Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 10, SEPTEMBER 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hlutafélag
leigir Langá
áMýrum
0
40 togarar í Smugunni, 12 á leiðinni en 37 á Islandsmiðum
Gæti dregið úr um-
framafla sem er hent
NÝSTOFNAÐ hlutafélag, Langá
hf., hefur tekið á leigu allt veiði-
svæði Langár á Mýrum til næstu
þriggja ára. Eigendur hlutafélags-
ins eru þeir Ingvi Hrafn Jónsson,
sem séð hefur um rekstur miðsvæð-
is árinnar, Runólfur Agústsson í
Laufási og Stefán Ólafsson í Litlu-
Brekku, en þeir tengjast þeim aðil-
um sem hafa haft rekstur neðsta
svæðis árinnar með höndum undan-
farna áratugi. Að sögn Ingva er
áin ieigð á 12,5 milljónir á ári, og
er þá miðað við 1.100 laxa veiði,
en greiddar verða þúsund krónur
aukalega árið eftir fyrir hvern lax
sem veiðist umfram viðmiðunina.
Ingvi sagði að rekstur Langár
yrði með óbreyttu sniði frá því sem
verið hefur, að því leyti til að þeir
sem séð hafa um rekstur neðsta
veiðisvæðis Langár myndu leigja
fímm stangir þar út sér og hann
sjálfur fjórar stangir á miðsvæðinu,
en samvinna yrði um útleigu á efsta
svæðinu, svokölluðu Fjallssvæði.
Hann sagði að veiðifélag Langár
hefði ákveðið í vor að leita eftir
tilboðum í ána, en ekkert tilboð
hefði borist nema frá þeim félögum,
og hefði það verið samþykkt með
níu atkvæðum gegn einu á fundi í
veiðifélaginu siðastliðinn sunnu-
dag.
„Það er með Langána eins og
annað að veiðin þar hefur verið
lakari síðastliðin tíu ár heldur en
tíu árin þar á undan. Við hlökkum
til að markaðssetja Langá og
tryggja henni áfram þann sess sem
hún hefur sem ein af toppánum í
landinu. Sala veiðileyfa fyrir næsta
ár er langt á veg komin, og erum
við, þessar þrjár fjölskyldur, ákaf-
lega bjartsýnar á þetta verkefni,"
sagði Ingvi.
FJÖRUTÍU íslensk skip voru í gær
við veiðar í Smugunni og á sama
tíma voru allt að 14 skip á siglingu
á leið að eða frá miðunum þar. A
sama tíma voru aðeins 37 togarar
að veiðum á hefðbundnum miðum
hér við land nú í upphafi kvótaárs.
Aðspurður um áhrif þessa á vöxt
og viðgang þorskstofnsins hér við
land sagði Olafur Karvel Pálsson
fiskifræðingur, að þótt skammvinn
hlé á sókn á miðin við ísland drægju
ekki úr þeim afla sem tekinn yrði
úr stofninum hér við land á heilu
ári, væri hugsanlegt að af hlytust
jákvæð áhrif á ástand þorskstofnsins
hér við land, svo sem þau að minna
verði um að umframafla verði hent
í sjóinn.
„Ef þessi floti væri hér við land
Líklegt að færri
og stærri fiska en
ella þurfi til að ná
úthlutuðum kvóta
allt árið lentu skipin sjálfsagt í vand-
ræðum með sinn kvóta þannig að
þetta auðveldar þeim veiðamar og
kemur sjálfsagt í veg fýrir vandræði
sem stafa af því að menn verði uppis-
kroppa með kvóta. Það hefur verið
talað um að menn hafí neyðst til að
fleygja fiski í sjóinn o.s.frv. Þetta
hlýtur að draga úr slíkum tæknileg-
um vandamálum," sagði Ólafur Kar-
vel.
Ólafur Karvel sagði að sjálfsagt
skipti það einnig einhveiju máli hve-
nær ársins kvótinn hér við land væri
tekinn. „Auðvitað er jákvætt að fá
sem stærstan hluta þess stofns sem
nú er í sjónum til hrygningar, það
hrygnir þá væntanlega stærri hluti
en ella og að sjálfsögðu bætir fiskur-
inn einhveiju við sig í þyngd eftir
því sem líður á árið. Þannig að það
skilar sér einnig að einhveiju leyti í
aukinni friðun, því þá þurfa menn
að taka færri fiska til að ná kvótan-
um. Það er þó vandséð að við séum
að tala um stórar tölur í þvi sam-
bandi,“ sagði Ótafur Karvel Pálsson,
sem sagði að þorskurinn bætti þó
hvað mestu við sig í þyngd á þessum
árstíma, frá sumri og fram á haust,
en þyngdin ykist lítið yfir vetrarmán-
uðina.
