Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 28

Morgunblaðið - 10.09.1994, Side 28
28 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐBJARTUR CECILSSON + Guðbjartur Cecilsson fædd- ist á Búðum undir Kirlqufelli 7. mars 1927. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Grundarfirði 4. september síðast- liðinn. Guðbjartur ólst upp á Búðum ásamt þremur ung- um bræðrum og einni systur, en föður sinn missti hann ungur. Árið 1944 flytur fjöl- skyldan inn til Grundarfjarðar og byggir hús að Grundargötu 17 og bjó Guðbjartur þar alla tíð með Bæringi bróður sínum og seinna einnig Rósu eigin- konu sinni. Guðbjartur kvænt- ist Rósu Sigurþórsdóttur 1986, eftir þrettán ára sambúð, og gekk fjórum dætrum hennar frá fyrra hjónabandi í föður stað, en þær eru: Kristín M. Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Ingunn L. Guðmundsdóttir og Hraundís Guðmundsdóttir. Eftir aðeins fjögurra ára hjónaband lést _ Rósa í aðgerð og var það Guð- bjarti mikið áfall. Systkini Guð- bjarts voru fjögur: Kristín, f. 20. júní 1921, húsmóðir i Stykk- ishólmi, var gift Haraldi Isleifssyni sem nú er látinn og eignuðust þau þijú börn; Bæring, f. 1923, Ijósmyndari, einhleypur en hélt hús með Guðbjarti, Soffanías, f. 1924, forstjóri, kvæntur Iluldu Vilmundar- dóttur og eiga þau fjögur börn; Páll, f. 1932, kvæntur Björk Guðlaugs- dóttur og eiga þau þrjú börn. Foreldr- ar Guðbjarts voru Kristín Run- ólfsdóttir, f. 21. febrúar 1896 í Naustum, d. 16. október 1972, húsmóðir, Búðum, dóttir Pálínu Pálsdóttur og Runólfs Jónat- anssonar bónda, Naustum í Eyrarsveit, og Cecil Sigur- björnsson, f. 22. ágúst 1896 á Setbergi i Eyrarsveit, en hann fórst með ms. Papey 20. febr- úar 1933 eftir ásiglingu við þýskt skip skammt frá Engey. Hann var sonur Sigurbjöms Helgasonar, bónda á Setbergi og Soffíu Jónsdóttur. Guðbjart- ur vann sem vélstjóri í landi hjá Soffaníasi bróður sínum allt til dánardags. Útför Guð- bjarts fer fram frá Grundar- íjarðarkirkju í dag. BATTI, eins og Guðbjartur var ætíð kallaður, var vinnusamur, reglusamur og greiðasamur í fyllstu merkingu þess orðs. Það er erfitt að átta sig á og sætta sig við skyndilegt fráfall góðs vinar og fé- laga. Kynni okkar Batta hófust 1963 er ég fékk hann til aðstoðar við byggingu og rekstur laxa- og haf- beitarstöðvarinnar Láróss í Eyrar- sveit. Við áttum margar gleði- og ánægjustundir í 30 ára samstarfi sem aldrei bar skugga á. Góður maður ber gott fram úr hjarta sínu og það gerði Batti. Ég kveð góðan vin og félaga með söknuði og votta aðstandendum samhryggð mína. Jón Kr. Sveinsson Kynni okkar Guðbjarts, eða Batta eins og hann var ætíð kallað- ur, hófust í september 1982 þegar ég hóf störf hjá Soffaníasi bróður hans. Ekki grunaði mig þá að ,%nokkrum árum seinna yrði hann tengdafaðir minn. Batti giftist seint, eða ekki fyrr en 1986 eftir langa sambúð með Rósu Sigurþórs- dóttur. Það sumar hófst samband okkar Sigurbjargar en hún er ein af íjórum dætrum Rósu af fyrra hjónabandi sem Batti gekk í föður- stað og má með sanni segja að hann hafi reynst þeim öllum sem best hann gat. Eftir aðeins fjögurra ára hjóna- band lést Rósa, langt um aldur fram. Eftir lát Rósu varð Batta oft að orði hvers vegna hann mætti ekki fara líka og okkur sem um- gengust hann daglega er ljóst að hann kvaddi þennan heim sáttur við guð og menn. Hann kvaddi eins og hann hefði viljað, en Batti varð bráðkvaddur, í kaffihléi frá vinnu, á heimili sínu. Þrátt fyrir umræður um dauðann var Batti mjög lífsglað- ur og oftast sá hann spaugilegu hliðina á vandamálum sem öðrum málum. Batti var sannkallaður þúsund- þjalasmiður og til eru margar sögur af verkum