Morgunblaðið - 03.12.1994, Síða 51

Morgunblaðið - 03.12.1994, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 51 FRÉTTIR Jólakort Vinafélags Blindrabókasafns Islands VINAFÉLAG Blindrabókasafns ís- lands hafa gefið út jólakort og pakkamiða. Kortin prýða mynd eft- ir Höllu Haraldsdóttur sem hún vann sérstaklega fyrir félagið. Kortið er fáanlegt með textanum gleðileg jól og farsælt komandi ár og einnig með sex öðrum tungumál- um ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku og japönsku. 011 kortin hafa sama texta á upphleyptu blindraletri. Sölustaðir kortanna eru: Blindra- bókasafn íslands, Digranesvegi 5, Blóm og ávextir, Hafnarstræti 4, Gleraugnaverslunin Augað, Kringl- unni, Göngudeild Augndeildar Landakoti, Hárgreiðslustofan Tinna, Furugerði 3, Hljóðfæraversl- un Leifs H. Magnússonar, Gullteig 6, Póstverslunin Svanni, Stangarhyl 5. Kort og umslag kosta 70 krónur. Jólakort Vinafélags Blindra- bókasafns Islands. Jólakort með teikningu af Friðrikskapellu KFUM og KFUK í Reykjavík hafa gefið út jólakort til styrktar starfi félaganna. Grafísk teikning af Friðrikskapellu á Hlíðarenda prýð- ir kortið. Minningarkapella um sr. Friðrik Friðriksson, stofnanda félaganna er teiknuð af Nikulási Úlfari Más- syni, arkitekt. Vígsla hennar fór fram 25. maí 1993. Síðan þá hafa ýmsar samverur verið í kapellunni og eru kyrrðarstundir þar í hádeg- inu fyrsta og þriðja mánudag í hverjum mánuði. KFUM og KFUK í Reykjavík starfa í vetur á 13 stöðum með 26 deildir meðal barna og unglina ef Suðurnesin eru meðtalin. Að auki eru aðaldeildarfundir hvors félags fyrir sig í hverri viku og almennar samkomur á sunnudög- um. Hundrað sjálfboðaliðar leggja barnastarfinu lið. Jólakortið er selt á skrifstofu KFUM og KFUK á Holtavegi. Sjúkraþjálfarar í öldrunarþjónustu Hvernig forða má falli HÆTTAN á slæm- um byltum eykst með aldrinum. Þegar aldraðir verða dettnir, hvort heldur af magn- leysi, sjúkdómum eða völdum lyfja, er hætt við víta- hring. Af ótta við að detta hættir fólk að hreyfa sig og verður enn mátt- lausara og dettn- ara. Til að vekja at- hygli á leiðum til að forða byltum hefur áhugahópur sjúkraþjálfara í öldrunarþjónústu gefið út bækling og veggspjald undir yfirskriftinni Gangastyrkir fætur - Sterkir forða falli. Útgáfan er í samvinnu við Framkvæmdasjóð aldraðra og Slysavarnafélag íslands sem mun annast dreifingu efnisins. Verður það sent til heilsugæslustöðva, öldrunarstofnana, félagsmiðstöðva aldraðra og víðar. Opið lengur í Kringl- unni um Á LAUGARDAG verður opið frá kl. 10 til 18 í Kringlunni og á sunnudaginn frá kl. 13 til 17. Kveikt verður á jólatré Kringl- unnar á sunnudaginn kl. 15. Að undanförnu hefur Kringlan verið að klæðast jólafötunum. Jólaskreytingar eru komnar upp í göngugötum og hjá fyrirtækjum og verkstæði jólasveinsins er komið á sinn stað. Núna voru settar upp nýjar jólaskreytingar sem gera Kringluna enn jólalegri en áður. í Norðurgosbrunni við Hagkaup er búið að setja upp fjárhúsið með Jósef, Maríu og Jesúsbaminu ásamt vitringunum þremur. Á sunnudaginn kl. 15 verða helgina ljósin tendruð á jólatré Kringl- unnar. Jólatréð er fengið að gjöf frá BYKO. Skólakór Kársness syngur og furðufjölskyldan kem- ur í heimsókn. Það fé sem safn- ast hefur í gosbrunna Kringlunn- ar verða afhent Barnaspítala Hringsins á sunnudag. Ýmsar aðrar uppákomur verða um helgina. Á laugardag kl. 14 og 15 tekur Kvennakór Suður- nesja lagið og á laugardaginn kl. 13 og á sunnudaginn kl. 16.30 syngur söngtríó leikfélagsins Frú Emilíu, Skárra en ekkert, lög úr leikritinu Kirsubeijagarðinum. Einnig mun söngsveit Fílhamon- íu syngja jólalög fyrir Kringlu- gesti kl. 16 á sunnudaginn. Ráðstefna um Indónesíu í DAG, laugardag, efnir íslensk- indónesíska félagið til ráðstefnu sem verður í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 