Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 13 LANDIÐ ÞAU hlutu viðurkenningar á aðalfundi Austra f.v.: Þorsteinn Árbjörnsson, María Hjálmarsdóttir, Anna Rósa Antonsdóttir og Friðjón Magnússon. Á myndinni er einnig Jóhanna Sölvadóttir sem tók við viðurkenningu fyrir hönd sonar síns Sigurðar Sölva Davíðssonar. Stefán Gíslason íþróttamaður Austra Eskifirði - íþróttamenn Austra á Eskifirði í hverri grein voru útnefndir á aðalfundi félagsins nýlega. Einn af þeim sem valdir eru í hverri grein er jafnan valinn íþróttamaður Austra og varð hlutskarpastur að þessu sinni Stefán Gíslason knattspyrnu- maður. Hann varð fastamaður í unglingalandslið 14-16 ára í ár en hann er aðeins 14 ára. Stefán á ekki langt að sækja hæfileikana því Valur bróðir hans, margreyndur unglinga- landsliðsmaður og nú leikmað- ur Fram, hefur tvisvar verið valinn íþróttamaður Austra. I einstöklum greinum voru valin Stefán Gíslason í knatt- spyrnu,í frjálsum íþróttum María Hjálmarsdóttir, sundi Þorsteinn Árbjörnsson, körfu- bolta Sigurður Sölvi Davíðsson og í skiðaíþróttinni var valin Anna Rósa Antonsdóttir. Þá voru veittar ýmsar viður- kenningar fyrir frjálsar íþrótt- ir. Einnig var veittur svokallað- ur Tannabikar sem markahæsti maður í knattspyrnu fær. Að þessu sinni kom bikarinn í hlut Friðjóns Magnússonar í 6. flokki, sem skoraði 37 mörk. Tannabikarinn gaf íþróttafé- lagið Völsungur til minningar um Jónatan Helgason, mikinn Austrafélaga. Einnig var fjölhæfasti íþróttamaðurinn valinn og fyrir valinu varð Þorsteinn Árbjörns- dóttir en hann keppir í knatt- spyrnu, á skíðum, sundi og frjálsum íþróttum og náði mjög góðum árangri í öllum grein- um. STEFÁN Gíslason íþrótta- maður Austra á Eskifirði. Þá lét stjórnin af störfum og voru henni þökkuð vel unnin störf, þá sérstaklega Hrafnkatli Jónssyni sem verið hefur for- maður undanfarin ár. Ný sljórn var kjörinn og hana skipa: Nanna Tómasdóttir, formaður, Ingvar Stefánsson, Pétur Brynjarsson, Brimir Björnsson og Einar Björnsson. Hátíðarhöld í ME Egilsstöðum - Menntaskólinn á Egilsstöðum var með hátíðardag- skrá 1. des. sl. Tilefnið var þrenns konar; fullveldishátíð, 50 ára lýð- veldishátíð og vígsla á nýjum há- tíðarsal. Flutt voru ávörp nemenda og annarra og fjölmörg skemmti- atriði. Nemendur undirbjuggu og stóðu fyrir þessum hátíðahöldum með aðstoð kennara. Nýr salur bætir aðstöðu „Félagslíf í ME er mjög öflugt, hér er ábyrgður hópur,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson skóla- meistari. „Nemendur eru mjög virkir í starfi og þessi salur opnar nýja möguleika hvort sem um skemmtanir eða fundahöld er að ræða.