Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 8

Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 8
8 LAUGARDAGUR 10. SEFfEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tak sæng þína og gakk . . . Ögmundur Jónasson formaður BSRB Einhliða breytingar á sam- eign verði endurskoðaðar „ÉG VONA að bæjarstjórn Vest- mannaeyja endurskoði ákvörðun sína, enda gengur hún þvert á það sem tíðkast annars staðar, þar sem reynt er að ná samkomulagi um breytingar á lögum og reglugerðum um lífeyrissjóði. Þama er um að ræða sameign launafólksins og bæjarsjóðsins og á henni verða ekki gerðar einhliða breytingar," sagði Ogmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Bæjarstjóm Vestmannaeyja hef- ur breytt reglugerð Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, en samkvæmt breytingunum verða ekki teknir nýir félagar inn í líf- eyrissjóðinn eftir 1. janúar nk. „Við lítum þetta mál mjög alvarlegum augum, enda er þama um að ræða mjög veigamikinn hluta af heildar- kjörum," sagði Ögmundur. „Við höfum lagt áherslu á að það sé reynt að gæta samræmis í breyting- um á lögum og reglugerðum um lífeyrissjóði, sem eru í heild mjög sambærileg, og ekki verði ráðist í einhliðar ákvarðanir af þessu tagi. Fjármálaráðherra lýsti yfir fyrr á árinu að leitað yrði eftir samkomu- lagi við BSRB og aðra hagmunaað- ila áður en ráðist yrði í tillögugerð um breytingar á lögum um lífeyris- sjóð starfmanna ríkisins. Við höfum sagst reiðubúin til slíkra viðræðna og lýst yfir við Samband íslenskra sveitarfélaga að við óskum eftir viðræðum og að sambandið beiti sér fyrir milligöngu í þeim efnum.“ Rætt í tengslum við samninga Ögmundur kvaðst vona að þessar breytingar í Vestmannaeyjum væru einangrað dæmi, sem aldrei yrði að veruleika. „Ég vona að bæjar- stjórn Vestmannaeyja endurskoði þessa ákvörðun sína,“ sagði hann. „Þegar við höfum rætt um okkar kjör í kjarasamningum er iðulega skírskotað til þeirra réttinda sem fólk býr við, þar á meðal lífeyrisrétt- inda, enda verða þau eðlilega ekki slitin úr tengslum við aðra þætti. Kjarasamningar eru lausir um ára- mót og eðlilegt að þessir hlutir komi upp á borð í tengslum við það.“ Árásarmálið í Keflavík Málið sent til rikissaksóknara Kcnavík. Morgunblaðið. SAMPRÓFANIR hafa nú farið fram manninn, sem hann kánnaðist lítil- „Subway“ á íslandi VEITINGASTAÐUR úr bandarísku veitingahúsakeðj- unni Subway Sandwitches & Salads verður opnaður í Reykjavík, á Suðurlandsbraut 46, sunnudaginn 11. septem- ber. Einkaleyfishafi Subway á íslandi er Stjarnan hf. en samningar voru undirritaðir í höfuðstöðvum Subway í Connecticut í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Framkvæmda- stjóri er Skúli G. Sigfússon og rekstrarstjóri Halldór Viðar Hafsteinsson. Aðstoðarfor- stjóri Subway, Millie Shinn, verður viðstödd opninina. Supway býður upp á kalda og heita „kafbáta“ í tveimur stærðum, 6 og 12 tommu, og eru þeir fylltir með fersku áleggi og grænmeti. Jafnframt er boðið upp á salöt. Opnunar- tími er alla daga frá 9.30 til 23.30. í árásarmálinu í Keflavík og verður það að sögn rannsóknarlögreglunn- ar í Keflavík nú sent ríkissaksókn- ara til frekari ákvörðunar. Upphaf málsins var að maður á fertugs- aldri kærði tvo unga Suðumesja- menn fyrir barsmíðar um síðustu helgi og hefur einn mannanna gengist við verknaðinum. Við samprófunina breytti einn ungu mannanna, sem ekki hefur verið kærður í þessu máli, fram- burði sínum lítillega. í fyrri fram- burði kom fram hjá honum að hann hefði orðið samferða manninum sem fyrir árásinni varð út af skemmtistað í nágrenni árásarstað- arins og að upphaf átakanna hafi verið ágreiningur um vín sem pilt- arnir áttu. í breyttum framburði kemur fram að pilturinn hafi hitt lega við, á bílaplaninu þar sem árás- in átti sér stað, en um upphaf henn- ar muni hann hins vegar ekki. Einnig kom fram að allir hafí mennimir viðurkennt að verið tals- vert drukknir þegar atburðurinn átti sér stað. Maðurinn sem kærði árásina heldur fast við þann fram- burð sinn að tveir piltanna hafí ráðist á sig fyrirvaralaust. Hann hlaut nokkra áverka á andliti og var færður í sjúkrahúsið í Keflavík til aðhlynningar. Hann var m.a. með glóðaraugu á báðum augum. Ungi maðurinn sem hefur geng- ist við verknaðinum segir átökin hafa byrjað vegna ágreinings um vín sem þeir hafi átt. Hann var með áverka á hné og fíngri sem hann segist hafa fengið í átökum við manninn. Tékkneskur stjórnmálaleiðtogi gagnrýninn Markaðshyggja í fótspor marxisma Jiri Dienstbier Verður þú næsti borgarstjóri