Morgunblaðið - 10.09.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.09.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter MARK Single, ríkisstjóri Pennsylvaníu hughreystir tvo bræður, Jason og Justin Moka, sem voru sjónarvottar að flugslysinu. RÚMLEGA hálfri stundu eftir að vélin fórst, mátti sjá reykjar- mökk stíga upp af slysstað í um 9 km fjarlægð. 132 fórust með Boeing 737-300 nærri Pittsburgh í Bandaríkjunum Flugvélin virtist missa afl og steyptist til jarðar Aliquippa. Reuter. EKKI er vitað hvað varð til þess að Boeing-þota USAir flugfé- lagsins fórst skammt frá Pittsburg í Bandaríkjunum í fyrra- kvöld og 132 með henni. Sjónarvottar sögðu vélina hafa steypst til jarðar en svo virtist sem hún hefði misst afl. Unnið var í gær að rannsókn á slysstað í skóglendi en vélin brotlenti í gljúfri. Rannsóknarmenn frá bandaríska flugöryggisráðinu hafa nú þegar fundið svarta kassa vélarinnar og er hann nú til rannsókn- ar. Að sögn sjónarvotta var aðkoman skelfileg, lík og líkams- hlutar á víð og dreif um svæðið. Er þetta alvarlegasta flugslysið í Bandaríkjunum í sjö ár. Vélin var í aðflugi að flugvellinum í Pittsburgh er hún fórst kl. 19.19 að staðartíma, 23.19 að ísl. tíma. Var veður ágætt, kyrrt og heiðskírt. Vélin kom frá Chicago og átti að halda áfram til West Palm Beach á Flórída. 127 farþegar voru um borð og fimm manna áhöfn. Að sögn Patricks Boyle, yfir- manns flugmála við alþjóðaflug- völlinn í Pittsburgh, missti vélin ratsjársamband þegar hún var um 11 kflómetra norðvestur af flug- veliinum og var hún þá í 6.000 feta hæð. Aður en sambandið rofn- aði við vélina var ekkert sem gaf til kynna að eitthvað væri að. Ber ekki saman Sjónarvottum ber ekki alveg saman um hvemig vélin hrapaði, sumir segja hana hafa misst afl og fallið beint niður en aðrir hafa lýst því hvemig hún hafí hringsnú- Kl. 19:03 aö staöartíma Hreyflarnir stöðvast Knight-Ridder Tribune Kl. 19:09 aö staðartíma Áætluð lending í Pittsburgh Lýsing nokkurra sjónarvotta Lýsing á slysinu þegar Boeing 737-300 flugvélin frá USAir fórst Frásögnum ber ekki alveg saman um hvort vélin snerist er hún steyptist til jarðar. ö Pað drepst á hreyflunum, vængir vélarinnar byrja að titra Hún hverfur af radar hjá flugturni 0 Búkurvélarinnarvelturalltaðþrjáhringi @ Flugvélin steypist á nefið til jarðar og brakið úr henni finnst tæpa 2 km frá slysstað Boeing-737 vél frá USAir brotlenti nærri Pittsburgh-flugvelli á fimmtu- létust allir REUTER Véfin átti að milíilendaí borginni á leiðfrá Chicagotil WestPalm Beach ist á leið til jarðar þar sem hún sprakk í gili í skóglendi, tæpum km. frá verslanamiðstöð. Rannsóknarmenn segja það geta tekið margar vikur að komast að orsök slyssins vegna þess hversu illa flakið er farið. Þá er talið ólíklegt að það takist að bera kennsl á öil líkin. Þetta er fímmta slysið sem verð- ur hjá USAir á fimm árum. Það síðasta varð við borgina Chariotte í júlí, en þá fórast 37. Talsmenn félagsins sögðu að ekkert benti til þess að tengsl væru á milli slys- anna. Ekki sömu undirgerðar og vélar Flugleiða Flugleiðum, samstarfsfélagi USAir, höfðu ekki borist neinar upplýsingar frá Bandaríkjunum, en Boeing-verksmiðjumar senda jafnan upplýsingar um vélar, hreyfla og það sem vitað er um tildrög slysa til þeirra flugfélaga sem fljúga Boeing-vélum. Hjá Steve Thieme, talsmanni Boeing fengust þær upplýsingar að vélin sem fórst hefði verið af gerðinni 737-300 en hreyflamir era frá General Electric & Snecma af gerð- inni CFM56-3D1. Vélar Flugleiða era hins vegar Boeing 737-400 og hreyfiamir CFM56-3C. Boeing 737-þotumar eru vin- sælustu farþegaflugvélar sem framleiddar hafa verið, rúmlega 2.600 vélar hafa verið framleiddar á 27 áram. USAir fengu vélina nýja árið 1987 og var hún síðast skoðuð í júlí á þessu ári. Serbar hafa samþykkt eftirlit á landamærum New York. Reuter. SLOBODAN Miiosevic, forseti Serbíu, hefur fallist á málamiðlun- artillögu um eftirlit með viðskipta- banninu á Bosníu-Serba