar eftir fresti á af- borgunum eða fjármálaráðgjöf er misjafnlega á vegi statt og úr- lausnir margvíslegar, en að sögn Þorsteins hefur verið hægt að gera viðhlítandi ráðstafanir eða finna heildarlausn á greiðsluvanda fjölda fólks. „Það er ekki óeðlilegt að afgreiðsla svona mála taki allt upp í 6 mánuði. Þegar fólk í greiðsluerfiðleikum kemur hér inn með erindi er reynt að fínna heild- arlausn á vandanum, lausn sem heldur, og eðli málsins samkvæmt tekur það langan tíma,“ sagði Þorsteinn. Að sögn Þorsteins hefur heldur dregið úr ásókn fólks sem sækir um frest á afborgunum húsnæðis- lána síðustu vikur, „en hvað það merkir er ómögulegt að segja, auðvitað vonum við að ástandið sé hætt að versna,“ sagði hann en benti einnig á að margir fái góða greiðslu gegnum skattakerf- ið í ágúst og einnig mætti benda á að fyrri hluti árs er mörgum erfiður, þegar verið er að greiða jólareikninga, fermingar í gangi og eins væru margir að greiða háar upphæðir í tryggingar á þeim tíma. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta verður í Akureyrar- kirkju á morgun kl. 11. GLERÁRKIRKJA: Kvöld- messa verður í Lögmanns- hlíðarkirkju annað kvöld kl. 21. Fyrsti fundur æskulýðs- félagsins verður í Glerár- kirkju á morgun kl. 18 þar sem landsmót æskulýðsfé- laga sem haldið verður í Vatnaskógi verður kynnt. Bænastund kvenna verður kl. 20.30. á mánudagskvöld. HJÁLPRÆÐISHERINIM: Sunnudagaskóli kl. 14, hjálpræðissamkoma kl. 20 á sunnudag. Miriam Óskars- dóttir talar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Brauðs- brotning kl. 11. á sunnudag og vakningarsamkoma kl. 20. Vitnisburður. Miðviku- daginn 14. september kl. 20, samkoma, ræðumaður John Warren frá Bandaríkj- unum. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messur laugardaginn 10. september kl. 18.00 og sunnudaginn 11. september kl. 11. Morgunblaðið/Hólmfríöur Hræin í land í ÁRANNA rás hafa bílhræ safn- ast saman í haug rétt við þorpið í Grímsey. Haugurinn þykir lítið augnayndi enda skipta hræin tug- um sem þarna liggja. Nú hefur hreppsnefndin ákveðið að efna til landhreinsunar. Hún hefur ákveðið að niðurgreiða flutning þeirra í land til að hvetja eigend- ur þeirra til að taka þátt í hreins- uninni. Bílhræin verða flutt með Sæfara til Dalvíkur og þaðan suð- ur til Reykjavíkur þar sem Hring- rás tekur við þeim og fargar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.