Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 20

Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 20
20 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR > MORGUNBLAÐIÐ - Grallarmn 400 ára Um messubók Guðbrands biskups Þorlákssonar 1594 FYRIR réttum 400 árum kom út messu- bók á Hólum í Hjalta- dal sem bar titilinn: GRADVALE Ein AI- meneleg Messusöngs Bok saman teken og skrifuð til meiri og samþyckelegre Ein- ingar í þeim söng og Ceremonium sem i Kirlqunne skal syngj- ast og halldast hier í Lande Epter Ordina- tiunne af H. Gudbrand Thorlaks syne. Þessi bók sem kennd var við útgef- anda sinn Guðbrand biskup Þorláksson, er landsmönnum kunn undir heitinu: Grallarinn. íslenska þjóðkirkjan minnist af- mælis Grallarans með ýmsu móti á þessu ári. Ekki er þar aðeins minnst útgáfu merkrar bókar, heldur einn- ig þess að þær grundvallarreglur um helgihaldið sem giltu við út- komu Grallarans og móta innihald hans, gilda enn í dag meðal lútherskra kirkna. Ýtarlega umfjöllun um Grallar- ann, fyrirmyndir hans og forsögu er að finna í bók dr. Amgríms Jóns- sonar: „Fyrstu handbækur presta á íslandi eftir siðbót", Reykjavík 1992. Úr formála Odds biskups að Grallaranum Oddur biskup Einarsson, biskup í Skálholti, skrifar formála að Grall- aranum. í fyrirsögn segin „Um þann Psalma Saung sem tíðkast í kriste- legri Kirkju/ nockur Undervisun af lærðra Manna Bókum/ Þeim til fróðleiks sem það hafe ecke sjalfer Iesið". Þótt Oddur biskup visi þannig til þess að hann hafi þýtt formál- ann úr bókum lærðra manna, er stór hluti saminn af honum sjálf- um. Þar segir hann meðal annars um tilurð bókarinnar: (Rithætti er í þessari tilvitnun breytt til nútíma hátt- ar.) „Nú með því að eftir langa tvídrægni sem hér verið hefur í vorum kirkjusóknum í íslandi um messusálmana, svo sem oss er öllum kunnugt, er nú með Guðs ráði og hans náðar fulltingi svo langt kom- ið að sá heiðarlegi maður herra Guðbrandur Þoráksson hefur getað fullkomnað og endað þennan Grall- ara sem vér höfum eftir beðið svo að hann er nú prentaður á þann hátt sem góðir menn mega sjá... ... þar fyrir liggur stór magt á að vér verðum nú loksins allir á einu og tökum réttilega þessum Guðs velgjömingi að hann hefur látið oss líta þann dag að sú herfi- lega tvídrægni sem hér til verið hefur í kirkjunum má aftakast og að vér megum nú allir (ef vér ann- ars viljum) samhugaðir lofa og dýrica vom himneska Guð og Föður með einni röddu og samhljóðandi Ekki er aðeins minnst útgáfu merkrar bókar, segir Kristján Valur Ingólfsson, heldur einnig þess að þær grundvallarreglur um helgihaldið sem giltu við útkomu Grallarans og móta innihald hans, gilda enn í dag meðal lútherskra kirkna. lofsöngvum fyrir alla hans miskunn og velgjöminga. Og uppá það að ég ekki í nokk- um máta standi fyrir þessari kristi- legri einingu heldur sýni það að ég vildi gjama vera með hinum fyrstu sem henni taka með fögnuði, hef ég því samþykkur orðið að sami Grailari sem Herra Guðbrandur hefur nú á þessu ári prenta látið, haldist eftir þennan dag svo vel um allt Skálholts stifti sem um Hóla biskupsdæmi...