Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.09.1994, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Stj órn Ósvarar hafnar samstarfi við Þuríði hf. STJÓRN Ósvarar hf. í Bolungarvík hafnaði í gær ósk stjómar Þuríðar hf. um samstarf eða sameiningu fyrirtækjanna. Stjóm Ósvarar segir í bréfí til Þuríðar að ekki liggi fyrir sýnilegar eða tölulegar niðurstöðu um hagkvæmni þess að gengið verði til sameiningar fyrirtækjanna. Stjórnin lýsir sig hins vegar reiðubúna til viðræðu við Þuríði um við- skipti milli fyrirtækjanna sem treyst geti rekstrargrundvöll Ósvarar hf. Eftir að Einar Guðfínnsson hf. stjóm Ósvarar sæi ekkert sem varð gjaldþrota vom fyrirtækin Ósvör og Þuríður stofnuð til að kaupa eignir þrotabúsins. Ósvör keypti skipin og Þuríður físk- vinnsluhúsin. Gmnnt hefur verið á því góða milli fyrirtækjanna og kemur þar margt til. Þuríður hefur átt í erfíðleikum með að fá nægi- lega mikið hráefni, en Ósvör hefur selt aflann á hæsta verði m.a. til ísafjarðar. Björgvin Bjamason, fram- kvæmdastjóri Ösvarar, sagði að gæfí tilefni til að ætla að samein- ing fyrirtækjanna myndi leiða til hagræðingar eða ávinnings fyrir þau. Hann sagði að það kunni að vera að einhveijir væra þeirrar skoðunar að sameining fyrirtækj- anna væri hagkvæm fyrir bæj- arbúa, en hann sagðist sjálfur ekki sjá hagkvæmnina. Björgvin sagði að Ósvör hefði ekki efni á að selja aflann nema á hæsta fáan- lega verði. Hann sagði að Ósvör hefði tapað 3 milljónum króna ef fyrirtækið hefði selt rækjuaflann til Þuríðar frekar en til Ísaíjarðar. Ósvör hefði ekki efni á því að tapa 3 milljónum. Afstaða Osvarar furðuleg Valdimar L. Gíslason, fram- kvæmdastjóri Þuríðar, sagði að þessi niðurstaða kæmi sér svo sem ekki á óvart. Ósvör hefði áður hafnað samstarfí við Þuríði. Hann sagði afstöðu Ósvarar furðulega og ekki síður bæjarins, en Bolung- arvíkurbær á 64% í Osvör. Hann sagði að svo virtist sem Ósvör teldi ekki þörf á að skapa vinnu í bæn- um. Lögð væri áhersla á að flytja aflann til annarra byggðarlaga til vinnslu. Um 80 manns hafa starfað hjá Þuríði að undanfömu. Valdimar sagði að allt yrði gert til að halda þessu fólki áfram í vinnu hjá Þur- íði, en hann sagði að búast mætti við því að minna verði að gera hjá Þuríði enannars hefði orðið. Valdi- mar sagði að Þuríður hefði verið reiðubúin til að kaupa rækju af Ósvör á sama verði og aðrir kaup- endur. Fullyrðingar Ósvarar- manna um annað væm ósannar. Valdimar sagðist gera sér vonir um að Þuríður fengi fyrirgreiðslu úr Vestfjarðahjálp þrátt fyrir þessa niðurstöðu. Stjóm Þuríðar stæði í viðræðum við aðra aðila í útgerð utan Bolungarvíkur og sagðist hann gera sér vonir að þær leiði til jákvæðrar niðurstöðu. Lægra olíuverð í Smugu LÍÚ HEFUR sent útgerðarmönn- um bréf þar sem óskað er eftir að þeir áætli hvað þeir séu reiðu- búnir til að kaupa mikla olíu í Smugunni. Olíufélögin vinna að því að lækka verð á olíu sem seld er í Smugunni, en hún er yfír 30% dýrari en olía á íslandi. Ef útgerð- armenn geta veitt tryggingar fyrir ákveðnu magni af olíu em taldar góðar líkur á að takist að lækka verðið á olíunni. Olían í Smugunni er 30% dýrari Morgunblaðið/Helgi Bjamason Menn Zink Corp. kynna sér aðstæður TÆKNIMENN frá bandaríska fyrirtækinu Zink Corporation em staddir hér á landi til að kynna sér aðstæður til að reisa verksmiðju og hefja framleiðslu á sinki á Suðvesturlandi. Markaðsskrifstofa iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkj- unar hóf í ársbyijun markaðs- kynningu í Bandaríkjunum, þar sem haft var samband við 700 fyrirtæki sem stunda orkufrek- an iðnað. Koma bandarísku tæknimannanna er afrakstur þessa starfs, en málið mun enn á fmmstigi. Heimsframleiðsla á hvíta málminum sinki nemur 6-7 milljónum tonna á ári. Þriðj- ungur framleiðslunnar er not- aður til að húða stál gegn tær- ingu. — Haustslátr- j un hafin Húsavík - Haustslátmn sauðfjár hjá sláturhúsi Kaupfélags Þingey- inga á Húsavík hófst þriðjudaginn 6. september sl. og á henni að ljúka 14. október. Áætlað er að slátra rúmlega 36 þúsund fjár, sem er aðeins færra en sl. haust. Minni vænleiki Álitið er að vænleiki dilka verði frekar lakari á þessu hausti en í fyrra, þrátt fyrir gott sumar. Það fer að óskum kjörþyngdar neyt- enda en ekki framleiðenda eins og gefur að skilja. Slátursala er hafín, en hún er mikil hvert haust, enda telja marg- ir sig þar gera bestu matarkaupin bæði hvað holiustu og verði við- kemur. Algengast er að skip noti flot- olíu, sem er um 7% ódýrari en gasolía. í Smugunni eiga skipin aðeins völ á gasolíu og er verðið á henni yfír 30% hærra en á flotol- íu heima á íslandi. Friðrik Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Tanga á Vopnafírði, sagði að það væri mikið hagsmunamál útgerð- arinnar á íslandi að lækka olíu- verð í Smugunni. Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins, sagðist ekki geta svarað því hvað mögulegt væri að lækka verðið á olíunni mikið. Nú er í Smugunni norskt olíu- skip, sem selur olíu fyrir milli- göngu íslenskra olíufélaga.' Rætt hefur verið um að senda skip frá Islandi með olíu, en Geir sagði að óvíst væri hvort það yrði nokkuð ódýrara en núverandi fyrirkomu- lag. ------» ♦■■■♦---- Ari stefnir á 7. sæti ARI Edwald aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra ætlar að sækjast eftir 7. sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. „Það viðhorf hefur verið uppi innan Sjálfstæðisflokksins að fela ungu fólki meiri ábyrgð og ég tel mig vera að svara því kalli. Og með því að sækjast eftir 7. sætinu tel ég mig vera að koma því til skila að mér sé full alvara og tilbú- inn að vera í straumkastinu," sagði Ari við Morgunblaðið. Varðskipið Oðinn aftur í Smuguna VARÐSKIPIÐ Óðinn var vænt- anlegt á veiðisvæði íslenzkra togara í Smugunni í Barents- hafi snemma í morgun. Skipið fór frá Hammerfest um hádegi í gær eftir að hafa fengið alla þjónustu, sem það óskaði eftir; olíu, vatn, vistir og lyf. Tveir af sex slösuðum og veikum sjó- mönnum, sem skipið kom með til Hammerfest, fóru út með því aftur að lokinni læknis- skoðun. Myndin var tekin þegar sjó- mennirnir sex biðu örlaga sinna í yfirmannamessanum um borð í Óðni í höfninni í Hammerfest. Næstur á mynd- inni er Jóhann Halldórsson af Sigli og Ingvar Freysteinsson af Barða, þá Bragi Einarsson af Júlíusi Geirmundssyni og Ólafur Henriksen af Siglfirð- ingi og aftastir eru Ingvar Stefánsson af Margréti og Davíð Sveinsson af Snorra Sturlusyni. Ingvar Freysteinsson og Ólafur fóru aftur með Óðni í Smuguna en hinir sjómennirn- ir komu heim í gær. Strand- gæsluskipið Nordkapp hefur nú ieyst Grimsholm af hólmi á miðunum. Enn fiskast lítið hjá íslensku skipunum. Félagsmálaráðherra vill meira fiármagn í húsbréfakerfið Viðræður við lífeyris- sjóðina í næstu viku „STJÓRN Húsnæðisstofnunar rík- isins hefur óskað eftir að gefínn verði út nýr flokkur húsbréfa og ég mun taka upp viðræður við fjár- málaráðherra um það eftir helgi. Mér fínnst ljóst að ekki verði hjá því komist að leggja meira fé í húsbréfakerfið. Það er svo aftur áhyggjuefni hve illa gengur að fjármagna kerfíð innanlands og ég átti viðræður við forseta ASI um hvemig kalla mætti Iífeyris- sjóðina til liðs við ríkið. Forsvars- menn lífeyrissjóðanna verða kall- aðir til þessara viðræðna í næstu viku,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson, félagsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Af 11,5 milljörðum sem Hús- næðisstofnun hefur heimild fyrir á árinu til að lána í húsbréfakerf- inu em nú eftir um 1,3 milljarðar og reiknar Húsnæðisstofnun með að búið verði að ráðstafa því fé innan mánaðar. Talið er að þörf sé á 2-3 milljörðum króna til við- bótar, en að meðaltali em afgreidd húsbréfalán fyrir um einn milljarð á mánuði. Viðbót á lánsfjárlögum Guðmundur Ámi sagði að vaxtalækkun hefði hleypt nýju lífí ILLA gengur að fjármagna húsnæðiskerfið innanlands. í fasteignamarkaðinn, svo eftir- spum eftir húsbréfum hefði orðið mun meiri en búist hefði verið við. „Það er jákvætt í sjálfu sér, en það verður ekki hjá því komist að setja meiri pening í húsbréfakerf- ið, því það er mikilvægt að það gangi eðlilega fyrir sig. Það þarf því að bæta við á lánsfjárlögum yfirstandandi árs.“ Guðmundur Árni sagði að illa hefði gengið að fjármagna hús- bréfakerfíð innanlands. Hann kvaðst hafa átt viðræður við Bene- dikt Davíðsson, íorseta Alþýðu- sambands íslands, um þessi mál í gær. „Við ræddum um hvernig: 1 kalla mætti stærstu fjármagnseig- i I endurna, lifeyrissjóðina, til liðs við I ríkissjóð með því að kaupa bréf á Þe™ kjömm sem ríkissjóður er tilbúinn að taka. Verkalýðshreyf- ingin og ríkissjóður hafa gagn- kvæman ávinning af því að halda niðri vöxtum, en jafnframt að spamaður sem til verður hér á landi skili sér til almennings, en ekki á erlendan fjármagnsmarkað. Við köllum forsvarsmenn lífeyris- sjóðanna til þessara viðræðna í , næstu viku, því svona getur þetta ekki gengið lengur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.