Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Kveikt á Hamborgartrénu LJÓS á 15 metra háu jólatré voru tendruð á hafnarbakkan- um í Reykjavík í gær og er tréð gjöf frá Hamborg. Hamborg- arbúar hafa gefið Islendingum jólatré frá árinu 1965, en þá var fyrsta tréð flutt til landsins með vélskipinu Isborgu. Arleg afhendingjólatrés erþakklæt- isvottur til íslendinga fyrir matargjöf til barna í Hamborg á árinum eftir síðari heims- styrjöld. 78 ára gamall upphafsmaður gjafarinnar, Hermann Schliinz, afhenti tréð á nýja Miðbakkan- um að viðstöddum sendiherra Þýskalands, Helmut Schatz- schneider og hafnarstjóra, Hannesi Valdimarssyni. Réðust á og rændu ellefu ára telpu ELLEFU ára telpa varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að tveir unglingspiltar réðust á hana við Hlemm í fyrrakvöld, hrintu henni og spörkuðu í hana, hrifsuðu af henni peningaveski og tæmdu það. Fullorðin kona kom telpunni til bjargar en þegar hún birtist forð- uðu strákarnir sér á hlaupum. Telpan var á leið á íþróttaæfingu og var að bíða eftir strætisvagni Hverfisgötumegin við biðstöð Strætisvagna Reykjavíkur á Hlemmi rétt fyrir klukkan sjö í fyrrakvöld. Hún segist hafa spurt annan piltanna, sem einnig voru að bíða eftir strætó, hvað klukkan væri. Hann sagði henni það en réðst síðan umsvifalaust að henni, hrifsaði af henni veskið sem hún hélt á í hendinni og hrinti henni. Hún datt aftur fyrir sig, niður af stéttinni og ofan í poll á götunni. Þar sparkaði annar þeirra í bakið á henni. Þá bar að fullorðna konu og strákarnir hlupu niður Hverfis- götu. Veski telpunnar lá í polli og búið að tæma það. Stóð allslaus eftir Gamla konan gaf henni pening í strætó en telpan stóð algjörlega bjargarlaus eftir árásina og þorði ekki að labba yfir á lögreglustöð af ótta við að rekast á strákana aftur. Hún segir að ekkert annað fólk hafi verið þarna við Hlemm fyrir utan gamlan mann sem sat hálfsofandi á bekk. Móðirin segir að telpan sé ekki með teljandi líkamlega áverka en hún hafi orðið fyrir áfalli og verið alveg stjörf þegar hún kom heim. Hún hafi því strax haft samband við lögreglu til að kæra málið en vegna þess að telpan hafi ekki þorað út úr húsi, ekki einu sinni niður á lögreglustöð með foreldrum sínum, hafi lögreglumenn komið heim og tekið skýrslu þar. Málið er nú komið til Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Kærar þakkir til konunnar Telpan gat gefið greinargóða lýsingu á piltunum tveimur. Annar var frekar hávaxinn með brún augu, dökkt axlarsítt hár, bundið í tagl, í svörtum gallajakka og blá- um gallabuxum. Hinn var með skollitað hár, lítill, frekar þybbinn, með blá eða blágrá augu. Hann var klæddur í svartan, hnepptan leðurjakka. Telpan telur að þeir séu á aldrinum 14 til 17 ára. Mæðgurnar vilja koma á fram- færi kæru þakklæti til konunnar sem kom telpunni til bjargar við Hlemm. Þá er konan vinsamlegast beðin um að hafa samband við Rannsóknarlögregluna fig aðrir þeir sem hugsanlega hafa orðið vitni að því sem gerðist. Vistmenn á sambýli fyrir heilabilaða fluttir vegna sjúkraliðaverkfalls „Algjört neyðar- úrræði“ í GÆR voru níu vistmenn á Lauga- skjóli, sambýli fyrir sjúklinga með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúk- dóma, fluttir yfir á hjúkrunarheimilið