Prag eins og rætt hefur verið um í Tékklandi? „Það er óvíst, borgar- stjórinn er ekki kjörinn beint og það er talsvert vandamál, fólkið kýs að- eins borgarfulltrúa. En ef ég yrði frambjóðandi myndi ég setja mjög ákveðin skilyrði, einkum myndi ég leggja áherslu á að beijast gegn hræðilegri spillingu sem ríkir í borg- inni. Auk þess myndi ég krefjast þess að samstarfs- flokkamir skipuðu emb- ættin fólki sem getur ekki aðeins veifað flokksskír- teinum heldur hefur einnig nauðsynlega hæfileika í starfið". -Telurðu að samtök um- bótasinna hafí klofnað of fljótt í marga flokka? „Borgaravettvangur fékk þorra atkvæða í fyrstu fijálsu kosningum eftir byltinguna. Fljótlega vildu menn fara að fá hreinni línur, stofna nýja flokka. Ég held að þetta hafi gerst of fljótt, fyrst hefðum við átt að leysa grundvallarvandann sem fylgdi umskiptunum. Margir vilja reyna Sumir nýju flokkarnir eru ekki með neina ákveðna póli- tíska stefnu, þarna eru aðeins á ferð forystumenn sem vilja verða flokksleiðtogar. Hins vegar eru svo flokkar með mjög svipaða stefnu sem geta þó ekki komið sér saman vegna persónulegra ástæðna en þetta er allt skiljan- legt. Eftir 50 ár þar sem stjórnarfarið var óeðlilegt vilja margir einfaldlega reyna fyrir sér í stjórnmálum! Eftir nokkrar kosningar skilja þeir að óhjá- kvæmilegt er að mynda stærri samtök fólks með svipuð við- horf“. -Hvar greinir ykkur Klaus á, er það í efnahagsmálum? „Við sátum báðir í ríkisstjórn- inni sem tók helstu ákvarðanir í sambandi við umskiptin frá kommúnistastjóminni, við deil- um ekki endilega mikið um efna- hagsmálin þótt þau fléttist inn í pólitískar deilur okkar. Klaus telur að öll vandamál mannkyns- ins sé hægt að láta frjáls markaðsöfl leysa. Þetta er í reynd ný tilraun með hug- myndafræði, gengur ekki upp neins staðar en hann er jafnvel enn kreddufastari en Margaret Thatcher í efnahagsmálum. Við getum ekki leyst t.d. félags- og umhverfisvandamál með mark- aðslausnum einvörðungu. Marx- istar sögðu líka að til væru öfl sem mannfólkið hefði enga stjóm áj öfl sem réðu örlögum okkar. Áður var það sagan og stéttabaráttan, nú eru það markaðsöflin. Þetta er rangt, sagan er ávallt saga fólks. Við viljum treysta á fijálst framtak manna, Klaus hina huldu hönd markaðarins." -Eru margir Tékkar hrædd- ir við ofurvald Þjóðveija? „Það eru til hópar og flokkar sem reyna að notfæra sér slíka andúð og ótta, einkum hjá gömlu fólki sem man eftir hernámi Þjóðveija í stríðinu, þeir reyna ►Umbótahreyfingin sem vann bug á flokkseinræði kommún- ista í Tékkóslóvakíu 1989 klofnaði fljótt, sjálft ríkið klofnaði í Tékkland og Slóvak- íu. Einn af vinsælustu stjórn- málamönnum í Tékklandi er Jiri Dienstbier, er var utanrík- isráðherra Tékkóslóvakíu fyrstu árin eftir hrun kom- múnismans og einn af leiðtog- um umbótahreyfingarinnar, Borgaravettvangs. Dienstbier er fyrrverandi blaðamaður og sljórnar nú litlum flokki sem ekki náði inn á þing í síðustu kosningum, þrátt fyrir vin- sældir leiðtogans. Hann hefur gagnrýnt af hörku eindregna hægristefnu Vaclavs Klaus forsætisráðherra og er nú einn af fulltrúum flokks síns á þingi frjálslyndra í Reykjavík. jafnvel að efla þessar tilfínning- ar. En ég held að fáir taki und- ir þetta og það sem mikilvægast er, allt byggist á því hver þróun Evrópumálanna verður. Fari svo að þjóðemisstefna fái enn auk- inn byr í seglin getur gömul hræðsla auðvitað komið aftur fram á sjónarsviðið. ESB-samstarfið Markmið okkar ætti að vera aukin samvinna og samruni, á sama hátt og samskipti Frakka og Þjóðveija voru mjög slæm öldum saman en eru nú mjög góð þá ættum við að koma á svipuð- um tengslum við Þýskaland, við alla granna okkar. Ef við, Þjóðveijar, Frakkar og aðrar þjóðir, erum tengd traustum böndum í Evrópusamstarfinu verður óttinn við Þjóðveija ástæðulaus." -Hvað með Rússland? Geta Rússar tekið þátt í evrópskri samvinnu? „Ef til vill en það fer eftir þróun mála í Rússlandi. Annað- hvort fetar Rússland sig í átt til eðlilegs lýðræðis eða ekki. Það gæti tekið nokkur ár eða ára- tugi vegna þess að vandamál Rússlands eru miklu flóknari en smærri landa eins og Tékklands. Landið okkar er eins og dálítil rannsóknastofa þegar vandi Rússa er hafður í huga. Rúss- land er auk þess ekki aðeins evrópskt heldur einnig Asíuland. Það verður vafalaust löng bið á því að allur heimurinn verði eins og eitt þorp en mér finnst að það ætti að vera mikið og náið samstarf á milli Evrópu- sambandsins og Rússlands." Markmiðið aukin sam- vinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.