sem hann leysti eftir að lærðari menn voru orðnir ráðalaus- ir. Við uppbyggingu fyrirtækis Soffaníasar naut Batti sín til fulls og er vægt til orða tekið að segja að vinnustaðurinn hafi verið hans annað heimili og var vinnutíminn oft langur. Batti leysti sem best hann gat úr málum allra sem til hans leituðu og voru þeir ófáir. Þann tíma sem ég starfaði sem vélstjóri hjá sama fyrirtæki gat ég farið með öll vandamál til hans og vitað að úr þeim yrði leyst. Batti slasaðist illa daginn fyrir sextugsafmælið sitt 1987 og fannst honum sem hann yrði ekki jafn góður eftir það. Ekki hvarflaði að mér þegar ég kynnist Batta og síð- ar Rósu að á fjórum árum myndi ég fylgja báðum til grafar eftir svip- leg og ótímabær dauðsföll þeirra beggja. Þegar Rósa lést ákvað Sigurbjörg að við skyldum flytja til Grundar- fjarðar svo hún gæti hjálpað til með Batta og voru þeir bræður eftir það í fæði hjá okkur. Missir sambýlis- konu minnar er mikill en Batti var hvort tveggja, faðir og besti vinur hennar. Að lokum vil ég segja að minn- ingin um góðan mann sem vildi öllum vel lifir. Kristján B. Larsen. Guðbjarti, sem manna á milli var ævinlega kallaður Batti, kynntist ég fyrst um 1960, þegar ég var fenginn til að sinna vatnsveitumál- um í Grundarfirði (þorpið hét þá reyndar Grafarnes). Á það reyndi við gerð vatns- veitunnar, sem hann stóð að veru- legu leyti að með Halldóri Finn- syni, sem var nú einn sérstæði persónuleikinn enn, sem alltaf vissi hvað hann söng. Halldór var odd- viti á þeim tíma, og þar eð hann taldi kjósendur sína véra of fáa, kom hann þeim upp ásamt konu sinni, og afleiðingarnar voru aug- Ijósar: strax og það fólk fékk kosn- ingarrétt, fékk Sjálfstæðisflokkur- inn meirihluta í hreppsnefnd Fallegt og varan- legt á leiði Smíðum krossa og ramma úr ryðfríu stáli, hvíthúðaða. Einnig blómakrossa á leiði. Sendum um land allt. Ryð- frítt stál endist um ókomna tíð. Sendum myndalista. Blikkverk sf., sími 93-11075. staðarins (og það þótt ekki væri meiri hluti kjósenda á sama máli við kjörborðið). Kom þar einnig til dyggileg stoð í Árna Emilssyni og hans fólki ásamt fleiri frammá- mönnum svæðisins. Cecilssynir voru fjórir og til allr- ar hamingju fyrir sveitina var eng- inn eins og fólk er flest. Soffanías var og er þeirra fjármálasnillingur, en hann kunni að fjárfesta aldrei meiru en hann átti sjálfur. Aðrir útgerðarmenn á landinu hafa yfir- leitt eytt sínu, ef eitthvað hefur verið, og notað til þess sparifé landsmanna, sem þeir í sakleysi sínu geymdu í bönkum, sem sum árin stálu hreinlega hluta sparifjár- ins, mismiklum þó. Bæring er ann- ar, fréttaritari og snjall frétta- myndari sjónvarps, en Páll er verk- stjóri, Batti einn í öllu og allir í fískvinnslu bróðurins, Soffaníasar. Þjóðfélagið hefur refsað Soffaníasi árum saman með því að gera upp- tækar eigur hans á ársgrundvelli (eins og það heitir á stofnanamáli) með því að leggja á hann hæstu skatta Vesturlands. Batti var eitthvert mesta efni í verkfræðing, sem ég hefi nokkru sinni kynnzt, einstakur mannkosta- maður, ósérhlífmn og velviljaður. í minni sveit eru þó slíkir eiginleikar ekki taldir til gildis, en voru það heldur betur þá í Grundó. Sem dæmi um snilli Batta vil ég til- greina atvik, sem lýsir manninum vel. Við Halldór Finnsson höfðum talið nauðsynlegt að koma upp vatnsgeymi í fjalli ofan við byggð- arlagið, og hafði Halldór fest kaup á geyminum, sem stóð niðri við höfn. Geymirinn var á að gizka 8-12 tonn að þyngd og yfir mýri að fara að hluta og vegleysu meiri hlutann. Menn veltu mikið vöngum yfir þessu máli án þess að niður- staða fengist. Batti hefur greinilega hugsað sitt, því að einn morguninn