Skjól vegna verkfalls sjúkraliða. Heimilismenn eru á aldrinum 77-89 ára og allflestir hrjáðir af alvarlegum elliglöpum vegna sjúk- dóma sinna. Öll röskun á högum þeirra er því varhugaverð. „Fellur þetta þungt“ „Við myndum ekki flytja fólkið nema alveg tilneydd. Þetta er algjört neyðarúrræði, sem við gripum fyrst til þegar búið var að útiloka allar leiðir aðrar,“ segir Aðalheiður Vil- hjálmsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður á Laugaskjóli. ■ Eins og flótti/4 20 kílóum af lyfjum stolið PAKKA með meira en 20 kílóum af lyfjum var stolið frá vöruafgreiðslu BSÍ síðdegis í gær. Lyfm átti áð senda vestur á land. í gærkvöldi handtók lögreglan karlmann á fimmtugsaldri sem grun- aður er um aðild að málinu. Ekki hafði tekist að hafa upp á lyfjunum þegar Morgunblaðið fór í prentun. Samkvæmt upplýsingum RLR voru ekki nein eftirritunarskyld lyf í sendingunni, það er svokallað „dóp“, sem vímufíklar eru sólgnir í. Engu að síður voru þama lyfjateg- undir sem geta verið hættulegar, bæði hjartalyf og geðlyf. -----♦ ♦ «---- V egir rofn- uðu í vatna- vöxtum Deildarsljóri í norska sjávarútvegsráðuneytinu Staðan í Barentshafs- deilunní er óbreytt DEILDARSTJÓRI í norska sjávarút- vegsráðuneytinu segir að staðan í deilu Íslendinga og Norðmanna um fiskveiðar í Barentshafi sé óbreytt og samningaviðræður við íslendinga ekki líklegri en áður, þótt atkvæða- greiðslan um ESB-aðild í Noregi sé afstaðin. íslenzkir ráðherrar hafa sagt að ekki þýddi að vonast eftir samningsvilja af hálfu Norðmanna fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna. „Það hefur ekkert breytzt í mál- inu,“ sagði Stein Ove, sem hefur tek- ið þátt í viðræðum um sjávarútvegs- mál fyrir hönd norskra stjómvalda. Stuðningur ESB áfram vís Hann sagði að Norðmenn myndu áfram eiga stuðning ESB-ríkjanna vísan í deilunni, end_a ættu þau hags- muna að gæta. „íslendingar hafa lagt málið þannig upp að eitthvað myndi breytast með þjóðaratkvæða- greiðslunni. Það er misskilningur. Það er óbreytt ástand, því að íslend- ingar halda áfram að veiða þorsk í Barentshafinu með hætti, sem við teljum óþolandi." Ove sagðist búast við að íslenzkir og norskir embættismenn myndu hittast aftur á svipuðum fundi og haldinn var í Kaupmannahöfn 11. október. Ekki væri búið að dagsetja slíkan fund og engin ákvörðun verið tekin um að fallast á pólitískar við- ræður um lausn deilunnar. MIKIÐ rigndi á Austurlandi í gær og skemmdust vegir. í gærmorgun mældist 15,5 stiga hiti á Vopnafirði og hlýtur það að teljast til tíðinda þegar komið er fram í desember. Að sögn Haraldar Eiríkssonar veð- urfræðings er þetta þó ekki eins- dæmi. í janúar 1992 mældist til dæmis 18,8 stiga hiti á Dalatanga. Haraldur segir það helst gerast á Austurlandi og N-Austurlandi að svo hár hiti mælist að vetrarlagi og staf- ar það af hnúkaþey. Suðurfjarðai-vegur við Naustaá í Fáskrúðsfirði fór í sundur í vatna- vöxtunum í gær og var lokað. Var- aði Vegagerðin vegfarendur við að vera á ferð á þessum slóðum vegna vatnavaxta og skriðuhættu allt frá Reyðarfirði og austur í Breiðdal. Einnig var vegurinn í Fljótsdal lokað- ur við Kelduá. Þá flaut vatn yfír veginn við Skriðuvatn í Skriðdal og var hann aðeins jeppafær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.