Fjölgun tilfella af heilahimnubólgn af völdum meningókokkasýkla
Flestir sem ganga með
bakteríuna mynda ónæmi
MENINGÓKOKKASÝKINGUM,
sem oftast valda heilahimnubólgu,
hefur farið fjölgandi siðastliðin ár.
Fjöldi greindra tilfella á þessu ári
er nú að nálgast fjölda greindra
tilfella á öllu sl. ári. Á fyrstu 8
mánuðum þessa árs höfðu greinst
18 sjúklingar með sjúkdóminn og
af þeim greindust 9 á tímabilinu
4.-31. ágúst. Samkvæmt upplýs-
ingum sem fram koma í dreifibréfi
Landlæknisembættisins til lækna,
sem dagsett er 7. september, kemur
fram að 3 tilfelli meningókokka-
sjúkdóms hafi greinst í september.
í ljósi þessa þykir stefna í farsótt
af völdum meningókokka og hefur
Landlæknisembættið hvatt lækna
til árvekni. Dánartíðni af völdum
meningókokkasýkinga hérlendis
hefur verið 9,3% sl. ár.
Engar opinberar reglur_____
gilda hér á landi um að-
gerðir til að hefta út-
breiðslu meningókokka-
sjúkdóms en þær sem “““““
ráðlagðar eru í ýmsum öðrum lönd-
um eru einkum annars vegar bólu-
setningar og hins vegar að gefa lyf
til útrýmingar meningókokkum úr
nefkoki fólk í umhverfi sjúklings
eins fljótt og auðið er eftir sjúk-
dómsgreiningu.
Flestir byggja upp ónæmi
í dreifibréfi Landlæknisembættis
segir að mikilvægt sé að með-
höndla nánustu fjölskyldumeðlimi
og aðra sem hafi haft náin sam-
90 tilfelli -
80-
70-
60-
50-
40-
30-
20-
1.0-
Meningókokkasjúkdómur
á íslandi 1975 til 1993
Lifandi
Dánir
Alls 427 sjúklingar á tímabilinu
Dánartíöni 9,3% (40 af 427)
Nýgengi 1993,8,8 á hverja 100.000
mUUOöc]
75 76 77 78 79 ‘80 ’81 '82 ’83 ’84 ‘85 ’86 ’87 ’88 '89 ’90 ’91 ’92 ’93
Bakterían
auðdræp
Að
skipti við sjúkling með
meningókokkasjúkdóm
með sýklalyfi til að uppr-
æta sýkla í nefkoki.
sögn Kristínar Jónsdóttur,
læknis á sýklarannsóknadeild Land-
spítala, smitast sjúkdómurinn um
vit með hósta, hnerra, tali, kossum
eða öðru. Flestir fá bakteríuna í
háls, ganga með hann í nokkrar
vikur eða mánuði og byggja upp
ónæmi gegn henni. Einstaka fólk
veikist þegar bakterían kemst í
blóðrásina. „Sumir veikjast mjög
brátt, fá hraða fjölgun bakteríunnar
í blóði og þá verða svo mikil ein-
kenni af því að fólk deyr stundum
af því án þess að vera
búið að fá bakteríuna í
heilahimnurnar," segir
Kristín. Bráð bióðsýking
er hættulegasta sjúkdómsformið og
það sem oftast veldur dauða.
Bráð blóðsýking getur valdið
dauða
Helstu einkenni heilahimnubólgu
eru hár hiti, höfuðverkur, stífni í
hálsi og húðblæðingar hvar sem er
á líkama. Í heilahimnubólgu setjast
bakteríur í heilahimnur og valda
einskonar ígerð eða fjölgun bakter-
ía og hvítra blóðkorna í mænu-
vökva, að sögn Kristínar. Við það
Blóðsýking
alvarlegust
hækkar mikið þrýstingur utan á
heilann af því að vökvinn eykst.
