Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 51 FRÉTTIR Jólakort Vinafélags Blindrabókasafns Islands VINAFÉLAG Blindrabókasafns ís- lands hafa gefið út jólakort og pakkamiða. Kortin prýða mynd eft- ir Höllu Haraldsdóttur sem hún vann sérstaklega fyrir félagið. Kortið er fáanlegt með textanum gleðileg jól og farsælt komandi ár og einnig með sex öðrum tungumál- um ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku og japönsku. 011 kortin hafa sama texta á upphleyptu blindraletri. Sölustaðir kortanna eru: Blindra- bókasafn íslands, Digranesvegi 5, Blóm og ávextir, Hafnarstræti 4, Gleraugnaverslunin Augað, Kringl- unni, Göngudeild Augndeildar Landakoti, Hárgreiðslustofan Tinna, Furugerði 3, Hljóðfæraversl- un Leifs H. Magnússonar, Gullteig 6, Póstverslunin Svanni, Stangarhyl 5. Kort og umslag kosta 70 krónur. Jólakort Vinafélags Blindra- bókasafns Islands. Jólakort með teikningu af Friðrikskapellu KFUM og KFUK í Reykjavík hafa gefið út jólakort til styrktar starfi félaganna. Grafísk teikning af Friðrikskapellu á Hlíðarenda prýð- ir kortið. Minningarkapella um sr. Friðrik Friðriksson, stofnanda félaganna er teiknuð af Nikulási Úlfari Más- syni, arkitekt. Vígsla hennar fór fram 25. maí 1993. Síðan þá hafa ýmsar samverur verið í kapellunni og eru kyrrðarstundir þar í hádeg- inu fyrsta og þriðja mánudag í hverjum mánuði. KFUM og KFUK í Reykjavík starfa í vetur á 13 stöðum með 26 deildir meðal barna og unglina ef Suðurnesin eru meðtalin. Að auki eru aðaldeildarfundir hvors félags fyrir sig í hverri viku og almennar samkomur á sunnudög- um. Hundrað sjálfboðaliðar leggja barnastarfinu lið. Jólakortið er selt á skrifstofu KFUM og KFUK á Holtavegi. Sjúkraþjálfarar í öldrunarþjónustu Hvernig forða má falli HÆTTAN á slæm- um byltum eykst með aldrinum. Þegar aldraðir verða dettnir, hvort heldur af magn- leysi, sjúkdómum eða völdum lyfja, er hætt við víta- hring. Af ótta við að detta hættir fólk að hreyfa sig og verður enn mátt- lausara og dettn- ara. Til að vekja at- hygli á leiðum til að forða byltum hefur áhugahópur sjúkraþjálfara í öldrunarþjónústu gefið út bækling og veggspjald undir yfirskriftinni Gangastyrkir fætur - Sterkir forða falli. Útgáfan er í samvinnu við Framkvæmdasjóð aldraðra og Slysavarnafélag íslands sem mun annast dreifingu efnisins. Verður það sent til heilsugæslustöðva, öldrunarstofnana, félagsmiðstöðva aldraðra og víðar. Opið lengur í Kringl- unni um Á LAUGARDAG verður opið frá kl. 10 til 18 í Kringlunni og á sunnudaginn frá kl. 13 til 17. Kveikt verður á jólatré Kringl- unnar á sunnudaginn kl. 15. Að undanförnu hefur Kringlan verið að klæðast jólafötunum. Jólaskreytingar eru komnar upp í göngugötum og hjá fyrirtækjum og verkstæði jólasveinsins er komið á sinn stað. Núna voru settar upp nýjar jólaskreytingar sem gera Kringluna enn jólalegri en áður. í Norðurgosbrunni við Hagkaup er búið að setja upp fjárhúsið með Jósef, Maríu og Jesúsbaminu ásamt vitringunum þremur. Á sunnudaginn kl. 15 verða helgina ljósin tendruð á jólatré Kringl- unnar. Jólatréð er fengið að gjöf frá BYKO. Skólakór Kársness syngur og furðufjölskyldan kem- ur í heimsókn. Það fé sem safn- ast hefur í gosbrunna Kringlunn- ar verða afhent Barnaspítala Hringsins á sunnudag. Ýmsar aðrar uppákomur verða um helgina. Á laugardag kl. 14 og 15 tekur Kvennakór Suður- nesja lagið og á laugardaginn kl. 13 og á sunnudaginn kl. 16.30 syngur söngtríó leikfélagsins Frú Emilíu, Skárra en ekkert, lög úr leikritinu Kirsubeijagarðinum. Einnig mun söngsveit Fílhamon- íu syngja jólalög fyrir Kringlu- gesti kl. 16 á sunnudaginn. Ráðstefna um Indónesíu í DAG, laugardag, efnir íslensk- indónesíska félagið til ráðstefnu sem verður í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 14. Nemendur úr við- skipta- og