var geymirinn horfrnn frá höfninni og kominn upp í fjall. Batti hafði al- einn eina nóttina tekið geyminn af undirstöðu, flutt hann upp eftir í fjallshlíðina og enginn orðið var við flutningana. Geymirinn í fjallinu skartaði snilli Batta. Þá nótt sváfu Grundfirðingar fast, allir nema einn. Batti kvæntist frænku sinni, Rósu Sigurþórsdóttur, árið 1986, en hún lézt eftir aðeins fjögurra ára hjónaband. Hann reyndist henni og börnum hennar frá fyrra hjónabandi hið bezta, enda kölluðu þau hann alltaf afa og var hlýja í röddinni, þegar það var sagt. Rósu missti Batti af afleiðingum upp- skurðar, sem annars er hættulítill, og var það fyrsta stóra áfallið, sem Batti varð fyrir. Tók hann það afa nærri sér alla tíð síðan. Annað áfall fékk hann í vinnuslysi, höfuð- meiðsl, og varð aldrei heill heilsu af því. Þriðja áfallið varð svo fyrir nokkrum dögum, að hann lagði sig til hvíldar á sófann sinn, en bað Bæring bróður sinn að biðja um lækni, því að það væri eitthvað að sér. Fimm mínútum seinna var hann allur. Allt sitt líf var hann svona: stillt- ur og æðrulaus, fór sínar eigin leið- ir í hljóði og var ekki nokkrum manni til ama. Það er stórt skarð fyrir skildi, þegar Batta vantar í Grundarfjörð og í mínum huga verður byggðar- lagið aldrei það sama. Batti sagði mér eitt sinn, að hann hefði gengið nokkrum sinnum á Kirkjufell og verið svona 20 mínútur upp. Kirkjufellið er eitt- hvert fallegasta fjjall landsins. Batti er vafalaust núna að fara upp á sitt Kirkjufell, en það Kirkju- fellið er búið til úr beztu eiginleik- um Batta: heiðarleika, dugnaði, ósérhlífni og snilli. Það er hans við- hafnar-Benzi á þeirri leið og nesti til góðs endis þeirrar ferðar hefur Batti þar með í ríkum mæli. Batta þakka ég þriggja áratuga vináttu, sem aldrei bar minnsta skugga á. Sveinn Torfi Sveinsson. Sunnudaginn 4. september síð- astliðinn barst mér sú dapurlega fregn að Guðbjartur móðurbróðir minn væri látinn. Ég hafði hitt hann á heimili hans þremur dögum áður, glaðan og frískan. Þá kenndi hann sér einskis meins. Ég vissi reyndar að fyrir nokkrum árum hafði hann slasast og hlotið meiðsl er seint greru. Nú var hann orðinn frísklegur aftur. Stór, bráð krans- æðastífla varð banamein hans. Guðbjartur eða Batti eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á Búðum framan undir Kirkjufelli í Grundarfirði. Hann var fjórði í röð- inni af fimm systkinum. Föður sinn missti hann sex ára og var því lífs- barátta móðurömmu minnar hörð með bömin. Ekki tíðkaðist að kvarta i þá daga. Þau systkin ólust upp á Búðum hjá móður sinni og varð Batti snemma að vinna hörðum höndum fyrir lífsbjörginni. Búið var lítið en mikil björg sótt í sjó og ny- tjar til lands voru alltaf einhveijar. Fáa vissi ég fímari við klifur í Kirkju- felli en þá bræður Guðbjart og Bæring við eggjatöku hvert vor. Vorið 1945 brugðu þau búi Krist- ín amma mín og synir hennar og fluttu þá í nýbyggt hús þeirra í Grundarfjarðarþorpi á Grundargötu 17. Þar átti Batti heimili ætíð síð- an. Kristín móðir mín hafði flutt að heiman áður. Batti stundaði bif- reiðaakstur og afgreiðslustörf í versluninni Gmnd og síðar vélgæslu og fiskvinnslustörf hjá útgerð Soff- aníasar bróður síns til hinsta dags. Ég minnist alltaf með gleði og virðingu heimsókna og stuttrar dvalar á sumrin á heimili ömmu og móðurbræðra minna. Þar ríkti glað- værð og einstök samheldni sem við næsta kynslóð drukkum í okkur. Ekki var Batti langskólagenginn en samt ótrúlega skemmtilegur við- mælandi heim að sækja og engin lognmolla yfír skoðunum hans. Batti var samviskusamur með af- brigðum og hjálpsamur maður. Ekki hugsaði hann um launin fyrir viðvikin. Hann