Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 279. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Borís Jeltsín Rússlandsforseti deilir á leiðtoga Vesturlanda á fundi RÖSE Reuter HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, heilsar Davíð Oddssyni forsætisráðherra íslands við upphaf RÖSE-fundarins i Búdapest í gær. Á milli þeirra stendur Jean-Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu. Gagnrýnir áform um fjölgun NATO-ríkja Ukraínumenn afsöluðu sér kjarnavopnum á fundinum Berlusconi gagnrýnir dómarana Búdapest. Reuter. SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, gagnrýndi í gær rann- sóknardómara, sem hyggjast yfir- heyra hann vegna meintra mútu- greiðslna, og ýjaði að því að rann- sóknin væri liður í pólitískri herferð vinstrimanna „með kommúníska hugmyndafræði" til að koma honum frá völdum. „Margir teija að þessi rannsókn sé pólitísk tilraun til að sverta for- sætisráðherrann eða jafnvel að knýja fram afsögn hans,“ sagði í yfirlýs- ingu Berlusconis sem Jas Gawr- onski, fréttafulltrúi hans, las í Búda- pest, þar sem Berlusconi situr leið- togafund RÖSE. Dómskerfið misnotað „Margir ítaiir eru þeirrar skoðun- ar að opinberir saksóknarar með kommúníska hugmyndafræði not- færi sér aðstöðu sína, ekki í þágu réttvísinnar heldur í pólitískum til- gangi, beiti dómskerfinu til að breyta algjörlega úrslitum kosninga," sagði forsætisráðherrann og bætti við að hann vonaði að þetta væri ekki rétt. ■ Stjórnarandstaðan sigrar/22 -----» ♦ ------ Vilja aukinn hrefnukvóta Ósló. Morgunblaðið. NORSKIR hrefnuveiðimenn eru mjög óánægðir með hrefnukvóta sinn á þessu ári. Hafa samtök hval- veiðimanna krafist þess að hann verði aukinn úr 300 í 1.800 hrefnur á næsta ári. Norsk stjórnvöld hafa valið þann kost að fara varlega af stað með hvalveiðarnar en þijú ár eru liðin frá því Gro Harlem Brundtland ákvað að leyfa hrefnuveiðar á ný. Steinar Bastesen formaður sam- taka hrefnuveiðimanna segist telja að betur horfi með viðhorf til hval- veiða, ekki síst í Bandaríkjunum. Búdapest. Reuter. LEIÐTOGAR Rússlands og Vestur- landa deildu um framtíðarskipan öryggismála í Evrópu á tveggja daga fundi Ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE), sem settur var i Búdapest í gær. Forsætisráðherra Bosníu hélt einn- ig skammaræðu yfir leiðtogunum og gagnrýndi þá fyrir að hafa ekki komið stjórn landsins til hjálpar í stríðinu við Serba. Úkraínumenn afsöluðu sér kjarnavopnum á fundinum og bundu þar með enda á langvinna deilu við Rússa um framtíð kjarna- vopna Sovétríkjanna fyrrverandi. Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, undirritaði samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Deilan um stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO) til austurs og skammaræða Alija Izetbegovic, forsætisráðherra Bosniu, vörpuðu hins vegar skugga á fundinn og voru ekki í samræmi við það yfír- lýsta markmið fundarins að efla alþjóðlega samvinnu til að stuðla að friði í álfunni. Izetbegovic sagði leiðtogunum að með því að fórna Bosníu hefðu þeir svikist um að standa við skuld- bindingar sínar. Hann varaði við því að aðgerðaleysi þeirra kæmi þeim í koll síðar og beindi orðum sinum einkum að leiðtogum Bret- lands, Frakklands og Rússlands. „Afleiðingin er að Sameinuðu þjóðirnar eru rúnar trausti og NATO hefur verið eyðilagt... við stöndum frammi fyrir breyttum og verri heimi,“ sagði bosníski for- sætisráðherrann. Segir Rússa einangrast Borís Jeltsín, forseti Rússlands, vék ekki að Bosníu-deilunni í ræðu sinni en gagnrýndi áætlun um stækkun NATO til austurs, sagði hana „sá fræjum tortryggni" í álf- unni, skipta henni í áhrifasvæði að nýju og einangra Rússland. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði hins vegar að ekkert ríki utan NATO ætti að geta hindr- að stækkun bandalagsins. „Með stækkun NATO eflist öryggi allra Evrópuríkja, því þetta er ekki árás- arbandalag," sagði Clinton. Leiðtogarnir samþykktu enn- fremur að breyta nafni RÖSE í Samtökin um öryggi og samvinnu í Evrópu (SÖSE). ■ „Sá fræjum tortryggni“/22 -----♦ ♦ ♦----- Bítlamir eru efstir London. Reuter. PLATA Bítlanna sem gefin var út fyrir fimm dögum, 25 árum eftir að hljómsveitin lagði upp laupana, er nú söluhæsta platan í Bretlandi. Nú þegar hafa um 200.000 eintök selst, að sögn breskra blaða, en EMI plötuútgáfan hefur ekki staðfest þetta. Gantast við upptökunienn 56 lög eru á plötunni „Live at the BBC“ og eru þau tekin upp á árun- um 1962-1965 hjá breska ríkisút- varpinu. George Martin, upptöku- stjóri Bítlanna, endurhljóðblandaði upptökurnar. Á plötunni eru m.a. lög eftir Chuk Berry og Little Richard auk þekktra bítlalaga. Inn á milli gantast hljómsveitarmeðlimir við upptökumenn hjá BBC. Framkvæmdastjóri SÞ millilendir á íslandi Fjármálin eru mesti vandi SÞ „MESTI vandi Sameinuðu þjóðanna í heild eru tvímælalaust fjármálin. Sum aðildarríki greiða ekki gjöld sín til SÞ, önnur eru treg til að halda áfram friðargæslu. En við erum engu að síður bjartsýn," sagði Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri SÞ í gærkvöldi er hann millilenti í Keflavík á leið sinni frá leiðtogafundi RÖSE í Búdapest til Kanada. Ræddi hann stuttlega við Friðrik Sophusson, starfandi forsætisráðherra. Boutros-Ghali sagði samstarfið Boutros-Ghali viðurkenndi að við Atlantshafsbandalagið (NATO) það væri vissulega erfitt að sann- í málefnum Bosníu vera gott, það hefði komið fram í samtali hans við framkvæmdastjóra NATO fyrr um daginn. Sagði Boutros-Ghali að teldu sérlegir sendimenn sínir í Bosníu þörf á áframhaldandi loftárásum, yrði þeim haldið áfram. færa aðildarþjóðir SÞ, og öryggis- ráðið um að halda ætti friðargæsl- unni áfram, ekki síst nú þegar fjöldi gæsluliða væru fangar Bos- níu-Serba. Það væri hins vegar skylda SÞ að starfa áfram í Bosn- íu og finna friðsamlega lausn. í síðustu viku gerðu íbúar Morgunblaðið/Árni Sæberg BOUTROS Boutros Ghali, framkvæmdastjóri SÞ. Sarajevo í Bosníu hróp að Boutros- Ghali, er hann kom til borgarinn- ar. Aðspurður um hvort reiði þeirra og öivænting væri réttlætanleg, sagði hann svo vera. „Góður sátta- semjari verður að viðurkenna alla gagnrýni, öll mótmæli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta ger- ist, sama vandamál kom upp í Mogadishu í Sómalíu og víðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.