hagfræðideild HÍ flytja almenna kynningu um landið með áherslu á efnahagsmál og utan- ríkisviðskipti. Þá talar dr. Olaf Schumann, prófessor í Hamborg, um efnið Trúarbrögð í Indónesíu með áherslu á múhameðstrú. Að loknu kaffihléi mun dr. Jón Ormur Halldórsson dósent ræða um stjórnmálaástandið í Indónes- íu. Síðan verða pallborðsumræður undir stjórn dr. Ingjaldar Hanni- balssonar. Þátttakendur eru Grét- ar Már Sigurðsson sendiráðsrit- ari, Catherine A. Latujpapua, sendiherra Indónesíu á Islandi, Jónas Kristjánsson ritstjóri, Krist- ín Ástgeirsdóttir þingmaður og Jón Ormur Halldórsson og Olaf Schumann. Um kl. 18 er reiknað með að ráðstefnu verði slitið. BSRB með baráttufund BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja efnir til baráttufundar í Bíóborginni, Snorrabraut 37, laugardaginn 3. desember kl. 13.30. Yfírskrift fundarins er: Krafan er kjarajöfnun! Samninga við sjúkraliða strax! Meðal þeirra sem ávarpa fund- inn eru Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkral- iðafélags íslands, Sigríður Krist- insdóttir, formaður SFR, Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar. Fuglaskoðun í Skerjafirði FU GLAVERND ARFÉLAG ís- lands stendur fyrir vettvangs- fræðslu og fuglaskoðun við Skelj- ungsræsið í Skeijafirði við Skild- inganes sunnudaginn 4. desem- ber frá kl. 13-15 (á stórstraums- fjöru). Þar er mjög fjölbreytt fuglalíf og hvergi á landinu sjást eins margar andategundir á veturna eins og þarna, m.a. má búast við að sjá hvinandahóp. Mávar eru algengir og einna mest er af bjartmávi. Talsvert af vaðfuglum heldur til í fjörunni og fálkar sjást reglulega. Jólafundur Hvatar HINN árlegi jólafundur Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, verður haldinn í Átt- hagasal Hótels Sögu sunnudags- kvöldið 4. desember og hefst hann kl. 20. Sr. Hanna María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, flytur jólahugvekju og sýndir verða pelsar frá Eggert feld- skera. Ellen Ingvadóttir verður fundarstjóri og leiðir fjöldasöng en Hafliði Jónsson leikur undir á píanó. Efnt verður til happdrætt- is. ■ KÍMIÐ, hópur áhugafólks um búddíska hguleiðslu, gengst á morgun, sunnudagin 4. desember, fyrir fyrirlestri um uppljómun og dauða í búddisma. Fyrirlesari er Vésteinn Lúðvíks- son. Fyrirlesturinn er haldinn í Ánanaustum 15, 3. hæð, og hefst kl. 14. Aðgangseyrir er 500 kr. Glerblástursverkstæðið í Bergvík, heldur jólasölu á útlitsgölluðu gleri nú um helgina. Jólahelgin í Bergvík Glerblástursverkstæðið í Berg- vík, Kjalarnesi heldur jólasölu á útlitsgölluðu gleri (II sort) nú um helgina, 3. og 4. des- ember. Á boðstólnum verður kaffi og piparkökur og e.t.v. gefst færi á að sjá glerblástur/mót- un. Galleríið verður opið gest- um. Glerverkstæðið er u.þ.b. 27 km frá Reykjavík, við Vestur- landsveg, milli Klébergsskóla (Fólkvangs) og Grundahverfis. Opið verður á laugardag kl. 10-17 og á sunnudag kl. 10-15. ■ HÚMANISTAHREYFING- IN kynnir stefnu sína og starf á veitingahúsinu Lækjarbrekku við Bankastræti mánudaginn 5. desember kl. 20.30. Fundur- inn er opinn öllu áhugafólki. ■ SNERRUÚTGÁFAN hefur sent frá sér ný jólakort af öllum íslensku jólasveinunum 13. Myndirnar teiknaði Selma Jóns- dóttir én kvæði eftir Hákon Aðalsteinsson eru með hveiju korti á íslensku og ensku. Ágrip af sögu íslensku jólasveinanna fylgir hveiju korti eftir Árna Björnsson. Kortin eru pökkuð 13 saman ásamt umslögum. Áður er útkomið jólasveinadagatalið á íslensku og ensku með sömu myndum. Blómálfurinn býður þér í heillandi ævintýraheim jólaskrauts, blóma, skreytinga, smágjafa og fallegra antikhúsgagna. Líttu inn! Heitur epladrykkur í anda blómálfa hlýjar þér og hressir. Vesturgata 4, sími 562 2707. 0PIÐ: mán-fim 10-21, fös-lau 10-22 og sun 11-19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.