“ Samkvæmt þessu bréfí hafði Guðbrandur biskup lokið verki sínu þegar bréfið var ritað. Það er undir- ritað hinn 26. nóvember 1594, og frá þeim degi tók gildi tilskipunin um að Grallarinn skyldi notaður í báðum biskupsdæmum. Sá dagur í Tumastöðum 1 Fljótshlíð Skógræktín á Tnmastöðnm í Fljótshlíð fagnar 50 áza afnudi um þessar mundir. Þe8S vegna er blásið til stórhátiðar langardaghm 10. sept kl. 2-5. ■ Fnóðleg sýning á verkfærum skógræktarinnar fyrr og nú. ■ Gönguferðir um skóginn undir leiðsögn heimamanna. Þeir þekkja umhverfið betur en handarbökin á sér. Óvæntir og líflegir tónar hljóma út úr skóginum og gefa ævintýrinu líf. ■ Fuglaskoðun undir leiðsögn Amar Óskarssonar fúglaskoðara. a Fljótshlíðingurinn Jóndi fiá Lambey sýnir málverk. ■ Enginn má fara svangur heim. Grillaðar SS pylsur, Pepsí-max, Emmess-is og Cóte d'or fiHinn metta litla munna. ; h El-Marino kaffi og kex fiá Rolf Johansen & co fyrir fúllorðna fólkið. ■ íslensk tréleikföng fiá Marin á Egjlsstöðum til sýnis og sölu. íslenskt hugvit úr íslenskum við. I Komið tfl okkar og njótið hauststemmningarinnar í fögm umhverfi. Við emm 8 km inni í I Fljótshlíðinni og afleggjarinn er merktur „Múlakot". Skógrækt með Skeljungi Kristján Valur Ingólfsson GRAJDWLE*^ <eg§3tMén&$ S5.ot faman trfm c<! jrrifui/ ttf mtfu eg (m^íhUgit (5tnfngar/i ptm <Sm>g og Crmmntutn/frm (SUttnmmffaí (jm. giaft z (fattöaft þtrr t Caniidfp. Itt Drtnnantmnm nf <Btitferanti2botíafg font._ TITILBLAÐ úr upprunalega Grallaranum frá 1594. má því vel kallast afmælisdagur Grallarans. Aðdragandi útgáfunnar — orsök tvídrægninnar Nú er það forvitnisefni í hveiju sú tvídrægni fólst sem Oddur biskup gerir að umtalsefni. Eins og fram kemur í formála Odds var með út- gáfu Grallarans fengin niðurstaða um það hvemig messan (og aðrar kirkjulegar athafnir, skím, hjóna- vígsla og útför) skyldi fara frant. Engin hliðstæð bók hafði verið til þá rúma fjóra áratugi sem liðnir vora frá því að kirkjuregla (ordin- ansía) Kristjáns III tók gildi á ís- landi. Ekki ber þó svo að skilja að kirkjan hafí verið bókarlaus allan þann tíma. Frá gildistöku ordinans- íunnar og þar til „Grallarinn" kom út, notuðust prestamir fyrst við þær bækur sem þeir höfðu áður haft í rómversk-kaþólskum sið, en með heimagerðum lagfæringum í sam- ræmi við leiðbeiningar kirkjuordin- ansíunnar um helgihaldið. Fyrstu bækumar á íslensku sem þeir fengu í hendur vom þessar: Handbók Mar- teins biskups Einarssonar 1555, Sálmakver Gísla biskups Jónssonar 1558, Guðspjallabók Olafs biskups Hjaltasonar 1562 og síðast Sálma- bókin 1589. Þessar bækur komu þó ekki á einingu um messusönginn, m.a. vegna þess að þær höfðu að geyma mismunandi þýðingar sömu sálma. Sumir hinna algengustu sálma siðbótarinnar höfðu verið þýddir af fleiri en einum þýðanda. Því gátu sömu sálmar verið í notkun í mismunandi myndum eftir kirkjum og kirlqusóknum og gat það valdið mglingi. En fleira kom til. Ekki var aðeins álitamál hvaða sálma ætti að syngja og hvaða gerð þeirra, heldur einnig í hve miklum mæli skyldi yfirleitt syngja sálma. Það var ekki fyrr en með Grallaranum 1594 sem fastmótuð regla var sett fram um það efni og samþykkt fyrir bæði biskupsdæmin; Hóla og Skálholt. Til þess tíma höfðu togast á mismun- andi sjónarmið um messuformið. Segja má að megin deiluefnið hafi 1 verið hyersu stóran þátt söngur ís- ( lenskra (íslenskaðra) sálma skyldi eiga í messunni. Þar sem lengst var gengið í því efni komu sálmar í stað allra fastra liða messunnar, þ.e.: Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus, Agn- us Dei, eða í stað þeirra allra söngva sem á íslensku nefnast miskunnar- bæn, dýrðarsöngur, trúarjátning, i