var sá sem alltaf var sæll að gefa. Kristín móðuramma mín lést 1972 en hún hélt heimili með þeim bræðrum, Guðbjarti og Bæring, til síns síðasta dags. Árið 1973 kom Rósa Sigurþórs- dóttir á heimili Guðbjarts. Felldu þau hugi saman og gengu í hjóna- band. Dætrum Rósu var Batti sem besti faðir. Þau áttu 17 góð ár sam- an en Rósa féll skyndilega frá vetur- inn 1990 og tók Batti fráfall henn- ar nærri sér. Ég kveð í dag þennan móður- bróður minn sem mér fannst öðling- ur að manni, reglusamur, ósérhlíf- inn og duglegur. Stundir okkar saman í seinni tíð voru allt of fáar sakir fjarlægðar. Hann verður lagður til hinstu hvílu í Setbergskirkjugarði við hlið konu sinnar, en þaðan blasa við Kirkjufellið og æskustöðvamar við Grundarfjörðinn. Blessuð sé minning hans. Gylfi Haraldsson. KRISTININGVADOTTIR + Kristín Ingva- dóttir fæddist á Akureyri 16. októ- ber 1953. Hún lést á Landakotsspítala 31. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Ólína Halldórsdóttir og Ingvi Hjörleifsson. Systkini Kristínar eru Halldór, Hjör- dís, Árni og Gróa Bryndís. Kristín giftist 27. ágúst 1977, Birni Sveins- syni Iögreglu- manni á Keflavíkurflugvelli. Foreldrar Björns eru hjónin Þóra Björnsdóttir og Sveinn Sveinsson bifreiðastjóri. Börn Kristínar og Björns eru tvö: Ægir Orn, sem er fæddur 22. ágúst 1979, og Ósk, fædd 18. ágúst 1990. Kristín og Björn bjuggu allan sinn búskap í Ytri- Njarðvík. Kristín vann lengst af hjá Útvegibankanum og síð- ar íslandsbanka í Keflavík. Út- för hennar fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag. SUMAR fregnir koma við okkur sem hnífsstunga og á eftir fylgir níðþung, þrúgandi tilfinning, sem fyrst í stað kallar á viðbrögð höfn- unar. Við hreinlega neitum innst inni að trúa því, þegar mjög kær vinur fellur frá. Við vinkonurnar, sem nú kveðjum Krist- ínu, höfum átt samleið með henni í allmörg ár. Nú sækja minningarn- ar að okkur og svo mun verða um ókomna framtíð. Við áttum margar góðar stundir með Kristínu, bæði við pílukastkeppni og einnig þess utan, en við áttum líka svo sem margt ógert saman. Hún var glaðvær og hafði næmt auga fyrir góðum húmor. Hún var orðheldin, hafði ákveðnar skoðanir á málum og var mjög rökföst ef því var að skipta. A kveðjustundu erum við þakklátar fyrir að hafa kynnst Kristínu og hafa átt hana sem vin. Megi algóður guð vaka yfir Birni og börnunum, veita þeim, foreldr- unum og öðrum aðstandendum huggun og frið. Jakobína, Inga Hrönn, Kolbrún, Móeiður, Sonja og Sveindís. Er við, fyrrverandi samstarfsfólk Stínu, fréttum nú fyrir nokkrum vikum að hún væri með ólæknandi krabbamein, tók það mjög á okkur. Þessi lífsglaða og skemmtilega stúlka, sem hafði unnið með okkur mörgum í svo mörg ár, hennar tími var kominn, svo langt um aldur fram. Við eigum svo erfitt með að skilja af hveiju ungt fólk, fólk á besta aldri, fær sitt hinsta kall þeg- ar svo mörg ár virðast blasa enn við. En í Davíðssálmi númer 139 segir svo: „Beinin í mér voru þér eigi hulin þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orð- inn. En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð.“ Við skiljum ekki og við fáum engu ráðið, líf mannsins er eins og blóm á grasi sem í dag stendur en er horflð á morgun, Drottinn gaf og Drottinn tók, blessað veri nafn Drottins. Við erum þakklát fyrir það sam- starf og þau samskipti sem við átt- um við Stínu. Kæru, Björn, Ægir Örn, Ósk og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um Krist- ínu okkar Ingvadóttur ávallt hlýja okkur öllum um hjartarætur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Samstarfsfólk íslandsbanka, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.