14. Nemendur úr við- skipta- og hagfræðideild HÍ flytja almenna kynningu um landið með áherslu á efnahagsmál og utan- ríkisviðskipti. Þá talar dr. Olaf Schumann, prófessor í Hamborg, um efnið Trúarbrögð í Indónesíu með áherslu á múhameðstrú. Að loknu kaffihléi mun dr. Jón Ormur Halldórsson dósent ræða um stjórnmálaástandið í Indónes- íu. Síðan verða pallborðsumræður undir stjórn dr. Ingjaldar Hanni- balssonar. Þátttakendur eru Grét- ar Már Sigurðsson sendiráðsrit- ari, Catherine A. Latujpapua, sendiherra Indónesíu á Islandi, Jónas Kristjánsson ritstjóri, Krist- ín Ástgeirsdóttir þingmaður og Jón Ormur Halldórsson og Olaf Schumann. Um kl. 18 er reiknað með að ráðstefnu verði slitið. BSRB með baráttufund BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja efnir til baráttufundar í Bíóborginni, Snorrabraut 37, laugardaginn 3. desember kl. 13.30. Yfírskrift fundarins er: Krafan er kjarajöfnun! Samninga við sjúkraliða strax! Meðal þeirra sem ávarpa fund- inn eru Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkral- iðafélags íslands, Sigríður Krist- insdóttir, formaður SFR, Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar. Fuglaskoðun í Skerjafirði FU GLAVERND ARFÉLAG ís- lands stendur fyrir vettvangs- fræðslu og fuglaskoðun við Skelj- ungsræsið í Skeijafirði við Skild- inganes sunnudaginn 4. desem- ber frá kl. 13-15 (á stórstraums- fjöru). Þar er mjög fjölbreytt fuglalíf og hvergi á landinu sjást eins margar andategundir á veturna eins og þarna, m.a. má búast við að sjá hvinandahóp. Mávar eru algengir og einna mest er af bjartmávi. Talsvert af vaðfuglum heldur til í fjörunni og fálkar sjást reglulega. Jólafundur Hvatar HINN árlegi jólafundur Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, verður haldinn í Átt- hagasal Hótels Sögu sunnudags- kvöldið 4. desember og hefst hann kl. 20. Sr. Hanna María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, flytur jólahugvekju og sýndir verða pelsar frá Eggert feld- skera. Ellen Ingvadóttir verður fundarstjóri og leiðir fjöldasöng en Hafliði Jónsson leikur undir á píanó. Efnt verður til happdrætt- is. ■ KÍMIÐ, hópur áhugafólks um búddíska hguleiðslu, gengst á morgun, sunnudagin 4. desember, fyrir fyrirlestri um uppljómun og dauða í búddisma. Fyrirlesari er Vésteinn Lúðvíks- son. Fyrirlesturinn er haldinn í Ánanaustum 15, 3. hæð, og hefst kl. 14. Aðgangseyrir er 500 kr. Glerblástursverkstæðið í Bergvík, heldur jólasölu á útlitsgölluðu gleri nú um helgina. Jólahelgin í Bergvík Glerblástursverkstæðið í Berg- vík, Kjalarnesi heldur jólasölu á útlitsgölluðu gleri (II sort) nú um helgina, 3. og 4. des- ember. Á boðstólnum verður kaffi og piparkökur og e.t.v. gefst færi á að sjá glerblástur/mót- un. Galleríið verður opið gest- um. Glerverkstæðið er u.þ.b. 27 km frá Reykjavík, við Vestur- landsveg, milli Klébergsskóla (Fólkvangs) og Grundahverfis. Opið verður á laugardag kl. 10-17 og á sunnudag kl. 10-15. ■ HÚMANISTAHREYFING- IN kynnir stefnu sína og starf á veitingahúsinu Lækjarbrekku við Bankastræti mánudaginn 5. desember kl. 20.30. Fundur- inn er opinn öllu áhugafólki. ■ SNERRUÚTGÁFAN hefur sent frá sér ný jólakort af öllum íslensku jólasveinunum 13. Myndirnar teiknaði Selma Jóns- dóttir én kvæði eftir Hákon Aðalsteinsson eru með hveiju korti á íslensku og ensku. Ágrip af sögu íslensku jólasveinanna fylgir hveiju korti eftir Árna Björnsson. Kortin eru pökkuð 13 saman ásamt umslögum. Áður er útkomið jólasveinadagatalið á íslensku og ensku með sömu myndum. Blómálfurinn býður þér í heillandi ævintýraheim jólaskrauts, blóma, skreytinga, smágjafa og fallegra antikhúsgagna. Líttu inn! Heitur epladrykkur í anda blómálfa hlýjar þér og hressir. Vesturgata 4, sími 562 2707. 0PIÐ: mán-fim 10-21, fös-lau 10-22 og sun 11-19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.