heilagur, heilagur og lamb Guðs. | Astæðu þessarar togstreitu má rekja til þess að Marteinn Lúther hafði á ■ sínum tíma sent frá sér tvær megint- ( illögur að messuformi (Formula Missae og Deutsche Messe), þar sem einmitt þessi munur er á, að annars vegar heldur messan sinni hefð- bundnu uppbyggingu en hins vegar em settir sálmar í stað messuliðanna sem fyrr greinir. Með tímanum varð hin síðari i aðferðin ofan á í öllum ríkjum j Danakonungs, en þó síðast á Is- landi. Ástæða þess var fyrst og 1 fremst sú að með Grallaranum var i fundin lausn sem dugði í tvær ald- ir. Þar er hin venjulega sunnudags- messa meira í ætt við þá gerð sem syngur sálma í stað hinna föstu messuliða, en á hátíðum er haldið hinu hefðbundna formi. Í fyrstu útgáfum Grallarans var meira að segja gert ráð fyrir því að syngja mætti messuna að stórum hluta til á latínu þar sem latínusöngmenn væru. í öllum meginatriðum er Grallar- inn 1594 í samhljóðan við hliðstæð- ar bækur lútherskra kirkna á sínum tíma, enda sniðinn að fyrirmyndum þaðan. Hið sérstaka við hann er miklu fremur það hversu lengi hann hélt velli, eða í rúmar tvær aldir. Með útgáfu Grallarans var, líkt og við útgáfu Biblíunnar og sálmabók- arinnar, enn rennt stoðum undir viðgang íslenskrar tungu og menn- ingar. Markmið bókarinnar, eins og hinna, var þó fyrst og fremst kirkju- legs eðlis; að tryggja að samræmi f væri milli kirkjukenningarinnar og kirkjusiðanna. Hið sama meginhlut- verk er sameiginlegt öllum messu- bókum fyrr og síðar. Því má af- mæli Graliarans vera áminning um að messubækur og handbækur kirkjunnar em, þótt mannaverk séu, farvegur fagnaðarerindisins og skulu þjóna því. Og eins og með útkomu Grallarans var bundinn endi á heimasmíðaðrar neyðar- lausnir prestanna í handbókarleys- inu svo að eining og regla ríkti í kirkjunni, er það enn hlutverk hand- bóka kirkjunnar. Höfundur er rektor Skálholtsskóla. Fundað með sjálfstæð- iskonum á Austurlandi FYRIR skömmu átti ég þess kost að funda með austfirskum sjálf- stæðiskonum á Hall- ormsstað og var það afar ánægjulegur fund- ur. Þar var margt rætt, m.a. um störf Alþingis og ríkisstjómar Davíðs Oddssonar. Var einkum minnt á þann stöðug- leika og árangur í efna- hagsmálum sem helst hafa einkennt störf hennar. Þá var mikið rætt um störf Alþingis á þessu kjörtímabili og ljóst að löggjafarstarfið hefur skilað verulegum árangri. Þannig hefur verið lögð mikil áhersla á bætta réttarstöðu ein- staklingsins í þjóðfélaginu, bæði Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! með miklum breyt- ingum á réttarfars- löggjöf, nýjum stjómsýslulögum og lögfestingu á mann- réttindasáttmála Evrópu, svo dæmi séu tekin. Ennfremur hefur verið lögð rík áhersla á stöðu fjölskyldunn- ar, t.d. með nýjum hjúskaparlögum og barnalögum. Hegn- ingarlögum hefur verið breytt, ekki síst til hagsbóta fyrir konur og börn. Þá hefur einnig verið fjallað mikið um mál sem fyrst og fremst snerta réttindi kvenna, svo sem um stöðu brotaþola í kynferð- isafbrotamálum. Unnið hefur verið að nýjungum í umferðarlögum, sem ætlað er að draga úr slysa- hættu hjá bömum og ungmennum. Þetta em aðeins fá dæmi af mörg- um merkum nýjungum í löggjöf. I kjölfar þessarar umræðu vaknaði m.a. sú spurning í hveiju fælist þá sérstaða Kvennalistans á Alþingj. Vikublaðið hafði þá Sólveig Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.