“ Gífurleg aðsókn að ME Ólafur segir að skóiinn sé full- setinn og aldrei verið fleiri á heimavist, en þar eru um 120 nem- endur. Hann segir 30 nýjar um- MICHELLE Mielnik, banda- rískur nemandi ME, hélt há- tíðarræðu um sjálfstæði á lýtalausri íslensku. sóknir um heimavist hafa borist nú um áramót og enn ekki fyrir- séð hvort allir komist að. Mikil sauðfjárslátrun á Hvammstanga Hvammstanga - Á Hvammstanga eru rekin tvö sláturhús. Annað er í eigu Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga en hitt í eigu hlutafélags bænda, Ferskra afurða. Óvenju- mikil slátrun sauðfjár var í þessum húsum á liðnu hausti, um 48.800 kindur. Heildarslátrun sauðfjár hjá Kaupfélaginu var 41.800 fjár. Slátrað var 37.020 dilkum og 4.780 fullorðnum kindum. Meðal- þungi dilka var 15,78 kgr reiknað í þurrvigt. Flokkun dilka var góð, í I-A flokk fóru 87,5%, í I-B 10,8% og í I-C 1,4%. Kaupfélagið hefur á liðnum árum gert verulegar endurþætur á sláturhúsi sínu og umhverfi þess. Sláturhúsið hefur því fengið svo- nefndan ESB-stimpil, þ.e. að af- urðir hússins eru með útflutnings- leyfi til ESB-landa. Verulegur flöldi sauðfjár er fluttur úr öðrum héruðum til slátrunar í húsinu á þessu hausti, 8.940 kindur. Er þar að mestu svokallað „umsýslukjöt“, þ.e. kjöt framleitt umfram fullvirð- isrétt og á ekki að fara á innan- landsmarkað. Hjá Ferskum afurðum hf. var slátrað 7.010 kindum, þar af komu úr öðrum héruðum nálega 4.000 fjár. Fé var flutt til Ferskra afurða hf. úr Dölum, Austur-Húnavatns- sýslu og af Vestfjörðum. Hjá báðum sláturhúsunum stendur yfir slátrun stórgripa, en hún er einnig óvenjumikil. Margt sveitafólk hefur haft vinnu við slát- urhúsin á þessu hausti. Verkamannafélagið Dagsbrún OAGSERUN LAGLAUNABÆTUR Desemberuppbót Þegar Dagsbrúnarmönnum verða greidd laun fyrir desembermánuð, ber atvinnurekanda jafnframt að greiða láglaunabætur í síðasta sinn samkvæmt - núgildandi kjarasamningum. Láglaunabætur á að greiða þeim Dagsbrúnarmönnum sem voru í starfi 1. desember sl. Láglaunabætur eru reiknaðar út frá heildarlaunum án orlofs og er miðað við að menn í fullu starfi, sem hafa haft að meðaltali minna en 80 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu 1. september-30. nóvember 1994, fái bætur. Mönnum í hlutastarfi, sem upp- fylla skilyrði reglna um launabætur, reiknast bætur í samræmi við starfshlutfail og starfstíma. Launabætur eru reiknaðar þannig að meðaltal heild- artekna september-, o'któber- og nóvembermánaða sl. er fundið og dregið frá viðmiðunarupphæðinni - 80 þúsund krónum - og nema launabæturnar helmingi mismunarins. Dæmi Gert er ráð fyrir fullu starfi: Tekjur í september 70.000 Tekjur í október 60.000 Tekjur í nóvember 80.000 Meðal mánaðartekjur 70.000 Viðmiðunartala 80.000 Láglaunabætur 10.000 -70.000 2 = 5.000 kr. Allar nánari upplýsingar um láglaunabætur og desemberuppbót eru veittar á skrifstofu Dagsbrúnar, Lindargötu 9, Reykjavík. Sími skrifstofunnar er 25633. Auk láglaunabóta ber atvinnurek- end að greiða desemberuppbót eigi síðar en 15. desember nk. Desemberuppbótin er eingreiðsla að upphæð 13.000 krónur. Þeir, sem eiga rétt á desemberupp- bót, eru: a: Allir sem voru við störf í fyrirtæki í síðustu viku nóvember eða í fyrstu viku desember 1994. b: Allir, sem hafa starfað samfellt í 20 vikur á yfirstandandi ári hjá fyrirtæki. Menn í hlutastörfum og þeir, sem létu af störfum á árinu vegna aldurs, fá greidda desemberuppbót í samræmi við starfshlutfall og starfstíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.