Einkenni sem fólk finnur þá fyrir
er höfuðverkur, hnakkastífni, það
verður sljótt og missir endanlega
meðvitund. „Það fólk sem deyr,
deyr oftar úr blóðsýkingu en heila-
himnubólgu vegna þess að hún er
bráð og hættuleg en það er engin
skýring afhveiju sumir fá svona
bráða sýkingu og aðrir fá hana
hægar. Þá er hægt að þekkja ein-
kenni og koma fólki í meðferð. Það
getur verið komið með heilahimnu-
bólgu en það er enginn vandi að
drepa bakteríuna því hún vel næm
fyrir penísillíni. Vandinn er ef sjúk-
dómurinn er kominn svo langt að
hann sé búinn að skemma frá sér
heila eða önnur líffæri," segir Krist-
ín.
Við heilabólgu fer sýk-
ill inn í heilavefínn. „Það
gerist að einhveiju leyti
með bakteríur en frekar
... með veirur. Það fylgir
stundum ýmsum veirusjúkdómum
en er yfirleitt ekki eins hættulegt,"
segir Kristín.
Kristín segir að í fyrra hafi kom-
ið upp nokkur heilahimnubólgutil-
felli í byijun október þegar skólar
höfðu starfað í u.þ.b. mánuð. Hún
segist hrædd um að það muni end-
urtaka sig í ár vegna þess að þeir
sem smitast geti gengið með bakt-
eríuna án einkenna í allnokkra
daga.
Areitti
stúlkur í
Elliða-
árdal
MAÐUR á fertugsaldri fróaði
sér fyrir framan hóp af 10 ára
stúlkum í Elliðaárdal um miðjan
dag í gær og hljóp á eftir þeim
að íbúðarhverfi í Breiðholti,
þegar þær reyndu að komast
undan. Telpurnar gátu gefið
lýsingu á manninum, sem talinn
er hafa stundað athæfi af þessu
tagi áður.
Telpumar, sem em úr hverf-
unum norðan við Elliðaár, hlupu
að sögn móður einnar þeirra
yfir dalinn og upp í Breiðholt
undan manninum, sem fylgdi
þeim eftir að íbúðarhverfunum.
Móðirin hafði samband við
Morgunblaðið í gær og sagðist
vilja vara foreldra bama í Árt-
únsholti, Árbæ og Breiðholti við
að hleypa bömum sínum einum
í útivistarsvæðið í Elliðaárdai,
þar sem svo rammt hefði kveð-
ið að áreitni mannsins þar og
einnig í Bústaðahverfi, að hún
taldi.
Hringt var á lögreglu, sem
kom á staðinn og leitaði manns-
ins, sem var sagður á fertugs-
aldri og í bláum og hvítum jogg-
inggalla.
Falsaði
tékkafyrir
8-900 þús.
22 ÁRA gamall maður, sem
gmnaður er um að hafa falsað
ávísanir fyrir 8-900 þúsund
krónur sem hann framseldi með
fölsuðum skilríkjum, hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald
að kröfu RLR.
Að sögn RLR er maðurinn
talinn hafa komist yfir nokkur
ávísanahefti og skilríki eigenda
heftanna og þá breytt skilríkj-
unum, m.a. með því að setja inn
í þau eigin mynd.
Síðan hafi hann notað ávís-
animar til að kaupa sér ýmsan
dýran vaming, svo sem hljóm-
tæki, tölvur og dýran fatnað.
Rannsóknarlögregla ríkisins
komst á slóð mannsins. Á heim-
ili hans fundust tvö ávísana-
hefti og skilríki sem hann var
nýbúinn að falsa. Hann hefur
áður komið lítillega við sögu
hjá RLR og á óafplánaðan fang-
elsisdóm, sem bíður hans að
loknu gæsluvarðhaldi.
Stal pels-
um fyrir
600 þús.
TVEIMUR pelsum, samtals að
verðmæti um 600 þúsund krón-
ur, var stolið úr verslun Egg-
erts feldskera við Skólavörðu-
stl’g ' fyrrinótt. Þjófurinn komst
undan á hlaupum.
Fólk við Skólavörðustíg
vaknaði við brothljóð og sá
mann hlaupa burt frá verslun
Eggerts feldskera með fangið
fullt. í Ijós kom að rúða í
versluninni hafði verið brotin
og pelsi úr grásprengdu refa-
skinni stolið ásamt öðrum úr
grábrúnu íkomaskinni. Hvor
um sig er talinn 300 þúsund
króna virði. Þjófurinn var
ófundinn í gær.