Morgunblaðið - 03.12.1994, Side 13

Morgunblaðið - 03.12.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 13 LANDIÐ ÞAU hlutu viðurkenningar á aðalfundi Austra f.v.: Þorsteinn Árbjörnsson, María Hjálmarsdóttir, Anna Rósa Antonsdóttir og Friðjón Magnússon. Á myndinni er einnig Jóhanna Sölvadóttir sem tók við viðurkenningu fyrir hönd sonar síns Sigurðar Sölva Davíðssonar. Stefán Gíslason íþróttamaður Austra Eskifirði - íþróttamenn Austra á Eskifirði í hverri grein voru útnefndir á aðalfundi félagsins nýlega. Einn af þeim sem valdir eru í hverri grein er jafnan valinn íþróttamaður Austra og varð hlutskarpastur að þessu sinni Stefán Gíslason knattspyrnu- maður. Hann varð fastamaður í unglingalandslið 14-16 ára í ár en hann er aðeins 14 ára. Stefán á ekki langt að sækja hæfileikana því Valur bróðir hans, margreyndur unglinga- landsliðsmaður og nú leikmað- ur Fram, hefur tvisvar verið valinn íþróttamaður Austra. I einstöklum greinum voru valin Stefán Gíslason í knatt- spyrnu,í frjálsum íþróttum María Hjálmarsdóttir, sundi Þorsteinn Árbjörnsson, körfu- bolta Sigurður Sölvi Davíðsson og í skiðaíþróttinni var valin Anna Rósa Antonsdóttir. Þá voru veittar ýmsar viður- kenningar fyrir frjálsar íþrótt- ir. Einnig var veittur svokallað- ur Tannabikar sem markahæsti maður í knattspyrnu fær. Að þessu sinni kom bikarinn í hlut Friðjóns Magnússonar í 6. flokki, sem skoraði 37 mörk. Tannabikarinn gaf íþróttafé- lagið Völsungur til minningar um Jónatan Helgason, mikinn Austrafélaga. Einnig var fjölhæfasti íþróttamaðurinn valinn og fyrir valinu varð Þorsteinn Árbjörns- dóttir en hann keppir í knatt- spyrnu, á skíðum, sundi og frjálsum íþróttum og náði mjög góðum árangri í öllum grein- um. STEFÁN Gíslason íþrótta- maður Austra á Eskifirði. Þá lét stjórnin af störfum og voru henni þökkuð vel unnin störf, þá sérstaklega Hrafnkatli Jónssyni sem verið hefur for- maður undanfarin ár. Ný sljórn var kjörinn og hana skipa: Nanna Tómasdóttir, formaður, Ingvar Stefánsson, Pétur Brynjarsson, Brimir Björnsson og Einar Björnsson. Hátíðarhöld í ME Egilsstöðum - Menntaskólinn á Egilsstöðum var með hátíðardag- skrá 1. des. sl. Tilefnið var þrenns konar; fullveldishátíð, 50 ára lýð- veldishátíð og vígsla á nýjum há- tíðarsal. Flutt voru ávörp nemenda og annarra og fjölmörg skemmti- atriði. Nemendur undirbjuggu og stóðu fyrir þessum hátíðahöldum með aðstoð kennara. Nýr salur bætir aðstöðu „Félagslíf í ME er mjög öflugt, hér er ábyrgður hópur,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson skóla- meistari. „Nemendur eru mjög virkir í starfi og þessi salur opnar nýja möguleika hvort sem um skemmtanir eða fundahöld er að ræða.