og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í framhaldi af því slaka á refsiað- gerðum gegn Serbíu strax í næstu viku. Var skýrt frá þessu í banda- ríska dagblaðinu The New York Times í gær og síðar um daginn staðfesti aðstoðarutanríkisráðherra Noregs frétt þessa. Bosníu-Serbar hafa hafíð mikla sókn gegn múslim- um f Bihac. Blaðið sagði, að fyrstu fréttir af samkomulaginu hefðu komið frá franska utanríkisráðuneytinu, sem tilkynnti, að stjórnin í Belgrad hefði • • Oryg-g-isráðið mun draga úr refsiaðgerðum í næstu viku samþykkt alþjóðlegt eftirlit á landa- mæram Serbíu og Bosníu. Þannig yrði unnt að fylgjast með því að Serbar stæðu við fyrirheit um að hætta hernaðariegum stuðningi við Bosníu-Serba. Samstarfshópurinn svokallaði, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Rússland, tilkynnti á miðvikudag, að dregið yrði smám saman úr refsiaðgerðum gegn Serb- um éf þeir féllust á eftirlit og The New York Times segir, að allt að 200 eftirlitsmenn muni fylgjast með á landamærum Bosníu og Serbíu. Serbar hefja árásir á ný Sveitir Bosníu-Serba studdar skriðdrekum náðu í gær á sitt vald tveimur brúarsporðum í Bihac-hér- aði, sem múslimar ráða, og Serbar í Krajina-héraði í Króatíu gerðu eldflaugaárás á bæinn Velika Klad- usa í Bosníu. Ekki var þó talin hætta á, að varnir múslima væru að bresta en Rauði krossinn sakar Serba um að halda áfram þjóðar- hreinsunum í Norðaustur-Bosníu. Reuter Viðræður N-Kóreu og Bandaríkjanna Valdataka Kimsdregst á langinn Tókýó. Reuter. KIM Jong-il var ekki viðstaddur þjóðhátíðarhöld í Norður-Kóreu í gær en getgátur höfðu verið um, að hann myndi þá taka formlega við af föður sínum heitnum, Kim Il-sung, sem leiðtogi landsins. í dag hefjast aftur viðræður Bandaríkj- anna og Norður-Kóreu um sam- skipti ríkjanna. Þjóðhátíðardagurinn í Norður- Kóreu leið án þess að Kim Jong-ils væri að nokkra getið og þykir nú líklegra, að hann muni taka við 16. október en þá verður 100 daga þjóð- arsorg vegna fráfalls Leiðtogans mikla um garð gengin. Yonhap- fréttastofan í Suður-Kóreu hefur það einnig eftir Pak Song-chol, varaforseta Norður-Kóreu, að Kim muni þá taka við. Vilja friðarsamning við Bandaríkin Viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um samskipti ríkj- anna hefjast aftur í dag, laugardag, í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, og síðan í Berlín. Verður annars vegar rætt um að rflcin skiptist á fulltrúum og hins vegar um kjarn: orkuáætlanir N-Kóreustjómar. í yfirlýsingu frá n-kóreska utanríkis- ráðuneytinu í gær var hvatt til, að Bandaríkin og Norður-Kórea gerðu með sér friðarsamning. -----♦ ♦ » Atta manns farast í flugárekstri Moskvu. Reuter. ÓTTAST er að átta manns hafl farist er tvær þotur skullu saman á flugi austur af Moskvu í gær, að sögn rússneskra yfirvalda. Önnur þeirra lenti heilu og höldnu. Slysið varð með þeim hætti að Túpolev TÚ-134 farþegaþota í til- raunaflugi og TÚ-22 langdræg sprengjuþota vora við flugæfíngar skammt frá borginni Jegorevsk, sem er 80 km austur af Moskvu. Skyndilega rákust þær saman með þeim afleiðingum að farþegaþotan steyptist til jarðar. Flugmönnum TÚ-22 sprengju- þotunnar tókst að halda stjóm á flugvél sinni og lenda heilu og höldnu á Zhúkovskíj-flugvellinum í Moskvu eftir áreksturinn. Brot úr skrokk Túpolev-þotunnar héngu á skrokk sprengjuvélarinnar. Bilaði eft- ir tíu mín- útur á braut SAMBAND við fjarskiptahnött, sem skotið var á loft með evr- ópskri Ariane-eldflaug frá Frönsku Guiana, rofnaði tíu mínútum eftir að hann var kom- inn á braut. Var hnötturinn í eigu bandariska fjarskiptafyrir- tækisins AT&T og átti að ann- ast fjarskipti við Norður-Amer- íku, Mexikó og Karíbahafslönd. Er óttast, að hann sé endanlega glataður og þeir tæpu 14 millj- arðar kr., sem hann og skotið kostuðu. Myndin er frá eldflaugarskot- inu en talsmaður Arianespace í París segir, að ekkert hafi verið það að athuga, heldur hnöttinn sjálfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.