“ Gífurleg aðsókn að ME Ólafur segir að skóiinn sé full- setinn og aldrei verið fleiri á heimavist, en þar eru um 120 nem- endur. Hann segir 30 nýjar um- MICHELLE Mielnik, banda- rískur nemandi ME, hélt há- tíðarræðu um sjálfstæði á lýtalausri íslensku. sóknir um heimavist hafa borist nú um áramót og enn ekki fyrir- séð hvort allir komist að. Mikil sauðfjárslátrun á Hvammstanga Hvammstanga - Á Hvammstanga eru rekin tvö sláturhús. Annað er í eigu Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga en hitt í eigu hlutafélags bænda, Ferskra afurða. Óvenju- mikil slátrun sauðfjár var í þessum húsum á liðnu hausti, um 48.800 kindur. Heildarslátrun sauðfjár hjá Kaupfélaginu var 41.800 fjár. Slátrað var 37.020 dilkum og 4.780 fullorðnum kindum. Meðal- þungi dilka var 15,78 kgr reiknað í þurrvigt. Flokkun dilka var góð, í I-A flokk fóru 87,5%, í I-B 10,8% og í I-C 1,4%. Kaupfélagið hefur á liðnum árum gert verulegar endurþætur á sláturhúsi sínu og umhverfi þess. Sláturhúsið hefur því fengið svo- nefndan ESB-stimpil, þ.e. að af- urðir hússins eru með útflutnings- leyfi til ESB-landa. Verulegur flöldi sauðfjár er fluttur úr öðrum héruðum til slátrunar í húsinu á þessu hausti, 8.940 kindur. Er þar að mestu svokallað „umsýslukjöt“, þ.e. kjöt framleitt umfram fullvirð- isrétt og á ekki að fara á innan- landsmarkað. Hjá Ferskum afurðum hf. var slátrað 7.010 kindum, þar af komu úr öðrum héruðum nálega 4.000 fjár. Fé var flutt til Ferskra afurða hf. úr Dölum, Austur-Húnavatns- sýslu og af Vestfjörðum. Hjá báðum sláturhúsunum stendur yfir slátrun stórgripa, en hún er einnig óvenjumikil. Margt sveitafólk hefur haft vinnu við slát- urhúsin á þessu hausti. Verkamannafélagið Dagsbrún OAGSERUN LAGLAUNABÆTUR Desemberuppbót Þegar Dagsbrúnarmönnum verða greidd laun fyrir desembermánuð, ber atvinnurekanda jafnframt að greiða láglaunabætur í síðasta sinn samkvæmt - núgildandi kjarasamningum. Láglaunabætur á að greiða þeim Dagsbrúnarmönnum sem voru í starfi 1. desember sl. Láglaunabætur eru reiknaðar út frá heildarlaunum án orlofs og er miðað við að menn í fullu starfi, sem hafa haft að meðaltali minna en 80 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu 1. september-30. nóvember 1994, fái bætur. Mönnum í hlutastarfi, sem upp- fylla skilyrði reglna um launabætur, reiknast bætur í samræmi við starfshlutfail og starfstíma. Launabætur eru reiknaðar þannig að meðaltal heild- artekna september-, o'któber- og nóvembermánaða sl. er fundið og dregið frá viðmiðunarupphæðinni - 80 þúsund krónum - og nema launabæturnar helmingi mismunarins. Dæmi Gert er ráð fyrir fullu starfi: Tekjur í september 70.000 Tekjur í október 60.000 Tekjur í nóvember 80.000 Meðal mánaðartekjur 70.000 Viðmiðunartala 80.000 Láglaunabætur 10.000 -70.000 2 = 5.000 kr. Allar nánari upplýsingar um láglaunabætur og desemberuppbót eru veittar á skrifstofu Dagsbrúnar, Lindargötu 9, Reykjavík. Sími skrifstofunnar er 25633. Auk láglaunabóta ber atvinnurek- end að greiða desemberuppbót eigi síðar en 15. desember nk. Desemberuppbótin er eingreiðsla að upphæð 13.000 krónur. Þeir, sem eiga rétt á desemberupp- bót, eru: a: Allir sem voru við störf í fyrirtæki í síðustu viku nóvember eða í fyrstu viku desember 1994. b: Allir, sem hafa starfað samfellt í 20 vikur á yfirstandandi ári hjá fyrirtæki. Menn í hlutastörfum og þeir, sem létu af störfum á árinu vegna aldurs, fá greidda desemberuppbót í samræmi við starfshlutfall og starfstíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.